Hvernig foreldrar og skólakerfið fitar börnin sín

AudunÞað verður samt að gæta varúðar þegar verið er að troða ávöxtum í börn á skólatíma. Ég þekki dæmi þar sem börn hafa borðað ávexti  og grænmeti og fundist þeir góðir þangað til morgunmat krakkanna var breytt úr brauðmeti yfir í skylduávexti í skólanum.

Þetta olli því að barnið sem um ræðir hætti að borða ávexti og bananar, tómatari, kiwi og allt sem barninu fannst veislumatur og borðaði við og við á hverjum degi varð að skyldu og varð því vont. Semsé til þess að börn færu að borða hollt var fjölskyldu sem tekist hafði að ala barnið sitt upp við að ávextir væru herramannsmatur gert erfitt fyrir að láta barnið sitt halda áfram ávaxtaáti heima í skiptum fyrir 1 ávöxt í skyldu á dag í skólanum.

Offita barna liggur heldur ekki bara í mataræði heldur einnig í hreyfingu. Börn eru keyrð í skólann og þeim bannað að fara á hjólum í skólann. Annaðhvort af skólayfirvöldum sjálfum, foreldrum sem eru hrædd um börnin og að hjólunum yrði stolið og svo af samgönguyfirvöldum sem sjá börnunum ekki fyrir öruggum leiðum til og frá skóla.

Það ætti virkilega að breyta þessum áherslum og skylda skóla til þess að útbúa viðunandi geymslusvæði fyrir hjól barnanna sem eru vel sýnilegir frá kennarastofu eða kennslustofum þannig að þeim sé síður stolið og svo á að banna skólum að setja takmarkanir á að börn uppað 10 ára  megi ekki koma á hjóli fyrir þann aldur. Og að lokum á að gera foreldrum erfiðara fyrir að keyra börn sín í skóla með verri aðkomu fyrir bíla að skólum. Þá myndu börn fara að hreyfa sig meira og fyrsta skrefið væri stigið í aðgerðum gegn offitu barna.

Það er alltaf verið að horfa á einhverjar róttækar lausnir á meðan þær einföldustu eru að láta börn öðlast sjálfstæði og koma sér sjálf til og frá skóla, til og frá vinum og í íþróttir og þessháttar sem er innan svæðis. Jafnvel er sniðugt að senda börnin útí búð eftir smáhlutum sem vantar til matargerðar og þessháttar í stað þess að fara það sjálf á bílnum.

 


mbl.is Reynt að sporna við offitu barna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sá þriðji í gulu treyjunni í ár

shcumacker.jpg

CHOLET, France: Stefan Schumacher came to the Tour de France with goals similar to those of many other riders: "A stage win and a day wearing the yellow jersey would be fine," the German, who rides for the Gerolsteiner team, said this year.

Stefan Schumacher kom eins og margir aðrir keppendur á Tour de France með það að markmiki að ná allavega að vinna eina dagleið og draumurinn væri að ná að komast aðeins í gulu treyjuna.

Í dag náði hann öðru markmiði sínu og sigraði tímatökuna með 18 sekúndum betri tíma en næsti maður og á morgun rætist svo draumur hans sem er að klæðast gulu treyjunni á 232 km langri dagleið á sléttlendinu frá Cholet til Chateauroux.

Schumacher ætti að vera í góðum málum á morgun því sérgrein hans hefur einmitt verið mjög langar dagleiðir í keppnum en ekki margir áttu von á því að hann myndi koma fyrstur úr tímatökunni.

Annar í tímatökunni var svo Kim Kirchen sem margir spáðu sigri í dag og svo kom David Millar.

Cadel Evans sem spáð var sigri í keppninni í heild hefur ekki en náð að koma með allra fremstu mönnum í mark og var einungis fjórði í dag 27 sekúndum á eftir Schumacher og Cancarella sem var einnig spáð sigri í dag varð fimmti meira en hálfri mínútu á eftir fyrsta manni.

Sigurinn í dag setur Shumacher 12 sekúndum á undan bæði Kirchen og Millar í heildarkeppninni og 21 sekúndu á undan Evans sem hefur haldið sig rétt fyrir aftan fremstu menn frá upphafi.

En í dag komu fram sögur um að sigurvegari fyrstu dagleiðar ???? hafi viljandi tapað gulu treyjunni í gær því hún þótti setja of mikla pressu á hann og liðið hans. Á sama tíma eru einnig tilgátur um að Cadel Evans sé viljandi að halda sig rétt fyrir aftan fremstu menn alltaf til þess að halda af sér pressu og vonandi gleymast í öllu umstanginu í kringum keppnina og koma svo sterkur inn á seinustu dagleiðunum og tryggja sér sigurinn.


Hvað ætlum við að gera?

Og hvað ætlum við Íslendingar að gera.

Það er alltaf verið að tala um hvað allt sé auðvelt á Íslandi, vegna smægðar landsins sé hægt að framkvæma allar breytingar hraðar og við Íslendingar tökum almennt hraðar við okkur en aðrar þjóðir.

Samt finnst mér við ekki vera að gera neitt markvert hérna á klakanum til þess að draga úr útblæstri t.d., Ég hugsa samt að á þessu ári verði úblastur minni en í fyrra sökum þess að bensín hækkaði og smásala er að minnka sem þýðir minni þörf á vöruflutningum. Svo eru engar stóriðjuframkvæmdir og minni byggingarframkvæmdir þannig að allur útblástur vegna þessa er miklu minni.

Samt er ekki verið að gera neitt til þess að nýta þennan samdrátt til að venja fólk á hagkvæmari samgöngumáta eða hvetja til þeirra.

Ef við Íslendingar myndum byrja að nota strætó meira þá myndi það komast í vana og margir fækka um bíl á heimilinu og jafnvel ekki bæta honum við aftur þegar samdrátturinn er búin. En til þess að fólk tileinki sér strætó þarf að vera ókeypis fyrir alla í strætó og leiðakerfin þurfa að henta fólki vel. En Garðabær ætlar ekki einu sinni að gefa námsmönnum í strætó í vetur og Reykjavíkurborg þurfti að hugsa sig tvisvar um. Ég vona bara að það komi strætó yfir hellisheiði í vetur svo hægt verði að draga úr akstri þar yfir.

Það eru margir sem gleyma því að meiri akstur þýðir hærri slysatíðni og það er kostnaður fyrir ríkið og rekstur sjúkrastofnanna. Auk kostnaðar við endurhæfingu, dánarbætur og hefur áhrif á hækkun iðngjalda hjá tryggingarfélögum.

Á sama tíma er verið að fjölga akgreinum á miklubraut og verið að tala um að leyfa bílum að aka þar um með fleiri en einum farþega. Gott og blessað að hafa forgangsakreinar og verðlauna bílstjóra fyrir að vera fleiri en einn í bíl. En er á sama tíma ekki bara verið að auðvelda bílstjórum sem eru einir í bíl að ferðast á hinum akgreinunum og þar með verið að færa umferð frá þeim og auðvelda þeirra akstur.

Og með breikkun miklubrautar er nánast búið að gera möguleika á hjólreiðum meðfram henni að engu. Það hefði átt að gera auðvelt og þægilegt hjólreiðakerfi eftir miklubrautinni svo fólk myndi venjast á að nota hjólið til að komast milli staða. Það á nefnilega að vera auðveldara að komast á milli staða með strætó eða hjóli svo fólk velji það fram yfir bílinn.

Þannig að Ísland er að hvetja til aukins útblástrar í stað þess að draga úr honum. Er ekki kominn tími til þess að menn átti sig á að besta leiðin til að draga úr útblástri og mengun er að fá fólk til að keyra ekki, heldur velja aðra kosti.

Það er alltaf verið að tala um óhefðbundna orkugjafa en þeir eru bara ekki í boði. Það er bið eftir að fá tvinnbíla og vetnisbílar hafa 1 stöð í Reykjavík og Rafmagnsbílar eru ekki nógu langt komnir. Er þetta ekki eins og að selja lóðir á tunglinu að benda fólki á að nota óhefðbundna orkugjafa á meðan hægt er að hvetja fólk til að nýta þá kosti sem eru í boði.


mbl.is Samþykkt að draga úr losun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

10 hlutir sem þú ættir að vita

Það eru margar góðar ástæður til að hjóla og ég hef birt nokkrar hérna á blogginu mínu í gegnum tíðina. Þessar eru skemmtilegar og þarna má sjá m.a. orkunotkun hjólreiða miðað við aðra samgöngumáta.
  • Á reiðhjóli eyðir þú jafn mikilli orku á 1037 kílómetrum og fæst úr einum lítra af bensíni
  • Á reiðhjóli getur þú búist við að vera með heilsu á við 10 árum yngri manneskju ef þú hjólar reglulega
  • Á reiðhjóli er hjólreiðamaðurinn yfirleitt um 6 sinnum þyngri en hjólið en bíll er um 20 sinnum þyngri en ökumaður að jafnaði
  • Á reiðhjóli leggur þú til vélina, hjartað í þér sem bætir þinn eigin styrk og skilvirkni. Það skilar sér til einnig til betri afkasta í vinnu
  • Á reiðhjóli notar þú færri wött af orku við að hjóla heldur en bíll notar til að halda ljósunum logandi á sömu vegalengd.
  • Með því að hjóla verndar þú þig gegn hjartasjúkdómum, háum blóðþrýsting, offitu og stressi.
  • Á meðan þú hjólar notar þú einn fimmtánda af súrefni miðað við bílvél og gefur ekki frá þér neina mengun.
  • Með því að hjóla ferðastu um fjórum sinnum hraðar en ef þú gengur með sömu orkunotkun.
  • Með því að hjóla til og frá vinnu er ekki ólíklegt að þú brennir 11 kílóum af fitu á ári aukalega.
  • Á reiðhjóli kemst þú hraðar yfir, ert á vinalegri samgöngumáta og frjálsari en nokkuð annað farartæki í miðbæjarumferð.

Tour de France 3. dagleið og upphitun fyrir fjórðu.

felliu_ad_fara_i_gulu.jpg

Að horfa á Tour de France er ekkert ólíkt því að horfa á Formúli1. Þetta byggir ekki á einum manni frekar en Hamilton vann á Silverstone í gær einn síns liðs.

Í Tour de France þufra stjónendur liðanna að ákveða hvort menn taki pásu eins og í boði var í dag eða hvort þeir eigi að halda sig við fremstu menn eða hanga í miðjunni þangað til línur skýrast í dagleiðinni.

Besta dæmið um góðan taktískann sigur er fyrsta dagleið keppninnar þegar engin átti von á að Valverde myndi spretta úr spori og sigra. Aðrir keppendur voru búnir að ýmist halda forystu eða spretta og gefast upp en þegar einungis örfáir metrar voru eftir átti Valverde uppsafnaða orku eftir að hafa hengið fyrir aftan aðra keppendur alla keppnina til þess að spretta frammúr og sigra.

Í dag var keppnin 208 km sem þýðir að það er settur hvíldartími á miðri leið sem menn hafa val um að taka. Margir fá að taka þessa pásu en aðrir verða að halda áfram eftir samráð keppenda og liðsstjóra. Í dag varð staðan þannig að eftir pásuna var um 50 manna hópur sem hélt áfram og afgangurinn hvíldi sem þýddi að þegar þeir sem hvíldu fór að stað voru þeir tæpum 15 mín á eftir hinum hópnum. 

15 mín með yfir 100 km eftir af leiðinni er ekki mikill tími enda kom það í ljós að bilið minnkaði stöðugt og litlu munaði að hóparnir næðu saman. En samt voru það menn úr fremri hópnum sem áttu öll efstu sætin og fremstur fór þar í flokki Romain Feillu

En Frakkinn var einn af fjórum sem slitu sig frá hópum þegar aðeins 3 kílómetrar voru eftir af 208 kílómetrunum sem hjólaðir voru og hann náði nægilegu forskoti á handhafa gulu treyjunnar til þess að eigna sér hana allavega til morgundagsins þegar uppáhaldsími minn á mótinu fer fram eða tímatakan.

En ef þið hafið ekki horft á keppni í hjólreiðum þá er morgundagurinn rétti tíminn til að byrja því uppáhalds keppnirnar mínar eru tímatökur eins á á morgun.

Þar sem ég missti af mótinu í dag sökum anna get ég því miður ekki verið með nánari lýsingu á deginum því ég sá bara klukkustundarlangan endursýningarþátt á eurosport þá vil ég benda gallhörðum aðdáendum á að fara á www.eurosport.com eðs www.cyclingnews.com til þess að fá frekari upplýsingar.

En svona til fróðleiks.

Tímataka er þar sem menn eru yfirleitt ræstir út 30 til 60 sekúndum á eftir næsta manni og eru tímamældir fyrir vegalengdina sem þeir hjóla. Yfirleitt hingað til hefur fyrsti dagur Tour de France verið tímataka en í ár breyttu þeir því sem er alveg frábært því það setur meiri pressu á þann sem vinnur gulu treyjuna á fyrstu dagleið.

Yfirleitt er það þannig að einhver góður tímatökumaður vinnur tímatökuna og svo skiptir treyjan um eiganda á öðrum degi en í keppninni í ár er þetta breytt og treyjan tolldi í 2 daga á sama manni en um leið og keppnin fór úr brekkum í sléttlendi þá hafði sigurvegari dagsins Romain Feillu orðið 1,43 mínútna forskot á Alejandro VALVERDE sem var handhafi gulu treyjunnar með 1 sekúndu mun í gær og 1,53 mínútna forskot á Thor HUSHOVD sem vann 2. dagleiðina í gær.

Það skemmitlega við túrinn er að hann breytist dag frá degi og fyrstu dagarnir eru bara til þess að segja manni hverjir eru líklegir ekki hverjir munu vinna.

En að smá upphitun fyrir fjórðu dagleið eða tímatökuna.

 Þegar hjólreiðamenn keppa í Tour de France eru þeir yfirleitt á ofurvel útbúnum götuhjólum sem eru þannig hönnuð að þau taka lítinn hliðarvind á sig og eru súperlétt. Tökum sem dæmi götuhjól Barloworld sem er framleitt af Bianchi sem er hefðbundið 700.000 kr hjól þegar búið er að fylla það af öllum besta mögulega búnað.

08_barloworld_bike_from_bianchiusa.jpg

En þegar keppendur taka þátt í tímatöku (TT) þá eru þeir á sérbúnum hjólum sem er einungis hönnuð til þess að kljúfa vindinn á sem bestan hátt því í tímatöku er ekki leyfilegt að hafa neitt fyrir framan sig sem veitir hjálp. Gott dæmi er að ef þú dregur upp annan hjólreiðamann sem hugsanlega var ræstur 60 sekúndum á undan þér þá máttu ekki nota loftsogið af honum eins og tíðkast í venjulegum dagleiðum.

Ef þið skoðið hönnunina á tímatökuhjólum þá sjáið þið að allt er gert til þess að draga úr loftmótsstöðu. Grindin eða ramminn er hannaður þannig að hann sé eins og blað og skeri vindinn auk þess sem felgurnar eru eins lokaðar og hægt er svo loftmótstaðan streymi sem mest aftur fyrir hjólið. Einnig er stýrið þannig hannað að hjólreiðamaðurinn er sem frambeygðastur og er yfirleitt með olnbogana á stýrinu og með hendurnar fram á stýrisendana sem þið sjáið koma þarna vel fram á fremri enda framhjólsins.

Svona hjól eru hönnuð og prófuð við svipaðar aðstæður og formúlubílar og loft látið flæða um þau í vindgöngum til þess að sjá hvernig hjólið bregst við mótvind. Það er líka þannig að mestur hraði í Tour de France mælist yfirleitt í tímatökum enda hægt að gefa sig allan í sprettinn.

bianci_barloworld_tt.jpg


Með fjörið á milli fótanna

Ég rakst á mann um daginn sem var að fikta eitthvað í hjólinu sínu í Laugardalnum þar sem hann var að fara með barnabörnin sín í smá rúnt eftir stígum borgarinnar. Ég ákvað að stöðva og spyrja hvort ekki væri allt í góðu og hann sagði mér að keðjan dytti alltaf af hjólinu hans þegar hann hjólaði. Þar sem ég er nú yfirleitt með nauðsynlegustu smáverkfæri í töskunni tók ég mér smá tíma og lagaði þetta fyrir hann.

Á meðan ég var að laga þetta fyrir hann þá ákvað ég að spyrja hann hvað hann hefði verið að hjóla lengi enda á glænýju hjóli. Hann sagði mér að hann væri 68 ára gamall og væri að hjóla í fyrsta skipti í 30-40 ár, þeas hann hefði byrjað núna í vor þegar barnabörnin hans komu til aldurs að geta farið að hjóla með honum.

Mér fannst þetta náttúrulega frábært og hélt áfram að fræðast um hvernig hefði gengið í sumar og hann sagði mér að í fyrsta lagi þá væri þetta einu skiptin sem honum þætti hann til jafns við barnabörnin sín sem voru eitthvað í kringum 8 og 12 ára. Þarna skipti aldursmunurinn engu máli því markmiðið væri jú að vera bara úti og njóta þess að vera saman og þvælast milli staða.

Fyrst þegar hann fór að hjóla í vor var hann pínu óöruggur en það fór fljótlega og hann undirstrikaði að ef maður kynni einu sinni að hjóla þá kynni maður það alltaf og mest hefði komið honum á óvart þegar hann áttaði sig á því að hann gat hjólað 15 - 20 km án þess að "steindrepast" eins og hann orðaði það. Honum fannst alveg frábært hvað þetta væri auðvelt og þrekið batnaði með hverri ferðinni.

Hann sagði mér líka að hann væri slæmur í annarri mjöðminni og fyndi ekki fyrir því þegar hann hjólaði og það væri þannig að á hjóli væri hann það yngsta sem honum hefði hann fundið sig vera í 20 ár.´

Ég óskaði honum náttúrulega til hamingju með þessa frábæru upphvötun sína og sagði honum hvað mér þætti frábært að sjá einhvern svona jákvæðan til hjólreiða og hvað þá að byrja aftur orðin svona gamall. Þá brosti hann og leit til mín og sagði "veistu það ungi vinur minn að ef þetta er ekki leiðin til  að hafa fjörið á milli fótanna þá veit ég ekki hvað" Ég náttúrulega hló vel og hjólaði svo í burtu en þegar ég kom heim sá ég að hægt er að kaupa boli á netinu með slagorðinu "put the fun between your legs" kannski ég panti mér einn


Tour de France 3. dagleið - Upphitun

kort3dagleid.gif

Klukkan 10:30, þann 7. júlí er eins gott að vera í sumarfríi því þá hefst þriðja dagleið Tour de France. Leiðin sem um ræðir liggur frá Saint-Malo til Nantes og eru hjólaðir 208 kólómetrar á frekar miklu sléttlendi.

Það ætti ekki að koma neinum á óvart þó gula treyjan myndi skipta um keppanda á morgun því á morgun er dagur sprettaranna og brautin allt öðruvísi heldur en hún hefur verið seinustu 2 daga.

Það verður því gaman að sjá hverjir verða þarna á toppnum á morgun. Hugsanlegt er að Cadel Evans sem spáð var titlinum í ár taki sig til og vinni fyrstu dagleiðina sína og einnig eru menn að tala um Kim Kirchen. Auðvitað væri skemmtilegast ef að Norðurlandabúinn og sgurvegari dagsins myndi skella sér í grænu treyjuna á morgun.

Eins og sjá má á sneiðmyndinni eru merkt inn græn S sem eru þeir staðir þar sem sprettararnir ættu að njóta sín best og jafnvel ná upp smá forystu.

sneidmynd_593464.png

Eftir þrælskemmtilega aðra dagleið þá er ekki úr vegi að horfa á lokasprettinn í þegar Thor Hushovd hirti sigurinn á lokametrunum.


Vantar ekki eitthvað þarna meðfram

Þetta er nákvæmnlega ástæðan fyrir því að það þyrfti að vera hjólreiðabraut meðfram Reykjnesbrautinni. Ef að maður á 150 km hraða sér umhverfi sitt seint og aðra bíla seint. Hvað hefur hann þá langan viðbragðstíma þegar hann loks kemur auga á hjólreiðamann.

Málið við að vera hjólreiðamaður á 20 km hraða og fá einhvern á 130 km meiri hraða framúrsér er alveg einstaklega óþægilegt. Og virkilega hættulegt. Yfir sumartímann hjóla þónokkur fjöldi  hjólreiðamanna á þessum slóðum á hverjum degi og væri fleiri ef menn voguðu sér þarna meðal þessara brjálæðinga sem haga sér svona.

Hjólreiðabraut meðfram stofnbrautum og málið er leyst.


mbl.is Ók á 148 km hraða á Reykjanesbrautinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Konur keppa líka

donnaÁ meðan stærsta og flottasta hjólreiðamót karla fer fram þá láta konur í íþróttinni sitt ekki eftir liggja og keppa í Ítalíuhjólreiðum kvenna (Giro d‘ Italia Donne) Keppnin samanstendur af tímatöku og átta dagleiðum og tekur mótið 9 daga og hjóaðir eru 809,6 km.

Sigurvegari tveggja seinustu ára Edita Pucinkaite mætir til þess að verja titilinn sem kallaður er Maliga Rosa. Það er skemmtilegt frá því að segja að á meðan sá sem leiðir Tour de France klæðist gulu treyjunni klæðist sú sem leiðir Ítalíuhjólreiðar kvenna bleikri treyju.

Það er bara vonandi að munum sjá Íslending hjóla í þessarri keppni eitthvert árið því við eigum alveg ótrúlega efnilega stelpu, Bryndísi Þorsteinsdóttur  sem er aðeins 16 ára og er að sigra mót hvað eftir annað hérna heima.

Keppnin fer eins og áður segjir fram á Ítalíu og stendur frá 5. tll 13. Júlí.


Norðmaður með sigur á 2. dagleið Tour de France

thorhushov.jpg

Norðmaðurinn Thor Hushovd sigraði 2. dagleið Frakklandshjólreiðanna með örfáum sekúndubrotum en allnokkrir keppendur komu inn á sömu sekúndunni.

Keppnin var skemmtileg og spennandi í dag og svo virtist sem þeir Sylvain Chavanel (Cofidis) og Thormas Voeckler (Bouygues) hafi ætlað sér stóra hluti því þeir stungu fljótlega hópinn af og náðu mest 3 mín og 36 sekúndum í forskot á hópinn. 

Þeir fengu þó ekki að halda því forskoti einir því þegar 60 km voru eftir af 164,5 km þá voru liðsfélagarnir í Agritubel, þeir Christtophe Moreau og David LeLay búnir að ná þeim. Munurinn í hópin var þó ennþá 2mín og 55 sek og átti eftir að minnka hægt og róglega.

Hérna er smá tafla yfir muninn eftir því sem kílómetrunum fækkaði

60km eftir - 2:55 í forskot á hópinn
45km eftir - 2:32 í forskot á hópinn
30km eftir - 1:30 í forskot á hópinn
15km eftir - 1:00 í forskot á hópinn
10km eftir - 0:43 í forskot á hópinn
05km eftir - 0:30 í forskot á hópinn
03km eftir - 0:20 í forskot á hópinn
2,7km eftir - 0:08 í forskot á hópinn

Þá tók Sylvian Chavanel sig til og sprettaði af stað og náði mest 12 sekúndna forskoti en hópurinn náði honum svo þegar um 1 km af eftir og kom þéttur hópur í mark á sömu sekúndunni og fagnaði Thor Hushovd ekki einu sinni því hann var ekki viss hvort hann hafi unnið strax í upphafi enda komu margir til greina.

Þessi dagleið var gott dæmi um hversu hættuleg taktík það getur verið að slíta sig frá hópnum snemma og ætla að leiða alla dagleiðina. Þegar 2-4 eru saman í hóp þá vinna þeir saman og skiptast á að vera fremstir til þess að kljúfa vindinn fyrir hina og tryggja oft þannig að halda forskoti. En þegar hópurinn á eftir sem samanstendur af fjölmörgum hjólreiðagörpum getur skipt um fremsta mann oftar og þá eiga menn meira eftir þegar kemur að lokum keppninnar. 

Hjólreiðar eru nefnilega ekkert ólíkar því þegar við sjáum farfuglana skiptast á að vera fremstir til að taka hörðustu mótstöðuna á sig  og það reynir á að vera fremstur.

En fyrir vikið var dagurinn spennandi og skemmtilegur því spurningin var alltaf hvort þeir myndu halda þetta út þarna fremstir. 

Gula treyjan er þó ennþá í höndum Alejandro Valverde (Caisse D' Epargne) þar sem hann kom þétt á eftir fremstu mönnum í mark og vann með meiri yfirburðum í gær. En samanlagður tími úr öllum dagleiðum ræður hver klæðist gulu treyjunni. En sigurvegarinn í dag Thor Hushovd verður að láta sér nægja 12 sætið í heildarkeppninni 7 sekúndum á eftir Valverde.

 


Bílar eða ökumenn

Úr fréttinni

"Tilkynnt var um sjö leytið í gærkvöldi um að ekið hefði  verið á barn á reiðhjóli í Kaupvangsstræti. Lögregla og sjúkralið voru send á staðinn.  Í ljós kom að bifreið hafði verið ekið út af bifreiðastæði við Kaupvangsstræti og í veg fyrir 8 ára dreng á reiðhjóli sem að lenti utan í bifreiðinni. Drengurinn kvartaði undan eymslum í fæti og var hann var færður á slysadeild til skoðunar."

Núna hef ég ekki hugmynd um hvar í Kaupvanngsstræti þetta var en get ýmindað mér að bíllinn hafi þurft að þvera gangstétt tl þess að komast af bílastæðinu og þá hafi drengurinn hjólað á bílinn. 

Ég er á því að fréttaflutningur af svona hjólreiðaslysum sé oft fluttur bílnum í hag. Ef þetta hefðu verið 2 bílar þá hefði komið fram að bíll ók útaf bílastæði og í veg fyrir annann bíl sem kom akandi niður götuna sem skall á bílnum sem sem var að koma úr bílastæðinu.

Þarna í fréttinni er lítið eða ekkert lagt uppúr því að drengurinn hafi verið í rétti eða verið á gangstétt og að það hafi verið keyrt í veg fyrir hann.

Áherslur í fréttum og dagbókarfærslum lögreglu einkennast oft að því að af því að hjólreiðamenn lenda á bílum og þeir hjóla á eitthvað og að þeir eru alltaf persónur en bílar eru bara bílar. Ökumenn keyra aldrei á hjólandi vegfaraendur eða í veg fyrir vegfarendur heldur eru það alltaf bílar sem keyra á eða fyrir fólk.

En allavega gat ég enganvegin áttað mig á tildrögum slyssins í fréttinni.


mbl.is Seinheppinn þjófur á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

2. dagleið Tour de France - upphitun

 

kort
Núna þegar Önnur dagleið hefst eftir nokkrar klukkustundir eða korter yfir 11 þann 6. júlí er ekki úr vegi að skoða aðeins hvað stendur til boða í annarri dagleiðinni.

Eins og í gær munu brekkur jafnt upp sem niður einkenna leiðina í dag sem er  skemmtileg að því leiti að hún liggur frá Auray sem stendur við Atlantshafið og beint upp í gegnum Frakkland til Saint - Brieuc sem er við Ermasundið. Leiðin inniheldur nokkrar brekkur eins og sjá má á kortinu, en þær eru merktar með númerum sem útskýra erfiðleikastig þeirra.

Brekkur í flokki 3 eins og sjá má á þverskurðinum hér að neðan þá eru brekkurnar 150 - 500 metra hækkun og í flokki 4 er hækkunin 70 - 150 metrar. 

Það er ekki ólíklegt að sprettar eigi góðan möguleika í þessari leið eins og í gær og ekki ólíklegt að röðin gæti orðið svipuð eftir daginn. Það er allavega nokkuð víst að enginn mun stinga af og sigra með einhverjum yfirburðum á þessari 164,5 kílómetra leið.

Svo vil ég minna á að hægt er að smella á myndirnar til að sjá þær í betri upplausn.

sneidmynd.png 

Fyrir þá sem ekki sáu fyrstu dagleiðina í gær þá er hérna smá myndband af æsispennandi lokamínútum dagleiðarinnar. Takið eftir hvað allir eru að tímasetja sprettina sína vitlaust þangað til Valverde kemur á hárréttum tíma þegar hver á fætur öðrum er búin að keyra sig út í von um sigur og klárar þetta snilldarvel. Fyrir neðan myndbandið er svo öll tölfræði eftir fyrsta daginn.

Staðan í öllum hlutum mótsins fyrir aðra dagleið

Ég vil samt benda fólki á að skoða seinasta pistil sem er um liðin í keppninni og hvernig maður þekkir þau frá hinum og smá upplýsingar um hvert og eitt.

Röð fyrstu manna í mark á fyrstu dagleið

Nafn

Þjóð

Lið

Tími

Alejandro VALVERDE

Spá

GCE

04:36:07

Philippe GILBERT

Bel

FDJ

+00:00:01

Jérôme PINEAU

Fra

BTL

+00:00:01

Kim KIRCHEN

Lux

THR

+00:00:01

Riccardo RICCO

Íta

SDV

+00:00:01

Cadel EVANS

Ást

SIL

+00:00:01

Frank SCHLECK

Lux

CSC

+00:00:01

Filippo POZZATO

Íta

LIQ

+00:00:01

Oscar FREIRE

Spá

RAB

+00:00:01

Oscar PEREIRO SIO

Spá

GCE

+00:00:01

 

Heildarstig fyrir aðra dagleið dagleið (græn treyja)

Nafn

Þjóð

Lið

Stig

Alejandro VALVERDE

Spá

GCE

35

Philippe GILBERT

Bel

FDJ

30

Jérôme PINEAU

Fra

BTL

26

Kim KIRCHEN

Lux

THR

24

Riccardo RICCO

Íta

SDV

22

Cadel EVANS

Ást

SIL

20

Frank SCHLECK

Lux

CSC

19

Geoffroy LEQUATRE

Fra

AGR

18

Filippo POZZATO

Íta

LIQ

18

Oscar FREIRE

Spá

RAB

17

 

Klifurmeistarinn (Doppótta treyjan)

Nafn

Þjóð

Lið

Stig

Thomas VOECKLER

Fra

BTL

8

Björn SCHRÖDER

Þýs

MRM

8

David DE LA FUENTE

Spá

SDV

4

Lilian JEGOU

Fra

FDJ

3

Geoffroy LEQUATRE

Fra

AGR

1

 

Og svo staðan í liðakeppninni og bil á milli manna. Takið eftir að kóðinn fyrir liðin er sá sami og merkt er í lið í öllum úrslitum hér að ofan svo hægt sé að tengja lið við kóða.

Staða

Kóði

Lið

Bil

1

GCE

CAISSE DEPARGNE

00''

2

CSC

TEAM CSC SAXO BANK

+7

3

THR

TEAM COLUMBIA

+7

4

TSL

GARMIN CHIPOTLE

+7

5

QST

QUICK STEP

+7

6

LIQ

LIQUIGAS

+7

7

EUS

EUSKALTEL - EUSKADI

+13

8

SDV

SAUNIER DUVAL - SCOTT

+20''

9

C.A

CREDIT AGRICOLE

+24''

10

LAM

LAMPRE

+24''

11

GST

GEROLSTEINER

+24''

12

ALM

AG2R-LA MONDIALE

+24''

13

RAB

RABOBANK

+26''

14

MRM

TEAM MILRAM

+43''

15

COF

COFIDIS CREDIT PAR

TELEPHONE

+48''

16

AGR

AGRITUBEL

+1,07 mín

17

SIL

SILENCE - LOTTO

+1,08 min

18

BAR

BARLOWORLD

+1,09 min

19

FDJ

FRANCAISE DES JEUX

+1,12 min

20

BTL

BOUYGUES TELECOM

+1,52 min


Allt um liðin í Tour de France

Í tilefni af stóra deginum í dag sem er náttúrulega upphafið af Tour de France 2008 ákvað ég að skella saman smá töflu með upplýsingum um öll liðin sem keppa í ár. Þarna má sjá myndir af treyjum liðanna svo maður þekki þau betur í keppninni auk upplýsinga um hvaða liðsmönnum maður ætti helst að fylgjast með og númerin á þeim svo maður geti séð þá út í keppninni.

Síðan fyrir þá sem hafa áhuga á hvaða götuhjól á að skoða eftir keppnina þá kemur fram á hvaða hjólum og hvaða skipta þeir eru með á hjólunum. 

Svo fyrir þá sem vilja eiga almennilegan doðrant um keppnina í ár þá er hægt að fá "2008 Offical Tour de France guide" í Markinu. Ekki verra að vera með það í hönd fyrir framan sjónvarpið.

AG2R LA MONDIAL
http://www.ag2r-cyclisme.com/

 AG2R LA MONDIALE

Land:  Frakkland

Stofnað: 2000

Þeir bestu í liðinu:
Tadej Valjavec - 109
Vladimir Efimkin - 104
Martin Elmiger - 105

Sigrar í túrnum 2007: 0

Hjólið:  BH Global Concept, Campagnolo búnaður

Árangur í TdF 2007: 10. sæti

AGRITUBEL
http://www.agritubel-cycling.com/

 AGRITUBEL

Land:  Frakkland

Stofnað: 2005

Þeir bestu í liðinu:
Christophe Moreau - 121
Jimmy Casper - 123

Sigrar í túrnum 2007: 0

Hjólið: Kuota Kom 
SRAM Red græjum

Árangur í TdF 2007: 17 sæti.

CAISSE D‘EPARGNE
http://www.cyclisme-caisse-epargne.fr/

 CAISSE D EPARGNE

Land: Spánn

Stofnað: 2004

Þeir bestu í liðinu:
Alejandro Valverde - 31
Oscar Pereiro 37

Sigrar í túrnum 2007: 0

Hjólið: Pinarello Price, Campagnolo búnaður

Árangur í TdF 2007: 2 sæti

BOUYGUES TELECOM
http://www.equipebouyguestelecom.fr/

 BOUYGUES TELECOM

Land: Frakkland

Stofnað: 2005

Þeir bestu í liðinu:
Thomas Voeckler - 149
Pierrick Fédrigo - 141
Xavier Florencio - 143

Sigrar í túrnum 2007: 0

Hjólið: Time VXC, Campagnolo búnaður

Árangur í TdF 2007: 14. Sæti

EUSKALTEL-EUSKADI
http://www.fundacioneuskadi.com/

 EUSKAL TEL EUSKADI

 

Land:  Spánn

Stofnað: 1994

Þeir bestu í liðinu:
Halmar Zubeldia - 21
Samuel Sánchez - 27
Mikael Asarloza - 22

Sigrar í túrnum 2007: 0

Hjólið: Orbea Orca
Dura Ace búnaður

Árangur í TdF 2007: 5 sæti

FRANCAISE DESJEUX
http://www.cyclisme.fdjeux.com/

 fRANCAISE DE JEUX

Land: Frakkland

Stofnað: 1997

Þeir bestu í liðinu:
Sandy Casar - 161
Philippe Gilbert - 165
Sebastien Chavanel - 162

Sigrar í túrnum 2007:
18 dagleið, Sandy Casar.

Hjólið: Lapierre,
Dura Ace búnaður.

Árangur í TdF 2007: 19. Sæti

SLIPSTREAM CHIPOTLE-H30
http://www.slipstreamsports.com/

 Garmin   Chipotle

Land: Bandaríkin

Stofnað: 2007

Þeir bestu í liðinu:
David Millar - 198
Magnus Backstedt - 192

 

Sigrar í túrnum 2007: 0

Hjólið: Felt F1
Dura-Ace búnaður.

Árangur í TdF 2007: x

CREDIT AGRICOLE
http://www.au-veloclubdeparis.fr/

 CREDIT AGRICOLE

Land: Frakkland

Stofnað: 1998

Þeir bestu í liðinu:
Thor Hushvod - 81
Dmitriy Fofonov - 85

Sigrar í túrnum 2007:
2. Dagleið, Thor Hushvod

Hjólið: Look 595 Pro Team
Dura-Ace búnaður

Árangur í TdF 2007: 9. Sæti

BARLOWORLD
http://www.teambarloworld.com/

 BARLOWORLD

Land: Bretland

Stofnað: 2003

Þeir bestu í liðinu:
Robert Hunter - 58
Baden Cooke - 55

Sigrar í túrnum 2007:
Dagleið 9, Mauricio Soler Dagleið 11 Robert Hunter

Hjólið: Bianchi 928 Carbon T-Tube
Dura Ace búnaður

Árangur í TdF 2007: 11. Sæti

TEAM CSC
http://www.team-csc.com/

 TEAM CSC

Land: Danmörk

Stofnað: 2001

Þeir bestu í liðinu:
Fabian Cancellara - 13
Frank Scleck - 17
Carlos Sastre - 11

Sigrar í túrnum 2007:
3. Dagleið og tímataka - Fabian Cancellara.

Hjólið: Cervelo Soloist Carbon, Dura Ace búnaður.

Árangur í TdF 2007: 3. sæti

COFDIS
http://www.equipe-cofidis.com/

 COFIDIS

Land: Frakkland

Stofnað: 1997

Þeir bestu í liðinu:
Sylvain Chavanel - 181
David Moncoutlé - 188

Sigrar í túrnum 2007:0

Hjólið: Time VXR
Campagnolo búnaður

Árangur í TdF 2007: voru reknir úr keppni

LAMPRE-FONDITAL
http://www.teamlampre.com/

 LAMPRE FONDITAL

Land: Ítalía

Stofnað: 2005

Þeir bestu í liðinu:
Damiano Cunego - 71
Alessandro Ballan - 72

Sigrar í túrnum 2007:
Dagleiðir 17 og 20 -Daniele Bennati

Hjólið: Willer Conto
Campagnolo búnaður

Árangur í TdF 2007: 8. Sæti

TEAM MILRAM
http://www.team-milram.com/

 TEAM MILRAM

Land: Þýskaland

Stofnað: 2006

Þeir bestu í liðinu:
Eric Zabel - 151

Sigrar í túrnum 2007: 0

Hjólið: Colnago Extreme
Dura Ace búnaður

Árangur í TdF 2007: 18. sæti

LIQUIGAS
http://www.teamliquigas.com/

 LIQUIGAS

Land: Ítalía

Stofnað: 2005

Þeir bestu í liðinu:
Filippo Pozzato - 61
Manuel Beltran - 62

Sigrar í túrnum 2007:
5. Dagleið - Filippo Pozatto.

Hjólið: Cannondale Super Six, Campagnolo búnaður.

Árangur í TdF 2007: 11. Sæti

SAUNIER DUVAL-SCOTT
http://www.saunierduval-scott.com/

 SAUNIER DUVAL SCOTT

Land: Spánn

Stofnað: 2004

Þeir bestu í liðinu:
Ricardo Ricco - 171
Leonardo Piepoli  - 179
David de la Fuente - 174

Sigrar í túrnum 2007: 0

Hjólið: Scott Addict
Sram Red búnaður.

Árangur í TdF 2007: 6. Sæti

SILENCE-LOTTO
http://www.silence-lotto.com/

 SILENCE LOTTO

Land: Belgía

Stofnað: 2003

Þeir bestu í liðinu:
Cadel Evans - 1
Robbie McEwen - 6
Yaroslav Popovych - 7

Sigrar í túrnum 2007:
1 dagleið - Robbie McEwen

Hjólið: Ridley Helium, Campagnolo búnaður

Árangur í TdF 2007: 7. sæti

GEROLSTEINER
http://www.gerolsteiner.de/

 GEROLSTEINER

Land: Þýskaland

Stofnað: 1998

Þeir bestu í liðinu:
Fabian Wegmann - 119
Robert Förster - 112

Sigrar í túrnum 2007: 0

Hjólið: Specialized S-Woks Tarmac SL2, Dura Ace búnaður

Árangur í TdF 2007: 16. Sæti

RABOBANK
http://www.rabobank.nl/

 RABOBANK

 

Land: Holland

Stofnað: 1996

Þeir bestu í liðinu:
Dennis Menchov - 131
Oscar Freire - 133
Juan Antonio Flecha - 132

Sigrar í túrnum 2007:
8 og 16. Dagleið - Michael Rassmussen sem reyndar var dreginn úr liðinu eftir sigurinn á 16. Dagleiðinni.

Hjólið: Colnago Extreme
Dura Ace búnaður

Árangur í TdF 2007: 4. Sæti

QUICK STEP
http://www.qsi-cycling.com/

 QUICK STEP

Land: Belgíu

Stofnað: 2003

Þeir bestu í liðinu:

Sigrar í túrnum 2007:
2. Dagleið Gert Steegmans
6. og 12. dagleið Tom Boonen 
10. dagleið Cedric Vasseur

Hjólið: Specialized S-Worlks Tarmac SL2, Campagnolo búnaður

Árangur í TdF 2007: 12. Sæti

TEAM  HIGH ROAD
http://www.highroadsports.com/

 TEAM COLUMBIA

Land: Bandaríkin

Stofnað: 2007

Þeir bestu í liðinu:
George Hincapie - 47
Kim Kirchen - 41

Sigrar í túrnum 2007: 0

Hjólið: Giant TCR Advanced SL Team, Dura Ace búnaður

Árangur í TdF 2007: x


Til hvers eru þessi undirgöng

Það eru komin göng útum alla reykjavík, gott og blessað. Vandamálið er að göngin eru oft úr leið og 90°beygjur við enda þeirra. Sjálfur hef ég "næstum" hjólað á hunda, börn og konur með barnavagna þegar ég kem úr svona göngum. Eina ástæðan fyrir því að það er bara næstum er að ég er skíthræddur þegar ég kem að svona horni. Þetta myndi aldrei líðast í bílaumferð. Það má t.d. ekki leggja bílum nær gatnamótum en einhverja 5 metra eða eitthvað til að byrgja ekki útsýni þeirra sem þar um fara og oft eru settir speglar ef hornið er íll leysanlegt fyrir bílaumferð.

En gangandi umferð og hjólandi umferð í svona göng er ekki alveg að virka eins og maður vildi því oft eru göngin "redding" og höfð úr leið eins og í þessu tilfelli þá henta þau ílla hvert sem þú ert að fara og það er alltaf krókur í þau og því auðveldara að þvera götuna allsstaðar.

Þannig er allt hugsað fyrir bíla. Að umferð sé sem beinust og sem minnst af kröppum beygjum og sem minnst af útúrdúrum svo fólk nýti sér vegina og leiðirnar sem vegayfirvöld vilja að maður fari. En þegar kemur að hönnun göngustíga - hjólastíga og undirgangna þá er fyrst hugsað um bílaumferðina og svo er eins og það sé hugsað hvort einhversstaðar megi koma okkur hinum fyrir og hvort það almennt borgi sig. Það er jafnvel að maður velti fyrir sér hvort verið sé að huga að öryggi okkar sem erum óvarin í umferðinni eða verið að greiða leið bílsins þegar undirgöng eru gerð því við tefjum jú hinn akandi mann þegar við þurfum að þvera götu ofan jarðar.

 


mbl.is Þurfa undirgöng merkingar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tour de France byrjar á frábærri fyrstu dagleið

fyrstidagur

Keppnin í ár virðist ætla að verða þrælskemmtileg eins og við var að búast. Hún endaði í fyrra á því að Spánverjinn Alberto Contador vann en í ár virðast Spánverjar ætla að halda uppteknum hætti því topp 10 voru 3 spánverjar og þar kom fremstur Alejandro Valverde sem kom sigraði dagleiðina eftir æsilega lokametra. Hann setti allt á fullt á lokametrunum og dró uppi forystumanninn og tryggði sér þar með að hjóla í Gulu treyjunni á morgun.

CARTEVIGNETTE
Leiðin sem hjóluð var í dag var 197,5 km. á meðalerfiðu fjallendi. Lagt var af stað frá Brest og hjólað til Plumelec og tók ferðin sigurvegarann  4 klukkustundir og 36 mínútur og var meðalhraðinn hjá honum tæpir 43 km á klukkustund.

Maðurinn sem flestir höfðu spáð sigri í keppninni Cadel Evans kom inn sjötti en þar sem enn eru 3300 km eftir má segja að keppnin sé varla byrjuð er ekki hægt að spá fyrir um neitt en fyrsti dagurinn lofar góðu fyrir jafna og spennandi keppni.


Hérna má sjá 10 fyrstu menn í dag.

1 Alejandro Valverde Belmonte (Spánn) Caisse d'Epargne     4.36 (42.7 km/h)
2 Philippe Gilbert (Belgía) Française des Jeux                    
3 Jérôme Pineau (Frakkland) Bouygues Telecom                         
4 Kim Kirchen (Luxemburg) Team Columbia                              
5 Riccardo Riccò (Italía) Saunier Duval - Scott                   
6 Cadel Evans (Ástralía) Silence - Lotto                            
7 Frank Schleck (Luxemburg) Team CSC - Saxo Bank                     
8 Filippo Pozzato (Italía) Liquigas                               
9 Oscar Freire Gomez (Spánn) Rabobank                            
10 Oscar Pereiro Sio (Spánn) Caisse d'Epargne                    


Skemmtileg atriði úr Tour de France og sjónvarpsréttur

Núna þegar nítugasti og fimmti Tour de France nálgast hafa skipuleggjendur keppninnar tilkynnt að þeir hafi gert samning við Eurovision TV Network um að senda hana út allt til að keppninni 2011 lýkur. Eurovison Network sem er samtök ríkisrekinna sjónvarpsstöðva að ég held munu því hafa sýningarréttinn og þar með RUV með forgangsrétt að keppninni.

Það er bara vonandi að RUV taki sig til og sýni frá keppninni á næsta ári og ég skal glaður aðstoða þá við alla upplýsingaöflun og undirbúning pro bono er af yrði því ekkert væri skemmtilegra en að koma hjólreiðaáhuga Íslendinga á hærra plan með því að leyfa þeim að horfa á þjáningar hjólreiðamannanna á seinustu dögum keppninnar þegar ekkert er eftir nema viljinn til að klára eða vinna.

En af þessu tilefni ætla ég að setja inn nokkra YouTube hlekki af skemmtilegum atburðum sem átt hafa sér stað í Tour de France undanfarin ár og svo var einn af lesendum mínum svo skemmtilega áhugasamur um að sjá sögu keppninnar og eftir lofsamlega beiðni fylgja hlekkir á það í kjölfarið.


Hjólreiðamaður keyrir á hund sem rölti yfir götuna.


Hápuntur hópslysanna í fyrra


Bíður maður ekki alltaf eftir að einhver detti - gott safn í gegnum tíðina


Borat lét sig ekki vanta í Tour de France


Hesturinn var eitthvað spenntur og stökk inn í keppnina

Og svo er það saga keppninnar í 12 þáttum fyrir Eið sem óskaði eftir meira efni um stærsta og erfiðasta íþrótta mót heims


Saga Tour de France, hluti 1 af 12


Saga Tour de France, hluti 2 af 12


Saga Tour de France, hluti 3 af 12


Saga Tour de France, hluti 4 af 12


Saga Tour de France, hluti 5 af 12


Saga Tour de France, hluti 6 af 12


Saga Tour de France, hluti 7 af 12


Saga Tour de France, hluti 8 af 12


Saga Tour de France, hluti 9 af 12


Saga Tour de France, hluti 10 af 12


Saga Tour de France, hluti 11 af 12


Saga Tour de France, hluti 12 af 12


5 Íslendingar í þrekraun á Sjálandi

5 íslendingar tóku þátt í Sjálandshringnum á reiðhjólum núna seinustu helgi.

Sjálandshringurinn er stærsti hjólreiðaviðburður Dana á hverju ári og í ár voru þátttakendur um 2000 frá öllum heimshornum.

Sjálandshringurinn er 291 km fyrir karla og 178 km fyrir konur þar sem fólk keppir aðallega við sjálft sig því ekki eru veitt nein verðlaun í keppninni nema þáttökuverðlaun fyrir 5. - 10. -15. 20. Og 25. hvert skipti sem þátttakendur hafa klárað keppnina sem haldin var í 29. skipti í ár.

Það er ekki hægt að segja að veðrið hafi leikið við keppendur í ár því mikil rigning var á leiðinni en samt komu Íslensku þátttakendurnir hressir og vel blautir í mark eins og sjá má á myndinni.

siggiremiogeinar

Íslendingarnir sem tóku þátt voru Einar Kristinsson, Guðný Einarsdóttir, Rémi Spilliaert, Sigurður Smárason, og Sólveig Einarsdóttir úr Hjólreiðafélagi Reykjavíkur

Hægt er að fræðast meira um keppnina á http://www.sjaelland-rundt.dk/


Mengun þess opinbera

Þetta er gott framtak og sparar örugglega tíma þeirra sem bíða slasaðir einhvernstaðar að fá fyrstu hjálp.

london-bicycle-ambulance-imageEn er ekki komin tími til að við tökum einnig upp grænni kosti fyrir slökkviliðið á Íslandi. Það er allaveg á hreinu að það eru hörku hjólreiðajaxlar innan slökkviliðsins sem hjóluðu lengstu mögulegu leið yfir Ísland í fyrra.

En í London, Manchester og fleiri stöðum eru reiðhjól búin fyrstu hjálp og þjálfuðum mannskap útúm allt þegar mannfjöldi safnast saman. Þetta er gert af tveimur ástæðum þarna úti. Í fyrsta lagi eru reiðhjól snör í snúningum í mannnfjölda og svo eru þeir alltaf að keppast við að lækka útblástur ríkisins og er þetta eitt af því sem þeir telja til.

Þegar ég fór á leik á Old Trafford fyrir ekki svo löngu sá ég allavega 5 svona hjól frá lestarstöðinni að Old Trafford sem er sæmilegur gangur. Þetta var aðdáðunarvert og eftir að ég las hvað bjó að baki var ég enn spenntari fyrir þessum möguleika.

Lögreglan hefur sést á reiðhjólum hérna á Íslandi í Nauthólsvík og finnst mér það frábært og ætti að fjölga þessum hjólum og gera lögregluna sýnilegri í miðbænum á reiðhjólum. Bara það eitt væri fordæmisgefandi fyrir grænni umferð á Íslandi. Og svo eru lögreglumenn í miðbænum einnig fljótir í förum og 2-4 hjól í miðbænum myndu virkilega ná mikilli og sýnilegri yfirferð.

Einnig finnst mér framtak Reykjavíkurborgar með "Borgarhjólin" sín sem ætlast er til að starfsmenn noti í styttri ferðir og eru víst ágætlega nýtt.

Það er bara málið að halda áfram með þessa þróun því hún er enn rétt á byrjunarreit á Íslandi en hvert skref sem tekið er veit á gott.  


mbl.is Slökkviliðsmenn á vélhjólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íþróttir í sjónvarpi - Frakklandshjólreiðarnar

tour_de_france_logoÞað er svolítði skrítið með útsetningar ríkissjónvarpsins á íþróttum. Jú við þurfum að horfa á fótbolta og fréttir og barnaefni víkja, við þurfum að horfa á HM/EM/undanmót í handbolta reglulega og svo loksins þegar stelpurnar okkar í fótbolta eru að gera eitthvað alvöru birtingu. Að sama skapi fær frekar lítill áhugahópur um frjálsar íþróttir alveg ótrúlegan sýingartíma í sjónvarpi og þeir sýna öll gullmót og fleiri í frjálsum. Ég verð því miður að viðurkenna að ég er íþróttafíkill og horfi á allt of mikið af þessu og þekki alveg ótrúlegustu nöfn af spjótkösturum og kúluvörpurum.

Síðan er náttúrulega nýjasta sjónvarpstískan golf. Ok ég skal viðurkenna að sjónvarpið hefur sýnt frá Masters og fleiri stórmótum í gegnum tíðina að sjálfsögðu hef ég fylgst með því og jafnvel þó ég hafi ekki rosalegan áhuga á golfi þá þekki ég golfara sem hafa meikað það seinustu 20 ár í sjón og þekki meira að segja tölfræði aftur tímann um alveg ótrúlegustu golfara.

En mér finnst margt vanta eins og að sýna frá helstu íþróttaviðburðum samtímas eins og Wimbelton Tennis og svo að sjálfsögðu Tour de France.

Wimdelton hefur stundum fengið tíma hjá sjónvarpinu og Tour de France fékk það einu sinni en í dag með vaxandi áhuga á hjólreiðum og að taka þátt í því að hvetja til frekari grænni byltingu í samgöngum ætti sjónvarpið að sýna frá Tour de France sem byrjar um næstu helgi eða 5. júlí.

Síðan ég byrjaði að birta "upphitun fyrir Tour de France" pistlana mína þá hef ég fengið þónokkra pósta frá fólki sem hefur viljað fá frekari upplýsingar um Frakklandshjólreiðarnar og ég hef bent þeim á nokkrar góðar síður og góða you tube hlekki með sögu keppninnar.

Annars þá er keppnin sýnd á Eurosport og verður alveg stórskemmtileg í ár. Sigurvegarinn í fyrra Alberto Contador fær ekki að taka þátt vegna þess að lið hans blandaðist í lyfjahneyskli sem hefur pínu einkennt keppnina undanfarin ár og að sama skapi var sá sem var fyrstur í fyrra rekin úr liði sínu Rabobank fyrir að geta ekki gert grein fyrir hvar hann var þegar hann átti að mæta í lyfjapróf.

cadelEn í ár er sigurstranglegasti maður keppninnar Ástralinn Cadel Evans á því að þrátt fyrir að sigurvegarinn í fyrra sé ekki með verði sigurinn ekki síður sætur en annars. Hann segir að reglur séu reglur og að vinna þessa keppni sé mesta afrek íþróttasögunnar á hverju ári. Það geti enginn íþróttamður hjólað 3500 km á 21 dag með samtals tveggja daga pásu allann tímann sigrað án þess að eiga það skilið.

Þetta er akkúrat ástæðan fyrir því að ég horfi á Tour de France. Þessi keppni er hin fullkomna áreynsla á íþróttahæfileika manna.

 

 

armstongÞað þekkja allir Lance Armstrong sem vann hana 7 ár í röð. Hann hafði aldrei unnið keppnina þegar hann greindist með krabbamein og eftir erfiða baráttu við krabbamein í eistum, lungum og heila mætti hann aftur og sigraði 7 sinnum í röð. Margir efasemdamenn sökuðu hann um lyfjamisnotkun en hugsanlega var raunin sú að reynsla hans af því að yfirstíga krabbamein var sú að sársaukaþröskuldur hans hækkaði það mikið að hann gat hjólað endalaust á háu tempói.

Í kjölfarið af sigurgöngu sinni stofnaði Lance Armstrong, Livestrong samtökin sem safna fé til rannsókna á krabbameini og er hann einn stærsti krabbameinssöfnunarsjóður heims í dag.

En aftur að Tour de France sem byrjar eftir örfáa daga þá eru þetta líkurnar í veðbönkunum í dag

 

Cadel Evans

2/11

Carlos Sastre

2/11

Alejandro Valverde

2/7

Haimar Zubeldia

1/3

Denis Menchov

5/14

Damiano Cunego

5/14

Andy Schleck

5/7

Kim Kirchen

5/6

Roman Kreuziger

5/6

Fränck Schleck

1/1

Þarna hafiði það og endilega tryggið ykkur áskrift að Stöð2 sport þar sem þið getið hofrt á Eurosport. Held að það sé hægt að fá það á símanum líka en endilega ekki missa af þessu. 

En svona aukalega þá las ég um dagin að einhver félög innan ÍSÍ ætluðu sér að stofna sjónvarpsstöð sem myndi sína frá þessum "minna ummfjölluðu íþróttum" og einbeita sér að því. Vonandi að hjólreiðar fái sess í því hjá þeim.


How do you like cycling in Iceland

TheAuthorAtHverar_smallÉg keyrði í gær frá Akureyri til Reykjavíkur. Á leiðinni sá ég þónokkra hjólreiðamenn vera á norðurleið en bara 1 á suðurleið. Allt voru þetta erlendir ferðalangar að ég tel. Það var jú aðallega hjólanördinn í mér sem ályktaði það því þeir voru ekki á þessum hefðbundnu hjólamerkjum sem við þekkjum á Íslandi og klæðnaðurinn var ekki 66, cintamani og þessi merki og jú engin þeirra var með hjálm.

Ég dáist alltaf af fólki sem kemur til Íslands til þess að hjóla hringveginn með allri þeirri umferð sem hann ber og stærð ökutækjanna á honum. Svo er náttúrulega allra veðra von og vegirnir oft ekki breiðir og stundum ekkert nema möl og ryk.

En þegar ég fer og gúggla fólk sem hefur komið og hjólað á Íslandi þá hafa allir sömu söguna að segja. Þetta var alltaf frábært ævintýri og allir fóru yfirsig glaðir heim og geta sagt frá snjókomu á möðrudalsörævum í júní og 20 metrum á sekúndu mótvind á holtavörðuheiði og svo af öllum þessum vinalegu bæjum og vinalegu fólki sem það hitti á leiðinni. Maður heyrir alltaf hvað Íslendingar séu lokaðir en hjólreiðamenn hrósa Íslendingum í hástert.

Það var virkilega gaman að taka púlsinn aðeins á þessu og kynna sér svona eftirá "how do you like Iceland" og komast að því hvað við erum gestrisið fólk hérna á klakanum og að þessir gestir koma ekki til íslands í von um 25°logn og heiðskýrt allan tímann heldur vilja þeir fá eitthvað til að segja frá þegar heim kemur og líta á Ísland sem landið þar sem allt getur gerst.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband