Ef þú mættir velja

Hvernig ætlar þú að fara á tónleikana í Húsdýragarðinum á morgun, sunnudag.

Ætlar þú með fjölskylduna á bíl eða kannski taka strætó eða jafnvel prófa að hjóla þetta.

 Allavega eru Stuðmenn,  Nýdönsk og einhverjir að spila þarna og því vert að fara ef maður er í borginni. Þrátt fyrir að gerðurinn sé ekki búin því að taka við hundruðum hjóla þá mæli ég með því að fólk mæti á morgun og taki sér bara bílastæði undir hjólið sitt og fari og skemmti sér vel.

Enda verður þetta ekkert nema hin besta skemmtun.

En allavega hjólum saman í Húsdýragarðinn á morgun.


númer 2 getur drepið

Ég var í dag farþegi í dag á um 90 km hraða og svo þurfti bílstórinn að hægja á sér á eftir bíl sem var á undan honum. Hann beið hvers færis til að fara fram úr bílnum og þegar frekar þröngt var um þá skellti hann sér frammúr bílnum á undan sem var eflaust á um 20 km hraða.

Hann hafði ekki mikinn tíma og þegar hann fór framúr bílnum á undan þá þurfti hann að skella sér skyndilega inn rétt fyrir framan bílnum á undan þar sem bíll var að koma á móti. 

Þetta hefði eflaust verið í lagi ef ekki hefði verið þriggja manna hjólreiðahópur á undan manninum á undan. Þeir hjóluðu vel útí kanti og voru ekkert fyrir nema að bíllinn fyrir aftan þá vildi greinilega ekki þrengja óþarflega að þeim.

En þegar bíliinn fór frammúr þá fór hann svo snöggt inn fyrir framan hinn bílinn að tveir af þrem hjólreiðamönnunum neyddust til að fara útí kant og annar datt og meiddist. Mitt föruneyti stoppaði og athugaði hvernig hjólreiðamennirnir hefðu það og meiðslin voru sem betur fer bara skrámur og einn skurður.

Við vorum með sjúkrakassa í bílnum og sem betur fer þurftu þessir ferðalangar ekki að hætta ferðinni vegna þessa.

En að sama skapi er þetta nákvæmnlega það sem ég óttast mest þegar ég hjóla á þjóðvegum að það er ekki bíllinn fyrir aftan heldur fíblið sem tekur frammúr sem er hættulegt.

Ef þú hefur ekki góðan tíma til að taka frammúr .... þá slepptu því... það gæti eitthvað leynst fyrir framan bílinn á undan. Eða eins og fyrirsögnin segjr að bíll númer 2 getur drepið óvarða umferð fyrir framan fremsta bíl.


Ótrúlega óvænt umfjöllun í útvarpi.

Ég var að hlusta á FM957 í dag og þeir voru með góð ráð fyrir bílstjóra fyrir helgina. Fyrst byrjuðu þeir á að tala um að keyra ekki fullur og alla þessa hefðbundnu rullu sem svo sannarlega er aldrei of oft sögð.

En svo kom uppáhaldið mitt sem var hreint ótrúleg og var þegar bílstjórum var bent á að þegar þeir væru á gatnamótum þá þyrftu þeir að passa sig á "minni" og verr sjáanlegum farartækjum í umferðinni. Og þá sagði maðurinn með umfjöllunina þessa setningu sem var sem gull í mín eyru að "ökumenn þurfa að passa sig á öðrum en bílum því það þarf einnig að passa sig á mótorhjólum og hjólreiðamönnum sem koma eftir götunum"

Mér fannst ekki lítið frábært að við hjólreiðamenn skyldum fá að komast á blað sem vegfarendur í útvarpi. Segir kannski mest um hversu lítilvægir við erum að ég skyldi gleðjast þegar ég heyrði hjólreiðamenn nefnda í svona umfjöllun.

Að sama skapi gladdist ég óskaplega þegar ég heyrði tilkynningu til ökumanna léttbifhjóla í dag í útvarpinu um að þeir ættu ekki að vera á göngustígum og sköpuðu hættu fyrir þá sem þar væru.

Ég einmitt bitri færslu um þetta 17. júlí síðastliðin undir fyrirsögninni "Vesðuplágan komin í fossvoginn" Frábært að búið sé að taka eftir þessu og það eigi að fara að gera eitthvað í þessu því þetta er eitthvað sem gengur ekki alveg upp.

En annars vil ég bara óska öllum bæði hjólreiðamönnum og ökumönnum vélknúinna tækja velfarnaðar í umferðinni um verslunarmannahelgina og vonandi að allir lifi hana af.


Ófærð á götum um hásumar

Það var gaman að heyra forstöðumann Baðstrandarinnar í Nauthólsvík hvetja fólk nánast til að koma ekki því það væri svo mikil örtröð að bílar væru fastir vel út á bústaðaveg.

En það sem vakti athygli mín var að hann sagði einnig að meira að segja hjólreiðamenn væru í röðum og ættu einnig erfitt með að komast að.

Segir þetta ekki allt um að gangandi og hjólandi vegfarendur eiga ekki samleið og ef hjólreiðamenn ættu sína leiði sem væri aðskilin með/á móti þá væri hægt að halda uppi almennilegri hjólaumferð í borginni.

Reyndar þá kom Gísli Marteinn í vor með hin svokölluðu "Grænu skref" sem ættu að bæta hag hjólreiðamanna með nýjum stíg sérstaklega fyrir hjólreiðamenn frá ægissíðu til ellðárssdals en í allt sumar hef ég ekki séð svo mikið sem eina gröfu eða einn mælingarmann til þess að taka þetta út.

Allavega óska ég eftir því að hægt sé að taka við þeim fjölda hjólreiðamanna sem þurfa að nota stígana þegar mest liggur vð og það er gert með almennilegu stígakerfi fyrir hjólreðamenn.


Fullur á mánudegi... gvöð minn góður

Vantar alveg í fréttina hvort maðurinn var með hjálm eða ekki miðað við almennan fréttaflutning um hjólreiðamenn á Íslandi

En það er ekki sniðugt að hjóla fullur það er svona jafn gáfulegt og að keyra fullur. Ég prófaði þetta sem unglingur og það var ekki hjólað sérlega beint og valdið var frekar lítið á farartækinu ef ég man rétt.

Annars eru höfuðmeiðsl hjólreiðamanna í Svíþjóð af stórum hluta sökum ölvunar við hjólreiðar. Spurning hvort enhver svoleiðis dæmi séu hér á klakanum.

Láttu ekki vín breyta þér í hjólasvín!!!

Svo smá video af einum fullum á hjóli


mbl.is Fullur á hjóli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gróf stéttaskipting í umferð á Íslandi

nobicycles.jpgÍslendingar státa sig af lítilli stéttaskiptingu þar sem allir eigi sama rétt til sjúkra og almannaþjónustu þrátt fyrir að annað sýnist mörgum. Allavega þegar horft er fram á veginn.

Undanfarin ár hefur fólk aftur á móti verið skipt í hópa sem eru misvel þjónustaðir og allt gengur út á að þjónusta einn hóp. Þessi hópur er alltaf í fullum forgangi og ríki og borg hafa reynt að fá sem flesta í þennan hóp með því að sinna öðrum hópum ekki eða jafnvel loka á að þeir séu til.

En þessi hópur sem gengur fyrir eru þeir sem ferðast á bíl. Þegar gerð eru ný hverfi eru fyrst teiknaðar götur fyrir bíla, svo eru teiknaðar gangstéttir og svo göngustígar.

Þegar þetta er allt búið þá er hafist framkvæmda. Fyrst eru göturnar gerðar og jafnvel malbikaðar fljótlega svo getur liðið nokkuð langur tími, jafnvel einhver ár þangað til gangstéttar eru kláraðar en þangað til þurfa krakkar á leið til skóla að labba á malarstígum sem aldrei eru mokaðir yfir veturinn eða að rölta eftir götunni á leið til skóla.

Þegar þarna er svo komið og allt tilbúið fyrir bílana og þá sem þurfa að labba á gangstéttunum meðfram vegunum er farið að huga að göngustígum sem eru í besta lagi þriggja metra breiðir og þeir lagðir milli hverfishluta eða tengdir stígakerfi borgarinnar. Þessir göngustígar eru ágætir til síns brúks og mikið notaðir af gangandi vegfarendum.

Síðan standa allir frammi fyrir því að hjólandi umferð þurfi að vera einhverstaðar sem ekki hafði verið gert sérstaklega ráð fyrir í öllum teikningum og plönum við gerð nýs hverfis. Þannig að þá er best að göngustígarnir séu kallaðir göngu og hjólastígar og þeim skipt niður í 1 metir handa hjólandi og 2 handa gangandi. Sem þýðir að til að vera hjólandi þarf að hjóla í röð það er ekki hægt að hjóla hlið við hlið  með barninu sínu til dæmis.

Síðan fyrst búið var að gefa hjólreiðamönnum 1/3 af stígnum hvarflar ekki að neinum að gera reglur um notkun þessara stíga eins og t.d. hvernig menn eiga að mætast á tveimur hjólum sem koma úr sitthvorri áttinni. Ekki er hægt að ætlast til þess að hægri reglan sé notuð því í raun er ekkert til sem segir hvernig mætast á á svona stígum.

Það má því velta því fyrir sér hverjir eru verðmætustu vegfarendurnar.

Eru það bílstjórar sem fá alltaf styðstu og fljótförnustu leiðina og allt gert til þess að þeir komist leiðar sinnar án tafa og hættu.

Eru það gangandi vegfarendur sem þurfa að þvera götur bílanna í gríð og erg því til að gera leið bílstjórans sem stysta og þægilegasta þá eru þvergötur útum allt svo bílstjórar þurfi ekki að leggja krók á leið sína útúr hverfum.

Eru það hjólreiðamenn sem eiga engan stað í umferðinni en þurfa líka að komast leiðar sinnar oft á sem stystum tíma en velja sér hagkvæmari, umhverfisvænni og heilsusamlegri samgöngumáta heldur en bíl. Það er nefnilega ekkert gert til þess að hjólreiðamenn komist inní og útúr hverfum á góðum hraða og án þess að þurfa að setja sig í hættu og án þess að vera sístoppandi. Hjólreiðamenn á 20-40 km hraða eiga nefnilega enga samleið með gangandi umferð.

Því er ekki i fjarri lagi að telja að það sé stéttaskipting í umferðinni þar sem einn tegund af umferð er upphaldið með öllum mögulegum leiðum og hvatt til hennar einnar af stjórnvöldum. Þrátt fyrir að bygging og rekstur mannvirkja og leiða fyrir þá umferð sé langmest af öllum mögulegum samgöngumátum.

Ætli þetta hafi ekki undirstrikast ágætlega í hátíðarræðu Geirs H,. Haarde þegar hann sagði að fólk þyrfti að velja sér óhefðbundna orkugjafa til aksturs í stað þess að benda fólki á að skoða með aðra samgöngumáta.


Og hvar á að læsa því

bikelock.jpgÞað skiptir máli hver maður mann er þegar maður glatar hjólinu sínu. Samt skemmtilegt framtak hjá Sunday Mirror að fara og grafa upp hjól Davids Camerons leiðtoga Íhaldsflokksins á Englandi.

Hérna  á Íslandi er hjólum stolið fyrir utan verslanir í gríð og erg og finnast svo yfirleitt innan þeirra hverfa sem þeim er stolið í ef leitað er.

Það eru aðallega tvær ástæður fyrir því að hjólum er stolið hérna. Annarsvegar að fólk notar ekki lása á hjólin sín nægilega mikið og þá sérstaklega krakkar sem jafnvel eru ekki með lása á hjólunum.

Og svo er það ástæðan fyrir því að ég vill síður fara í verslanir og verslunarkjarna því það er að jafnaði ekkert til að læsa hjólið við á staðnum. Aðstæður eru engar fyrir þá sem koma á hjólum.

Til þess að geta læst hjólinu sínu þarf maður að geta læst því við eitthvað og hvort sem það eru hjólagrindur boltaðar í jörðina eða sérstakir staurar þá eru þeir eiginlega hvergi.

Í Kringlunni er t.d. ekki aðstaða fyrir hjól við innganganna eða bara hvergi og það sama á við Smáralind og meira að segja hjólabúðirnar eru ekki með standa fyrir utan búðirnar sínar til þess að fólk geti læst hjólunum sínum sómasamlega.

Þetta er eitthvað sem þarf að bæta hérna heima svo hægt sé að nota hjól til samgangna á viðunandi hátt.


mbl.is Hjól Camerons fundið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á maður að vera með hjálm á hjóli ?

hjalmur.jpgÞað er umræða í þjóðfélaginu um nauðsyn reiðhjólahjálma.

 Rök með og rök á móti eru mikið í umræðunni og meðal annars var fræg umræða um að formaður Landssamband Hjólreiðamanna væri ekki með hjálm í viðtal og svo framvegis.

Það er samt um að gera að fólk tjái sig um þetta en hérna koma nokkur rök með og á móti sem fólk getur metið og gaman væri að fá skoðanir um þetta. Ég ætla á stikla á nokkrum greinum sem ég hef lesið en nenni ekki að grafa upp heimildir.

Í Danmörku er stóraukin tíðni á höfuðmeiðslum hjá eldra fólki vegna þess að það notar ekki hjálm.

Í Svíþjóð eru flest höfuðmeiðsl hjólreiðamanna tengd við ölvun hjólreiðamanns samkvæmt grein um daginn.

Á Íslandi er hjálmaskylda barna og börn verða ekki fyrir höfuðmeiðslum án hjálms og aðalfréttaflutningur á hjólreiðaslysum snýst um hvort fólk var með hjálm eða ekki ekki eðli slyssins sjálfs.

Margir halda fram að ef hjálmaskylda væri sett á fullorðna þá myndi draga úr hjólreiðum því "hjálmahár" er ekki cool og meiri fyrirhöfn við að fara á reiðhjól myndi draga úr hjólreiðum.

Margir sem lent hafa í hjólreiðaslysum halda því fram að ef þeir hefðu ekki verið með hjálm í umræddu slysi þá væru þeir ekki á lífi, ég get sett mig í þann hóp.

Að sama skapi er umræðan mikið um hvort vegur meira að fleiri hjóli og að slysatíðni sé það lítil meðal hjólreiðamanna að það taki því ekki að nota hjálm til styttri ferða.

Eða að maður á að vera fyrirmynd fyrir börnin sín og vera alltaf með hjálm og skapa ákveðna Imynd um hvernig haga sér á á hjóli með því t.d. að nota hjálm öllum stundum.

Frábært væri að fá skoðanir fólks á hjálmanotkun og hvað fólki finnst.

 


Hvað er metið að fara hringveginn

iceland-map_1

Ég sá fyrirspurn á einum af spjallvefjum landsins sem ræða hjólreiðar þar sem útlendingur var að spyrja hvað metið væri að hjóla hringveginn á Íslandi.

Er þetta ekki eitthvað sem vantar að skrá á Íslandi. Fá litlu kaffistofuna til að halda utan um metið eins og litli pöbbinn í bretlandi sem er með nöfn Ermasundsmanna og tímana þeirra. Þetta væri eitthvað sem gaman væri að takast á við næsta sumar að keppa um hringjametið.

Svo er náttúrulega spurning um reglur. Er maður með farangur sjálfur, gistir maður á hóteli, er einhver með allt dótið fyrir mann á bíl eða hverjar eru aðstæður við viðkomandi að hjóla hringinn.

En það væri gaman að fá athugasemdir ef einhver hefur hjólað hringinn eða veit nafn og tíma á þessarri leið svo hægt væri að finna einhvern methafa.


Góð hugmynd og leiðinlegt ef þeir gugna

BycyklerSorglegt að Vodafone þurfi að innkalla öll hjólin sem þeir ætluðu lána út á landinu. Eina skilyrðið sem var fyrir notkun hjólanna var jú að vera merktur Vodafone í bak og fyrir sem er gott og blessað.

En til þess að svona gangi upp þurfa hjólin að vera boðleg og viðhaldslítil. Það virtist ekki hafa verið raunin í þessu tilfelli því þeir kvarta yfir fyrirhöfn við viðhald og kostnað vegna þess.

Það er því miður þannig að léleg hjól þurfa mera viðhald og það sama er þegar þau eru orðin flóknari. Svona hjól þurfa að vera eins einföld og hægt er.

Svona hjól hafa almennt gefist vel þar sem þetta hefur verið reynt eins og í Kaupmannahöfn og víðar og vonandi að þetta komist sem fyrst á aftur hérna á Íslandi. Það besta við þetta verkefni var að þetta var ekki bara í Reykjavík heldur útum allt land.

Ég vil bara hvetja Vodafone til þess að bæta hjólin og koma þeim aftur í umferð.


Slysatíðni hjólreiðamanna og batakveðjur

Vonandi að hjólreiðamanninum í Vatnsfirði heilsist vel og verði komin á kreik fyrr en varir....

En þrátt fyrir stórauknar hjólreiðar á Íslandi er þetta fyrsta slysið sem ratað hefur á síður blaðanna þar sem bíll á ekki í hlut. Ekki mikil slysatíðni meðal hjólreiðamanna þegar bíllin er víðsfjarri. Sýnir kannski hversu mikilvægt það er að aðskilja hjólreiðar og bíla með almennilegum hjólaleiðum.

 


mbl.is Datt af hjóli og fótbrotnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tökum börnin með að hjóla í sólinni

Í dag er veðrið frábært. 13 gráður í hádeginu og glampandi sól. Hið fullkomna hjólreiðaveður.

Í Reykjavík er kjörið að skella sér á hjólinu á einhvern af stígum borgarinnar.

Kjörið er að hjóla í sund t.d. og alltaf gaman að skella sér á hjóli í Árbæjarsundlaug  Þó það séu smá brekkur upp Elliðárdalinn þá er þetta alveg einstaklega falleg leið og þreytan er fljót að gleymast enda hægt að stoppa oft á leiðinni.

Síðan er alltaf hægt að hjóla í Nauthólsvík sem er með ágætis hjólastöndum til að læsa hjólin sín við og jafnvel taka með sér smá nesti og hjóla á Miklatún og slappa af í sólinni.

Og svo er Austurvöllur orðin "heitur reitur" þannig að ef maður vill hanga á netinu þá tekur maður bara fartölvuna með í bakpoka og skellir sér.

Hjólreiðar eru nefnilega hið fullkomna fjölskyldusport og börn njóta þess til fullnustu að fá að fara út að hjóla með foreldrum sínum og allflestir eiga jú hjól. Svo er þetta kjörið tækifæri til að kenna börnunum sínum hvernig á að haga sér í ört vaxand umferð á stígum borgarinnar og líka bara að koma ánægður heim eftir smá holla líkamsrækt.


Er að vera til hægri "gay"

Í dag var agalega gott verður. Reyndar svolíitð kaldur vindur en þegar maður vinnur það upp með hreyfingunni af hjólreiðum þá skiptir það ekki öllu mál því bara ánægjan af því að hjóla er fullkomin.

En í dag var ég að hjóla með öðrum og þegar við hjólum þessa vinsælustu stíga borgarinnar þá reynum við að vera á 1/3 stígsins sem merktur er hjólamegin. Þrátt fyrir að Reykjavíkurborg hafi í vor ætlað að fjarlægja þessa skiptingu því hún þótti bæði hættuleg og gegn eðli allra eðlilegra umferðarreglna og jók á misskilning á stígunum um forgang.

Er í raun ekki eðlilegt að hæri umferð gild þar sem annarsstaðar. Af hverju ættum við að kenna börnunum okkar að hjóla á einhverjum sérsvæðum á meðan hægt vær að kenna þeim umferðarreglur heilt yfir með eðlilegri hægri umferð á göngu/hjólastígum jafn við þær reglur sem gilda á bílagötunni.

En ástæða þess að ég skrifaði þennan pistil var að í dag var ég og félagi minn hlið við hlið og líklega tókum við ekki 1/3 af stígnum heldur tókum við tæplega helming og 3 menn komu á móti sem tóku rétt rúmlega 2/3 af göngustígnum og þegar þeir þurftu að mæta okkur og víkja lítillega öskruðu þeir "helvítis hommarnir ykkar vitið þið ekki að þð eruð öfugumegin"


Vespuplágan komin í Fossvoginn

Ég skal viðurkenna að ég er einskaklega hrifinn af þessari vespumenningu sem er að aukast á Íslandi. Henni fylgja margir kostir eins og minn mengun, minni ógn af þeim þegar maður er að hjóla á götunni og svo fækkar þetta bílum á götunni.

En þær eru til trafala líka. Í fyrra byrjaði mótorkross tískan og maður fór að sjá krakka á mótorhrosshjólum á göngu og hjólastígum innan um gangandi vegfarendur og hjólandi krakka en það var mikið bundið við úthverfin eins og grafarholt, árbæ og fleiri staði þar sem stutt var útúr byggð og heim aftur. Samt ekki líðandi og skapar stóra hættu.

En núna eru það vespurnar sem eru útum allt nema þær halda sig ekki bara í úthverfum heldur mætti ég t.d. 2 á göngubrúnni yfir frá fossvogi að nauthólsvík og svo einni vespu þar rétt áður í fossvoginum og á bakaleiðinn voru 2 í elliðárdalnum þegar ég var að hjóla uppí árbæ.

Persónulega á ég ekkert erfitt með að mæta þessum tækjum og þau hræða mig lítið en litlir krakkar á reiðhjólum og línuskautum eiga einstaklega erfitt með að mæta þessum tækjum eða vita hvernig á að bregðast við þegar þau taka frammúr þeim á jafnvel 50 km hraða.

Það er ekkert spaug að fá á sig 200 kg vespu á 30+ hraða og borgin þarf eitthvað að gera til að sporna við þessari þróun. Einhvertíma hefði verið hægt að segja að ræða þyrfti við foreldra um að brýna fyrir börnunum sínum að vera ekki á vélknúnum tækjum á göngustígum en vandamálið hérna er að þetta er jafnt fullorðið fólk sem og unglingar sem ég er að sjá á göngustígunum.

Í umferðarlögum má ekki vera á mótorknúnu tæki sem kemst á eigin orku á meiri en 15 km hraða og þar með eru vespur ekki löglegar á stígunum né boðlegar.

 


Rispaðu bara helvítis bílinn krakki !!!

„Rispaðu bara helvítis bílinn" er setning sem ég hef oft langað að segja við 6 ára son minn sem er samviskusamari en allt og virkilega réttlátur og réttsýnn. En þegar ég hjóla með honum um gangstíga borgarnnar þá er ekki sjaldan sem bíl er lagt á öllum göngustígnum.

Oft er það þannig að einhver nennir ekki að labba of langt heim og velur því að leggja fyrir framan hús og notar allann stíginn. Svo er þegar bílar bila á götum þá er þeirra fyrsta val oft að taka allann göngustíginn til þess að tefja ekki hina bílana og jafnvel oft lagðir alveg uppað limgerði og engin leið framhjá nema fara á götuna.

Svo er ég náttúrulega oft að hjóla með 6 ára strákinn minn í borginn og ég þarf náttúrulega að huga að hans öryggi og sjá til þess að ekkert komi fyrir hann. Og ég hef hvorki nógu margar tær né fingur til að telja skiptin sem við höfum þurft á þessu sumri að fara framhjá bílum  sem eru algjörlega á gangstéttinni, ekki á grasinu frá götunni og yfir grasið og svo etthvað á gangstéttinni laust fyrir okkur en dæmi er eins og á Reykjavíkurvegi í dag þar sem einhver varð bensínlaus eða eitthvað og valdi að taka alla gangstéttina undir bílnn samt var þægilegt pláss á grasinu tl hliðar við götuna.

Eða þegar ég var að hjóla hjá Vikingsheimilinu þegar það var leikur þar um daginn og þessi fíni Dodge Ram lagði þvert fyrir leiðina til að að nota gangbrautina með hraðahindruninni yfir götuna. Svo var ég að hjóla í í Vesturbæ í vikunni með strákinn og þar var blár Land Cruiser 100% með gangstíginn sem var í rauninni sá eini stígurinn  til þess að komast frá nauthól að gróttuvita og það voru svona 60 cm frá limgerði innan við bílinn og svo var bara gatan.

Ég náttúrulega heyrði í samviskusama stráknum mínum þegar hann sagði „pabbi ég gæti rispað bílinn ef ég fer hérna megin" en hann hafði bara götuna á móti umferð ef hann færi hinu megin og mig langaði svo að segja „Þá risparðu bara helvítis bílinn" en í stað sagði ég „þú getur þetta alveg elskan, þetta er ekkert mál fyrir svona hjólahetju eins og þig"

En ætti ég að fá samviskubit eða láta eiganda bílsins vita ef strákurinn hefði orðið svo óheppin að rispa bílinn sem hann var sem betur fer  ekki. En uppreisnarseggurinn í mér segjir að hann hefði bara fengið það sem hann bauð uppá

En ég las á fínu bloggi Landssamband Hjólreiðamanna lhm.blog.is að Reykjavíkurborg væri með átak gegn bílalagningu á Gangstéttum. Og þá get ég kannski ennþá og einu sinni undirstrikað að smá steypa eða hellur meðfram götum eru GANGSTÉTTIR ekki hjólastígar og ekki úr vegi að borgin fari að færa mér og syni mínum einhverja svoleiðis til að auðvelda hjólreiðar okkar.

Góður fréttirnar fyrir GANGSTÍGA eru að það er komið átak gegn þess hjá borginni sjá hér

En í átakinu eru eftirfarandi auglýsingaskilti eða miðar eða hvað þetta verður.


barnavagninnminn.jpg

attuerfittmedgang.jpg

egerbarnogkomstekki.jpg

thettagengurekki.jpg


En hvað með börn á reiðhjólum og okkur hina ? oft sem áður gleymdumst við og erum ekki metin sem  samgöngumáti og eigum ekki okkar stað í umferðinni.

ÉG HEFÐI VERIÐ ÁNÆGÐUR MEÐ SKILTI SEM SEGÐI

Ég hjóla, ég menga ekki, ég bæti heilsu mína og þessir bílar hafa ENGAN rétt til að vera fyrir mér en öllum er skítsama.


Ökumaður reyndi að drepa barn !!!

Merkilegar þessar fyrirsagnir alltaf

Samkvæmt fréttinni hjólaði barnið á hjólinu á bílinn sem er svosem satt en. En yfrleitt  eins og  í fréttum um svona slys þá er fyrirsögnin hjólaði á bíl. Um daginn var fyrirsögn að barn hjólaði á bíl á Akureyri sem var að koma útúr bílastæði á Akureyri en barnið var á gangstétt og bíllinn fór þvert í veg fyrir barnið. Þá var ekki dæmið að bílstjóri ók fyrir barn heldur að barn hjólaði á bíl og þanng er það í öllum slysum hjólreðamanna  eða bara almennt þegar börn eða fullorðnir á hjólum verða fyrir eða lenda á bílum 

Fyrirsögnn á greininni minn  er jafn raunhæf eins og fréttamiðlar notast við þegar fjallað er um slys á hjólreiðamönnum. 

Ég spyr hreinlega hver á réttin í svona tilfellum og hver er ábyrgur. Afhverju var bíllinn bara bíll en barnið var manneskja ?. Eru þeir sem keyra bíla súkkat í umferðinni nema þeir keyri á aðra bíla þá alltíeinu geta þeir verið ölvaðir, undiráhrifum efna eða sofnadi. En þegar reðihjól á í hlut þá er helmingurinn BARN/HóLREIÐAMAÐUR og hinn helmingur slyssns er alltaf BÍLL ????? keyra bílar af sjálfu sér en reðhjól þurfa stjórn ?

Alveg ótrúlgt !!!

Margir ökumenn eru mjög uppfullr af því að passa sig á umferð og fylgjast vel með, aðrir keyra eins og skepnur á meðan þeir eiga réttinn og svo eru aðrir sem trúa því að reðhjól ega að vera á gangstéttum og eigi engann rétt og því sé um að gera að refsa þem með því að gera þem erftt á götunum með því að keyra þétt að þem og jafnvel keyra alveg að afturdekkinu og flauta og athuga hvað gerist. Ég hef lent í þessu öllu, þeas öllum refsaðgerðum bílstjóra sem refsa hjólreðiamönnumm.

Samt í þessu tilfelli kemur barn úr göngustíg útá götu sem var ekki auðvelt fyrir bílstjórann að sjá og því litlu við hann að sakast í þessu tilefni og því fyrirsögnin á pistlinum ennþá ósanngjarnari því hún á enganvegin vði þetta tilefni. 

En samt truflar mig alltaf að alltaf þegar fjölmiðlar fjalla um hjólreiðaslys þá eru það alltaf BÍLAR sem keyra á fólk og hjólreiðamenn ekki ökumenn ? 

En samt er þetta dæmi alveg kjörið um aðstöðuleysi barna á Ísland til að komast til og frá staða. Auðvtað eiga engar gangstéttir að enda óvarðar hjá stórum götum eða bara götum almennt án þess að einhverjar grindur eða eitthvað séu til staðar til þess að hægja á börnum. 

Það er ekki hægt að ætlast til þess að börn fatti að ekki sé hægt að haldr áfram þegar göngustíg líkur á meðan engar almennilegar fræðslur eiga sér stað í skólum um hvernig börn eiga að haga sér á hjólum.

Í Bretlandi fá börn kennslu í skólum um hvernig haga sér þarf á hjólum og þurfa að fá próf á hjólum til þess að verða boðleg í umferðinni.

Einhverjir á Íslaand myndu segja að umferð barna á reiðhjólum á Ísland ættu að vera á göngustígum og gangstéttum sem er gott og gilt en það eru ekki brýr og undirgöng allstaðar og börn þurfa að þvera götur.


mbl.is Hjólaði á bíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öryggi og sýnileiki kostar og ríkið græðir

Það er merkilegt með margt í innheimtu Íslenska ríkisins á virðisaukaskatti. Sumt er á fullum skatti og svo eru lægri skattþrep.

Það sem angrar mig samt við þessa innheimtu ríkissjóðs er að öryggisbúnaður fyrir hjólreiðamenn ber bæði 10% toll og 24,5% virðisaukaskatt.

Reiðhjólahjálmar, ljós á hjólin og allur búnaður til að auka sýnileika ber þennan kostnað. Það sama gildir með reiðhjól og allt sem þeim tilheyrir. Þannig að til þess að koma sér upp góðu reiðhjóli til ferðalaga, samgangna innanbæjar eða bara til að leika sér á þá er verið að borga  370 krónur ofan á hvern þúsundkall sem varan kostar. Og meira að segja er virðisaukaskattur settur á flutningsgjaldið til Íslands sem er þó þjónsta sem maður greiðir fyrir í útlöndum.

Á Englandi er t.d. ekki virðisaukaskattur af reiðhjólahjálmum enda verið að stuðla að auknum hjólreiðum í landinu og mörgum finnst þetta nauðsynlegt öryggistæki og því góð stefna hjá þeim. 

Ég hef nú sagt þetta áður en er ekki komin tími til þess að auka veg hjólreiða á Íslandi og afnema öll innflutningsgjöld vegna reiðhjóla, öryggisbúnaðar á reiðhjól og það sem stuðlað gæti að aukningu á þessum vistvæna fararkosti.


Vindurinn getur drepið

Merkilegt með þessar vindkviður hvað þær feykja fólki til. Þegar þú ert á reiðhjóli að hjóla t.d. eftir Kjalarnesinu þá eru vindkviðurnar slæmar en það versta er að vera í sterkum hliðarvind og svo fer flatningarbíll frammúr þér og þú lendir í vindtæmi í smástund þar sem flutningabíllinn tekur vindinn fyrir þig og svo fer hann framhjá og þá fær hjólreiðamaðurinn á sig þvílíkan vindskell og það er jafnvel þannig að maður endi inná umferðinni á móti.

Þetta er stórhættulegt náttúrulega og því oft varasamt að hjóla eftir götum vegna þessa.

En á meðan við hjólreiðamenn höfum ekki aðra staði til að hjóla á er þetta hluti af sportinu og eitthvað sem maður þarf að taka.

Enn ein ástæðan fyrir því að gera á hjólreiðastíga til hliðar við þjóðvegi landsins svo hægt sé að ferðast á reiðhjóli milli sveitarfélaga. Í Noregi eru komnir 2500 km af hjólastígum með þjóðvegum og þeir eru alltaf að bæta við. Kannski kominn tími á fyrsta stíginn með þjóðveg á Íslandi.


mbl.is Fauk af bifhjóli undir Hafnarfjalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rúmlega ár frá því að sofandi ökumaður keyrði á hjólreiðamann

Núna er einmitt rétt rúmlega ár síðan keyrt var á hjólreiðamann á vesturlandsvegi. Þar var einmitt sofandi ökumaður á ferð.

Þetta er enn ein ástæðan fyrir því að það þurfi viðunandi aðstöðu fyrir hjólreiðamenn meðfram stofnbrautum. Þeas að þeir séu varðir fyrir umferð bíla því hjólreiðamenn eru ekki búnir loftpúðum, öryggisbeltum og rúmlega tonni af stálgrind utanum sig.

Núna er allavega leyfilegt að gera hjólabrautir meðfram stofnbrautum fyrir vegagerðina og þá er bara að byrja að framkvæma. 


mbl.is Bifreið valt eftir að ökumaður sofnaði undir stýri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættulaus staðgengill Viagra

Ég hef oft fengið að heyra mýtuna um að hjólreiðar geti gert karlmenn getulausa. Þetta gekk meira að segja svo langt að þegar ég var að fjalla um hjólreiðar á kynningu fyrir börn í skóla hérna í Reykjavík í vor þá spurði einhver 10 ára gutti mig að þessu og sagði að mamma sín hefði sagt sér það.

En auðvitað er þetta rangt og loksins er búið að gera rannsókn þar sem kynlíf og hjólreiðar eru tengdar saman.  Rannsóknin var gerð á mönnum með slappa hjartavöðva sem ekki gátu lengur stundað kynlíf.

Mennirnir sem rannsóknin var gerð á sýndu miklar framfarir í kynlífi eftir að hafa verið látnir hjóla þrisvar í viku í átta vikur. „Þessa einföldu hreyfingu sem hjólreiðar eru getur þú notað til þess að bæta getu í kynlífi" sagði Ítalinn Romualdo Belardinelli, yfirmaður Lancisi hjartastöðvarinnar í Anvona á Ítalíu. Hann birti niðurstöður sína 12. Nóvember síðastliðinn á ráðstefnu hjá Amersíku hjartasamtökunum í Anahem.

En rannsóknin fór þannig fram að 30 manns hjóluðu sem áður segir á meðan 29 aðrir hjóluðu ekki. Rannsóknarteymið sá aukna getu þeirra sem æfðu í að taka upp súrefni við æfingar og að aukna blóðflæðið. Einnig mældist púls sterkari í framhandlegg.

Mennirnir svöruðu spurningum og einnig makar þeirra. Niðurstöðurnar voru bornar saman til þess að sjá til þess að menn væru að segja satt. Niðurstöðurnar sýndu að menn sem hjóluðu fengu betri stinningu sem og að þeir áttu ánægjulegar stundir með makanum.

Eins og ég hef áður sagt á þessu fína bloggi mínu.... Allir karlar út að hjóla !!!!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband