Í gær lenti hjólreiðamaður á Akureyri í því að hjóla þvert fyrir bíl sem hafði keyrt samhliða honum á götuni Hjólreiðamaðurinn var að hlusta á Ipod meðan hann hjólaði. Sjálfur hjóla ég stundum með Ipod en sleppi því alfarið þegar ég hjóla á götunni því að eins óvarinn og maður er gagnvart bílum þá er eins gott að hafa öll skynfæri opin og vera öllu búin.
En svo virðist sem hann hafi ekki heyrt í bílnum og ætlað að þvera götuna og bíllinn skollið á honum eða hann á bílnum.
Lögreglan í Ástralíu hefur sent aðvörun til hjólreiðamanna að hjóla ekki með Ipod eftir að áströlsk kona lést þegar hún hjólaði fyrir bíl í London. Slysið er rakið til þess að hún var að hjóla með Ipod í eyrunum.
Mikil umræða skapaðist á vefnum eftir slysið í Lundúnum og margar greinar voru birtar um hættuna af því að hjóla með tónlist í eyrunum á meðan aðrir bentu á að það ætti þá að banna tónlist í bílum og á mótorhjólum ef banna ætti reiðhjólamönnum að vera með tónlist í eyrunum.
Svo var náttúrulega bent á það að ekki er hægt að einblína á reiðhjólamanninn heldur sé líka um að ræða óttillitssemi bílstjóra við hjólreiðamenn. Þetta leiðindaslys á Akureyri verður vonandi til að farið verði að auka rétt hjólreiðamanna í umferðinni og þeir fái sín svæði til að hjóla á götunni. Styðsta leiðin frá A - B er yfirleitt leiðin sem er hugsuð fyrir bíla, ekki fyrir göngustíga eða hjólreiðastíga, þessvegna neyðumst við oft til að vera á götunni.
Íþróttir | 5.6.2008 | 21:13 (breytt kl. 21:59) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Frétt af textavarpinu:
Fella ætti niður vörugjöld bifreiða
Pétur Blöndal, formaður efnahags- og
skattanefndar, segir nóg að setja
mengunarskatt á eldsneyti. Hins vegar
ætti að fella niður vörugjöld bifreiðar
og bifreiðagjald. Brýnt sé að stuðla að
því að fólk kaupi sér nýja og
umhverfisvænni bíla.
Af hverju bíla
Af hverju á að stuðla að því að fólk kaupi sér nýja og umhverfisvænni bíla ?????? Hvað varð um að fólk veldi sér umhverfisvænni og heilsusamlegri samgöngukost.
Persónulega er bíladýrkun stjórnvalda að kenna hvernig komið er fyrir samgöngum hérna á landi. Ef við værum með aðra valkosti myndum við hugsanlega velja þá.
Hvað þarf til að velja aðra kosti eins og hjólreiðar og hvaða atriði setur fólk helst fyrir sig að hjóla í vinnu.
Það er ekki búið að hvetja fyrirtæki til þess að setja viðunandi aðstoðu eins og sturtu, fataskápa og viðunandi aðstöðu fyrir reiðhjól. Ef fólk gæti geymt jakkafötin í vinnunni og farið í sturtu væri mun vænlegra að hjóla í vinnuna.
Takmarka fjölda bílastæða við fyrirtæki og stofnanir væri stærsta hvatning til notkunar annarra samgöngumáta. Hvert bílastæði gæti hýst allt að 20 reiðhjól. Og hvað ef við værum með skýli sem myndu hlífa hjólum frá rigningu og snjókomu þannig að maður gæti komið að hjólinu sínu þurru og vera ekki hræddur að hjólið myndi ryðga við það eitt að fara í vinnuna.
Tollar og skattur á reiðhjól. Jú öll eigum við hjól en kostnaður við að eiga gott hjól eins og góðan bíl er vandamál fyrir marga. Hjólreiðamaður sem ætlar að hjóla allt árið þarf að fjárfesta í útivistafatnaði, gleraugum og eiga nagladekk þegar það á við. Það er fáránlegt að þurfa að borga 10% toll og 24,5% virðisaukaskatt af vistvænasta samgöngumáta sem völ er á.
Dæmi er að setja nagladekk á hjólið sitt kostar 15.000 kall í dag ef þú getir það sjálfur en ef tollur færi af myndu hjólreiðamenn geta keypt sér nagladekk fyrir innan við 10.000 kall.
Samgöngur
Halló... Jú það er loksins verið að tala um að bæta ferðamáta hjólreiðamanna í Reykjavík með "Grænum skrefum" en hvað um þá sem búa í Hafnarfirði, Kópavogi og Garðabæ og þurfa að ferðast til Reykjavíkur til vinnu. Eða þá sem búa á Hrafnargili og vinna á Akureyri. Nei þeir hafa engan annan kost en bílinn. Er ekki málið að í stað þess að gera öll þessi göng fyrir BÍLA að gera eitthvað fyrir þá sem vilja velja hjólreiðar.?
Ef þú býrð á Akranesi þarf þú að hjóla hvalfjörðinn því ef þú villt fara til Rek til vinnu þá eru hjólreiðar jú bannaðar í göngunum. Og ef þú villt fara frá Hafnarfirði til Reykjavíkur þarftu að vera í rúmlega 1 klst að þvælast eftir ílla lögðu stígakerfi til að komast milli sveitafélaga. Og fyrir þá ferðamenn sem koma til landsins þá þurfa þeir að hjóla eftir Reykjanesbrautinni til að komast til Reykjavíkur. Það versta er að það eru til umræður um að banna reiðhjól á Reykjanesbrautinni, það hvarflaði ekki að neinum að gera hjólastíg... nei best að banna hjólreiðar og sjá hvað gerist.
Uppáhaldið mitt er samt þegar Steinunn Valdís og Ólof Nordal vildu banna hjólreiðar á forgangsleiðum strætó. hvar hefði ég þá þurft að hjóla á Miklubrautinni. Jú milli strætó og umferðarinnar, það væri ekki að setja öryggið á oddinn að leggja af stað í þá ferð.
Skattasparnaður... Jú láta fyrirtæki sem geta sýnt fram á minni bílastæðanotkun og minni notkun bílsins fá einhverja skattaafslætti..... Það eru fyrirtæki og stofnanir á Íslandi að bjóða uppá þetta en af hverju er bara Reykjavíkurborg með þetta í einum af sínum deildum, hver er ríkið í þessu. Ráðuneyti og skrifstofur eru jú allar í nánd hver við aðra... Reykjavíkurborg er búin að kaupa hjól til styttri ferða til að gera snattið "grænna" en ríkið er ekki að gera neitt
Það væri gaman að sjá hvort að hin fína hvataræða Geirs Haarde um að skoða aðra valkosti en bílinn myndi skila sér til ríkisstjórnarinnar og þeirra sem hennar tilheyrir.
svo maður noti slagurð vínbúðanna í nýju auglýsingunum "´þú verður ekki svín af því að ferðast "green""
Geir.... þú verður meir ef þú hjólar þannig að endilega farðu að vinna að bættri hjólreiðanotkun á íslandi.
Íþróttir | 4.6.2008 | 23:12 (breytt kl. 23:36) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vefskráningu í Bláalónsþrautina er til 6. júní á www.hfr.is og endilega kynna sér þrautina og taka þátt. Eins og kemur fram hér neðan þá geta allir tekið þátt.
Efni um hjólreiðar
Ég verð sjaldan jafn glaður en þegar ég sé fólk með sömu áhugamál og stefnur á blogginu sínu og ég. En í dag birtist alveg frábært blogg og það var birt á einum af þessum tenglavefjum okkar íslendinga.
Þetta er góð lesning og slóðin á boggið eða "vefritið" eins og það er kallað er hægt að nálgast hér
Málið er að það eru fleiri og fleiri fjölskyldur að tileinka sér reiðhjólið sem samgöngumáta og fleiri og fleiri fjölskyldur eiga ekki bíl lengur. Þetta hefur oft ekkert með efnahag að gera heldur sjónarmið.
Góð sjónarmið til að velja geta verið:
Heilbrigði:
Fullorðnir:
Fullorðnir þurfa á hreyfingu að halda og rannsóknir sýna að þeir sem hjóla lifa lengur og eru með langtum betri æðakerfi og betra hjarta en þeir sem ferðast allra sinna ferða án áreynslu.
Börn:
Börn eru oft keyrð í skólann, keyrð á æfingu og keyrð til vina en kannski er það vandamálið með þessa kynslóð barna sem allir kenna tölvuleikjum um að séu of feit eða ekki í formi að þau eru keyrð allra sinna ferða. OK leyfið kannski börnunum að hanga í tölvuleikjum en ekki bæta ofan á það með leigubílaakstri. Grunnhreyfing barna getur alveg komið úr daglegum samgöngum þó þau séu ekki æfandi íþróttir.
Hagkvæmni:
Rekstur bílsins:
Það eru nokkrir kostnaðarliðir við rekstur bíls. Lánið í myntkörfu sem hefur hækkað um helling frá upphafi, Tryggingar hafa hækkað langt umfram verðlag og svo er það rekstur bílsins. Þá er ég ekki bara að tala um eldsneyti heldur bremsuklossa, olíuskipti, slitna hluta bílsins, þrif, bón og allt sem fylgir því að eiga bíl. Sjálfur reiknað ég út að það kostaði mig rúmlega milljón á ári að eiga bíl meðan ég rak slíkan. Fyrir þann pening gæti ég keypt mér 10 - 20 reiðhjól og rekið þau allt árið og notað strætó þegar ég nennti ekki að hjóla heim.
Heilsan:
Heilbrigði og heilsa eru jú oft tengd saman en heilsubótin sem fæst úr hjólreiðum verður aldrei of oft sögð. Þeir sem hjóla eru betur til fallnir en flestir aðrir. Enda hefur það komið í ljós að þeir sem hjóla til vinnu eru sjaldnar veikir og þeir þjást ekki af slitmeiðslum eins og þeir sem stunda aðrar íþróttir. Auk þess sem grunnþjálfun fyrir flestar aðrar íþróttir er farin að eiga sér stað á reiðhjóli. Það er meira að segja svo langt gengir að maraþonhlauparar eru farnir að hjóla sér inn þol til þess að spara mjaðmir og hné.
Líkaminn:
Málið er með hjólreiðar að á hjólinu getur þú stundað hina fullkomnu áreynslu án þess að slíta líkamanum ef að hjólið er rétt stillt. Hné, Mjaðmir, bak og fleiri álagspunktar í flestum íþróttum eru súkkat í hjólreiðum. Sjálfur er ég með vatn og hrufur undir vinstri hnéskel og eftir að hafa verið of þungur var ég slæmur í mjöðm en þetta hvarf allt við hjólreiðar og ég styrkti vöðva, sinar og sál.
