bensín mun ekki lækka - veljum annað.

Leiðir til að lækka bensínkostnað.

 Nýjasta fréttatískan er að allir séu að fá sér vespu. Það er alveg þrælsniðugt, eyðir litlu og væri virkilega gaman að sjá göturnar þéttsetnar af vespum. Til að toppa þessi tískuvespukaup þá er hægt að fá rafmagnsvespur sem þú hleður bara heima og keyrir einhverja tugi km á. Það er enn sniðugra.

Gallinn við vespu er að hún er því miður svo "sumar" eitthvað. Ég hreinlega þekki það ekki hvort hægt sé að fá nagladekk á hana og svo hvort fólki myndi líða sem það væri öruggt á henni í hálku og slabbi þó það væri með nagladekk. Svo má ekki vera á hjóla/göngustígum á vespu.

Þessvegna er kjörið að fá sér reiðhjól, reiðhjól með stuðningsmótor eða jafnvel fullorðið keðjudrifið  þríhjól.

 Á reiðhjóli er hægt að hjóla allt árið í Reykjavík sem dæmi, maður fær sér bara nagladekk og góð föt. Það eru örfáir dagar sem maður myndi taka strætó eða leigubíl eða jafnvel grípa í bíl makans sem ekki hefur fengist til hjólreiða. 

Sparnaður af því að annar aðilinn á heimilinu sé á reiðhjóli er gífurlegur fyrir eina fjölskyldu.
Peningalega þá sparast þónokkrir þúsundkallar á mánuði, sá sem hjólar öðlast mun betri heilsu og svo eru börn að jafnaði stolt af foreldrum sem hjóla.

Svo er að láta börn hjóla á æfingar og til vina, leyfa þeim að nota reiðhjól sem samgöngutæki fyrir sig í stað þess að skutla þeim allan skapaða hluti. Börn njóta þess að hjóla og ef þau eiga að velja milli þess að hjóla eða labba þá er hjólið alltaf valið. Það þarf bara að taka valið um að vera keyrð í burtu og ef mamma eða pabbi hjóla alltaf til vinnu þá er auðvelt að rökstyðja af hverju þau eru ekki keyrð útum allt.

Ef að báðir foreldrar hjóla allt árið þá er aukakostnaður eins og leigubílar, strætókort og jafnvel bílaleigubíll þegar skreppa á í fríið aðeins brot af kostnaði þess að eiga og reka bíl allt árið, hvað þá tvo.

 


mbl.is Bensín hækkar um 3 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að dreyma reiðhjól

Þar sem að áhugi minn á hjólreiðum á sér dágóðann sess í lífi mínu lendi ég stundum í því að dreyma hjól eða hjólreiðar. Ég lenti í því í nótt og ákvað að flétta upp á netinu hvað draumaráðningar segja um svona drauma og þetta er það sem ég fann.

Samkvæmt draumur.is

Sértu að hjóla í rólegheitum, skaltu búa þig undir nokkurt andstreymi. Ef þú hjólar eins hratt og þú kemst, er það merki um að einhver ber út sögur um þig. Sjáirðu einhvern annan á hjóli skaltu varast að taka á þig áhættu, jafnvel þótt allt virðist vera í lagi.

og úr enskri draumaorðabók á netinu

Að dreyma að þú sért að hjóla þýðir að þig langar að ná meira jafnvægi í lífinu. Þú þarft jafnvægi milli vinnu og frítíma til þess að ná áttum. Ef þú átt í erfiðleikum með að hjóla í draumnum þá bendir það til þess að þú hafir áhyggjur af því að takast á við lífið.

þá er það bara að muna að dreyma ekki reiðhjól eða hjólreiðar.


Ókeypis í strætó.

Á degi opinberrar almannaþjónustu ætti að fara að auka almannaþjónustu í samgöngum.

Gaman væri t.d. að sjá ókeypis í strætó. Ef það væri t.d. ókeypis í strætó myndi fólk velja sér strætó sem samgöngukost og þar með hreyfa sig meira. Um leið og fólk hreyfir sig meira þarf það minni almannaþjónustu frá heilbrigðiskerfinu þar sem heilsa batnar yfirleitt við hreyfingu.

 


mbl.is Dagur opinberrar almannaþjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjólreiðamenn vilja loftpúða utan á bíla

loftpudiutanaLoftpúðar í bílum hafa dregið úr dauðsföllum í umferðarslysum undanfarin ár og nú vilja hjólreiðamenn í Hollandi fá það sama fyrir sig.

Hollensku hjólreiðasamtökin segja að 60 lífum gæti verið bjargað á ári ef loftpúðar væru settir í húdd bíla, sem er einmitt staðurinn sem hjólreiðamenn lenda yfirleitt á ef ökumaður keyrir á þá. Loftpúðar sem skjótast út gætu einnig fækkað alvarlegum slysum um 1500 á ári. 

„Hingað til hefur allt snúist um að vernda þá sem sitja í bílunum en nánast ekkert gert til að vernda þá sem verða fyrir bílulnum.“ Var sagt í yfirlýsingu frá samtökunum. 

Samtökin kalla eftir því að ríkisstjórnin og bílaiðnaðurinn taki þátt í aðgerðum til að draga úr alvarlegum slysum

Samtökin segja að 216 hjólreiðamenn hafi dáið í Hollandi 2006, þar af 106 sem lendu í samstuði við bíla.

Sweden‘s Autoliv Inc, stærsti framleiðandi loftpúða og sætisbelta hefur þegar hannað púða sem blæs út neðst frá framrúðunni.

loftpudihjol

Hjólreiðar hafa alltaf verið vinsælar í Hollandi þar sem hjólreiðasamfélaginu er vél þjónað með stígum og akreiknum. Í Hollandi eru 18 milljón reiðhjól fyrir 16 milljón íbúa þess.

Svo er hægt að redda loftpúða sjálfur


Hafsteinn sigraði Íslandshjólreiðarnar

Núna um helgina fóru fram Íslandshjólreiðarnar á götuhjólum. Keppnin er hluti af mótaröð til Íslandsmeistara sem krýndur verður í lok sumars eftir að keppnisröðinni líkur.

Keppnin stóð í 3 daga og skiptist í
Criterium sem haldin var í Vallarhverfi í Hafnarfirði (20 hringir, 40 km.)
ITT sem haldið var á krísuvíkurvegi (20 km)
og á þriðja degi var Hvalfjörðurinn hjólaður (85 km.)

Fyrir þá sem ekki þekkja til Criterium og ITT skrifaði ég smá skýringartexta hér að neðan.

criterium.jpgCriterium er hjólreiðakeppni sem haldin er á stuttum hring og allir eru ræstir á sama tíma, hringurinn er yfirleitt undir 5 kílómetrum og er leiðin lokuð annarri umferð á meðan. Lengd keppninnar ákvarðast yfirleitt af fjölda hringa. Algengast er að keppnin sé í um eina klukkustund og er því nokkuð styttri en hefðbundin dagleið í hjólreiðakeppni.
Sigurvegari er sá sem kemur fyrstur í mark án þess að hafa verið hringaður af öðrum keppanda, síðan tínast hinir keppendurnir inn annaðhvort á eftir sigurvegaranum eða hafa orðið úr þegar þeir voru hringaðir.

itt.jpgITT (Individual time trial) Tímataka einstaklinga er þegar hjólreiðamenn eru ræstir út einn í einu með reglulegu millibili og eru að keppast við að ná sem bestum tíma. Í tímatökunni er keppendum sem ná öðrum keppendum óheimild að nýta sér sogið af öðrum keppendum og mega ekki hjálpa hver öðrum. Keppandinn með besta tímann er sigurvegari tímatökunnar.

 

Hafsteinn sigraði 3. árið í röð

hvalfjordur.jpgHafsteinn Ægir Geirsson frá Hjólreiðafélagi Reykjavíkur sigraði í keppninni 3. árið í röð. Þetta er frábært afrek hjá Hafsteini sem einnig sigraði í Bláalónsþrautinni sem fór fram 8. júní síðastliðin.

Hafsteinn sigraði á öllum dögunum og kláraði á samtals 3 klukkustundum 53 mínútum og fjórum sekúndum. Í öðru sæti var svo Gunnlaugur Jónasson frá Hjólamönnum 6 mínútum og 44 sekúndum á eftir honum. Þriðji kom svo Árni Már Jónsson frá Hjólreiðafélagi Reykjavíkur aðeins 22 sekúndum á eftir Gunnlaugi. Spennan um annað sætið var því þónokkur.

Í kvennaflokki sigraði  hin 16 ára Bryndís Þorsteinsdóttir frá Hjólreiðafélagi Reykjavíkur og sér hún um að halda heiðri kvenna í íþróttinni uppi með frábærum árangri.

Myndirnar voru teknar af Alberti Jakobssyni hjá Hjólreiðafélagi Reykjavíkur. Til að sjá meira um mótið og skoða myndir frá því er hægt að fara á heimasíðu félagsins www.hfr.is

Hér má sjá heildarniðurstöðu keppninnar 

Keppendur

Criterium
ITT
Hvalfjörður
SamtalsSætiÁ eftir
Hafsteinn Ægir Geirsson01:01:4000:25:2402:26:0003:53:04100:00:00
Gunnlaugur Jónasson01:01:4200:27:4402:30:2203:59:48200:06:44
Árni Már Jónsson01:01:4400:27:4402:30:2203:59:50300:06:46
Brad Evans01:01:4600:29:2702:30:4404:01:57400:08:53
Elfar Rúnarsson01:01:4500:28:3902:31:4904:02:13500:09:09
Hlöðver Sigurðsson01:01:4900:30:0402:35:5404:07:47600:14:43
Björn S. Sigurjónsson01:01:5300:30:5402:35:5404:08:40700:15:36
Hlynur Þorsteinsson01:01:5100:30:2602:40:5704:13:14800:20:10
David J. Robertson01:01:5100:32:5402:42:1304:16:58900:23:54
Sigurgeir Agnarsson01:12:4100:29:5002:34:2904:17:001000:23:56
Kristján Bjarnason01:01:4900:34:1102:47:1304:23:131100:30:09
Vilberg F. Ólafsson01:03:4800:35:2602:50:5504:30:091200:37:05
Andri Egilsson01:12:4100:40:2602:47:1304:40:201300:47:16
Haukur Eggertsson01:12:4100:40:2602:50:5104:43:581400:50:54
Rúnar Karl Elfarsson01:07:4100:29:1103:08:1404:45:061500:52:02
Remi Spilliaert01:12:4100:40:2603:00:4204:53:491601:00:45
Davíð Þór Sigurðsson01:01:4200:40:2603:13:1404:55:211701:02:17
Einar Guðsteinsson01:03:4700:40:2603:13:1404:57:271801:04:23
Örn Sigurðsson01:03:4900:40:2603:13:1404:57:291901:04:25
       
KeppendurDagur 1Dagur 2Dagur 3SamtalsSæti 
Bryndís Þorsteinsdóttir00:41:3100:39:21,6101:36:42,0002:57:351 

Heiðmerkuráskorunin
Næstkomandi fimmtudag verður Heiðmerkuráskorunin.

Þetta er 24 km löng keppni á fjallahjólum þar sem skipt er upp í aldursflokka og getuflokka.
Hinn þrælskemmtilegi B flokkur sem er fyrir keppendur sem ekki taka almennt þátt í hjólreiðamótum verður til boða og er hringurinn þá 12 km.

Ég hvet alla til að koma og taka þátt og prófa að taka þátt í móti eða að fylgja eftir Bláalónsþrautinni hafi þeir tekið þátt. Upplýsingar um mótið er að finna á www.hfr.is


Stuðningsmótor á reiðhjólið - hvað er í boði

Nú þegar ríkisstjórnin er að tala um skattaívilnanir fyrir farartæki með óhefðbundnum orkugjöfum og eru ekki ennþá tilbúnir að líta á mannvélina sem óhefðbundinn orkugjafa skrapp ég á netið og leitaði leiða til þess að reiðhjólið yrði búið óhefðbundnum orkugjöfum og þetta er það sem ég fann.

Hefðbundið rafmagnshjól

d6ee_1
Hérna má sjá hefðbundið fjallareiðhjól með rafmagnsmótor. Hjólið er að flestu leiti eins og venjulegt reiðhjól nema að bilið frá sætistúpunni að afturdekkinu er aðeins meira en venjulega svo hægt sé að koma rafhlöðunni fyrir á þægilegan hátt. Fyrir vikið er hjólið aðeins lengra en aðrar úrfærslur eru til þar sem rafhlöðunni er t.d. komið fyrir ofan á bögglabera eða inní rammanum þar sem flestir geyma vatnsbrúsana sína.  Að sjálfsögðu er hægt að fá samanbrotin hjól, götuhjól og dömuhjól með rafmagnsmótor.

Rafmagnsuppfærsla á hjólið
bd38_1
Hægt er að versla sér rafmótor uppfærslu og setja á hjólið sitt. í þessari útfærslu þarf að skipta um gjörðina og koma fyrir mótor og rafhlöðu. Þú getur semsé tekið gamla góða hjólið og breytt því í rafmagnshjól og kostar svona uppfærsla yfirleitt um 500 dollara á Ebay.

Stuðningsmótor á framdekkið
2bde_1
Í þessari útfærslu er stuðningsmótor komið fyrir á framdekkinu og það er lítið dekk á mótornum sem styður framdekkið. Ég hugsa að þetta geti verið ágætisviðbót á hjólið en hugsa að það verði full þungt að framan en auðvelt er að koma þessu fyrir og jafnauðvelt að taka þetta af.

Sólardrifið reiðhjól
EV-Sunny
Þessi hjól eru náttúrulega snilld og eru í fjöldaframleiðslu en þetta er sólarknúið reiðhjól. Rafhlaðan er geymd á bögglabera og svo hleður sólin hana á meðan þú hjólar. Það ætti ekki að vera vandamál að komast dagsleið á þessu hjóli yfir sumartímann en myndi kannski ekki henta jafn vel á veturna hér á Íslandi. Sannarlega gott framlag til að verða "grænn" í umferðinni.

Og að lokum loftdrifið reiðhjól
airbike

Svo er það óvenjulegasta en hugsanlega ódýr útfærsla. Þú tekur bara gamla gaskútinn og lætur fylla hann af lofti og notar svo loftdrifið skrúfujárn eða eitthvað sem snýst og setur dekk á það og leggur við afturdekkið. Þar með eru komin með stuðningsmótor. Sé samt ekki alveg hvernig þessu er stjórnað en hugsanlega þarf maður að vera með aðra höndina á krananum á kútnum þegar maður vill stoppa. En skemmtileg hugmynd engu að síður.

Aðrar útfærslur af reiðhjólum með óhefðbundnum orkugjöfum voru yfirleitt eldflaugar eða eitthvað bensíndrifið og uppfyllti ekki grunnskilyrðin að grænum samgöngum hjá mér.


Heiðmerkuráskorun Hjólreiðafélags Reykjavíkur 26. júní

heidmork2007Heiðmerkuráskorunin 2008


Hin árlega Heiðmerkuráskorun verður haldin   Fimmtudaginn 26. júní. Í ár verður   keppnin með svipuðu  sniði og síðasta   keppni .   Engum  hindrunum eða torfærum verður bætt við  heldur verður náttúrulegum hindrun eins  og  þvottabretti, holur og mjög þurr jarðvegur látið nægja. 

Boðið verður upp á  3.vegalengdir. 3.6 km fyrir 16 ára og yngri.
Sér hringur fyrir þennan aldurshóp.
Keppt verður bæði í stelpu og stráka flokki 11-12,  13-14 og 15-16ára

12 km. fyrir opin flokk kvenna  og B-flokk karla 

24 km. fyrir opin flokk karla 17 ára og eldri.  Hver hringur er ca. 12 km.

Rásmark er við Elliðavatnsbæinn, og hefst keppnin klukkan 20:00, skráningu keppenda og skoðun öryggisbúnaðar hjólsins lýkur 19:30.               

B -  FLOKKUR KARLA eru þeir sem hafa gaman af að hjóla en hafa ekki verið að keppa á bikarmótum og stærri keppnum innan ÍSÍ.
Sigurvegarar í B-flokki færast upp í opin flokk að ári.

Sjá kort af leiðinni.  

Sjá leið yngri en 16 ára

Hvernig komumst við akandi að rásmarki skoða kort.

Keppnisgjald er 1.500 kr. ef keppandi skráir sig og borgar fyrir kl.18. á þriðjudaginn 23. Júní, ATH( ekki er nóg að skrá sig það þarf líka að borga keppnisgjaldið.)

Sendið kvittun á hfr@vortex.is þar sem fram kemur nafn og kennitala og greiðslukvittun keppnisgjalds  (í heimabanka).
Kennitala Hjólreiðafélags Reykjavíkur: 430194-2089
Reikningsnúmer: 132-26-2089 (Landsbankinn í Smáralind)

ATH:Keppnisgjald er 2.500 kr ef keppandi skráir sig eftir kl.18. þriðjudaginn 23.júní.    
 Það léttir mótshöldurum störfin ef keppendur skrá sig tímanlega.

Keppnisstjóri, Þorsteinn  s:869 2445   nánari upplýsingar veitir Helga María s:848 7552

Heiðmerkuráskorunin er kjörin keppni fyrir þá sem tóku þátt í Bláalónsþrautinni og ,,vilja meira”.

Hjólreiðafélag Reykjavíkur og Skógræktarfélag Reykjavíkur
Kort af Heiðmörk og upplýsingar um Skógræktarfélag Reykjavíkur


Símafyrirtækin og hjólreiðar

Er stefna símafyrirtækjanna Nova og Vodafone í markaðsmálum tákn um nýja tíma.

Er hjólreiðavakningin komin til Íslands og fyrirtæki farin farin að sjá sér kost í því að nota hjólreiðar og reiðhjól í markaðssetningu.

nova

Nova auglýsti eftir heilsuhraustum 20 ára og eldri til þess að hjóla með fólk í sumar og auglýsingar þeirra ganga útá að sýna Björn Jörund sem farþega í hjólavagni sem tekur einhvern sportbílahnakka í nefið. Það er nú ekki verra að geta unnið við það í sumar að hjóla á launum og ef ég hefði haft tækifæri og aðstöðu til hefði ég eflaust sótt mér um.

talsmadur-hjolin

Vodafone auglýsir svo í dag 400 reiðhjól sem dreift hefur verið um byggðir landsins og eru lánuð frítt útfrá sundlaugum bæjanna. Í fréttinni undir fyrirsögninni Dalvík - Barcelona stendur

"Með verkefninu komast því Akureyri, Akranes, Borgarnes, Dalvík, Egilsstaðir, Grindavík, Húsavík, Ísafjörður, Neskaupsstaður, Reykjanesbær, Sauðárkrókur, Selfoss og Vestmannaeyjar í hóp stórborga á borð við Kaupmannahöfn og Barcelona!"

Fagur boðsskapur
Þetta er fagur boðsskapur og gleður mig sem áhugamann um hjólreiðasamgöngur. Vonandi að fleiri fyrirtæki fari að nýta sér þennan boðsskap til að markaðssetja sig og hvetja til hjólreiða

Með hækkandi bensínverði, aukinni umræðu um hjólreiðar og almennri heilsuvakningu á Íslandi þá virðist sem hjólreiðar séu loksins að fá hljómgrunn sem samgöngutæki og  farin að nýtast sem markaðstæki.

Reykjavíkurborg er með áætlun um bætta aðstöðu til hjólreiða í borginni og eftir að hafa skoðað áætlun þeirra bíð ég spenntur eftir að sjá hana fara í framkvæmd. Hún væri gott fyrsta skref.

Akureyrarbær er með áætlun sem ekki hefur verið opinberuð ennþá og ég hef reynt að komast yfir og verður gaman að sjá hvað þeir ætla sér.

Ríkisstjórnin aftur á móti hefur ekki ennþá minnst orði á hjólreiðar þegar kemur að bættum samgöngum og er frekar að hvetja til notkunar annarra orkugjafa í bíla. Ég bíð spenntur eftir að þeir vakni og fari að huga að hjólreiðum sem samgöngumáta.

En það er ekki spurning að með hlýnandi veðurfari á Íslandi og batnandi samgöngum fyrir hjólreiðamenn þá eru hjólreiðar komnar til að vera og ég vill óska Nova og Vodafone til hamingju með þessar nýju markaðsherferðir sínar.


Tour de France - Sagan - Upphitun #2

Mánuður hjólreiðaáhugamannsins
Júlí er mánuður hjólreiða í heiminum en þá fer fram hin árlega og langþekktasta hjólreiðakeppi sögunnar Tour de France eða Frakklandshjólreiðarnar.

Upphafið af Tour de France
1903Saga Tour de France nær alveg aftur til 1903, þegar 2 frönsk íþróttablöð kölluð „Le Velo“ og L Auto“ voru í baráttu um lesendur. Henri Desgrange var ritstjóri „L Auto“ og fyrrverandi hjólreiðameistari. „Le Velo“ hafði áður skipulagt 650 km.  hjólreiðakeppni sem kallaðist Bordeaux-to-Paris og hina 1100 km. löngu Paris-Brest-Paris. Þannig að Henri ákvað að gera jafnvel enn erfiðari og flottari keppni sem myndi endast í heilan mánuð og keppendurnir þyrftu að hjóla 2400 km. eftir vegum Frakklands en keppnin átti að byrja í París og enda í París. Upphaflega hét keppnin „Le Tour de France Cycliste“ og hún sló strax í gegn, dró að sér mikinn áhorfendafjölda og gerði það sem Henri ætlaði sér, keppnin tvöfaldaði lesendahóp blaðsins hans „L Auto“

Hinir upprunalegu 2400 km. eru nú orðnir 3500 og innihalda margar erfiðar dagleiðir m.a. í Ölpunum og Pýrenafjöllum og svo endar hún við Sigurbogann í París.

Umgjörðin
boratÞað sem skilur Tour de France frá öðrum hjólreiðakeppnum er gífurlegt líkamlegt álag á keppendum og uppsetning keppninnar. Keppninni er skipt upp í 21 dagleið sem standa í yfir 3 vikur með aðeins 2 dagar í  hvíld allan tímann. Í ár eru það eru 21 lið með 9 keppendum í hverju liði  sem gerir 189 þátttakendur. Sumir liðsmenn liðanna eru svokallaðir aðstoðarmenn fyrir bestu keppendurna. Bestu liðin eru með keppendur sem eru sérhæfðir í ákveðnum hlutum keppninnar eins og sprettum, klifri og halda hraða. Síðan eru sumir sem eru aðstoðarmenn og sjá um að kljúfa vindinn fyrir þá betri svo þeir hvílist og jafnvel að láta þá fá hjólin sín eða dekk ef eitthvað kemur uppá.

Það kann að virðast skrýtið en þó að einhver keppandi vinni 4 – 5 dagleiðir þá dugar það ekki endilega til að vinna keppnina þar sem sigurvegarinn er sá með besta samanlagða tímann úr öllum dagleiðunum. Maður sem væri í öðru sæti á öllum dagleiðum gæti þessvegna unnið keppnina með því að halda góðum tíma á öllum dagleiðum hvort sem er á sléttlendi eða í fjöllum. Keppnin skiptist uppí dagleiðir sem geta verið daglangar. Sumar dagleiðir hafa tekið meira en dag. Sigurvegarinn er sá sem er með besta samanlagðan tíma úr dagleiðunum en dagleiðirnar hafa breyst og þróast í gegnum árin og í dag eru dagleiðirnar yfirleitt um 20 á hverju móti þar sem dagleiðirnar eru frá 80 til 350 km. Heildarlengd keppninnar er yfirleitt um 3500 km. og þó keppnin sé kölluð Tour de France þá hafa verið dagleiðir í Ítalíu, Spáni, Sviss, Belgíu, Þýskalandi, Luxemburg og Englandi en keppnin fer samt öll fram í Frakkland í ár. Fyrsta dagleið keppninnar er kölluð Prolouge og var í London í fyrra en hefst í Brest í ár og endadagleiðin er kölluð Champs-Élysées og endar í París

kort

Í stuttu máli er lykillinn að sigri í Tour de France stöðugleiki. Sigurvegarar verða frægir og ríkir. Sumir meira en aðrir þó.

Sigurvegararnir - Þeir frægustu
Þekktustu sigurvegarar Tour de France í gegnum árin eru.

Jacques Anquetil
Jacques Anquetil
(1957, 1961, 1962, 1963, 1964)

eddie mercks 

Eddie Mercks (frá Belgíu og af mörgum álitinn besti hjólreiðamaður allra tíma)
(1969, 1970, 1971, 1972, 1974)

Hinault_Bernard
Bernard Hinault
 (1978, 1979, 1981, 1982, 1985)

indurain
Miguel Indurain
(1991, 1992, 1993, 1994, 1995)

   GregLeMond2

Greg LeMond (Fyrsti Bandaríski sigurvegarinn í Tour de France)
(1986, 1989, 1990)

lancearmstrong
Lance Armstrong.
(1999, 2000, 2001, 2002, 2003, 2004, 2005)

Margir vita að hann vann fyrst 1999 en það var aðeins 3 árum eftir að hann greindist með krabbamein og var hugað helmingslíkum á áframhaldandi lífi. Hann hélt áfram eftir fyrsta sigur sinn og vann keppnina 7 sinnum í röð. Því er haldið fram að veikindin hans (krabbamein í eista, lungum og heila) hafi hækkað sársaukaþröskuld hans það mikið að hann gat haldið áfram endalaust.

Hægt er að sjá færslu mína Tour de France Upphitun #1 hér


Svíþjóð: Stór hluti hjólreiðaslysa tengdir áfengisneyslu

BikeBeerSamkvæmt úttekt á 500 manns, eldri en 15 ára sem höfðu orðið fyrir höfuðmeiðslum við hjólreiðar og komið til aðhlynningar á slysadeild Umeå hospital A&E í Gautaborg kom í ljós að þriðja hver kona og annar hver maður hafði verið undir áhrifum áfengis á reiðhjólinu.

"Þrátt fyrir að hafa unnið á A&E og hafa séð fjöldann allan af sjúklingum með höfuðmeiðsl þá kom mér á óvart hvað margir þeirra meiddu voru undir áhrifum áfengis þegar þeir urðu fyrir slysi" sagði Per-Olof Bylund, sem vinnur við rannsóknir á slysum í læknaskólanum við Umeå

Það væri nú gaman að vita hversu margir hjóla fullir hérna á Íslandi. Ég held reyndar að það sé ekki mjög stórt vandamál því fólk er ekki búið að tileinka sér hjólreiðar sem samgöngumáta hérna ennþá og varla fær maður sér einn gráan áður en maður fer út með krakkana að hjóla eða stundar þetta sem íþrótt.

Reyndar veit ég að þeir sem teknir eru við að hjóla undir áhrifum í Svíþjóð fá punkt í ökuskírteinið en Svíar eru með svipað punktakerfi og við Íslendingar. Spurning hvort það ætti ekki að hefjast handa við gerð umferðarlaga fyrir reiðhjólaumferð og skella punktinum í ökuskírteinið með hérna líka.


Tour de France 2008 - upphitun #1

Tour de France 2008 - upphitun #1

korttourdefrance2008Tour de France eða Frakklandshjólreiðarnar byrja 5. júlí næstkomandi og standa til 27. júlí.
Því miður ætlar engin íslensk sjónvarpsstöð að sýna frá þessu svo ég viti en Eurosport hefur alltaf staðið sig og hægt verður að horfa á allar dagleiðirnar á þeirri fínu stöð sem hægt er að fá í sportpakka Stöðvar2 og hjá Símanum.

Frakklandshjólreiðarnar eru haldnar í nítugasta og fimmta skipti í ár og á 21 dagleið verða hjólaðir samtals 3.500 kílómetrar. 10 dagleiðir eru hjólaðar á jafnsléttu, 5 dagleiðir í erfiðu fjalllendi, 4 dagleiðir í meðalerfiðu fjalllendi og svo fara 2 dagar í tímatökur þar sem keppendur keppa sem einstaklingar ekki sem lið.

 21 lið taka þátt og í þeim eru samtals 189 keppendur.

Í fyrra var sigurvegari keppninnar Contador frá Spáni en hann er sá sami og vann Ítalíuhjólreiðarnar fyrir um mánuði síðan. Hann og lið hans Astana taka því miður ekki þátt í ár og fær hann því ekki tækifæri til að verja titilinn.

Smá tölfræði um sjónvarpsáhorf og fl.

  • 4 milljónir manna horfa að jafnaði á keppnina í sjónvarpi og 5.3 milljónir á lokadag keppninnar.
  • Tour de France er 129 klukkustundir af sjónvarpsefni og horfði hver frakki að meðaltali á 5.5 klukkustundir af keppninni árið 2004.
  • 91 útvarpsstöð útvarpa frá keppninni
  • 92 sjónvarpsstöðvar sýna frá henni og þar af 51 beint.
  • 180 lönd sýna frá keppninni
  • 15 milljónir áhorfenda koma til að horfa á keppnina, þar af 66% karlmenn og 34% konur.
  • Heimasíðan www.letour.fr fær 67,5 milljón heimsóknir.

Treyjurnar í keppninni

tourgula

Gulu treyjuna klæðist sá sem er fyrstur í mótinu og er á bestum samanlögðum tíma eftir allar dagleiðirnar. Svo klæðist sigurvegari keppninnar hennar í lokin.

Þessi treyja er kölluð Maillot Jaune

 

 

 

tourpolka

 Polka Dot treyjuna fær sá sem hefur yfirburði í klifri (að hjóla upp brekku) á meðan á fjalladagleiðunum stendur og er henni svo úthlutað til þess sem best stóð sig í brekkunum í lok keppninnar

Þessi treyja er kölluð Maillot a pois rouges

 

 

tourgraen

Græna treyjan er svokölluð Sprint treyja sem er hugsuð fyrir þá sem standa sig best á sléttlendi og eru efstir af samanlögðum sprint (sprett) stigum. Veitt eru stig fyrir sætin sem keppendur koma inní og eru flest sæti veitt fyrir fyrsta sætið og svo framvegis. Færri Sprint stig eru veitt fyrir fjallaleiðirnar en leiðirnar á sléttlendi. Þessi treyja er kölluð Maillot Vert

 

 tourhvita

 Hvíta treyjan er hugsuð fyrir þann sem er fremstur í keppninni og er yngri en 25 ára og yngri. Þessi treyja er kölluð Maillot Blanc

 

 

 

Hverjir þekkja Tour de France

Samkvæmt könnun sem gerð var í 7 löndum árið 2001 um hvort fólk þekkti til Tour de France sást að keppnin er mjög þekkt en hlutfall þeirra sem þekktu til hennar eftir löndum var svona:

  • Þýskaland 96%
  • Belgía 96%
  • Frakkland 96%
  • Spánn 96%
  • Bretland 95%
  • Ítalía 94%
  • USA 56%

Svo að lokum flott video sem sýnir úr lofti leiðirnar sem hjólaðar verða í ár.

 


3 hjólavænustu borgir í heimi

Hér að neðan má sjá þær 3 borgir sem taldar eru bestu hjólaborgir heims. Allar eiga þær það sameiginlegt að fólki finnst auðveldara að hjóla en aka til vinnu. Einnig eru þessar borgir þannig að fyrst er hugsað um hjólaleiðir og svo hugsað hvernig á að koma bílum sömu leið. Oft er mun styttra að hjóla en keyra og aðstæður til geymslu reiðhjóla við verslanir, verslunarmiðstöðvar, almenningssamgangnapunkta og aðra staði til fyrirmyndar.

Eftir ræðu Forsætisráðherra í gær að draga eygi úr neyslu og velja aðra orkugjafa þá er augljós að til þess að fá fólk til að velja hagkvæmari kosti þurfi hreinlega að gera aðstöðu fyrir aðra kosti og fyrsta skrefið ætti að vera að hanna gott hjólreiðakerfi á Íslandi og hefjast handa við það strax.

En borgirnar þrjár og kostir þeirra sem hjólaborgir má sjá hér: 

1. Amsterdam, Hollandi með 750.000 íbúa
amsterdamÞað ætti engum að koma á óvart að Amsterdam er hjólavænsta borg í heimi. Hvergi er betri hjólreiðamenning og jafn vel hlúið að þörfum hjólreiðamanna. Það fer jú saman hversu margir hjóla og hvernig aðstæður eru til hjólreiða. En í Amsterdam er talið að 40% allra samgangna fari fram á reiðhjólum. Enda hjólakerfið hraðvirkt, öruggt og þægilegt fyrir hjólreiðamenn. Búið er að koma upp kerfi sem dregur úr þjófnaði á hjólum og byggja ótal skýli til að geymslu reiðhjóla.
Það er sem dæmi 10.000 hjóla, yfirbyggð hjólageymsla við aðallestarstöðina.

2. Portland , USA með 533.500 íbúa
bike-box-portlandPortland er með vandað hjólreiðakerfi sem tengir alla hluta borgarinnar. Þetta hjólakerfi hefur sannað sig með gífurlegri aukningu hjólreiðamanna og þeirra sem nota hjólreiðar til samgangna.
Portland býður fólki með lágar tekjur uppá að skaffa því fullbúnu hjóli sem hægt er að hjóla allan ársins hring auk 5 klukkustunda námskeiðs í viðhaldi á hjólum svo fólk verði að mestu sjálfbært.

3. Kaupmannahöfn, Danmörk með 1,8 milljón íbúa
kaupmannahofnKaupannahöfn er í 6. sæti yfir borgir þegar verið er að meta lífsgæði, hún er einnig sú borg sem er með besta hjólreiðakerfið fyrir almenning. Í Danmörk eiga næstum allir reiðhjól og í mörg ár var Kaupmannahöfn þekkt sem hjólaborgin. Kaupmannahöfn ætlar að þrefalda útgjöld til hjólreiða næstu 3 árin.
32% hjóla til vinnu og 50% þeirra segjast hjóla því það sé sé fljótlegt og auðvelt. Hjólaleiðir í Kaupmannahöfn eru mikið notaðar og oft aðskildar frá annarri umferð og hafa jafnvel sín eigin umferðarmerki. Kristjanía er t.d. bílalaus.
Þú getur fengið hjól lánað í sérstökum sjálfssölum gegn greiðslu 20 danskra króna sem þú færð svo endurgreiddar þegar þú skilar hjólinu í einhvern af sjálfssölum borgarinnar.

næstu borgir sem komu fram á listanum voru
4. Boulder, USA 101.500 íbúar
5. Davis, USA 65.000 íbúar
6. Sanders, Noregi 56.000 íbar
7. Þrándheimar, Noregi 162.000 íbúar
8. San Francisco, USA 744.000 íbúar
9. Berlín, Þýskalandi 3.4 milljónir íbúa
10. Barcelona, Spánn 1.6 milljón íbúa
11. Basel, Sviss 200.000 íbúar

Og að lokum smá video af hjólalyftunni í Þrándheimi.


Skattaívilnanir farartækja með óhefðbundna orkugjafa.

Smá úr hátíðarræðu forsetisráðherra á 17. júní 2008 

geirGeir sagði fátt verðmætara trausti og trúverðugleika, hvort sem væri í samskiptum þjóða eða stórfyrirtækja. Íslendingar væru vel búnir undir bakslag en aðgerða væri þó þörf: „Nú þarf að spyrna við fæti, nú verðum við að draga úr notkun eldsneytis með minni akstri og notkun annarra orkugjafa," sagði ráðherra og tók það fram að farartæki knúin óhefðbundnum orkugjöfum nytu þegar skattaívilnana.

Það væri gaman að fá að vita hvaða skattaívilnana farartækið reiðhjól nýtur.

Þetta sýnir enn og aftur að stjórnmálamenn á Íslandi líta ekki á reiðhjól sem samgöngutæki og bíladýrkun þeirra sýnir þá einstefnu sem er í samgöngumálum á Íslandi.

Það hefur sýnt sig að hver hjólandi maður sparar ríkinu umtalsverðar fjárhæðir og í Noregi reiknaði ríkisstjórnin út að hver sem notar hjól í staðin fyrir bíl spari ríkinu hálfa milljón á ári.

Þessvegna þarf að fara að umbuna reiðhjólamönnum með  skattaívilnunum og hvetja til hjólreiða á allan mögulegan hátt.

Skattur á reiðhjólum er 10% og virðisaukaskattur er 24,5% og vegna takmarkana á stærðum pakka til Íslands með póstinum er mjög dýrt að flytja hjól inn til landsins.

Á sama tíma er engin tollur á tölvum og tölvubúnaði, lægri virðisaukaskattur á gosi og nammi en engum gert auðveldara að flytja sér inn hjól.

Ég hef keypt mér hjól og flutt inn frá bandaríkjunum og var sendingarkostnaður sem í boði var frá 300 - 500 dollara nema að fyrirtækið úti væri með samning við eitthvað flutningafyrirtæki sem sendir til Íslands  en þá var sendingarkostnaður um 180$. Flest fyrirtæki eru með samning við bandarísku póstþjónustuna og hún er ekki mjög hagkvæm fyrir innflutning á hjóli til Íslands.

Það þarf að afnema tolla og lækka virðisaukaskatt á reiðhjólum og jafnvel að finna leið til að lækka kostnað á flutningsgjöldum til íslands.

 


91% samgönguaukning á reiðhjólum frá aldamótum.

Meira en hálf milljón ferða er farin á reiðhjólum eftir aðalgötum Lundúna á hverjum degi samkvæmt Transport for London (TfL)

londonhjolreidamadurÞessi tölfræði sýnir að það hefur orðið 91% aukning af ferðum förnum á reiðhjólum síðan mælingar hófust árið 2000

Frá mars 2007 til mars 2008 jukust hjólreiðar á aðalgötum um 4,5% sem er um 20.500 fleiri ferðir á hverjum degi.

Á þessu ári verður rúmlega 8 milljörðum íslenskra króna eytt í að bæta aðstæður fyrir hjólreiðar í London sem er 1000% aukning á fjárútlátum til þessa málaflokks frá árinu 2000.

Borgarstjóri London, Boris Johnson sagði: "Ég er hæstánægður með aukninguna af fólki, þar með töldum sjálfum mér, sem veljum að hjóla í London. Þetta er stórt skref í samgöngumálum sem er frábært." "Samt er tala reiðhjólaferða of lág ennþá, sem bendir til þess að margir Lundúnabúa þurfi frekari hvatningu tl að taka upp hjólreiðar sem samgöngukost"

TfL vill auka fjölda ferða sem farnar eru á reiðhjólum um 400% fyrir árið 2025 sem jafngildir því að 5% allra ferða sem farnar eru í borginni séu farnar á reiðhjóli. 


Bannað að grýta hjólreiðamenn

Í suður karólínu í í bandaríkjunum var verið að setja lög sem eiga að auka öryggi hjólreiðamanna.

Eftir nokkur slys þar sem hjólreiðamenn hafa dottið eftir að hlutum hefur verið hent í þá úr bílum og þeir jafnvel skotnir með loftbyssum þá voru sett lög þar sem ósæmileg hegðun gagnvart hjólreiðamönnum flokkast undir glæp. Sekt við brotum á nýju lögunum er 250$.

Það eru nokkrir hlutir sem mér finnst náttúrulega svo fáránlegt að þurfi að setja í lög eins og að það sé bannað að skjóta hjólreiðamenn með loftbyssu eða henda í þá rusli. Og svo eru gagnlegir hlutir eins og að hægt er að sekta ökumenn fyrir að aka of nálægt hjólreiðamanninum.

Að aka of nálægt hjólreiðamönnum refsingin er eitthvað sem myndi nýtast hjólreiðamönnum á Íslandi. Við sem hjólum í umferðinni verðum stundum fyrir því að ökumenn bifreiða ætla að kenna okkur smá lexíu af því að þeim finnst við vera fyrir þeim. Ein algengasta leiðin sem notuð er, er að keyra frammúr með því að láta bílinn nánast sleikja hjólið hjá manni. Þetta getur valdið óþægindum og auðvitað má fátt fara úrskeiðis þegar maður er aðþrengdur að bíl.

Ég vil bara minna ökumenn á að hjólreiðamenn eiga sama rétt og bílar á götunum og til þeirra sem flauta og benda á gangstéttirnar þá eru þær hugsaðar fyrir gangandi vegfarendur ekki hjólreiðamenn. Í Englandi er t.d. bannað að hjóla á gangstéttum og það eru bara örfáir áratugir síðan hjól voru leyfð á gangstéttum Íslands og þar erum við einungis gestir því gangandi umferð hefur forgang.

Á meðan aðstæður fyrir hjólreiðamenn eru ekki betri hérna á fróni og við eigum ekki okkar akreinar á götunum þá verðum við að sjálfsögðu að nota það sem er fyrir hendi.


Loksins leið til að brenna hitaeiningum í tölvunni

cateye 

Núna hafa krakkarnir og náttúrulega fullorðnir leikjafíklar enga afsökun fyrir því að hreyfa sig ekki.

Það er kominn stýripinni sem hentar vel í öllum bíla og hjólaleikjum. Cateye hjólið er í raun stýripinni þar sem petalarnir stjórna hraðanum og stýrið beygjunum. Svo eru náttúrulega fleiri takkar á stýrinu fyrir öll aukaatriðin. Þessi stýripinni/þrekhjól passar við Playstation 2 og 3, Xbox, GameCube og allar PC tölvur. Hjólið var hannað af tveim læknum sem höfðu áhyggjur af ofþyngd og hreyfingarleysi barna.

hægt er að kaupa hjólið í Bandaríkjunum á um 350$ og það er hægt að fá það í 2 stærðum.

Er þetta ekki málið í vetur til að blanda saman tölvuleikjum og hreyfingu. 

 


Hjól sem passar næstum í rassvasann

a-bike

Nú er komið á markað minnsta og léttasta samanbrjótanlega hjól sem völ er á. Það er svo lítið að hægt er að taka það með sér í strætó og hafa það við fætur sér, taka það með í leigubíl eða hreinlega að rölta með það í bakpoka þegar maður fer inní búðir. Þetta hjól kallast a-bike. Þetta er algjör snilld og alls ekki svo vitlaust að eiga eitt svona. Hámarkshraði er gefinn upp 24 km hraði og það er einungis 5,5 kíló. Það er hægt að brjóta það saman og taka sundur á innan við 10 sekúndum. Svona hjól kostar 300 dollara í bandaríkjunum og með öllu ætti að vera hægt að flytja það inn fyrir minna en 40.000 kr.

Svo er smá vídeo af einhverjum að brjóta það saman


Obama með hjólreiðar í stefnuskrá sinni

Þýtt úr stefnuskrá Obama: 

obama+bike2"Sem forseti mun Barack Obama byggja á framlagi hans til öldungadeildarinnar um almenningssamgöngur til að tryggja að fleiri Almenningssamgangnaráðuneyti muni setja í samgönguáætlanir sínar að auka notkun hjólreiðamanna á götum og stígum. Hann mun einnig endurupptaka innanlandsstefnu um almenningssamgöngur þvert yfir landið."

 Gaman að sjá að forsetaframbjóðandinn er að reyna að höfða til hjólreiðamanna.

Það væri gaman að sjá hjólreiðar í stefnuskrá stjórnmálaflokka eða einhverja viðleitni íslenskra stjórnmálamanna um heildarstefnu til almenningssamgangna sem myndu gera hjólreiðar að vænlegum valkost. Einnig hugsa ég að hjólreiðamenn eigi eftir að verða stór og áhrifamikill hópur innan fárra ára með hækkandi bensínverði og auknum hjólaáhuga.

Til að gera hjólreiðar að vænlegum valkost þarf að vera auðveldara að komast á hjóli en bíl. Það er ekki gert með því að bíllinn fari 5 km milli sömu staða og hjólið þarf að fara 7 km og stoppa 10 sinnum.

 


Bláalónsþrautin fór vel fram í góðu veðri.

Það vantaði ekki spennuna og tilhlökkun í þátttakendurna sem mættu til að taka þátt í 13. Bláalónsþraut, Hjólreiðafélags Reykjavíkur í morgun. Eftir undanfarna rigningardaga vissu keppendur ekki hvaða verðrum von var á á leiðinni en mættu samt galvaskir með keppnisskapið og viljann að verki fyrir ræsingu þrautarinnar sem fór fram klukkan 10 í morgun.

blaastart
Mikill fjöldi lagði af stað eftir Strandgötu í Hafnarfirði

Það lögðu um 120 þátttakendur af stað í 11° hita og sjö metra suðaustanvind. Þrautin hófst þannig að allir voru ræstir samtímis og hópurinn hélst nokkuð saman fyrstu kílómetrana en fljótlega fór að togna vel á fyrstu og síðustu mönnum. Framanað fór leiðin að mestu fram á malbiki og nýttu keppendur sér það til þess að halda sem bestum hraða og vinna upp sem mestan tíma fyrir djúpavatnsleiðina sem var þónokkuð torfarnari. Gróf möl og ágætispollar drógu úr hraða þátttakanda en allt gekk vel og allir skiluðu sér í mark vel skítugir og sáttir.

pollur
Það var ekki alltaf jafn þurrt á leiðinni

Þegar komið var í mark fengu þátttakendur sér vel að borða af kjötsúpu, ávöxtum og ýmsum kræsingum sem í boði voru. Eftir að hafa kýlt út vömbina drifu allir sig í lónið og var góð stemming á meðan beðið var eftir verðlaunaafhendingu. Ekki kæmi á óvart þó einhverjir hefðu tekið aðeins við sér því sól og 14° hiti var komin þegar komið var í lónið.

Sú nýjung var í þrautinni í ár að hægt var að skrá lið í firmakeppni og tóku 9 fyrirtæki þátt og sigraði lið Dohopmeð þónokkrum yfirburðum. Reglurnar í firmakeppninni eru þannig að 4 - 5 eru saman í liði og er samanlagður tími þriggja fyrstu manna í liðinu tekinn saman og hjóluðu þeir samtals á 6 klukkustundum 16 mínútum og 21 sekúndu eða á um 35 mínútum betri tíma en næsta lið.

dohop
Lið Dohop sem sigraði í firmakeppninni

Sigurvegari Bláalónsþrautarinnar í opnum flokki karla var Hafsteinn Ægir Geirsson og í opnum flokki kvenna var það María Ögn Guðmundsdóttir sem vann sigur úr bítum.

Allar frekari upplýsingar um úrslit og myndir úr mótinu er að finna á heimasíðu Hjólreiðafélags Reykjavíkur www.hfr.is

Myndir teknar af Alberti Jakobssyni.

 


Dæmi um samgönguáætlun fyrir hjólreiðar - ekki íslensk því hún er ekki til.

large_flag_of_norwayÉg tók mig til og las norsku samgönguáætlun þeirra um hjólreiðar og gerði smá útdrátt. Og þar sem norðmenn eru fyrirmyndir okkar í svo mörgu væri óskandi að Íslenska ríkisstjórnin myndi krota saman smá stefnu fyrir næstu ár. Enda sorglegt að lesa í grein í sunnudagsmogganum seinasta að þetta væri allt á valdi sveitafélaganna að mati vegagerðarinnar. Besta dæmið um það er eflaust að ekki hefur verið gerður göngu né hjólastígur frá Akureyrarflugvelli niður í bæ þar sem vegagerðin á veginn, ekki Akureyrarbær. 

Á meðan við Íslendingar eigum ekki stafkrók í samgönguáætlunum um hjólreiðar þá eru Norðmenn að standa sig mun betur en við. Þeir eru búnir að sjá að hjólreiðar eru hagkvæmur kostur fyrir fjármál ríkisins. Þeir eiga meira að segja orðið 2 af 11 hjólavænstu borgum heimsins. 

En hérna er stiklað á stóru í norsku samgönguáætluninni. 

Öryggi
Mikilvægt sé að hættan af dauðsföllum og varanlegum meiðslum hjólreiðamanna meigi ekki vera hærri hjá hjólreiðamönnum heldur en þeim sem ferðast á vélknúnum tækjum. 

Umhverfi
Að ná fram grænni samgöngumáta með öflugum hjólastígum frá úthverfum. 

Hagkvæmni
Norðmenn hafa reiknað það út að sparnaður af hverjum þeim sem velur hjólreiðar sem samgöngumáta sé um hálf milljón íslenskra króna. Þessi útreikningur er fengin út með því að finna kostnað við rekstur vegakerfis, árekstra, meiðsla og fleiru en þessi ávinningur miðast við að samgöngukerfið sé fullbúið fyrir hjólreiðamenn. 

Hlutdeild hjólreiða
Í Noregi eru hjól valin í 4% tilfella fram yfir aðra samgöngumáta en í flestum öðrum Evrópulöndum er það milli 5 og 10%, þar sem Holland er á toppnum með 28%, Svíþjóð með 12% og er markmið Norðmanna að koma þessu hlutfalli í 16% á árinu 2010.Helmingur allra ferða sem farnar eru í Noregi eru styttri en 5 km sem ætti að bjóða uppá að fjölga þeim sem labba eða hjóla þessar ferðir um 50% í bæjum og borgum stærri en 5.000 íbúa. 

Norðmenn vilja hlutdeild hjólreiða sem samgöngumáti í hjólreiðaborgum eigi að aukast um 50%Að fjöldi ferða þar sem reiðhjól er notað eigi að vera í það minnsta 8% af skreppum og öðrum ferðum.  

Að gera það öruggara og meira aðlaðandi að hjóla:
Markmiðinu að auka hjólreiðanotkun geti einungis verið náð með því að hjólreiðar séu öruggar fyrir einstaklinga, sérstaklega þannig að foreldrum finnist börnin sín örugg á leið til og frá skóla.Að hjólaleiðin sé sem styðst og auðveldara sé að komast á hjóli en á bíl á áfangastað.Að hjólaumferð sé gefin forgangur eða jafn réttur ávið bíla á götum og við gatnamót.Gott aðgengi og geymsla fyrir reiðhjól við verslunarmiðstöðvar og samgöngupunkta. 

Til að þetta sé hægt þurfi samhent átak ríkisins, vegamálastofnunar, fyrirtækja, stofnana og hagsmunasamtaka. 

Umferðarreglur
Bæta þurfi umferðarreglurnar til að gera hjólreiðar öruggari og hjólreiðafólk hvatt til að virða nýjar reglur. Öryggisstaðlar verði settar fyrir reiðhjól og hjólreiðamenn þurfi að vera með hjálm og í sýnilegum klæðnaði með endurskinsmerki. Einnig eigi að vera hjólreiðaþjálfun og kennsla fyrir börn. 

Hvatning til hjólreiða
Hvetja eigi til hjólreiða með því að draga úr forgangi bílaumferðar með veggjöldum og bílastæðagjöldum.  

Staðall um hjólastíga
Gerður verði staðall eða leiðbeinandi línur fyrir gerð hjólastíga og það væri ábyrgð ríkisstjórnarinnar að tryggja hjólastíga í borgum og bæjum með fleiri en 5.000 íbúa. Að halda áfram við gerð hjólastíga með þjóðvegum landsins. Sjá til þess að gæði hjólastíga séu góð. 

Góð og örugg hjólastæði
Að tryggja örugg hjólastæði við almenningssamgangnastöðvar og gera tryggar hjólaleiðir frá byggðum svæðum að svoleiðis stöðvum. 

Almenningssamgöngur
Tryggja að hægt sé að taka reiðhjól með í almenningssamgangnatæki utan háannatíma. 

Tenging við atvinnulífið
Vinnuveitendur þurfa að hvetja til hjólreiða. Með uppsetningu sturtu og hvatningu til hjólanotkunar í tengslum við vinnu, örugg hjólastæði, stofna til hjólasamninga og styrkja starfsmenn til hjólakaupa. 

Markaðssetning hjólreiða

Stefna í markaðssetningu hjólreiða sem miðar að öruggum hjólreiðum. Skilboðum til þjóðarinnar um kosti hjólreiða þurfi að fylgja eftir með auglýsingaherferð í hjólabæjum.

Þá er bara að bíða íslensku samgönguáætluninnar.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband