5 Íslendingar í þrekraun á Sjálandi

5 íslendingar tóku þátt í Sjálandshringnum á reiðhjólum núna seinustu helgi.

Sjálandshringurinn er stærsti hjólreiðaviðburður Dana á hverju ári og í ár voru þátttakendur um 2000 frá öllum heimshornum.

Sjálandshringurinn er 291 km fyrir karla og 178 km fyrir konur þar sem fólk keppir aðallega við sjálft sig því ekki eru veitt nein verðlaun í keppninni nema þáttökuverðlaun fyrir 5. - 10. -15. 20. Og 25. hvert skipti sem þátttakendur hafa klárað keppnina sem haldin var í 29. skipti í ár.

Það er ekki hægt að segja að veðrið hafi leikið við keppendur í ár því mikil rigning var á leiðinni en samt komu Íslensku þátttakendurnir hressir og vel blautir í mark eins og sjá má á myndinni.

siggiremiogeinar

Íslendingarnir sem tóku þátt voru Einar Kristinsson, Guðný Einarsdóttir, Rémi Spilliaert, Sigurður Smárason, og Sólveig Einarsdóttir úr Hjólreiðafélagi Reykjavíkur

Hægt er að fræðast meira um keppnina á http://www.sjaelland-rundt.dk/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband