Núna er komið að því að bestu götuhjólreiðamenn landsins leiða saman hjólhesta sína í æsilegustu og skemmtilegustu götuhjólakeppni ársins. Í ár er von á metfjölda áhorfenda þar sem hjólalestir hafa aldrei verið fleiri sem leggja leið sína frá öllum hlutum höfuðborgarsvæðisins að tjörninni til að sjá þennan spennandi viðburð.
Fyrirkomulag keppninnar er þannig að skipt er niður í karla og kvennaflokka og hjóla karlar 15 hringi í kringum tjörnina á meðan konur hjóla 10 hringi. Úrsláttarfyrirkomulag er á keppninni sem virkar þannig að ef fremsti maður fer frammúr keppanda sem kominn er hring á eftir þarf sá sem farið er framúr að víkja úr brautinni næst þegar hann fer yfir ráslínu.
Keppnin er einstaklega hröð og spennandi því beyjur eru krappar og hægt að ná miklum hraða og voru hröðustu keppendur í fyrra á yfir 40 km. meðalhraða í brautinni. Götunum í kringum tjörnina er lokað og fá því keppendur að njóta sín í brautinni og áhorfendur að njóta frábærrar skemmtunar.
Hanna Birna borgarstjóri ræsir keppnina við ráðhúsið klukkan 14:30 á laugardaginn en húsið opnar klukkan 13:00 og skráning fer fram klukkan 13:30. Þáttaka í keppninni er í boði Samgönguviku og þáttaka því ókeypis. Við viljum við hvetja alla götuhjólamenn að taka þátt.
Í Ráðhúsinu verður einstaklega fjölskylduvæn dagskrá og mun leikarinn Felix Bergsson sjá um að stytta fólki stundir auk þess sem færustu Freestyle hjólasnillingar landsins verða með hjólasirkus inní Ráðhúsinu strax að keppni lokinni og fram að verðlaunaafhendingu.
Hér má svo sjá tímasetningar og hvaða hjólalestir leggja af stað sem enda svo á Tjarnarsprettinum eftir að hafa sameinast í Nauthólsvík
11:30 frá Hafnarborg í Hafnarfirði
12:10 frá Sjálandsskóla í Garðabæ
12:50 frá Gerðasafni í Kópavogi
11:30 frá nýja Miðbæjartorginu í Mosfellsbæ
12:00 frá Hallsteinshöfða í Grafarvogi
12:30 frá Minjasfni Orkuveitunnar í Elliðaárdal
13:00 frá Vesturbæjarlaug
13:45 Allir hjóla saman frá Nauthólsvík að Ráðhúsi Reykjavíkur
Íþróttir | 17.9.2008 | 10:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Í dag fór ég og var viðstaddur setningu Samgönguviku sem sett var í foldaskóla í Grafarholti. Utanvið að ég fekk þessar fínu kleinur og hlustaði á skemmtilegan barnakór syngja þá voru þarna rafmagnsreiðhjól sem Reykjavíkurborg hefur keypt til að nota fyrir starfsmenn sína til að sinna erindum milli stofnana og fleira.
Mér finnst þetta nefnilega frábært framtak hjá Reykjavíkurborg. Fyrir nokkru keyptu þeir hjól handa starfsmönnum sínum til að nota í skreppum sem voru þónokkuð notuð þar sem ég þekki til og svo bæta þeir um betur og kaupa nokkur rafmagnsreiðhjól. Með þessi móti spara þeir bílastæði, stytta ferðatíma starfsmanna og hvetja til notkunar grænna samgöngumáta.
Ég fékk að prófa eitt svona hjól í dag hjá borginni við setningu Samgönguviku og þetta var alveg þrælskemmtileg græja og ætti að vera lausn fyrir alla sem sjá hjólreiðar sem eitthvað svitabað þegar komið er til vinnu á hjóli því þarna er hægt að komast nánast áreynslulaust milli tveggja staða án þess þó að gera ekki neitt. Þetta þarf ekki að vera erfiðara en að labba rösklega, jafnvel róglega og svo er ferðatíminn alveg ótrúlega stuttur og ferðamátinn þægilegur.
Reykjavíkurborg fær A++ fyrir þetta framtak.
Samgöngur | 16.9.2008 | 16:46 (breytt kl. 16:48) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á morgun verður sett samgönguvika og er sem fyrr einstaklega skemmtilegur viðburður. Ég læt dagskrá samgönguviku fylgja hér að neðan.
Þriðjudagurinn 16. sept.14:00 Setning Samgönguviku í Foldaskóla:
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, formaður umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar setur Samgönguviku.
Samgönguhverfi ársins, Grafarvogur/Kjalarnes, fá Samgöngublómið afhent
Leikskólakórinn Foldafuglar flytur tónlistaratriði.
Ljósmyndasýning leikskólabarna frá Miðborg/Hlíðum.
Rallýkappar etja kappi við torfærukappa í vistakstri. Landvernd stendur fyrir átaki í vistakstri í Samgönguviku.
Miðvikudagur 17. september
Hvernig kemur þú í skólann? Könnun á ferðavenjum reykvískra ungmenna. Athugun á því hversu margir nemendur í 6. bekk grunnskólanna í Reykjavík eru keyrðir í skólann, hversu margir koma í strætó, hverjir hjóla og hverjir ganga.20:00 Stofnfundur félags áhugamanna um bíllausan lífsstíl í Ráðhúsi Reykjavíkur. Samtök um bíllausan lífsstíl er þverpólitískt félag fólks sem hefur það sameiginlega áhugamál að gera bíllausan lífsstíl að vænlegri kosti en nú er. Markmið félagsins er að stuðla að fjölbreyttari samgöngum og berjast fyrir því að jafnræðis sé gætt milli ólíkra samgöngukosta. Á stofnfundi verður kosið í stjórn, lög samþykkt og fyrirhuguð starfsemi kynnt. Allir eru velkomnir. Fundarstjóri er Samúel T. Pétursson, skipulagsverkfræðingur. Ráðhús Reykjavíkur.Ráðhús Reykjavíkur.Fimmtudagur 18. september
Driving sustainability 08 Ráðstefna um orkugjafa framtíðarinnar í samgöngum. Hilton Nordica
Ísland gæti innan skamms orðið nær óháð erlendum orkugjöfum samhliða komandi fjöldaframleiðslu á rafmagns- og tengil-tvinnbílum. Stefnumarkandi fundur bílaframleiðenda og orkufyrirtækja. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er verndari ráðstefnunnar. Nánari upplýsingar og skráning á driving.is. 20:00 Hreint loft fyrir alla" Málþing í IðnóKvöldfundur um samgöngu- og loftlagsmál í samvinnu Reykjavíkurborgar, Hafnarfjarðarbæjar og Mosfellsbæjar. Ræðumenn eru Unnur Steina Björnsdóttir, læknir og dósent við HÍ, Gunnar Hersveinn, heimspekingur, Halldóra Thoroddsen rithöfundur, Ólafur Guðmundsson, tæknistjóri EuroRAP og Ómar Ragnarsson, fréttamaður. Fundarstjóri er Leifur Hauksson, útvarpmaður.
Iðnó, Vonarstræti 3. Föstudagur 19. September
Driving sustainability 08 Ráðstefna um orkugjafa framtíðarinnar í samgöngum.
Framhald, sjá dagskrá fimmtudags. Strætódagur: lúðrasveit og ljóð í Strætó Ný strætórein ,,rauði dregillinn á Miklubraut verður formlega opnuð við hátíðlega athöfn Leynileikfélagið Stígis útbýr ljóðamenn sem koma sér haganlega fyrir í strætisvögnum. Lúðrasveitin Svanur ferðast um borgina í gömlum strætó og stígur út hér og þar og leikur fyrir viðstadda. Forsmekkur að flóðinu. Forlagið birtir upphafskafla væntanlegra bóka - íslenskra og þýddra - fyrir börn og fullorðna í Strætó. Laugardagur 20. september
Hjólalestir sem henta allri fjölskyldunni leggja af stað til Nauthólsvíkur.
11:30 frá Hafnarborg í Hafnarfirði
12:10 frá Sjálandsskóla í Garðabæ
12:50 frá Gerðasafni í Kópavogi
11:30 frá nýja Miðbæjartorginu í Mosfellsbæ
12:00 frá Hallsteinshöfða í Grafarvogi
12:30 frá Minjasfni Orkuveitunnar í Elliðaárdal
13:00 frá Vesturbæjarlaug
13:45 Allir hjóla saman frá Nauthólsvík að Ráðhúsi Reykjavíkur14:10 Felix Bergsson, leikari, tekur á móti gestum og leikur við hvern sinn fingur14:30 Tjarnarspretturinn
Borgarstjórinn í Reykjavík, Hanna Birna Kristjánsdóttir, setur þennan árvissa viðburð á Samgönguviku. Þaulvanir keppnismenn í hjólreiðum keppa á götuhjólum hringinn í kringum Tjörnina í Reykjavík. Hjólaðir eru 15 hringir í karlaflokki og 10 hringir í kvennaflokki. Keppnin er einstaklega áhorfendavæn. Keppendur ná miklum hraða í hringnum og þurfa að takast á við krappar beygjur á mikilli ferð. Allir hvattir til þess að koma klappa og hvetja. 15:00 Hjólasirkus Landsliðið í hjólaleikni leikur listir sínar.
Hjólreiðafélag Reykjavíkur kynnir starfsemi sína og hjólafærni á skjám í Ráðhúsinu.
Ný hjólastígakort verða gefin út með öllum hjólastígum á höfuðborgarsvæðinu.15:30 Verðlaunaafhending
afhent verða verðlaun í Tjarnarsprettinum.
Boðið verður uppá léttar veitingar í Ráðhúsinu og dagskrá lýkur kl. 16:00.Sunnudagur 21. september
12:15 Hjólatúr í Samgönguhverfi ársins, Grafarvogi. Hjólað um hverfið á hraða sem hentar allri fjölskyldunni. Vakin athygli á ýmsu í nánasta umhverfinu sem mörgum yfirsést. Lagt að stað frá Borgarholtsskóla.
Mánudagurinn 22. September
Í bæinn án bílsins.
íbúar eru hvattir til þess að hvíla bílinn í einn dag og nota aðra samgöngukosti, svo sem að hjóla, ganga eða að taka strætó. Í tilefni dagsins verður Pósthússtræti lokað og meistaranemar í Lýðheilsufræði við Háskólann í Reykjavík bjóða skólabörnum til leiks.
Samgöngur | 15.9.2008 | 09:02 (breytt kl. 09:03) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það var athyglisvert að fylgjast með umfjöllun í fréttum Stöðvar 2 í gær og svo aftur í kvöld varðandi umsókn foreldra um að barn þyrfti að fá þríhjól sem hjálpartæki frá Tryggingarstofnun þar sem hún ætti við jafnvægisröskun að stríða og gæti því ekki hjólað á tvíhjóli.
Nú þekki ég náttúrulega ekkert til þessarrar fjölskyldu né veit neitt um fötlun stúlkunnar. Svo eru menn ekki alveg sammála um hvort henni hefði verið synjað á þeim försendum að hún væri of þung til að fá svona hjól. Varðandi þyngdina þá veit ég allavega að hún þarf að vera yfir 120 kg til að eðlileg þríhjól gætu farið að lenda í vandræðum með hana.
En það sem í raun skiptir máli hérna að mínu mati er að það er verið að synja barni frá eðlilegri hreyfingu og eðlilegum hreyfiþroska því fyrir börn eru hjólreiðar stór þáttur í þroska þegar kemur að samhæfingu , styrkingu stoðkerfis og fyrirbyggingu yfirþyngdar.
Þríhjól eru einhver besta uppfinning sem til er fyrir hreyfihamlað fólk. Þau eru til í mismunandi úrfærslum og henta misvel hverjum einstakling. En þau eru misdýr og yfirleitt ekki ódýr. Samt er kostnaður við þríhjól á Íslandi fáránlegur miðað við það sem það gæti verið því bæði leggur ríkið 10% toll og svo 24,5% virðisaukaskatt á hjólin. Þrátt fyrir að þau geri ríkinu ekkert annað en gott því hjólreiðar draga úr sjúkdómum, styrkja stoðkerfið og draga úr mengun. Ef við tækjum svona 300.000 kr. Þríhjól og tækjum þessi gjöld af þá væri kostnaðurinn frekar 220.000 en 300.000 og er þá eftir að gera ráð fyrir tolli og virðisaukaskatti af flutningsgjöldum á leið til landsins.
En fyrst ég er byrjaður að tala um þríhjól ætla ég að sýna smá úrfærslumun á þríhjólum:
Þríhjól af gamlaskólanum erum eins og gömlu góðu þríhjólin sem maður hjólaði á sem smápatti með 1 hjól að framan og 2 að aftan nema það er komin keðja, bremsur og jafnvel gírar. Þessi útfærsla er sniðug og hentar sumum ágætlega
Svo er þessi úrfærsla þar sem hjólreiðamaðurinn situr eins og í hægindastól og stígur fótstigin mun framar og þar með hentar hjólið fólki með stoðverki og jafnvel verki í öxlum og hálsi enda sætið yfirleitt komið með hnakkapúða og áreynslan allt öðruvísi en á venjulegu hjóli.
Svo eru náttúrulega til fleiri útfærslur en að sjálfsögðu á ekki að taka þá frá barninu að fá að hjóla þó ekki sé hægt að kaupa 20.000 kr hjól í byko þar sem hún þjáist af einhverjum vandræðum með jafnvægi eða líkamann. Tryggingarstofnun á að sjá til þess að öll börn sem ekki ráða við tvíhjól fái unnið í sínum málum.
Stjórnmál og samfélag | 11.9.2008 | 21:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það veit ég.. Ég veit líka að það er auðvelt að lofa og það er auðvelt að fylgja tískunni þegar fólk hefur áhuga á enhverju. En forréttindi sveitafélaga er að þau þurfa ekk að standa við það sem þau segja.
Í vor var það heitasta að setja upp hjólreiðaáætlanir og ætla að gera Reykjavík að hjólaborg og svo náttúrulega skrefinu lengra ætlaði Akureyri að ganga með enn stærri áætlun. Frábært hugsaði ég. Loksins er eitthvað að gerast í málefnum hjólreiðamanna.
Ég talaði við reynda hjólreiðamenn sem hafa staðið í baráttu við ríki og sveitafélög um bætta aðstöðu hjólreiðamanna og þeir sögðu, bíddu bara því orð eru orð en við skulum sjá þetta í verki og svo fagna.
Ég sem er greinilega ennþá blautur á bak við eyrun í þessarri baráttu miðað við marga hafði samt trú á að eitthvað væri að fara að gerast. Þá meina ég aðallega hjá sveitafélögunum því fréttir og tilkynningar á áætlununum voru ekki sparaðar.
Tökum dæmi:
Akureyri: komst í fréttir með að þeir ætluðu að gera Akureyri að hjólreiðabæ og fara að gera alvöru hjólastíga og gefa aðgang að götum með sérmerkingum og svo framvegis og fengu Mannvit ef ég man rétt til að vnna áætlunina fyrir sig sem var frábært framtak og það sem ég hef séð af áætluninni var frábært og ég vonaðist til að sjá eitthvað gerast í sumar en NEI ég heyrði seinast að þetta hefði ekki einu sinni verði kynnt formlega fyrir bæjarstjórn, þetta var bara búið til og svo grobbað sig af því.
Reykjavík: kom með þessa frábæru leið þar sem þeir ætluðu að gera sér hjólastíg frá Ægissíðu að Reykjanesbraut og gengu skrefinu lengra en Akureyri og kynntu áætlunina sem var frábær og framkvæmdir áttu að hefjast í sumar, en eitthvað klikkaði... Og ég bíð ennþá spenntur eftir að eitthvað gerist.
Reykjanesbraut: Ég skrifaði færslu einhverntíma fyrir nokkrum vikum þar sem ég sagði "og svo ætla þeir að loka reykjanesbraut fyrir hjólreiðum" en viti menn, það er búið að loka kafla og komið skilti og allt saman en engin önnur leið ?. Það er náttúrulega fáránlegt þegar fólk fær ekki að hjóla eftir einhverri götu á reiðhjóli á meðan önnur leið er ekki til boða. Og hvað þá heldur þegar það vantar skilti við upphafi vegar um að ég fái ekki að hjóla alla leið.
En gaman verður að vita hvort það verði í tísku að slá sig til hjólreiðaáhugamanns í sveitastjórnarmálum á næsta ári og lofa öllu fögru eða hvort að eitthvað muni gerast.
Samgöngur | 10.9.2008 | 21:39 (breytt 11.9.2008 kl. 10:36) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það er svolítið athyglisvert að núna á sama tíma og verið er að hvetja til þess að foreldrar keyri börnin sín EKKI til skóla er verið að takmarka aðgang barna að sumum skólum á reiðhjólum.
Já eins undarlegt og það er þá eru skólar í Reykjavík sem banna börnum upp að 10 ára aldri að koma á reiðhjólum í skólann. Jafnvel skólar sem búa við einstaklega góðar aðstæður til hjólreiða til skóla og svo aðrir sem eru í mikilli umferðarbyggð.
En af hverju er verið að banna börnum að koma á hjólum á meðan verið er að hvetja þau til að koma gangandi. Sum börn búa jú í 15 - 20 mín göngufæri frá skóla en einungis 7 mín í hjólafæri og með því móti næst meiri tími með foreldrum og minna stress á morgnana.
Ég verð bara að viðurkenna að ég þyrfti virkilega á einhverri fræðslu að halda sem gæti réttlætt að börn eigi ekki að hjóla í skólann... Ég meina, hver eru rökin með ?... Jú börn læra að höndla umferð, þroskast, ná samhæfingu og stuðla að betri heilsu með hjólreiðum.
Rökin á móti eru, barnið mitt er í hættu í umferðinni og kann ekki réttu leiðirnar og svo framvegis en vandamálið er oft að foreldrar gefa sér hreinlega ekki tíma til að labba einu sinni með barninu sínu til skóla meðan það hjólar og kenna því hvað skal varast og hvernig skal bera sig að.
Er ekki kominn tími til að allir og þá meina ég ÖLL börn fái rétt til að hjóla til skóla bæði frá skólayfirvöldum sem standa í vegi þeirra og svo foreldra sem hafa ekki tíma til að kenna börnum hvernig bera sig skal á leiðinni
Ég ætla bara að undirstrika fyrr færslu mín sem var undir fyrirsögninni "Hvað um hjólað í skólann vikuna" að það á að hvetja börn til þess að ferðast á reiðhjólum og sérstaklega hvetja þau til að fara í skólann á þeim á meðan veður leyfir.
Samgöngur | 9.9.2008 | 23:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það er alltaf jafn skelfilegt að heyra þegar menn slasast alvarlega og svo stendur mér enn nær ef um hjólreiðamann er að ræða og því kemur þetta hörmulega slys virkilega við mig. Ég er búin að bíða eftir frekari fréttum af þessu slysi síðan ég frétti af því fyrst.
Ég vona að ég tali fyrir hönd allra hjólreiðamanna þegar ég sendi Gísla baráttukveðjur og ósk um góðann bata.
Ég vil minna á það sem kemur fram í fréttinni hérna á MBL að vinir Gísla hafa opnað söfnunarreikning fyrir þennan fjölskyldumann enda örugglega mikil áreynsla fyrir 4ra barna fjölskyldu að lenda í svona hremmingum.
Reikningur söfnunarinnar er 0565-14-400216 og kennitala Gísla er 180561-7069.
Hlaut alvarlegan mænuskaða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 7.9.2008 | 17:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hver er vondi kallinn. Akureyrarbær eða Strætó í Reykjavík.
Ég skrifaði færslu um daginn um að strætó væri með þessa mismunun milli lögheimilis notenda þess, þeas að nemar í Reykjavík þyrftu að hafa lögheimili í borginni til að fá strætókort frítt frá strætó.
Ég fékk athugasemdir eins og að af hverju Reykvískir skattgreiðendur þyrftu að borga fyrir landsbyggðarpakkið í strætó og svo framvegis og ég var að sumu leiti sammála þessu á því augnabliki og fór að hugsa af hverju sveitafélög eins og Akureyri og fleiri ættu ekki að taka þátt í þessu og borga kort fyrir sína menn. Ég meina af hverju áttu Reykvíkingar að borga fyrir helvítis landsbyggðarpakkið í strætó ?.
En svo fór ég að velta fyrir mér hvort að Akureyrarbær sem er með frían strætó fyrir alla spurji alla um skilríki og sendi svo gíró á hin sveitafélögin. Það eru jú í Verkmenntaskólanum á Akureyri, Háskólanum á Akureyri og Menntaskólanum á Akureyri fólk frá öllum landshlutum sem notar þessa þjónustu þar. Er þá ekki jafn raunhæft að Akureyringar fari að taka niður lögheimili og senda gíró?.
Svo fékk ég athugasemd frá manni sem nam í framhaldsskóla á landsbyggðinni og fór svo í Hákóla til Reykjavíkur og endaði með lögheimili í Reykjavík þar sem vinnuframboð fyrir hans menntun er ekki til staðar og hann benti einnig á að þegar hann var í framhaldsskóla greiddu foreldrar hans útsvar í sveitafélaginu hans og svo fór hann í skóla til Reykjavíkur og býr þar sem þýðir að útsvar foreldra hans sem fór í hans menntun endaði á því að hans útsvar fór til Reykjavíkur, ekki til sveitafélagsins sem hann ólst upp í.
Þannig að spurningin er hvort Reykjavík sé virkilega stætt að neita nemum af landsbyggðinni um að fá frítt í strætó þar sem yfirgnæfandi líkur eru á því að þeir muni greiða sitt útsvar í Reykjavík í framtíðinni. Það er allavega á hreinu hvar fólksfjölgunin er.. hún er ekki á landsbyggðinni.
Strætó og Reykjavíkurborg.... Hættið þessu kjaftæði og bjóðið öllum nemum frítt í stætó sama hvaðan þeir koma því þeir munu jú eflaust borga útsvar til borgarinnar í framtíðinni.
Samgöngur | 30.8.2008 | 22:50 (breytt kl. 22:51) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
11 ára strákur varð fyrir áreiti hugsanlegs barnaníðings meðan hann var gangandi heim úr skólanum.
Á sama tíma og háskóla og framhaldsskólanemendur eru að fá strætókort frítt frá borginni er þá ekki málið að bæta grunnskólabörnum við í þennan hóp... Margar góðar ástæður eru til að grunnskólabörn fái strætókort og núna má greinilega bæta við þeirri ástæðu að ef börn geta tekið strætó frá skóla til heimilis og öfugt er búið að draga úr barnaníðingaveiðilendum.
Á Akureyri þar sem frítt er í strætó taka grunnskólabörn á öllum aldri strætó milli 2ja stoppistöðva bara til að stytta sér leiðina. Eflaust má mæla gegn því með minni hreyfingu barna þar sem þau þurfa að ganga styttra til skóla en er þá ekki alveg eins hægt að álasa foreldrum fyrir að kaupa sér hús of nálægt skólum.
En þetta er augljóslega enn ein ástæðan fyrir því að frítt á að vera í strætó fyrir alla í Reykjavík.
Börn þiggi ekki far hjá ókunnugum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | 29.8.2008 | 21:57 (breytt kl. 21:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Helvítis landsbyggðarliðið þarf annaðhvort að eiga bíl eða leggja fram 30.500 krónur fyrir korti hjá Strætó til að komast til skóla á höfuðborgarsvæðinu vetur.
Enda líklega kominn tími til að draga úr þessum jöfnunarsjóðum sveitafélaga og hætta almennt að styrkja krakka til náms utan þeirra bæjarfélaga sem þau koma frá . Enda ef við horfum á þetta raunhæfum augum þá er það gjörsamlega foreldrum barna á Hellu sem dæmi að kenna að þau alast ekki upp í sveitafélagi með Háskóla eða framhaldsskóla hvað þá heldur.
Þessvegna skil ég næstum því stefnu Reykjavíkurborgar og Strætó í fínu grænu skrefunum sínum að allir aðkomunemendur sem stunda nám í skólum í Reykjavík og nágrenni hafi ekki rétt á því að fá frítt í strætó eins og þeir sem hafa lögheimili í Reykjavík.
Ég held að næsta raunhæfa skref sé að Reykjavíkurborg fari að niðurgreiða skólagjöld sinna þegna og láta landsbyggðarpakkið halda uppi háskólunum eins og þeir virðast ætla að láta landsbyggðarpakkið halda uppi strætó í vetur.
Allavega langar mig að hrósa Sjálfsstæðisflokknum og grænu skrefunum hans fyrir þetta hvetjandi framtak og þessa skemmtilegu aðskilnaðarstefnu sem á að ráða ríkjum í vetur í fínu höfuðborginni okkar íslendina.
En hérna eru skilyrðin á heimasíðu strætó fyrir nemakorti, og nemar þurfa að uppfylla bæði:
- Þú ert með lögheimili innan sveitarfélags sem tekur þátt i Nemakortunum (Reykjavík, Kópavogur, Hafnarfjörður, Seltjarnarnes, Mosfellsbær og Álftanes).
- Þú ert skráður nemandi í framhalds- eða háskóla sem staðsettur er á höfuðborgarsvæðin
Eða eins og þeir auglýsa án frekari skilgreininga "kostar ekki NEMA ekkert"
Svo er spurning hvort það sé löglegt að auglýsa svona því NEMI og NEMI virðist ekki vera það sama.
Samgöngur | 25.8.2008 | 22:35 (breytt kl. 22:49) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Þann 20. maí síðastliðinn voru stofnuð samtök á netinu. Nánar tiltekið á Facebook sem er orðin vinsælasta afdrep netverja nútildags.
Þessi samtök eru fyrir fólk með sameiginlegan áhuga á því að gera bíllausan lífsstíl að vænlegri kost en nú er.
Samtökin stækkuðu hratt og á aðeins tveimur og hálfum mánuði náði skráður fjöldi 1000 manns sem er ótrúlega gott.
Að mínu mati er þarna komin mjög þarfur hópur af fólki til að berjast fyrir málefnum sem margir halda að séu einungis fyrir örfáa sérvitringa sem hafa ekki efni á bíl en svo er ekki. Fjöldi skráninga sýnir hversu stór hópur fólks getur hugsað sér að tileinka sér þennan lífsstíl og ekki skal gleyma því að skráningarnar eru einungis komnar á Facebook vefnum og hlutfall fólks á Facebook er ekki mjög hátt á Íslandi, nema í ákveðnum aldurshópum.
En aðalmálið er að í kvöld, miðvikudaginn 20. ágúst er undirbúningsfundur um formlega stofnun samtakana á efrihæðinni á Kaffi Sólon. Fundurinn hefst klukkan 20:30 og er fyrir alla þá sem vilja leggja hönd á plóginn við stofnun formlegra samtaka.
Að sjálfsögðu ættu allir að mæta sem hafa áhuga á þessu málefni og hafa eitthvað til málanna að leggja.
Hér fylgir svo textinn sem finna má á forsíðu samtakanna á Facebook.com:
"
Samtök um bíllausan lífsstíl er hópur fólks sem hefur að sameiginlegu áhugamáli að vinna að því að gera bíllausan lífsstíl á höfuðborgarsvæðinu að vænlegri kosti en nú er Tilgangurinn er margþættur, allt frá því að hafa jákvæð áhrif á nærumhverfið og draga úr útblástursmengun og yfir það að skapa líflegra og mannvænna borgarumhverfi. Í hópnum er fólk sem bæði lifir bíllausum lífsstíl og þeir sem gjarnan vildu gera það, ef aðstæður til þess væru betri. Hópurinn er þverpólitískur, og leggur því meiri áherslu á að berjast fyrir réttindum þeirra er kjósa sér bíllausan lífsstíl fremur en sértækum og hugsanlega umdeilanlegum lausnum. Hópurinn mun því berjast fyrir eftirfarandi atriðum: að borin sé virðing fyrir almannarými á borð við gangstéttir og torg, og að sektir fyrir ólöglega lögðum faratækjum séu sambærilegar á við það sem gerist í nágrannaborgum og að sektað sé allan tíma sólarhringsins, að gætt þess verði að stofnæðar trufli sem minnst nærliggjandi byggð, að draga úr niðurgreiðslum til handa bílandi á formi gjaldfrjálsra bílastæða við stofnanir, verslanir og fyrirtæki, óbeinnar gjaldtöku af umferðarmannvirkjum og hverju því sem dregur úr samkeppnishæfni annarra valkosta við einkabílinn, að hvetja til þess að lagðir séu göngustígar og hjólabrautir með sambærilegum metnaði og götur fyrir bíla, að umferðaræðar verði skipulagðar sem breiðstræti ekki síður en hraðbrautir þar sem við á, að almenningssamgöngur fái sérakreinar á stofnæðum þar sem hætta er á biðraðamyndun og töfum, að lögð verði enn meiri áhersla á skjólmyndun með trjágróðri en nú er. Hópurinn mun einnig kynna kosti þess að lifa bíllausum lífsstíl fyrir þá sem ekki gera það í dag, hvaða áhrif það hefur á líf þess og nærumhverfi og hvetja fólk til að breyta um lífsstíl eftir fremsta megni." |
Bloggar | 20.8.2008 | 11:12 (breytt kl. 11:15) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er alltaf jafn gaman að áætlaðri umferðaraukningu á Íslandi. Menn eru að byggja vegi, gera mislæg gatnamót og undirbúa allt sem best svo hægt sé að taka við meiri bílaumferð.
Þetta er gert á meðan í öllum nútímaborgum Evrópu er allt gert til að draga úr bílaumferð og þar með mengun og viðhaldskostnaði.
Auðveldustu leiðirnar til að draga úr bílaumferð eru ekki að bæta aðstæðurnar til þess að bíll verði fyrsta val þegar ferðast á á milli tveggja staða.
Á sama tíma og engin fæst til að nota strætó og þeir ætla að stórfækka ferðum sem náttúrulega ýtir undir notkun einkabílsins er verið að fjölga akreinum útum allt.
Væri ekki málið að hugsa 2024 sem árið þar sem lest verður komin til Keflavíkur, Strætó eigi sínar forgangsakreinar sem teknar eru af einkabílnum og verði með tíðari ferðir og almennilegir hjólastígar komnir milli hverfa og sveitafélaga. Þá getum við hætt að hugsa um þessa svifryksmengun, dísilmengun og bensínmengun.
Draga verður úr rykmengun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 18.8.2008 | 16:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég er búin að vera á Akureyri undanfarna daga og hef verið að þvælast hérna og fylgjast með hjólamenningunni miðað við í Reykjavík.
Það sem mér finnst alveg frábært hérna er að umferð reiðhjóla hérna er alveg ótrúlega mikil, sama hvort um er að ræða fólk á götunni eða stígum eða gangstéttum. Alltaf virðist fólk vera úti að hjóla hérna.
Alveg ótrúlega stórt hlutfall reiðhjóla eru með barnastóla og yfirleitt fylgir barn með og jafnvel vagn aftaní með öðru barni. Það sama má segja um heilu fjölskyldurnar sem eru hjólandi úti á kvöldin og yfir daginn. Bara alveg frábær.
Þetta er nefnilega alveg ótrúlega skemmtileg stemming hérna og útí kjarnaskógi getur verið fjöldinn allur af reiðhjólum á góðviðrisdögum og við sundlaugina líka.
Ég held að Akureyrarbær ætti að fara að kynna hjólastefnu sína sem og fara að koma henni í framkvæmd því allur þessi fjöldi hjólreiðamanna hérna á hana skilið. Ég fjallaði einmitt um þegar frétt birtist á textavarpinu um hana og síðan hefur ekkert heyrst né gerst.
Hér má sjá færsluna http://vilberg.blog.is/blog/vilberg/entry/552134/
Samgöngur | 15.8.2008 | 16:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hvernig átti slysið sér stað?. Hjólaði barnið fyrir ökumanninn eða keyrði ökumaðurinn á barnið á göngubraut eða hvernig voru tildrög slyssins. Hver var í rétti og hver olli slysinu ?.
Gott að vita að barnið var með hjálm en spurning er hvort að ef aðstæður hefðu verið betri að barnið hefði lent í þessum aðstæðum. Og svo er það spurningin hvort barnið lenti fyrir bílnum eða bílinn keyrði á barnið.
Samkvæmt fréttinni má túlka að hjólreiðamaðurinn (barnið) hafi verið í órétti því hann varð fyrir bílnum eða þannig er allavega mín túlkun á þessu. Ég vill sjá nánari túlkun á tildrögum svona slysa og hvernig þau urðu frekar en að börn verða fyrir bíl á hjóli. Auðvelt að meta málið þannig að óvitaskapurinn hafi ollið þessu en ég myndi vilja vita meira.
Svo er það náttúrulega fréttaflutningurinn sem snýst alltaf um hjálm / ekki hjálm en ekki hvort aðstæður barnsins hafi verið viðundandi.
Með slysið á Suðurlandsbraut snýst allt um aðstæður en þegar hjólreiðamenn lenda í einhverju er ekkert fjallað um aðstæður heldur einungis um hjálm. Menn eru að missa sjónar á því sem skiptir máli.
Ekið á dreng á Ísafirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | 14.8.2008 | 22:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Hjólaræma frá Reykjavíkur til Hveragerðis samhliða tvíbreikkun Suðurlandsvegar.
Já það stendur til að fara í framkvæmd á fyrstu hjólaleið Íslands milli tveggja sveitafélaga sem ekki eru límd saman og einnig þeirri fyrstu meðfram þjóðvegi eitt.
þetta er náttúrulega snilld að þetta sé að komast í framkvæmd og því mikilvægt að ná fram réttu lausninni og útfærslunni. Fyrir þá sem hafa áhuga þá eru Landssamtök hjólreiðamanna með kynningu á framkvæmdinni í máli og myndum og óska eftir umræðum og skoðanaskiptum um þetta mál.
Það er um að gera að mæta og koma skoðunum sínum á framfæri í kvöld klúkkan 8 í klúbbhúsi Fjallahjólaklúbbsins við Brekkustíg 2, vestur í bæ.
Ég hvet alla til að mæta og bendi á heimasíðu landssamtakanna www.lhm.is
Samgöngur | 14.8.2008 | 10:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ég verð nú að viðurkenna að það verður spennandi að vita hver verður í forsvari fyrir samgönguráð borgarinnar eftir þetta.
Gísli hefur verið duglegur að tala upp hjólreiðar og meira að segja að hjóla sjálfur. Tók meira að segja hjólreiðasumarfrí í Frakklandi í sumar ef ég man rétt úr viðtali við hann í 24.
Gísli hefur verið talsmaður allra áætlana tengdum hjólreiðum í Reykjavík undanfarna mánuði og verið mikið áberandi og mjög duglegur að tala um hvað Grænu skrefin ætli að gera fyrir hjólreiðamenn sem er gott og blessað. Ég sem hjólreiðamaður og áhugamaður um samgöngur á reiðhjólum vill náttúrulega sjá Róm byggða á einni nóttu og athuga útum gluggan á hverjum morgni hvort eitthvað hafi gerst í þessum málum.
Það er bara vonandi að næsti formaður samgönguráðs verði jafn áhugasamur um hjólreiðar og Gísli var og ég geti athugað útum gluggann og séð eitthvað af nýja hjólastígnum frá Ægissíðu að Reykjanesbraut rísa.
Gísli Marteinn hættir í borgarráði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 13.8.2008 | 09:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Eru almenningssamgöngur bara eitthvað sem þarf lækkun á Olíugjaldi og sitji við sama borð og hópferðaakstur.
Ég er samt fylgjandi því að auka eigi veg strætó eins mikið og auðið er. Það er samt ekki bara gert með því að veita þeim peninga og einhverja skattaafslætti. Það þarf að sama skapi að gera kröfur um að þjónustan sé eitthvað sem henti öllum.
Strætó þarf að vera þannig að gamalt fólk fái tíma til að setjast í sæti sín áður en vagninn fer af stað. Vagnarnir þurfa að vera mannaðir fólki sem talar íslensku svo börn og aðrir sem ekki tala ensku og pólsku geti fengið leiðbeiningar þegar farið er af stað í strætó. (þetta hefur ekkert með að ég sé á móti erlendu vinnuafli heldur bara að strákurinn minn á í stökustu vandræðum að ferðast með strætó oft á tíðum) Og svo að sjálfsögðu þarf að vera aðstaða til að taka reiðhjól með sér í strætó. Því til þess að svona samgöngur virki uppá sitt besta þarf fólk að geta komist milli hverfa og svo nýtt sér reiðhjól eða gengið það sem eftir er.
Svo myndi ég vilja sjá reiðhjólagrindur við strætóskýli svo hægt sé að hjóla að samgöngupunktum strætó og geyma hjólið sitt.
Ætli vandamál strætó sé ekki bara að þeir hjakkast í sama farinu og gera ekki annað en grenja um peningaleysi og gera ekkert til að bæta þjónustuna og hafa ekki komið með neinar nýjungar síðan ég man eftir mér nema kannski auglýsingaskilti á strætóskýlin. Væri ekki málið að gera þjónustuna meira aðlaðandi og fá jákvæðari mynd af strætó til þess að fá fólk til að nota hann.
Vilja átak í almenningssamgöngum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | 12.8.2008 | 15:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er ekki komin tími til að athuga hvað maður getur á fjallahjóli með jafningjum sínum. Margir Íslendingar eru farnir að hjóla mikið yfir sumartímann en halda að mót séu bara fyrir stórmeistara eða þrautþjálfaða hjólreiðamenn.
En í ár er í boði nýjung hjá Hjólreiðafélagi Reykjavíkur sem er svokallaður B-hópur
B hópur er hópur þar sem maður er ekki að keppa við Íslandsmeistara eða þrautþjálfaða hjólreiðamenn og því sigurlíkur ágætar eða aðallega að allir geta tekið þátt.
En næstkomandi sunnudag verður mót við Rauðavatn sem er liður í Íslandsmeistaramóti þar sem krakkar á öllum aldri geta tekið þátt og svo allir hjólreiðamenn sem vilja taka þátt. Enda til flokkar fyrir alla, hvort sem um ræðir konur, stelpur karla eða stráka í öllum aldursflokkum.
Ef einhverjum langar að prófa sig með jafningjum þá er þetta rétti tíminn til þess.
Endilega athugið www.hfr.is
Íþróttir | 7.8.2008 | 23:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
"Það var svo furðulegt að ég gat hjólað endalaust en svo þegar ég var kominn á leiðarenda gat ég varla gengið upp tröppur"
Þetta var uppáhaldslýsingin mín í fréttinni því ég þekki þetta svo sannarlega og allir sem hafa hjólað eitthvað ættu að þekkja þetta. Maður hættir aldrei fyrr en maður er komin það sem þarf hverju sinni og hjólreiðar bjóða uppá að þrekið virðist endalaust, ólíkt því að hlaupa eða stunda aðrar íþróttir því ef maður heldur púlsinum í réttum gír þá virðast fæturnar endast og endast.
En Hávarður. Þú ert hetjan mín þessa vikuna og virkilega til hamingju með þetta og vonandi að maður sjái þig á þjóðvegunum næsta sumar líka því svona stórafrek hlýtur að vera upphafið að enn stærri verkefnum.
Sjáumst á hringveginum næsta sumar
Hjólaði frá Reykjavík til Bolungarvíkur á 3 dögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | 5.8.2008 | 21:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Einn af mínum uppáhaldsdögum ársins er að fara á gleðigönguna. Þetta er litskrúðug og virkilega skemmtileg framkvæmd þessi hátíð. Engu haldið aftur og allir sem taka þátt fá að njóta sín. Hvort sem um er að ræða sýnendur eða þáttekendur. Í fyrra voru einhverjar stelpur á mótorhjólum í leðurgöllum sem fylgdu í göngunni.
Er ekki málið í ár að auka veg hjólreiða og einhverjir samkynhneigðir hjólreiðamenn skella sér á reiðhjólum í gönguna í vel samkynhneigðum hjólreiðagöllum. Allavega hef ég fengið comment að hjólreiðagallarnir mínir séu hommalegir þar sem þeir eru litríkir og aðsniðnir frá þeim sem þurfa að hafa skoðanir á þeim.
En er ekki málið að það verði smá Gay Ride í Gay Pride í ár.
Er svo að sjálfsvögðu ekki málið fyrir alla sem ætla að koma og horfa að mæta á reiðhjólum og spara aðeins mengun, bílaumferð og bílastæði í miðborginni.
Bloggar | 5.8.2008 | 21:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)