Kristján Möller um forgangsakreinar á villigötum

forgangsakreinKristján Möller í fréttablaðinu í dag
Það væri æskilegt að fjölga forgangsakreinum fyrir strætisvagna í borginni og kemur til greina að ríkið veiti aukinn stuðning til þess, segir Kristján Möller samgönguráðherra í Fréttablaðinu í dag.

Hjólastígar meðfram stofnbrautum í skoðun
Einnig kom þar fram að í nýjum lögum sé heimild til að leggja hjólreiðastíga meðfram stofnbrautum og þjóðvegum og að það sé í skoðun.

Fyrir mig sem hjólreiðamann og áhugamann um bættar samgöngur hjólreiðamanna gladdist ég náttúrulega við  þennan lestur þó ég viti hvað "í skoðun" þýðir. Það hefur ekki jafn gleðjandi áhrif á mig og Kristján hefði kannski vonað en að það sé í skoðun er þó skárra en gamla svarið "reiðhjólastígar eru á ábyrgð sveitafélagana þó vegagerðin eigi vegina"

En aftur að hvað ég gladdist mikið því með fjölgun forgangsakreina ætti hagur okkar hjólreiðafólks jú að batna með stóru götunum því Gísli Marteinn kallaði þetta jú Forgangsakrein fyrir Strætó og hjólreiðar.

Þar fór gleðin fyrir lítið
En svo skyndilega í sæluvímu minni við  lestur greinarinnar sagði hæstvirtur Samgönguráðherra að jafnvel  verði líka bílar þar.. Já bílar og þeir þurfa bara að uppfylla þau litli skilyrði að það þurfi að vera 2 í bílunum eða fleiri. Þar með höfum við hjólreiðamenn ekkert að gera þarna á þessar forgangsakreinar með stanslausri umferð.

Fáum farþegalágmark á aðrar akreinar
Gáfulegra væri að taka 1 til 2 akreinar á þessum stóru götum og setja lágmarsfjölda farþega á þær heldur en að taka forgangsakreinar undir þær. Það var frétt í einhverju blaðinu að í útlandinu væru menn með uppblásnar brúður og uppáklædda hunda til þess að blekkja lögguna í svona farþegakvóta.

Ég ætti kannski að fara að fordæmi Gunnars Birgissonar og bjóða Kristjáni í hjólatúr um götur og stíga borgarinnar og athuga hvort hann mæti jafn skjótt og í Kópavoginn. Því það er spurning hvort að Kristján Möller hafi einhverja hugmynd hvað það er að hjóla eða hvort hann hafi á annað borð hjólað því hann hefur samkvæmt greininni engan skilning á hjólreiðum sem samgöngutæki.  Og ætli það endurspeglist ekki best í því að hann vill fjölga GÖNGUbrúm yfir götur. Það ætti kannski einhver að segja Kristjáni Möller að gangandi umferð og hjólreiðar til samgangna eiga enga samleið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Blessaður!

Kristján er frá Siglufirði og auk þess gamall kennari og íþróttagarpur, eitthvað ætti hann því að kannast við hjólreiðar karlinn!

En eitthvað mjakast er það ekki með hjólreiðastígana þarna syðra ekki satt, var ekki tekin í notkun einhver spotti allavega eftir Ægissíðunni nýlega?

bílar og hjól eiga nei auðvitað litla samleið þótt stígar og vegir kunni að liggja saman og reyndar gangstéttar líka svo gera þessar samgönguleiðir í Svíþjóð þar sem ég þekki aðeins til og hef verið.

Magnús Geir Guðmundsson, 30.6.2008 kl. 19:08

2 Smámynd: Vilberg Helgason

Að hjóla á Siglufirði í stuttum vegalengdum og lítilli umferð er nú ekki sami hlutur og ætla sér að komast úr vesturbænum að kringlu.
Og þrátt fyrir fínan stíg frá Ægissíðu að Reykjanesbraut þá breytir það ekki þeirri staðreynd að hún er úr leið fyrir flesta og meira gagn væri í stígum meðfram stofnbrautum. Ástæða fyrir staðsetningu stofbrautanna er að gera leiðir sem styðstar og beinastar fyrir ökumenn bifreiða.

Það er nefnilega það sem vantar í Reykjavík það er að hjólreiðamenn geti farið sem styðsta leið milli tveggja punkta. Að fara úr Grafarholti eftir göngustígum/hjólastígum niður í miðbæ er um 4 km lengra en ef hægt væri að fara eftir vesturlandsvegi og miklubraut.

Það  er verið að gera mislæg gatnamót til þess að umferð renni sem best og slysahætta sé sem minnst á meðan að ef hjólreiðamaður ætlar sér að fara eftir göngustígum miklubrautar þá þarf hann að stöðva ótalsinnum og þvera margar götur. Þar með er rennslið farið og þar með tímalega ekki jafn vænlegur kostur og svo er slysahætta meiri.

Það sem þarf í Reykjavík er að gefa hjólreiðum pláss í umferðinni og það leit út fyrir ágætt fyrsta skref með sameiginlegum forgangsakreinum með strætó en ef bílaumferð væri hleypt inná akreinarnar þá verða þær með öllu ónothæfar og í stað þess að almenningssamgöngum hafi verið veittur sess meðfram miklubraut er bara búið að bæta við enn einni bílabrautinni.

Vilberg Helgason, 30.6.2008 kl. 19:24

3 identicon

Svona "par cool" akreinar eru skelfilega ammerískt fyrirbæri. Ég sá svona í Seattle þar sem voru 5-6 akreinar í hvora átt, þá var ein fyrir "2 eða fleiri / bus / taxi" og hún var merkilega tóm. Ætli hlutfall eins í bíl sé ekki svipað hér og þar, jafnvel verra.

Þessi hugmynd er s.s. alveg í stílnum að breyta Reykjavík í ameríska bílaborg en ekki evrópska borg fyrir fólk.

Tryggvi R. Jónsson (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 12:26

4 identicon

Mér líst ílla á að hleypa bílum með 2 í bíl inn á forgangsakreinar fyrir strætó. Þær hafa virkað vel fyrir strætó og bílstjórar virt þær ótrúlega vel m.v. umferðarmenningu landans. Það er engin ástæða til að rugla í því með þessari tillögu. Helst hefði ég viljað sjá breiðari forgangsakrein fyrir strætó með plássi fyrir strætó til að taka fram úr hjólreiðamönnum.

Ég hjó líka eftir ummælum Kristjáns um að fjölga göngubrúm. Göngubrýr geta verið farartálmi fyrir gangandi og hjólandi. Þær eru fyrst og fremst reistar til að minni tafi verði á bílaumferð.

Árni Davíðsson (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 17:18

5 Smámynd: Vilberg Helgason

Tryggvi:
Svona "Par cool" akreinar eru líka  hálfskelfilegt fyrirbæri vegna þess að oft virka þær  þannig að þær auðvelda umferð þeirra sem eru einir í bílunum. Jú það er verið að greiða þeirra umferð með því að taka þá sem eru með fleiri en einn  í bíl og setja þá frá hinum og þar með auðvelda umferð "solo ökumanna". Sérstaklega eins og verið væri að framkvæma þetta á Íslandi þar sem BÆTT er við akrein fyrir forgangsumferð sem myndi hreina umferð af hinum akgreinunum.

Árni:
Það á engin önnur umferð að  vera á forgangsakreinum en strætó og reiðhjól. Leigubílar eiga tildæmis ekki að vera þar því það er lítill ávinningur í að leigubílar fái að vera þarna með 1 farþega eða fleiri á þessum leiðum án þess að ógna öryggi hjólreiðamanna. Og ef umferð bíla yrði leyfð þarna þá má alveg eins banna umferð reiðhjóla á þessum akreinum eins og hinir ofurgáfuðu þingmenn okkar Ólöf Nordal og Steinunn Valdís lögðu fram að yrði gert. 

Vilberg Helgason, 2.7.2008 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband