Farartækið mitt eyðir 4096 kaloríum á hundraðið

Ef það eru 8000 kaloríur í einu kílói af fitu og þá þarf maður einungis að hjóla 200 km á 20-25 km meðalhraða til þess að losa sig við 1 heilt kíló af hreinni fitu.

90 kílóa manneskja sem hjólar 10 km til og 10 km frá vinnu daglega í hverri viku hjólar þar með 100 km á viku og því brennir hún 4000 kaloríum á þeim tíma sem er hálft kíló af hreinni fitu. Ef viðkomandi borðar nokkuð eðlilega og heldur jafnvægi í mataræði og eðlilegri grunnbrennslu sem getur verið frá 1500- 3000 hitaeininga á dag, fer eftir þyngd, aldri og formi. Þá er maður að missa 2 kíló á mánuði bara við það eitt að hjóla í vinnuna og til baka.  (hér er hægt að mæla brennslu miðað við þyngd og meðalhraða)

þetta er ekki minni brennsla heldur en hægt er að fá með því að fara í líkamsræktarstöð á bílnum og púla útí eitt og borga 6000 kr á mánuði fyrir það eitt að fá að koma þar inn og stunda æfingar.

Svo má náttúrulega ekki horfa framhjá því að þessi aðili sem hjólar þessa 100 km á viku til og frá vinnu sparar sér allavega 1800 kr á viku í bensíni og eflaust mun meira eftir að kólnaði og því sparnaðurinn 6400 í bensíni og brennslan 2 kíló af fitu... Er hægt að fara fram á meira.

Núna er bara að drífa sig af stað og prófa að hjóla smá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Guðjónsson

Skemmtileg nálgun hjá þér Vilberg  og  skemmtilegir pistlar hjá þér um hjólreiðar.  Ég dett oft inná bloggið þitt mér til fróðleiks og skemmtunar.

Magnús Guðjónsson, 25.10.2008 kl. 23:07

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

nákvæmlega. frekar fyndið að fólk taki sér bíltúr til að fara inn í hús að hjóla og hlaupa. borga svo fyrir það í ofanálag. skynsamlegra að fara út að hlaupa eða hjóla og kostar minna.

Brjánn Guðjónsson, 26.10.2008 kl. 01:39

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Hjólið þarf að vera búið góðum nagladekkjum í hálkunni, það má ekki gleymast.

Theódór Norðkvist, 26.10.2008 kl. 02:10

4 identicon

Sæll Vilberg, ég held þú ættir að leiðrétta götumyndina þar sem að stendur að hjólið þitt eyði 0 lítrum á hundaraði og setja kaloríueyðsluna í staðinn. Annars held ég að hjólið mitt eyði meira en þitt, því að þegar ég hjóla í vinnuna sem ég geri nokkuð oft, verð ég alveg afskaplega svangur og hef góða matarlist

kveðja Rafn.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 16:19

5 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Haha þetta er alveg þrusu góð leið til að halda sér í formi og hafa góða ástæðu til að eyða ekki peningum í líkamsræktarkort. Annars verð ég að segja að ég nenni ekki að telja kaloríur - ég þarf bara að horfa í spegil til að meta hvort að holdafar mitt er óeðlilegt eða eðlilegt, svona einfalt er það nú.

Ég trúi því að maður fái líka aðra sýn á borgina þegar maður hjólar. Maður sér svolítið aðra hluti og umhverfi en þeir sem keyra í bílum. ....og að mínu viti eru Íslendingar ruslaralýður sem hendir rusli útum bílglugganna sem enda á girðingum og öðrum stöðum sem ég hjóla um....Gerum eitthvað í því.

Anna Karlsdóttir, 26.10.2008 kl. 17:32

6 identicon

Já þetta er skemmtilegur pistill. Ég reyndar er einn af þeim sem fer í ræktina og finnst gaman að hamast með lóð. Þannig styrkir maður á sér allan líkamann, og það sem ekki minna máli skiptir, hittir fullt af skemmtilegu fólki og sér sætar stelpur:) Best væri að hjóla í ræktina, gerði það stundum í sumar og haust en nú er allt á kafi fyrir norðan og bílinn tekinn við.

Bjarni Jónasson (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 21:15

7 identicon

Blessaður Villi, ég hóf hjólaútgerð í haust og er svona að hjóla mig í gang.  Langaði bara að þakka þér fyrir gott framtak á þessari síðu.  Skemmtilegir pistlar og áhugaverðir tenglar.
Tek annars undir með Önnu, leiðist að telja kalóríur og þessháttar.  Spegillinn segir allt sem segja þarf, nú eða fataskápurinn ef ekki vill betur til

kv. Örvar

Örvar Már Kristinsson (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 14:46

8 Smámynd: Vilberg Helgason

Sæll Örvar og gaman að fá frá þér comment hérna. Long time no see.

En ég tek undir með ykkur Önnu að ég tel ekki ofan í mig hitaeiningar né reikna þær þegar ég hjóla. Spegillinn er alltaf ágætis viðmið en fataskápurinn er alltaf versti óvinurinn, sama hvort mann grennist eða þyngist... eilífur kostnaður ;)

Við sjáumst kannski á einhverjum hjólastígnum í vetur.

Kv Vilberg

Vilberg Helgason, 28.10.2008 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband