Er í lagi að hjóla með Ipod ?

ipod3Í gær lenti hjólreiðamaður á Akureyri í því að hjóla þvert fyrir bíl sem hafði keyrt samhliða honum á götuni Hjólreiðamaðurinn var að hlusta á Ipod meðan hann hjólaði. Sjálfur hjóla ég stundum með Ipod en sleppi því alfarið þegar ég hjóla á götunni því að  eins óvarinn og maður er gagnvart bílum þá er eins gott að hafa öll skynfæri opin og vera öllu búin.

En svo virðist sem hann hafi ekki heyrt í bílnum og ætlað að þvera götuna og bíllinn skollið á honum eða hann á bílnum.

Lögreglan í Ástralíu hefur sent aðvörun til hjólreiðamanna að hjóla ekki með Ipod eftir að áströlsk kona lést þegar hún hjólaði fyrir bíl í London. Slysið er rakið til þess að hún var að hjóla með Ipod í eyrunum.

Mikil umræða skapaðist á vefnum eftir slysið í Lundúnum og margar greinar voru birtar um hættuna af því að hjóla með tónlist í eyrunum á meðan aðrir bentu á að það ætti þá að banna tónlist í bílum og á mótorhjólum ef banna ætti reiðhjólamönnum að vera með tónlist í eyrunum.

Svo var náttúrulega bent á það að ekki er hægt að einblína á reiðhjólamanninn heldur sé líka um að ræða óttillitssemi bílstjóra við hjólreiðamenn. Þetta leiðindaslys á Akureyri verður vonandi til að farið verði að auka rétt hjólreiðamanna í umferðinni og þeir fái sín svæði til að hjóla á götunni. Styðsta leiðin frá A - B er yfirleitt leiðin sem er hugsuð fyrir bíla, ekki fyrir göngustíga eða hjólreiðastíga, þessvegna neyðumst við oft til að vera á götunni.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband