Fyrir ekki löngu síðan, í upphafi júní hafi gengið verið að falla duglega og olían að hækka jafn duglega og þegar gengið stóð í stað einn daginn og olían lækkaði var þessi sami maður spurður af hverju bensínið lækkaði ekki í dag og þá svaraði hann svo glæsilega "Verðið hérna á íslandi stjórnast miklu meira af genginu en verðinu úti þessvegna er þetta ekki tilefni til lækkunar" og viti menn. Samt varð það tilefni til hækkunar í dag.
Ég veit að ég hef aðeins hamrað á þessu hérna á blogginu en við verðum að hætta að versla benslín og olíu eftir fremsta magni, nota strætó og auðvitað er best að draga fram reiðhjólin.
Ég tók rúnt um daginn í allar reiðhjólaverslanir í Reykjavík og komst að því að fyrir fyrir um 2272 km af bensíni miðað við verðið akkúrat í dag fær maður ekki bara skítsæmilegt heldur gott hjól. Ekki nóg með að maður fái hjól og fari og stuðli að bættri heilsu, betra umhverfi og fái ómældar ánægjustundir - Maður fær tækifæri til þess að hætta að skæla yfir bensínverðinu og jafnvel brosa útí annað þegar það hækkar og hugsa hvað maður er að spara.
Eldsneytisverð hækkar á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | 1.7.2008 | 12:00 (breytt kl. 12:01) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kristján Möller í fréttablaðinu í dag
Það væri æskilegt að fjölga forgangsakreinum fyrir strætisvagna í borginni og kemur til greina að ríkið veiti aukinn stuðning til þess, segir Kristján Möller samgönguráðherra í Fréttablaðinu í dag.
Hjólastígar meðfram stofnbrautum í skoðun
Einnig kom þar fram að í nýjum lögum sé heimild til að leggja hjólreiðastíga meðfram stofnbrautum og þjóðvegum og að það sé í skoðun.
Fyrir mig sem hjólreiðamann og áhugamann um bættar samgöngur hjólreiðamanna gladdist ég náttúrulega við þennan lestur þó ég viti hvað "í skoðun" þýðir. Það hefur ekki jafn gleðjandi áhrif á mig og Kristján hefði kannski vonað en að það sé í skoðun er þó skárra en gamla svarið "reiðhjólastígar eru á ábyrgð sveitafélagana þó vegagerðin eigi vegina"
En aftur að hvað ég gladdist mikið því með fjölgun forgangsakreina ætti hagur okkar hjólreiðafólks jú að batna með stóru götunum því Gísli Marteinn kallaði þetta jú Forgangsakrein fyrir Strætó og hjólreiðar.
Þar fór gleðin fyrir lítið
En svo skyndilega í sæluvímu minni við lestur greinarinnar sagði hæstvirtur Samgönguráðherra að jafnvel verði líka bílar þar.. Já bílar og þeir þurfa bara að uppfylla þau litli skilyrði að það þurfi að vera 2 í bílunum eða fleiri. Þar með höfum við hjólreiðamenn ekkert að gera þarna á þessar forgangsakreinar með stanslausri umferð.
Fáum farþegalágmark á aðrar akreinar
Gáfulegra væri að taka 1 til 2 akreinar á þessum stóru götum og setja lágmarsfjölda farþega á þær heldur en að taka forgangsakreinar undir þær. Það var frétt í einhverju blaðinu að í útlandinu væru menn með uppblásnar brúður og uppáklædda hunda til þess að blekkja lögguna í svona farþegakvóta.
Ég ætti kannski að fara að fordæmi Gunnars Birgissonar og bjóða Kristjáni í hjólatúr um götur og stíga borgarinnar og athuga hvort hann mæti jafn skjótt og í Kópavoginn. Því það er spurning hvort að Kristján Möller hafi einhverja hugmynd hvað það er að hjóla eða hvort hann hafi á annað borð hjólað því hann hefur samkvæmt greininni engan skilning á hjólreiðum sem samgöngutæki. Og ætli það endurspeglist ekki best í því að hann vill fjölga GÖNGUbrúm yfir götur. Það ætti kannski einhver að segja Kristjáni Möller að gangandi umferð og hjólreiðar til samgangna eiga enga samleið.
Stjórnmál og samfélag | 30.6.2008 | 15:45 (breytt kl. 15:45) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Það skiptir ekki máli hversu mörg tækifæri vegagerðin og sveitafélögin fá til þess að bæta úr hjólastíg sem næði Hafnarfjörður - Garðabær - Kópavogur - Reykjavík þá kemur allt fyrir ekki.
Þessa leið, í hvora áttina sem er, í hluta eða heild eru þúsundir sem myndu glaðir vilja notað hjólið til að komast eftir. Sumir daglega, aðrir oft og sumir bara einu sinni. Það skiptir í raun ekki máli því það er ekki hægt að ferðast frá Hafnarfirði til Reykjavíkur og öfugt á reiðhjóli nema feta einhverja "rollustíga" eða leggja sig í stórkostlega hættu á þessum stofnbrautum sem þar liggja í milli.
Alltaf verið að bæta við mislægum gatnamótum og aldrei hugað að neinni stígagerð.
Það sama gildir með Reykjanesbrautina alveg að fína Millilandsflugvellinum okkar að þar eru búnar alveg ótrúlega miklar framkvæmdir og engin merki um að hægt sé að gera hjólreiðastíg eða auka öryggi hjólreiðamanna án mikils kostnaðar. Það er jú öxl á veginum en hún er svo grófmalbikuð að ef maður hjólar þar kemur maður vel hristur heim nema vera á vel dempuðu fjallahjóli.
Það sorglega við Reykjanesbrautina er að ekki er langt síðan sú "frábæra" hugmynd kom fram að hreinlega loka henni fyrir reiðhjólaumferð. Nú vissi ég aldrei hvort það var til að vernda hjólreiðamenn eða svo bílstjórar yrðu ekki fyrir truflunum við að keyra leiðina. Þrátt fyrir það veit ég um fólk sem hjólar Reykjanesbrautina til vinnu í t.d. Álverið í Straumsvík og svo allir ferðamennirnir sem koma fljúgandi með hjólin sín.
Í nýrri útfærslu af samgöngumálum sem kynnt var í seinustu viku var lögð áhersla á að arðsemi skyldi reikna af öllum framkvæmdum og því miður verður seint hægt að fá út skikkanlega arðsemi á gerð hjólastígs að Flugstöð Leifs frá Hafnarfirði ef breyta þarf fjölda glænýrra mislægra gatnamóta á leiðinni en auðvitað hefði þetta ekki verið nærri því jafn dýrt ef gert hefði verið ráð fyrir grænni umferð jafnhliða bílaumferð.
Þetta er kannski bara enn eitt dæmið um litla fyrirhyggju ríkisstjórnar í samgöngumálum. Það er engin nýlunda að bensín myndi hækka og hefur verið vitað lengi en samt hefur öll áhersla verið lögð á bílinn sem framtíðarfaratæki Íslendinga.
Umferðartafir á Hafnarfjarðarvegi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 30.6.2008 | 12:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þegar ég og fleiri hjólum á götunni er ekki óalgengt að ökumenn bifreiða flauti á okkur og bendi á gangstéttina við hliðina.
Það er kannski ekki skrýtið því allir eru jú að flýta sér og hjólreiðamaður fer óneitanlega aðeins hægar en bílinn. En samt finnst mér ökumenn vera hægt og róglega að venjast reiðhjólum í umferðinni. Tillitssemin er meiri í sumar en hún var í fyrrasumar. Það gæti verið útskýrt með því að fleiri eru jú farnir að hjóla og maður hugar að sínum auk þess sem margir sem dást að fólki sem virðist fara allra sinna ferða á hjóli í þessu fína bensínævintýri sem er skollið á í heiminum.
Það er samt þannig að hjólreiðamenn eru ekki að hjóla mikið á Miklubraut, Sæbraut, Reykjanesbraut og Reykjavíkurveg á háannatímum þar sem það er hreinlega hættulegt. Því þegar umferðin verður mikil verður hjólreiðamaðurinn ósýnilegri. En það er mikið hjólað á minni götum og hægfarnari og segja má að þumalputtareglan er sú að það er hægt að hjóla á götu sem er í mesta lagi með 50km hámarkshraða og ekki með bíl ofan í bíl allan daginn.
Núna stendur aftur á móti til að kynna fyrir Reykjavískum ökumönnum að hjólreiðamenn eigi rétt á því að vera á götunum líka með því að setja svokallaða hjólavísa á göturnar. Það eru hvítar merkingar með mynd af hjóli og í hvaða átt má fara á hjólinu eftir tiltekinni götu. Þetta er mikil samgöngubót að því leiti að þarna er komin áberandi viðurkenning á því að hjóla megi á götunni.
Að sama skapi gæti þetta valdið vandræðum því ökumenn gætu farið að líta þannig á að hjólreiðamenn megi einungis vera á götum sem búið er að setja hjólavísa á. Þannig er þetta allavega á göngu/hjólastígakerfi borgarinnar að ef að tveir hjólreiðamenn hjóla hlið við hlið fá þeir ófá kommentin að búið sé að úthluta einum þriðja stígsins fyrir þá og þar skuli þeir halda sig.
En engu að síður verður spennandi að sjá hvað kemur útúr þessu og hvernig viðtökur hjólreiðamenn muni fá á götunni eftir að merkingar koma. Mun þetta auka þolinmæði ökumanna gagnvart hjólreiðamönnum eða mun þetta fara í taugarnar á þeim því klárlega mun stóraukast umferð hjólreiða á götunni þegar viðurkenningin er svona skýr á tilverurétti hjólreiðamannsins í umferðinni.
Samgöngur | 29.6.2008 | 16:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Strætó er í fyrsta lagi of dýr til þess að fólk sem þurfi að borga í hann geti notað hann.
Ef að kostnaður við það að komast niður í bæ og heim aftur er 560 kr. á fullorðin og 200 kr á barn
þannig að vísitölufjölskyldan fer saman niður í bæ og heim 2 fullorðnir og 2 börn.
kostnaður 1520 kr. Strætó á að vera þannig að þó þú eigir bíl þá er hagkvæmara að taka strætó heldur en að eyða bensíni í aksturinn. Á Akureyri hefur ókeypis strætó gefist vel og mikil aukning í notkun hans.
Það eina sem kunningi minn sagði að væri að því að ókeypis væri í strætó er að þú missir ákveðin kvörtunarrétt. Hann er ekki alveg sáttur við leiðarkerfið á Akureyri en finnst hann varla hafa skoðanarétt á því þar sem hann er ekki að borga fyrir strætó.
Ég vil sjá Ókeypis strætó í Reykjavík og hjólagrindur framan á strætó. Einnig vil ég sjá hjólastæði eða standa við hvert einasta strætóskýli þannig að hægt sé að leggja hjólunum sínum við strætóskýli og skreppa lítillega með strætó.
En ef að venjuleg fjölskylda myndi nota strætó 2x á dag og notast við gjaldskrá Strætó þá væri kostnaðurinn yfir 30.000 á mánuði. Það er ekki samkeppnishæft við bílinn.
Til þess að auka veg almennings samgangna þarf að gera bílnum erfiðara fyrir, mjókka götur, lækka hraða, takmarka bílastæði og hækka skatta á bensíni. Og svo þarf að gera ódýrt eða ókeypis í strætó og auka vægi hjólreiða og stórbæta aðstæður fyrir reiðhjólin á götum borgarinnar.
Og í staðin fáum við minni mengun, minna svifryk, minni háfaða, minna stress og þar með betri borg.
Strætó fækkar vögnunum um 32 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | 29.6.2008 | 12:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Það var ánægjulegt að sjá heila opnu tileinkaða umræðu um samgöngumál hjólreiðamanna í Reykjavík í dag. Ég hvet náttúrulega alla til að lesa hana enda margt sem kemur þarna fram.
Rætt er við Þá Pétur Þór hjá Fjallahjólaklúbbnum og Magnús Bergsson hjá Landssamtökum hjólreiðamanna. Inntak greinarinnar er í raun að fólk eigi að hjóla götunum ekki á gangstígum. Það er nefnilega hárrétt en til þess að hjóla á götunni þarf maður að kunna nokkur grunnatriði.
Flestir sem ég sé hjóla á götunni hjóla alveg úti í kanti hægra megin og bílar þjóta hjá og taka oft lítið tillit til þeirra. Ökumenn setja öryggið alfarið í hendur hjólreiðamannsins og taka því lítið tillit til hans og treysta á að hann hjóli beint og ekkert muni koma uppá.
Óöryggi bílstjóra er mikilvægt
Málið er samt það að til að tryggja eigin öryggi þarf að vekja upp óöryggi hjá bílstjóranum og sjá til þess að hann taki tillit til þín. Það fyrsta sem maður þarf að gera er að vera sýnilegur. Sýnilegur hjólreiðamaður er í mun betri málum. Hjólreiðamaður er ekki sýnilegur úti í kanti í mikilli umferð.
Tilraun Bohmte í þýskalandi
Besta dæmið um að vekja upp óöryggi er náttúrulega tilraun sem Bæjaryfirvöld í Bohmte í Þýskalandi gerðu fyrir um ári síðan. Þeir tóku eina 300 metra götu þar sem 47 slys höfðu orðið á einu ári og tóku burtu alla gangstíga, sebrabrautir, hjólastíga og umferðarmerkingar og eftir varð bara gata með varúð til hægri reglu fyrir alla. Tilgangurinn var að vekja upp óöryggi umferðarinnar og gera fólk eftirtektarsamt og meðvitað um umferð í kringum sig. Þessi tilraun er búin að heppnast frábærlega og slysum fækkað mjög. Enda eiga allir sama rétt á malbikinu þar sem hjólandi, gangandi og keyrandi umferð er blandað í einn graut.
Að taka ríkjandi stöðu á veginum
En þegar verið er að hjóla á götu þarf að passa eftirfarandi. Ef hjólað er á götu þar sem bílar leggja í kantinum eins og t.d. Hverfisgötu þarf að passa að hjóla aldrei í línunni þar sem hurðir geta opnast útá götuna. Einnig er mikilvægt að þegar þú ætlar að beygja til hægri eða vinstri að taka fyrst ríkjandi stöðu á veginum. Það er gert þannig að þú ferð útá miðja akreinina þannig að umferð fyrir aftan þig þurfi að stoppa fyrir aftan þig og geri ekki keyrt samhliða þér í beygjunni. Algengustu slysin verða yfirleitt í hægri beygju þegar bíll þrengir að hjólreiðamanni með því að keyra samhliða honum í beygjunni.
Gísli Marteinn hjólar á miðri akreininni í Frakklandi
Í opnunni í fréttablaðinu í dag er talað við Gísla Martein um þessi mál og svo skemmtilega vildi til að hann er í sumarfríi í Frakklandi og að hjóla með fjölskylduna. Hann útskýrði fyrir blaðamanni að þar hjólaði hann á miðri akreininni sinni og börnin hans hægra megin við hann. Hann sagði að hann hagaði sér eins og bíll í umferðinni og þannig væri hann öruggur.
Þetta er akkúrat málið. Til þess að hjólreiðamaður sé öruggur þarf hann að haga sér eins og bíll og hjóla eftir reglum umferðarinnar.
Lífstíll | 28.6.2008 | 21:06 (breytt kl. 21:07) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er fólk þarna í þeim tilgangi einum að hlýða á tónlistina sem þessum frábæru tónlistarmönnum eða til þess að standa við bakið á málstaðnum.
Hver sem ástæðan er fyrir mætingu þá hefði fólk átt að sýna viljan í verki og koma á grænum fararkosti.
Það hefði náttúrulega átt að fjölga strætóferðum, koma upp alvöru hjólastæðum og loka dalnum fyrir bílaumferð. Allavega takmarka hana vel.
En til þess að það hefði gengið hefðu þeir sem skipulögðu tónleikana þurft að undirbúa vel að taka við öllu þessu hjólreiðafólki og þessvegna taka aðra akreinina í hvora átt á suðurlandsbrautinni og sæbraut og loka tímabundið annarri umferð en hjólandi og hafa tónleikanna enn táknrænni fyrir náttúruvernd og gefa fréttasnápum fleira gott að tala um.
Og að sjálfsögðu er hræksni að mæta á 20 lítrar+ á hundraðið jeppanum sínum á svona tónleika.
Fjölmenni í Laugardalnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | 28.6.2008 | 18:14 (breytt kl. 18:16) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fyrir flest okkur er þannig að ef við veikjumst alvarlega eða slösumst þá hringjum við bara í 112 eftir sjúkrabíl eða látum einhvern skutla okkur á sjúkrahús. En þetta er ekki svona auðvelt allsstaðar og oft mun alvarlegra ástand ef eitthvað kemur uppá því það getur verið langt á sjúkrastofnanir og ekki miklar líkur á því að einhver sem fólk þekkir eigi bíl eða þá að það sé almennt einhver sjúkrabíll til á svæðinu.
Þessar aðstæður eru ekki óalgengar í Namibíu þar sem heilbrigðisþjónusta er af skornum skammti þrátt fyrir brýna þörf eins og í mörgum Afríkulöndum.
Í nýlegri úttekt á tengingu milli heilsugæslu og samgangna hefur komið í ljós að fólk á erfitt með að komast til læknis þegar eitthvað bjátar á eða að komast í áður pantaða tíma á sjúkrastofnunum vegna skorts á samgöngum. Og þegar neyðin er mest þarf það oft að eyða meirihluta tekna sinna sem verða sjaldan meira en 500 krónur á mánuði í sjúkraflutninga eða almenningssamgöngur til að komast á staðinn. Þetta gerir að það verður oft lítið eftir til þess að eiga fyrir mat.
Til að sporna við kostnaði og auka möguleika fólks á að komast á sjúkrastofnanir hófu samtökin BEN Namibia (Bicycle Emergency Network Namibia) að framleiða reiðhjól til sjúkraflutninga. En sjúkrahjólin eru í raun börur á hjólum sem hægt er að festa við venjuleg reiðhjól svo hægt sé að koma veiku fólki og óléttum konum undir læknishendur.
Í löndum í Afríku sem tekið hafa upp sjúkraflutninga reiðhjól hefur mátt mæla lægri dánartíðni bæði nýbura og mæðra við fæðingar.
BEN Namibia eru þegar komnir með 54 reiðhjól til sjúkraflutninga og stefnan er að halda framleiðslunni áfram í verksmiðju þeirra í Windhoek, höfuðborg Namibiu. Hjólunum er dreift til góðgerðarsamtaka sem taka við hjólunum og þjálfa upp sjálfboðaliða í sjúkraflutningana.
Reiðhjólin eru samt ekki hugsuð til þess að leysa af sjúkrabíla heldur einungis til þess að brúa það bil sem er til staðar sökum þess að fáir sjúkrabílar eru til í landinu og oft símalaust og erfitt að kalla til aðstoð ef hana vantar. Því er stefnan að sjúkraflutningahjólin verði til víðsvegar um landið og því alltaf stutt í næsta hjól þegar á þarf að halda.
Ekkert bendir til þess að sjúkrabílum muni fjölga og því mun sjúkraflutningareiðhjólið eiga stórann sess í sjúkraflutningum næstu árin.
Hægt er að fræðast meira um sjúkraflutningahjólin á http://benbikes.org.za/namibia/
Samgöngur | 28.6.2008 | 17:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stjórnendur í hinu ofurríka Dubai hafa tekið ákvörðun um að auka vægi hjólreiða í furstadæminu eftir að niðurstaða rannsóknar sem gerð var á notkun hjólreiða í landinu leiddi í ljós margvísilega kosti fyrir samfélagið.
Ég stiklaði á stóru í rannsókninni það sem eftirtaldir kostir voru lofaðir.
- Tekjulægri íbúar furstadæmisins nota aðallega reiðhjól til samgangna og af 100.000 reiðhjóla í furstadæminu þá eru 80% þeirra notuð til reglulegra samgangna.
- Að efnaðir íbúar Dubai nota hjólreiðar sífellt meira sér til dægrastyttingar
- Að draga mætti úr notkun heilbrigðiskerfisins með auknum hjólreiðum og að arðsemi allra framkvæmda til bættra hjólreiðasamgangna mætti réttlæta með bættri heilsu einni saman.
- Að stórlega myndi draga úr loftmengun og þar með myndi heilsa manna einnig batna.
- Losna myndi um umferðarhnúta og þörf á auknum götum og bifreiðamannvirkjum myndi hverfa.
Í kjölfarið af þessu var ákveðið að hjólreiðar fengu hluta af götum borgarinnar fyrir sig og gerðir yrðu sér hjólreiðastígar. Hjólagrindum, hjólastæðum og hjólaskýlium yrði stórfjölgað í furstadæminu. Sérstök áhersla yrði lögð á að hafa nóg af hjólastæðum við strætóstöðvar og lestarstöðvar svo fólk gæti blandað saman hjólreiðum og almenningssamgöngum.
Þetta var tilkynnt fyrir örfáum dögum og þeir ætla að klára alla skipulagsvinnu á 2 mánuðum og svo hefst mikil aðlögun alls furstadæmisins þar sem byrjað er á stæðum, skýlum og breytingum á merkingu gatna. Og svo mun í kjölfarið verkið vera klárað.
Breyting verður gerð á reglum varðandi bænahús, verslunarmiðstöðvar og viðskiptakjarna þar af hverjum 25 bílastæðum þurfi jafngildi eins bílastæðis að vera fyrir reiðhjól með góðri aðstöðu fyrir hjólin.
Ekki er bensínið dýrt í Dubai og því eru aðrar hvatir á bak við þetta frábæra framtak þeirra eins og arðsemi hjólreiðastíganna tengd heilsu og loftmengun og sparnaði pláss fyrir ný umferðarmannvirki.
Stjórnmál og samfélag | 27.6.2008 | 17:33 (breytt kl. 17:36) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þessir tónleikar eru frábærir fyrir Ísland og boðskapur þeirra enn betri.
Ef úr rætist og tugir þúsunda mæta á svæðið er þá ekki örugglega búið gera ráð fyrir að maður geti komið á náttúrulegum ferðakosti s.s. gangandi eða hjólandi.
Gaman væri að sjá alla koma þarna á reiðhjólinu og enn skemmtilegra væri ef búið væri að gera ráð fyrir geymslu fyrir þau því erfitt er að stafla hundruðum eða þúsundum reiðhjóla á einn stað ef bílar eru búnir að taka upp öll bílastæði.
Er ekki málið að takamarka bílastæði og gera ráð fyrir ca 25 reiðhjólum á hverju bílastæði og undirstrika þar með boðskap hreinnar náttúru.
En til að hægt sé að leggja 25 hjólum á 1 stæði þarf að setja upp girðingar og eitthvað sem fólk getur hallað hjólunum upp að og jafnvel læst þeim við.
Mætum öll gangandi eða hjólandi og sínum viljan í verki !!!....
Náttúra í beinni útsendingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 27.6.2008 | 15:16 (breytt kl. 18:16) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
47 keppendur mættu og tóku vel á þegar þeir hjóluðu eftir þurrum og stígum og malarvegum annaðhvort 12 eða 24 kílómetra.
Keppninni var skipt í A og B flokk en A flokkur sem hugsaður er fyrir reyndari keppnismenn og svo B flokkur sem hjólaði helmingi styttri vegalengd.
Árni Már sigraði nokkuð örugglega á 24 km leið A flokks karla á 55:41 og var eini keppandinn sem hjólaði á undir klukkustund en næstur kom Hákon Hrafn Sigurðsson á 1:00:21. En keppnin um annað sætið var þrælspennandi þar sem einungis munaði 1 mínútu á öðru og fimmta sæti.
Bryndís Þorsteinsdóttir hélt áfram sigurgöngu sinni í kvennaflokki og hjólaði hringinn á frábærum tíma eða 37:49. En kvennaflokkur hjólaði 12 km.
Í B flokk karla sigraði svo Kjartan Þór Þorbjörnsson á 34:12 og í öðru sæti varð Fjölnir Björgvinsson á 35:28 og þriðji var Hinrik Jóhannsson. Í B flokk voru hjólaðir 12 km og frábært að sjá hversu margir mættu í B flokkinn og þarna er sá flokkur sem gaman væri að sjá stækka hratt og sjá keppnismönnum í hjólreiðum fjölga á Íslandi.
Gaman var að sjá að í unglingahópum var fín mæting og í flokki 11 - 12 ára sigraði Þórhildur Vala Kjartansdóttir í hnátuflokk og Emil Tumi Víglundsson í hnokkaflokki. Síðan sigraði Stígur Zoega sveina flokkinn og Jakob Ýmir Piltaflokk.
Það er frábært að hversu margir komu til keppni og vil ég óska Hjólreiðafélagi Reykjavíkur og Skógræktarfélagi Reykjavíkur til hamingju með þetta frábæra mót.
Myndir, frekari úrslit og fleira um keppnina er að finna á heimasíðu Hjólreiðafélags Reykjavíkur http://www.hfr.is/
Myndirnar tók Albert Jakobsson
Íþróttir | 27.6.2008 | 12:41 (breytt kl. 12:44) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Því miður hefur það loðað við vegagerðina og samgönguyfirvöld hingað til að þau hugsa seint og ílla um aðra umferð en akandi. Það eru helst sveitafélögin sem hafa verið að sýna öðrum samgöngumátum einhverja athygli en samt ekki næga.
En ef að arðsemi verði tekin inní allar framkvæmdir hér eftir þá er á hreinu að mest arðsemi kemur úr því að taka mið af framtíðarumferð og hún er ekki bensíndrifin eins og mál eru að þróast í dag.
Ef við tökum mið af því að Robert Hirsch mikils metinn álitsgjafi Bandarísku ríkisstjórnarinnar telur að olían fari í $500 dollara á næstu 3 - 5 árum þá mun bílaumferð klárlega minnka og almenningssamgöngur fá aukið vægi. (sjá nánar á Orkublogginu hér á mbl)
Miðað við fréttir í fyrradag um að aukning sé á sölu á hjólum og mikil aukning á því að fólk sé að láta hressa uppá hjólin sín til að nota þau sem samgöngumáta þá stefnir í mikla hjólreiðabyltingu á Íslandi jafnt að sumri sem að vetri.
Hugmyndir eins og yfirbyggður hjólreiðastokkur meðfram miklubraut og stærri stofnæðum borgarinnar ásamt alvöru hjólaleiðum munu klárlega skila betri arðsemi heldur en breikkun gatna og fjölgun mislægra gatnamóta ef við tökum mið af því að Norðmenn hafa reiknað það út að það spari ríkinu hálfa milljón íslenskra á ári að fólk taki sér reiðhjól í stað bíls að staðaldri.
Ég vona innilega að hjólreiðar fái vægi í þessu nýja fyrirkomulagi og Íslenska ríkið fari að sérmennta verkfræðinga sína í hjólreiðasamgöngum og skella þeim á nokkur námskeið í Noregi þar sem aðstæður eru oft þær sömu og hér á Íslandi.
Kannaðir verði möguleikar á breyttri stofnanaskipan samgöngumála | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | 26.6.2008 | 19:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég sá á einum af spjallsíðum landsins að hin frækna reiðhjólabúð Markið er ekki að klikka á að svala forvitni okkar hjólreiðamanna og eru búnir að flytja inn fyrsta Fixed gear götuhjól landsins og það er hjól sem vert er að fara að líta á.
Þetta hjól heitir Surly Steamroller fixed og er með svokölluðum Fixed Gear.
En Fixed gear virkar þannig að á meðan afturhjólið snýst snúast petalarnir hvort sem farið er afturábak eða áfram. Alveg eins og á spinning hjóli sem dæmi. Þetta hefur sína kosti og galla.
Kostirnir eru að maður kemst ekkert upp með að hætta að hjóla og láta sig renna.
Hjólreiðamaðurinn er alltaf í áreynslu og þjálfar upp frábæra petalatækni og flestir bestu hjólreiðagarpar heims hafa notast við svona hjól til þess að þróa sveifarsnúningstæknina hjá sér.
Þeim mun hraðar sem þú ferð þeim mun hraðar snúast sveifarnar (petalarnir)
Gallarnir eru aftur á móti að svona hjól hentar aðallega fyrir jafnslétt svæði og erfitt að fara upp brekkur þar sem þetta er bara eins gíra en samt góð áskorun.
Vandamálið kemur yfirleitt þegar þú ferð niður brekku. Gefum okkur að þú sért að fara niður vel bratta brekku þá er ekki ólíklegt að sveifarsnúningurinn fari uppúr öllu valdi og dæmi eru um að menn hafi fótbrotnað þegar þeir verða hræddir og skella sér úr petölunum.
En líklega er aðalvandamálið að þessi hjól eru ekki búin hefðbundnum bremsum, nema þá kannski handbremsu og þú þarft að nota fótaafl til þess að hægja á petölunum. Eins og sjá má á hjólinu á myndinni þá er ekki einu sinni festing fyrir afturbremsu á því.
Í myndbandinu hérna að neðan má sjá einn ofurhuga á svona hálfbremsulausu hjóli leika sér í umferðinni í New York. Þetta er eitt af adrenalín sportum nútímans og menn stunda þetta grimmt.
BMX og Fixed gear
En svona Fixed gear er reyndar algengt í BMX og hjólapark sporti þar sem menn eru að stökkva og leika sér á pöllum og gera listir. Enda tilvalið þar sem hægt er að hjóla bæði áfram og afturábak og hjólið rennur aldrei nema þú leyfir því það.
Íþróttir | 26.6.2008 | 18:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hjólreiðakeppni í Heiðmörk og ferð Fjallahjólaklúbbsins um vesturland
Heiðmerkuráskorunin á Fjallahjólum 26. júní, klukkan 20
Í kvöld fer fram Heiðmerkuráskorunin á fjallahjólum. Keppnin er haldin í samvinnu Hjólreiðafélags Reykjavíkur og Skógræktarfélags Reykjavíkur. Þetta er stórskemmtileg keppni sem fer fram á möl og stígum heiðmarkar. Keppnin er bæði skemmtileg að keppa í og að horfa á.
Það sem gerir þessa keppni áhugaverða fyrir alla er að það er að það er sér flokkur fyrir þá sem eru að hefja keppni á hjólreiðum eða langar bara til að prófa. Hringurinn sem byrjendur hjóla er 12 km og er tilvalinn fyrir þá sem langar að stíga sín fyrstu skref í keppni. Svo hjóla reyndari keppnismenn 24 km eða 2 hringi af sömu leið. Sérstakir Unglingaflokkar eru einnig og að sjálfsögðu er öllum flokkum skipt eftir kyni.
Ennþá er hægt að skrá sig til þáttöku þó það sé reyndar bara á staðnum og ef maður vill ekki keppa þá er tilvalið að fara á staðinn og sjá svona keppni í aksjón.
Allar upplýsingar um leiðina á staðinn og keppnina sjálfa er að finna á heimasíðu Hjólreiðafélags Reykjavíkur www.hfr.is og svo veitir keppnisstjórinn Þorsteinn upplýsingar í síma 869 2454
Íslenski Fjallahjólaklúbburinn í hjólreiðaferð um Vesturland 27. til 29 júní.
Íslenski Fjallahjólaklúbburinn ætlar að hittast við N1 á Ártúnshöfða klukkan 19 á föstudagskvöld og bruna vestur í land eða á Hálsaból í Grundarfirði. Þar verða settar upp tjaldbúðir og svo verður hjólaðar miðnæturhjólreiðar um Snæfellsnes.
Þetta er ferð sem er kjörið að skella sér í og hvort sem þið ætlið að fara eða viljið fræðast um svona ferðir, ferðatilhögun og hvað þarf til að komast í svona ferð þá er opið hús í Klúbbhúsi Fjallahjólaklúbbsins í kvöld fimmtudag frá 20 - 21:30 þar sem Fjölnir, einn af sérfræðingum klúbbisins mun fara yfir ferðaáætlun, flutning á hjólum og fleira. Hægt er að fá frekari upplýsingar á heimasíðu Fjallahjólaklúbbsins www.ifhk.is hjá Fjölni í síma 840-3399
Dægurmál | 26.6.2008 | 15:50 (breytt kl. 18:08) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Já það gleymdist að gera ráð fyrir hjólreiðamönnum..
Það vill náttúrulega svo óheppilega til að íslendingar eru að draga úr akstri vegna hækkandi eldsneytisverðs. En samt kjörið að fjölga akreinum á Miklubrautinni.
En hvar eigum við reiðhjólamenn að vera? okkur er jú að fjölga... hmm, við megum nefnilega ekki hjóla á sérakreinum strætó. Sem þýðir að ef við ætlum að hjóla á götunni verðum við að vera á milli strætó og bílaumferðarinnar á miklubrautinni.. Strætó hægramegin við mig og almennilegur Byko trukkur hinu megin - frekar þægileg tilfinning það.
En jú auðvitað er nóg pláss þarna við hliðina sérakreininni þar sem hægt er að aðskilja gangandi og hjólandi umferð. Við hjólreiðamenn erum jú bara gestir á gangstéttum og gangandi vegfarendur eru í fullum rétti og við eigum samkvæmt öllu eiginlega að vera á götunni. En sér hjólastígur aðskilin frá göngustíg væri fínn kostur þarna En nei... allt kom fyrir ekki því það er verið að moka þennan fína hljóðgarð yfir allt plássið þannig að ég enda dauður milli strætó og vörubíls einhverntímann á miklubrautinni. Og ef ég myndi sýna gangandi umferð sömu tillitssemi og margir bílstjórar sýna mér þá ég strauja óvart einhvern saklausan gangandi vegfaranda því þá myndi ég ekki nenna að þvælast á 10km hraða á gangstíg á meðan ég get hjólað á 30+ leikandi. En þar sem ég er drengur góður og tek tillit til gangandi umferðar þá lengist ferðatíminn minn þónokkuð fyrir vikið en hefði ekki þurft að gera það væri sér hjólastígur meðfram götunni.
Svona er nú dæmið í sinni einföldustu mynd og því miður er þetta það sem okkur hjólreiðamönnum býðst í dag og þetta er auðvelt og ódýrt að leysa. Það þarf t.d. ekki 2ja metra jarðvegsskipti til að gera sér hjólastíg..... .
endilega sýnum samstöðu og gerum eitthvað til að ná eyrum Borgarstjórnarinnar
Akrein lokað tímabundið á Miklubraut | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | 26.6.2008 | 12:33 (breytt kl. 13:06) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fyrir um ári síðan hóf Trek framleiðslu á nýju hjóli - Trek Lime
Og þetta hjól hefur heldur betur slegið í gegn hjá fræga fólkinu þarna úti. Það er samt ekki dýrt, það er ekki með fullt af gírum ekki með dempurum og það er ekki með neinu aukadóti á. Það eru ekki einu sinni handbremsur á því. Það eina sem það hefur er að það er hægt að velja um liti á því, svona Ipod liti og það er með gamaldags fótbremsu en það er að vísu með 3ja gíra rafdrifinni sjálfskiptingu. Já það er með þriggja gíra sjálfskiptingu og svo er hægt að lyfta upp hnakknum og þá er lítið hólf undir honum fyrir smáhluti.
Trek Lime og litirnir sem hægt er að fá á því
En að mörgu leiti má segja að þetta sé það sem koma skal því einfaldleikinn er að ryðja sér til rúms aftur í hjólreiðum og margir eru farnir að kaupa sér aftur eins gíra hjól og sem dæmi þá þykir mjög fínt á Íslandi að eiga Kristjaníu hjól sem eru yfirleitt gíralaus og svo fara svona hjól betur við jakkafötin og dragtirnar en fjalla eða götuhjól. En aðalkosturinn er að það þarf bara að setjast á það og hjóla.
Trek Lime er orðið svo vinsælt úti að fræga fólkið talar um hjólin sín í viðtölum og Tom Hanks kallar þetta hjól framtíðarinnar, Cameron Diaz sést iðulega á Lime hjólinu sínu og Ellen Degeneres eða Ellen eins og við þekkjum hana gaf öllum gestunum í sjónvarpssal hjá sér svona hjól.
En þetta er samt ekki eina hjólið með sömu eiginleika því Giant Suade er að keppa á sama markaði og er samkvæmt mörgum áhugamönnum á netinu með skemmtilegra hjól enda búið öllum búnaði sem það hefur á myndinni hér að neðan eins og skermum og tösku en því vantar þennan Ipod fíling sem Trek Lime virðist hafa sem höfðar til fræga fólksins.
Giant Suade
Lífstíll | 26.6.2008 | 02:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Núna þegar fyrstu liðin eru farin að birta liðsskipan fyrir Tour de France er ekki úr vegi að líta á heimslistann sem ÚCI (Alþjóða hjólreiðasambandið) gaf út 22. júní síðastliðin.
Liðin sem hafa tilkynnt liðin sín eru CSC Saxo bank og Rabobank.
Það eru oft um 30 manns í hverju liði en einungis 9 valdir úr hverju liði til þess að keppa í Tour de France sem byrjar þann 5. júlí næstkomandi þannig að það ríkir mikil spenna meðal hjólreiðamannanna hvort þeir komist í liðin eða ekki.
Það sem vekur mesta athygli við listann er að Spánverjinn Alberto Contador er einungis í 8. sæti en hann bæði sigraði Tour de France í fyrra og Ítalíuhjólreiðarnar í sumar.
En hérna eru 100 stigahæstu hjólreiðamennirnir þessa vikuna:
Athugið að hægt er að smella á keppendur og sum lið og birtast þá upplýsingar um viðkomandi af heimasíðu Eurosport.
Sæti | Nafn | Land | Lið | Stig |
1 | ITA | 104.00 | ||
2 | ALL | AST | 96.00 | |
3 | RTC | 94.00 | ||
4 | AUS | SIL | 85.00 | |
5 | ESP | GCE | 83.00 | |
6 | ALL | THR | 62.00 | |
7 | ESP | 60.00 | ||
8 | ESP | AST | 58.00 | |
9 | HOL | 54.00 | ||
10 | BEL | 50.00 | ||
11 | ESP | 47.00 | ||
12 | ESP | GCE | 45.00 | |
13 | ESP | 45.00 | ||
14 | LUX | THR | 42.00 | |
15 | USA | AST | 41.00 | |
16 | COL | GCE | 40.00 | |
17 | BEL | 40.00 | ||
18 | ESP | 38.00 | ||
19 | Remi PAURIOL | FRA | 36.00 | |
20 | ESP | 35.00 | ||
21 | ITA | THR | 35.00 | |
22 | LUX | 32.00 | ||
23 | SUI | 30.00 | ||
24 | HOL | 30.00 | ||
25 | ESP | 30.00 | ||
26 | ITA | 30.00 | ||
27 | FRA | 30.00 | ||
28 | RUS | 30.00 | ||
29 | SUE | THR | 30.00 | |
30 | BEL | 30.00 | ||
31 | USA | THR | 30.00 | |
32 | FRA | 30.00 | ||
33 | FRA | ALM | 26.00 | |
34 | Wouter WEYLANDT | BEL | 25.00 | |
35 | ESP | AST | 25.00 | |
36 | FRA | 25.00 | ||
37 | ALL | 22.00 | ||
38 | ESP | 21.00 | ||
39 | ITA | 20.00 | ||
40 | LUX | 20.00 | ||
41 | ITA | 20.00 | ||
42 | SLO | AST | 17.00 | |
43 | ESP | 15.00 | ||
44 | FIN | 15.00 | ||
45 | NOR | 15.00 | ||
46 | FRA | 15.00 | ||
47 | ALL | 13.00 | ||
48 | FRA | ALM | 12.00 | |
49 | ESP | GCE | 12.00 | |
50 | NOR | 12.00 | ||
51 | POL | 10.00 | ||
52 | Greg VAN AVERMAET | BEL | SIL | 10.00 |
53 | AUS | SIL | 10.00 | |
54 | RUS | AST | 9.00 | |
55 | KAZ | AST | 9.00 | |
56 | AUS | 7.00 | ||
57 | AUS | 7.00 | ||
58 | ITA | 7.00 | ||
59 | SUI | 6.00 | ||
60 | Joaquim RODRIGUEZ | ESP | GCE | 5.00 |
61 | ALL | 5.00 | ||
62 | SLO | 5.00 | ||
63 | SUI | 5.00 | ||
64 | RUS | 4.00 | ||
65 | AUS | 4.00 | ||
66 | HOL | 3.00 | ||
67 | ALL | 3.00 | ||
68 | KAZ | 3.00 | ||
69 | DAN | 3.00 | ||
70 | COL | 3.00 | ||
71 | AUT | THR | 3.00 | |
72 | Francesco DE BONIS | ITA | 3.00 | |
73 | SUI | 3.00 | ||
74 | Mark CAVENDISH | GBR | THR | 3.00 |
75 | FRA | 3.00 | ||
76 | ITA | 3.00 | ||
77 | ITA | 3.00 | ||
78 | HOL | 2.00 | ||
79 | ITA | 2.00 | ||
80 | ESP | 2.00 | ||
81 | ESP | 2.00 | ||
82 | Pierre ROLLAND | FRA | 2.00 | |
83 | BEL | 2.00 | ||
84 | FRA | 2.00 | ||
85 | RUS | 2.00 | ||
86 | ITA | THR | 2.00 | |
87 | SUI | ALM | 2.00 | |
88 | BEL | 2.00 | ||
89 | ALL | THR | 2.00 | |
90 | VEN | GCE | 2.00 | |
91 | ALL | 2.00 | ||
92 | FRA | (1).00 | ||
93 | GBR | THR | (1).00 | |
94 | ESP | (1).00 | ||
95 | FRA | (1).00 | ||
96 | Sébastian LANG | ALL | (1).00 | |
97 | HOL | (1).00 | ||
98 | ESP | GCE | (1).00 | |
99 | ESP | GCE | (1).00 | |
100 | ALL | (1).00 |
Íþróttir | 25.6.2008 | 21:12 (breytt kl. 21:15) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jú þau geta svo sem verið á göngu/hjólastígum eða gangstéttum borgarinnar. En þar er komin kreppa. Kreppa í aðstöðumálum hjólreiðamanna í Reykjavík
Vandamálið er að það er allt að fyllast af hjólreiðamönnum á þessum stígum.
En á sama tíma má þar finna aukningu af.
- Gangandi vegfarendum
- Fólki með barnavagna
- Fólki á línuskautum
- Fólki á rafskutlunum sínum
- Fólki með hunda í bandi strekkta þvert yfir stígana
- Fólk með lausa hunda
- Lítil börn að leik
- Fólk á gönguskíðum með hjólum
- og eflaust einhverja fleiri.
Merkilegt að þrátt fyrir alla þessa aukningu í útivist fólks og þá sérstaklega hjólreiðamanna þá er nákvæmlega ekkert búið að gera eða skipuleggja eða svo mikið sem tilkynna um betrumbætur á hjólreiðakerfi Reykjavíkur.
Það er jú fyrir nokkrum árum búið að skilgreina stígana í 2/3 fara undir gangandi og 1/3 undir hjólandi sem skapar hættu á stígunum því gangandi taka ekki tillit til hjólandi og öfugt. Auk þess náttúrulega að það eru engar umferðarreglur á þessari umferð og því ógerlegt að mætast á þessum 1/3 stígum á reiðhjólum.
Svo var tilkynnt þetta fína græna skref um stíg frá Ægissíðu að Reykjanesbraut og ekkert hefur gerst nema jú það er búið að birta myndir af þessu á netinu og lofa fögrum fyrirheitum. En þetta er ekki nóg.
Það vantar að aðskilja stíga til þess að hjólreiðamenn eigi sitt svæði og reyna að stytta vegalengdir fyrir hjólreiðamenn og ennfremur á frekar að gefa þeim eina akrein á miklubraut frekar en breikka hana undir bílaumferð og þrengja aðstæður hjólreiðamanna með því að gera svo hljóðvegg sem útilokar pláss fyrir aðgreiningu göngu og hjólastíga á svæðinu. (góð lesning um þetta er á mberg.blog.is)
en eins og ég hóf þetta þá segi ég bara hvað á að gera við alla þessa hjólreiðamenn því fólk mun ekki nenna að hjóla á löðurhraða á yfirnýttum og umferðarreglulausum stígum borgarinnar. Svo ætla ég að taka undir með fréttamanninum og því hvet ég borgina til að bregðast við og gera eitthvað í þessum málum.
Engin kreppa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | 25.6.2008 | 16:12 (breytt kl. 16:21) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þú hefur eflaust séð eða heyrt um reiðhjól byggt fyrir tvær manneskjur. En það er hægt að fá fjölskyldureiðhjólið núna og það tekur heila fjóra í sæti og allir vinna saman sem einn að h jóla.
Biðtíminn er reyndar 4-6 vikur frá því að þú greiðir staðfestingargjald.
Að geta farið með alla fjölskylduna út að hjóla á einu hjóli er snilld. Hjólið er gert úr stálgrind og er með öllu sem gott hjól þarf að hjóla, vökvabremsum, álfelgum, bólstruðum sætum, glasahöldurum og meira að segja framljósum.
Hjólið kemur að mestu samansett en líklega þarf að sjá um þriðjung vinnunnar sjálfur þegar þú færð það í hendur. Það ætti ekki að vera vandamál því það kemur með DVD kennsludisk um samsetningu og notkun.. Og þegar það er komið saman getur það borið allt að hálfu tonni og eins og áður kom fram geta allir tekið þátt í að knýja það áfram. Semsé sér petalasett fyrir hvern farþega. Það er sem betur fer samt bara einn sem stýrir.
Svona hjól kostar þó bara 1600 dollara í henni Ameríku sem er eins og verð á vönduðu fjallahjóli
Íþróttir | 25.6.2008 | 00:37 (breytt kl. 00:45) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég heyrði því fleigt um daginn að það stæði til að fara að selja inná bílastæðin við Háskóla Íslands. Það hafi verið gerð könnun innan skólans um hvort fólk væri tilbúið að "kaupa" stæði við skólann.
En þarf þá ekki að fara að gera ráð fyrir góðri yfirbyggðri aðstöðu fyrir reiðhjól við skólann, sturtum og skiptiklefum, jafnvel fataskápum svo hægt sé að koma á hjóli allt árið. Eða er bara hugsað til þess að fólk komi með strætó ?
Er þetta ekki þróun í rétta átt til að draga úr bílaumferð.
Einnig gæti verið sniðugt að fyrirtæki fari að borga starfsmönnum sínum fyrir að koma EKKI á bílum til vinnu. Með því myndi sparast við bílastæði fyrirtækisins og verðmæt landareign gæti nýst betur. Þetta er orðið nokkuð algengt í útlöndum og þekkist orðið hér heima og er talið að 25% starfsmanna velji aðra samgöngumáta fái þeir smá í veskið fyrir að koma ekki á bílnum.
Stjórnmál og samfélag | 24.6.2008 | 23:51 (breytt kl. 23:51) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)