Sál:
Ég hef oft sagt að ég þurfi að fá sálfræðimeðferð við öllum mínum kvillum enda á ég langa sjúkrasögu að baki með blæðandi magasár útaf bakteríu í maga og fleira en það góða er að eina íþróttin sem hægt er að byrja að stunda fljótt eftir sjúkrahúslegu eru hjólreiðar. Enda veita hjólreiðar manni hið fullkomna frelsi. Þegar ég hjóla kem ég engu neikvæðu að hjá mér né nokkur annar sem ég þekki. Þetta er hin fullkomna ástand af frelsi, þeas að hjóla
Ég hef notað þá skemmtilegu leið í svokölluðu "recovery" að fara bara með strákana mína að hjóla 10 - 30 km rúnt og þeir eru 6 og 10 ára. En málið er að það geta allir hjólað 30 km ef þeir taka það bara á réttum hraða. Og að vera slappur, þreyttur eða finnast maður ekki geta neitt þá kemst ég alltaf að því að get allt á hjóli og að fara 50 km rúnt á stígakerfi Reykjavíkur er engum ofviða ef þeir bara taka það á sínum hraða.
Það er til gott slogan sem prentað er á boli í útlöndum sem er "get a live - get a bike"
en í mínu tilviki er það "after I got að bike, I got a live"
Íþróttir | 4.6.2008 | 21:22 (breytt 5.6.2008 kl. 11:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á hjólhest
Gísli Marteinn held ég að hafi veðjað á réttann hest þegar hann fór að vera í forsvari fyrir Grænu skrefin, því þau eru hreint frábær.
Gísli hefur skemmtilega evrópska sýn á Reykjavík og er fyrsti hjólreiðapólitíkusinn sem ég veit um. Vissulega er vitað að Mörður Árna hjólar margra sinna ferða og vonandi fleiri.
Það þýðir ekki bara að setja útá það verður að hrósa þegar vel er gert
Í fyrsta skipti hef ég það á tilfinningunni að úrbót í samgöngumálum sé að verða hjá okkur hjólreiðamönnum í Reykjavík.
Svo virðist sem næstu skref "Grænna skrefa" sem eru að fórna akgrein fyrir hjólarein með suðurgötu og að aðskilja göngustíga frá hjólastígum milli Ægissíðu og Elliðárdals auk fleiri krefjandi leiða séu ekki bara eitthvað sjónarspil pólitíkusa heldur metnaðarfullt og frábært framtak.
Svo er ekki hægt að komast hjá því að hrósa Morgunblaðinu fyrir umfjallanir sínar um hjólreiðar undanfarnar vikur. Fjölmargar greinar og úttekktir á aðstæðum hjólreiðamanna og birting innsendra greina hefur verið til fyrirmyndar. Besta dæmið er líklega 3ja síðu umfjöllun um aðstæður hjólreiðamanna og umfjöllun um Grænu skrefin í Sunnudagsmogganum.
Í þeirri grein er rætt við Gísla Martein borgarfulltrúa , Pálma Freyr hjá umhverfissviði borgarinnar og Sesselíu Tómasdóttur hjá Landssamtökum hjólreiðamanna.
Í greininni leggur Gísli mikið uppúr öryggi hjólreiðamanna í umferðinni og fær hann sérstakt hrós fyrir að ætla Ósabraut sérstaklega fyrir hjólandi og gangandi umferð. Frábær tilfinning að leið sé gerð einungis til að stytta leið hjólreiðamanna úr Grafarvogi að stígnum við Sæbraut.
Pálmi Freyr hefur lengi verið til fyrirmyndar íi umfjöllun sinni um hjólreiðar ogég er einstaklega hrifinn af 15 mínútna kortinu sem kemur fram í greininni. 15 mínútna kortið var gert þannig að hann hjólaði í 15 mínútur í mismunandi frá Kringlunni og skráði niður hversu langt hann komst á þeim tíma sem voru um 4,8 km radius. Snilldarhugmynd sem sýnir svart á hvítu skilvirka yfirferð hjólreiðamannsins án áreynslu.
Svo ætla ég að hrósa Sesselju úr Landssambandi hjólreiðamanna fyrir frábæra hlið hennar á aðstoðu okkar hjólreiðamanna í greininni án þess að vera of dómhörð heldur einungis raunsæ. Þar benti hún sérstaklega vel á kosti reiðhjóla í umferðinni og biðlaði til bílstjóra að sýna hjólreiðamönnum aukinn skilning.
Ég setti greinina í heild sinni í pdf formi á bloggið mitt því hún er góð lesning fyrir alla hvort sem þeir eru hjólreiðamenn eða bílsstjórar sem þurfa að vera með hjólreiðamönnum í umferðinni.
Hægt er að nálgast greinina með því að smella hér.
Í greininni minntist Pálmi á góðar tengingar fyrir hjólreiðamenn milli austurs og vesturs, meðal annars meðfram Miklubrautinni. Málið er að það er ekki auðvelt að ferðast með Miklubrautinni frá austri til vesturs þar sem margar götur þarf að þvera og því tímafrekt og oft áhættusamt að fara yfir götur á annatímum. Margar hægri beyjur eru án ljósa á leiðinni. Það hefði mátt nýta tækifærið meðan verið er að gera forgangsakbraut fyrir strætó frá Grensásvegi að Kringlumýrarbraut og hafa hana aðeins breiðari og gefa okkur hjólreiðamönnum okkar hjólarein samhliða forgangsakgreininni.
Íþróttir | 2.6.2008 | 22:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tour de France meistarinn Alberto Contador er fyrsti erlendi keppandinn til að vinna Ítalíuhjólreiðarnar (Giro d'Italia) síðan 1996. En sigurvegarar ítalíuhjólreiðanna hafa verið heimamenn síðastliðin 12 ár.
Spánverjinn sigraði heimamanninn Riccardo Ricco með einni mínútu og 57 sekúnndum betri heildartíma allra dagleiðanna, þrátt fyrir að hafa ekki náð að sigra eina einustu dagleið af þeim 21. sem hjólaðar voru.
Marzino Bruseghin var svo þriðji á 2:54 lakari tíma en Contador.
Á lokadagleiðinni sem var 28,5 km tímataka frá Cesano Mademo til Milan var Marco Pinotti fljótastur á 32:45.
"þetta var erfið keppni og það voru margir keppendur sem hefðu getað unnið, sem gerir það jafn ánægjulegt og að sigra Tour de France eða jafnvel ánægjulegra", sagði Contador, sem er aðeins annar af tveimur spánverjum nokkurntíma til að vinna ítalíuhjólreiðarnar.
Sigur Contador var stórkostlegt afrek þar sem liðinu hans Astana var boðið að taka þátt í keppninni með einungis viku fyrirvara.
Lokastaða Ítalíuhjólreiðanna
1 A Contador (Sp) 89klst 56min 49
2 R Ricco (It) @ 1min 57sek
3 M Bruseghin (It) @ 2:54
4 F Pellizotti (It) @2:56
5 D Menchov (Rus) @ 3:37
6 E Sella (It) @ 4:31
7 J Van den Broeck (Bel) @ 6:30
8 D di Luca (It) @ 7:15
9 D Pozzovivo (It) @ 7:53
10 G Simoni (It) @ 11:03
Íþróttir | 1.6.2008 | 18:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Framtíðin í reiðhjólum ?
Það eru nokkrar skemmtilegar myndir til af hugmyndahjólum framtíðarinnar á netinu og ég tók nokkrar og setti smá skýringartexta við þær. Þetta eru misskemmtilegar hugmyndir en vissulega myndu svona hjól vekja athygli útá götu. Þessar hugmyndir eru frá hönnunardeild BMW og Specialized.
Skemmtilega útfært hjól framtíðarinnar. Engin nöf á afturdekkinu og engin keðja. Framdekkið er einnig með nýrri útfærslu þar sem stórt op er í miðjunni á því og útjaðrar gatsins tengjast stellinu. Svo er bara spurning hvernig svona hjóli er stýrt en vissulega skemmtileg hönnun.
Frekar hefðbundið hjól á allan hátt. Gaffall og stýri tengjast og ekki ólíklegt að það sé keðja í þessu plastboxi. Einnig hefðbundnar. Í raun ekkert framtíðarlegt við þetta
Þetta hjól eins og það á undan hefur ekki margt framtíðarlegt við sig. Sýnileg keðja og hefðbundinn gaffall og stýri sem tengist gafflinum. En samt er útfærslan á tengingu afturhjólsins við stellið athyglisverð og spurning hvort það sé eitthvað hinu megin á afturdekkinu sem við sjáum ekki. Útfærslan á sætinu er samt mjög spés og örugglega ekki mjög þægileg.
Þarna erum við svo með skemmtilega útfærslu af stelli. Eins óhefðbundin og hún getur verið. Engin tengsl milli stýris og framdekks og gaman að vita hvernig svona hjóli sé beygt til hægri eða vinstri. Það virðist ekki vera keðja og á sama hátt og á hjóli hér að ofan er framfelgan fest á óhefðbundinn hátt.
Þarna erum við með sniðugt hjól. Svo virðist sem engin keðja sé og sætið og stýrið er frekar framúrstefnulega sett upp. En dekkin eru með hefðbundnum nöfum og diskabremsum. Einnig er notast við hefðbundinn þríhyrning á rammann til að festa afturdekkið. En flestir rammar eru með svokallaðri Diamond uppsetningu í dag þar sem 2 þríhyrningar eru festir saman og svo skellt gaffli framan á. s.s. hefðbundinn aftari helmingur.
Þetta hjól er næstum alveg eins og hjólið hér að ofan nema að allt bendir til þess að það sé keðja á því sem er mikill mínus. Það virðist líka ótrúlega stutt á milli sætis og stýris þannig að þetta yrði seint þægilegt hjól til lengri hjólatúra. Svo sé ég ekki tilganginn með þessum "bensíntank" þarna ofan á hjólinu þar sem öll stefna í hjólum nútildags er að hafa þau sem efnisminnst og með sem minnsta vindmótstöðu.
Þetta hjól lítur út eins og gamalt mótorhjól og í raun ekkert framúrstefnulegt við það. Allavega ekki reiðhjólalega séð. Það eina sem er ekki hefðbundið við það er að það er búið að troða fullt af plasti á það og svo er ekkert naf á framhjólinu og gaffallinn einungis festur öðru megin.
Íþróttir | 1.6.2008 | 14:07 (breytt 8.6.2008 kl. 17:03) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skráning í BláaLónsÞrautina.
Keppendur skrá sig á heimasíðun HFR Smella hér til að skrá
Keppnisgjald er 1500 kr á mann.
Netskráning lýkur 5 júní. Eftir 5 júní verður einungis hægt að skrá sig á keppnisdag og hækkar gjaldið í 2500 kr á mann. Það er til mikillar hagræðingar fyrir keppnisstjórn að keppendur skrái sig sem fyrst til keppni!!!
Bláalónsþrautin á fjallahjóli er fyrst og fremst almenningshjólreiðamót og tilvalið fyrir fólk sem er að byrja sinn hjólreiðaferil að taka þátt!
Boðið er uppá liða og firmakeppni.
Hægt er að sjá upplýsingar um þrautina á heimasíðu Hjólreiðafélags Reykjavíkur á www.hfr.is og smella þar á Bláalónshlekkinn hægra megin.
Íþróttir | 30.5.2008 | 19:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er mikilvægt að við hjólreiðafólk látum í okkur heyra og förum á http://12og.reykjavik.is/Overview.aspx og finnum þar mál 2070 og merkjum að við séum mjög hlynnt því með því að smella á grænu örina. Þetta væri langstærsta samgöngubót fyrir hjólreiðafólk í Reykjavík þannig að endilega verum samstíga og tökum þátt í tillögunni. Hér má sjá tillöguna: Lýsing Mál 2070 | ||
Nú er verið að leggja forgangsakrein á Miklubraut milli Grensásvegar og Kringlumýrarbrautar. Ég skora á Reykjavíkurborg að leggja aðgreinda hjólreiðabraut samhliða þessum framkvæmdum þar sem breyta þarf gatnamótum á minnst tveimur gatnamótum. Það er aðeins tvíverknaður að ætla að leggja hina löngu tímabæru hjólreiðabraut einhverntíma seinna. Hér er tækifæri fyrir Reykjavikurborg til að sýna viljan í verki og bæta aðstöðu hjólreiðafólks með augljósum hætti. Ég óska eftir að þessari beiðni verði svarað með tölvupósti áður en framkvæmdum likur við forgangsakreinina. "
|
Íþróttir | 29.5.2008 | 14:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þá er það komið á hreint að rétt tæplega 5000 manns notuðu reiðhjól til að ferðast til og frá vinnu á einhverjum tímapunkti í hinu frábæra verkefni hjólað í vinnuna.
Það er ekki undarlegt að maður spyrji sig að ef kílómetrafjöldinn sem farið var 410.398 km hversu mikill hefði hann verið hefðu verið hjólastígar meðfram stofnæðum og götum í borginni.
Ég er 3 km styttra að fara úr grafarholti niður bæ eftir miklubraut en eftir hjólastígakerfinu gegnum elliðárdal og fossvog. Hversu styttra er að fara vestur úr bæ uppí borgartún ef maður notar göturnar og hversu miklu fljótari væri maður að fara þessa leið ef maður væri ekki að hjóla á gangstéttum.
Ef hjólreiðamaður fer eftir gangstígum meðfram götum og þarf að stöðva við hver gatnamót og bíða þess að komast yfir eða allavega til þess að athuga hvort öruggt sé að fara yfir. En þá heldur hann að jafnaði ekki hraða til þess að nýta sér reiðhjólið.
En á reiðhjólastíg meðfram stofnbrautum og götum þar sem hjólreiðamaðurinn þyrfti einungis að fylgja þeim reglum sem götuljós og biðskyldur krefjast (sjá mynd) þá væri miklu minna um stopp og yfirferðin væri meiri og þar með væri reiðhjólið samkeppnishæfari kostur í samgöngum í Reykjavík.
En að lokum fleiri skemmtileg tölfræði úr verkefninu.
431 fyrirtæki tók þátt og liðin voru 1017
Þátttakendur voru 7000 og 69% af þeim hjóluðu eða um 5000
Hjólaðir voru 410.398 km sem eru 306 hringir kringum landið
um 45.000 lítrar af eldsneyti spöruðust og innflutningur á jarðefnaeldsneyti dróst saman um 375 tonn.
og 80 tonn af útblæstri fóru ekki útí loftið.
Það má segja að þetta sé stórsigur fyrir hjólreiðar á íslandi og vonandi verður þessu fylgt eftir með áframhaldandi notkun á reiðhjólinu í sumar og vonandi vetur.
Sniðugt er fyrir alla þessa hjólakappa að fylgja eftir þessum góða árangri með því að taka þátt í Bláalónsþraut hjólreiðafélags Reykjavíkur þann 8. júní næstkomandi. sjá heimasíðu þrautarinnar
http://www.hfr.is/blaa/upplysingar.asp?m=5
Íþróttir | 28.5.2008 | 19:34 (breytt kl. 19:37) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sem Akureyringur að upplagi er ég einstaklega ánægður með að sjá það að minn gamli heimabær ætlar að verða fyrstur til að setja upp almennilega samgönguáætlun fyrir hjólreiðamenn og reyna að gera hjólreiðar að valkost sem samgöngumáta.
Verkfræðistofan mannvit hefur undanfarið ár verið að vinna fyrir þá tillögur sem þeir hafa skilað til bæjarins og eru þær þar til umfjöllunar og er ekki lengi að vænta þar til hægt verður að fá að sjá hvernig bærinn hyggist bera sig að.
Ég hafði samband við Mannvit og óskaði eftir að fá hugmyndirnar sendar en fékk þau svör að ekki væri hægt að senda mér þær þar sem þær væru enn til umfjöllunar hjá bænum.
Til hamingju Akureyrarbær með þetta frábæra framtak og vonandi að það verði öðrum sveitafélögum til fyrirmyndar.
Íþróttir | 27.5.2008 | 12:42 (breytt kl. 12:45) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég var ótrúlega hrifinn af því að sjá nýtt "slógan" Fjallahjólaklúbbsins á glænýrri vefsíðu þeirra "Fyrir alla sem nota reiðhjól sem samgöngutæki". Þetta er einmitt það sem vantaði í vefflóruna á íslandi, að stefnan væri sett á hjólreiðar sem samgöngutæki.
Flestir hugsa um hjólreiðar sem sunnudagshreyfinguna eða smá helgarsport. Það er meira að segja til hugtak á ensku yfir fólk sem stundar svokallaðar helgarhjólreiðar, weekend warriors.
Ég var lengi vel svona "weekend warrior" og naut þess og kom reglulega stoltur heim yfir að hafa rennt nokkra kílómetra á hjólinu mínu. En eftir því sem á leið fór ég að átta mig á að hjólreiðar eru ekki bara stundargaman eða líkamsrækt. Hjólreiðar eru góður möguleiki sem samgöngumáti.
Sjálfur bý ég í grafarholti sem er þónokkuð langt frá miðbæ Reykjavíkur eða um 13 km eftir stígakerfi borgarinnar og þónokkuð styttra ef ég hjóla eftir stofngötum eins og vesturlandsveg og miklubraut.
Ég uppgvötaði eins og margir hjólreiðar sem samgöngumáta í hinu frábæra verkefni borgarinnar, Hjólað í vinnuna og hef síðan nýtt mér reiðhjólið til samgangna þegar það hefur hentað. Ég á bíl og ferðast á honum ennþá svosem með fjölskylduna í Smáralind og flest sem ég þarf að fara með fjölskylduna.
Sjálfur fer ég þó flestra minna ferða á reiðhjóli yfir daginn, í bankann, í vinnu og eiginlega allar skreppur innan ákveðins radíus. Þetta sparar mér þónokkra fjármuni í hverjum mánuði og mér reiknaðist svo til um daginn að það kostaði mig ca. 400-500 kr að keyra niður í miðbæ úr grafarholti og heim. En þegar ég fer það á reiðhjóli þá kostar það mig í mesta lagi þónokkrar hitaeiningar.
Ég byrjaði að hjóla fyrir um 3 árum síðan að alvöru og hef síðan misst allmörg kíló og náð alveg undraverðum árangri í almennri heilsu. Ég er með stöðugan blóðþrýsting sem ég var ekki með, ég er með þrek vel yfir meðallagi fyrir 35 ára karlmann og ég fæ bestu mögulegu sálfræðiþjónustu þegar ég er á reiðhjólinu því frelsið og ánægjan af því að hjóla er alveg ótrúleg.
Þegar ég les erlendar greinar um hið svokallaða frelsi sem fæst í því að hjóla þá get ég svo sannarlega tekið undir það og vil hvetja flesta til að hjóla sem mest.
Á næstunni ætla ég að birta pistla á blogginu mínu um mismunandi gerðir reiðhjóla og ábendingar við val á hjóli auk þess sem ég ætla að rita nokkra pistla um hvernig maður á að bera sig að við að hjóla á götum borgarinnar.
Að lokum við ég fara aftur að upphafi greinarinnar og hvetja fólk til að lesa og fylgjast með nýrri og glæsilegri heimasíðu fjallahjólaklúbbsins www.ifhk.is.
Þar undir er einnig að finna skemmtilega umræðusíðu þar sem hægt er að bera fram spurningar um hjólreiðar og þær sem samgöngumáta og ég efast ekki um að þar munu sérfræðingar klúbbsins leggja sig fram um að veita sem best svör við hverju sem þú villt vita.
Íþróttir | 26.5.2008 | 23:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hérna eru nokkrar hugmyndir sem hægt væri að framkvæma í miðborg reykjavíkur til þess að auka hag almenningssamgangna, hjólreiða og fá fólk til að ganga meira.
Allar eiga þessar hugmyndir það sameiginlegt að draga úr mengun, einfalda gatnakerfið,draga úr bílastæðaþörf og svo yrði náttúrulega hljóðlátt og yndislegt að vera í miðborginni.
.
Takmarka akstur stærri bíla inní miðborgina eins og stórra jeppa.
Setja tollhlið inní miðborgarsvæðið líkt og gert hefur verið í london
Bjóða uppá betri aðstæður fyrir reiðhjól í strætó eins og hjólagrind framan á vagninn líkt og gert er sumsstaðar í USA.
Gera almennilega aðstöðu fyrir reiðhjól í miðbænum þar sem fólk getur geymt hjólin sín í skjóli og jafnvel læst inni. Hægt væri að geyma allnokkur reiðhjól í hverju bílastæði.
Hafa hjólaleigu eða ókeypis hjól við strætisvagnastöðvar í miðborginni þar sem fólk getur tekið hjól á einni stöð og skilað á næstu.
Merkja gatnakerfið í miðborginni þannig að bílar og reiðhjól samnýti það og setja 15 - 30 km hámarkshraða á þeim götum sem við á.
Takmarka stöðumæla þannig að einungis sé hægt að kaupa 1 klst í stöðumæli í einu.
Það þarf náttúrulega ekki að framkvæma þetta allt saman eða allt í einu. Aðaltilgangurinn er að stuðla að hreinna lofti, heilsusamlegri samgöngum og að öryggi annarra en bíla í umferðinni.
Vandamálið í Reykjavík og á Íslandi er að öryggi ökumanna eru alltaf í fyrirrúmi. Fyrst er teiknað hvar bíllinn á að komast, svo er gert ráð fyrir gangandi vegfarendum og svo að lokum er ekkert hugsað um hjólreiðamanninn.
Vandamálið er að hjólreiðafólk notast ekki við hjól bara sér til heilsusamlegrar hreyfingar heldur til samgangna og á meðan það er ekki pláss fyrir okkur á götunum þurfum við að notast við gangstéttar. Að hjóla á gangstétt er tímafrekt vegna allra gatnamóta sem fara þarf yfir og tímafrekt því ekki má stefna öryggi gangandi vegfarenda í hættu með hraða á göngustígum.
Núna er kominn tími til að hjólið fái sinn séss í umferðinni og það er enginn betri staður til að byrja á heldur en að fegra og hreinsa miðborgina með bættum hjólreiðasamgöngum.
Og ég er nokkuð viss um að með góðri aðstöðu fyrir hjólreiðafólk í miðbænum myndi fjölga á kaffihúsum og betri stemming skapast í miðborginni.
Íþróttir | 26.5.2008 | 11:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ekki vera leigubíll - leyfðu barninu að hjóla í skólann
Hjólandi börn eru sjálfstæð, full af sjálfstrausti og hraust. Aðeins 15 mínútur af hjólreiðum í skólann og heim myndi breyta miklu í heilsu barnsins þíns, venja barnið á heilsusamlegan lífsstíl sem gæti enst því ævina.
Eitt af hverjum þrem börnum langar að hjóla í skólann
Eitt af hverjum þrem börnum vill fá að hjóla í skólann.
Í Englandi 8.3 milljónir barna ferðast til skóla á hverjum degi. Rannsóknir hafa sýnt að aðeins lítið brot skólabarna fara á hjóli til skóla (undir 2%), þrátt fyrir að eitt af hverjum þrem börnum langi til þess.Flest börn fá ekki næga hreyfingu
Sérfræðingar setja að til að halda sér í formi þurfi börn í það minnsta eina klukkustund af líkamlegri áreynslu á hverjum degi, s.s. að ganga rösklega eða hjóla. En aðeins sex af hverjum tíu drengjum og fjórar af hverjum tíu stúlkum ná að uppfylla þessa hreyfiþörf.
Sjónvarp og tölvuleikir geta verið hluti af vandanum. Einnig er það að við erum búin að venja börnin okkar á að vera keyrð í skólann og á aðra staði sem eru vel innan þeirrar vegalengdar sem börnin gætu hjólað eða gengið á. Hjólreiðar eru ein besta hreyfing sem þú getur fengið. Læknar segja að fullorðnir sem hjóla reglulega hafi að jafnaði úthald á við fólk sér tíu árum yngra.
Hjólreiðar gera þig hraustari, auka athyglisgáfu og klárari
Heilsusamlegri lífstíll sem er haldið áfram inní unglingsárin myndi auka líkur þess að barnið muni lifa löngu og heilsusamlegu lífi. Kyrrseta og hreyfingarleysi er mun algengari ástæða hjartasjúkdóma en reykingar. Samt þætti okkur mun skelfilegra að sjá barn reykja.
Dagleg hreyfing hefur marga kosti sem koma strax í ljós. Hreyfingar styrkir beinabyggingu, vöðvastyrk, liðamót, bætir athyglisgáfu gegn hættum og eykur námsfærni.
Kennarar segja að börn sem gangi eða hjóli til skóla komi hressari og andlegar tilbúnari fyrir daginn en þau sem er keyrt til skóla, og nýleg bandarísk rannsókn sýnir jákvæða tengingu milli líkamlegrar áreynslu og árangurs í prófum.
Hjólreiðar ala á sjálfstæði
Samkvæmt rannsókn sem gerð var að YouGov fyrir Cycling England, börn sem eru keyrð í skólann eyða að jafnaði 2 tímum og 35 mínútum á viku í bíl. Sem jafngildir um 8% af viðveru í skóla miðað við að börn sem ganga eða hjóla til skóla eyða einunigis 5% í bíl á viku.
Með því að leyfa barninu að koma sér sjálft til skóla ert þú að hjálpa þeim að verða sjálfstæðari og gefa því meira sjálfstraust, sem er mjög mikilvægt þegar barnið er að þroskast. Ferðin til skóla er fullkomið tækifæri fyrir barnið að læra að passa sig í umferðinni og aðra lífsleikni.
Fyrir mörg börn eru hjólreiðar einfaldlega skemmtilegri og félagslegri ferðamáti til skóla en með bíl og þau njóta til fullnustu þess frelsis sem það veitir þeim.
Hjólreiðar eru góðar fyrir umhverfið
Ef fleiri börn myndu hjóla til skóla væri það einnig gott fyrir umhverfið, bæði á fyrir umhverfi barnsins og allann heiminn.
Þér finnst kannski að einum færri bíl á morgnana muni ekki breyta öllu. En því fleira fólk sem ákveður að keyra ekki börnin þeim mun öruggari mun umhverfi skólans verða. Og auðverldara verður að hvetja aðra til að gera það sama.
Að auka öryggi barnsins í umferðinni
Við þekkjum kostina, hvað er þá að stoppa okkur í að leyfa börnunum okkar að hjóla ?. Öryggi er yfirleitt aðalástæða margra foreldra.
Sem betur fer þá eru alvarleg slys barna á reiðhjólum fátíð og nánast óþekkt mun færri en slys gangandi barna og farþega í bíl. Færri en 20% allra slysa á börnum í umferðinni eru börn á leið til skóla.
Áhættan af ferðinni til og frá skóla er ekki réttlætanleg ástæða fyrir því að börnin fái ekki næga hreyfingu. Árið 2000 á Englandi létust 125 hjólreiðamenn í umferðinni og þar af voru færri en 20 af þeim börn. Á Sama ári létust 125.000 manns af kransæða og hjartasjúkdómum og þar var talið að 45.000 af þeim hefðu orsakast af hreyfingarleysi og kyrrsetu.
Farðu með barninu þínu yfir leiðina í skólann og bentu á leiðir og hættur og hvernig best er að breðast við aðstæðum sem geta komið upp og það mun koma þér á óvart hversu auðvelt það er að kenna barninu að vera í umferðinni.
Ótrúlegir fjármunir sem fara í að keyra börn í skóla
Samkvæmt rannsókn gerð af YouGov fyrir Cycling England, foreldrar 11-18 ára hefðu getað sparað 520 milljónir punda á ári ef barnið þeirra hefði hjólað til skóla í stað þess að vera keyrt.
Hvar geta börn nýtt hjólin sín.
Börn geta hjólað til skóla, vina, á íþróttaæfingar, til tónlistarkennara, í sund, til vina og svo sér til ánægju. Ekki taka það frá börnum að nota hjólin sín því ef barnið er með lás á hjólinu sínu þá er hjólið tryggt og þú færð það alltaf bætt ef því verður stolið.
Íþróttir | 24.5.2008 | 10:26 (breytt kl. 14:38) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þessa dagana fer fram ítalíukeppnin í hjólreiðum Giro D'Italia sem er næst stærsta hjólamót ársins á eftir Tour de France.
Keppnin er búin að vera spennandi og skemmtileg og í dag fór fram 9. dagleið keppninar.
En ítalinn Daniele Benatti stóð í æsilegum lokasprett til að sigra níundu dagleið Ítalíukeppninar í hjólreiðum
Bennati vann með rétt hálfu framhjóli framar en Paolo Bettini.Ástralinn Robbie McEwen var svo þriðji yfir línuna.
Þetta var annar sigur Liquigas(Cannondale) keppandans í þeim 9 dagleiðum sem búnar eru en hann var einnig fyrstur á þriðju dagleið keppninar
Keppandinn Giovanni Visconti úr Quick Step liðunu er enn fyrstur í heildarkeppninni.
"Ég tók nokkrar áhættur en það mikilvægasta er að ég var fyrstur" sagði Bennati
"Ég var að fara að renna yfir línuna fagnandi þegar ég sá að Paolo var að komast uppað mér þannig að ég gaf allt í þetta og rétt hafði sigur"
"Mér þykir leitt að ég vann hann því ég veit að þessi dagleið var við heimabæðinn hans, en ég vildi vinna því þetta er eina dagsleiðin í Tuscany þar sem ég bý"
"Við fögnuðum hvor öðrum eftir lokasprettin, við erum óvinir á brautinni en við erum góðir vinir þegar við erum ekki öxl í öxl á hjólunum"
Bennati er líklegur að vinna á dagleiðum 12 til Capri á þriðjudag og svo dagleið 13 til Cittadella á föstudag áður en keppnin færist uppí fjöllin.
"Það eru ekki margar dagleiðir sem henta spretthjólurum í þessari Giro keppni og það eru í rauninni bara 2 dagleiðir á jafnsléttu í allri keppninni" sagði hann.
Það er svo vel þegið frí í keppninni á mánudag.
Hún heldur svo áfram á þriðjudag með 39,4km tímatöku frá Pesaro til Urbino.Hægt er að fylgjast með keppninni á Eurosport á daginn og hér má finna heimasíðu keppninnar á ensku.
Það munaði ekki miklu í sigrinum hjá Bennati í dag
Giro d'Italia, níunda dagleið:
1. D Bennati (It/Liquigas) 5klst 30min 06sek
2. P Bettini (It/Quick-Step) =
3. R McEwen (Aus/Silence-Lotto) =
4. E Zabel (Ger/Milram) =
5. K Fernandez (Sp/Euskaltel) =
6. R Foerster (Ger/Gerolsteiner) =
7. M Cavendish (GB/High Road) =
8. T Dall'Antonia (It/CSF Group) =
9. J Dean (NZ/Slipstream) =
10. A Usov (Blr/AG2R) =
Heildarstaðan:
1. G Visconti (It) 42 klst 14 min 16 sek
2. M Russ (Ger) @ 9 secs
3. G Bosisio (It) @ 5:53
4. D Di Luca (It) @ 7:27
5. E Sella (It) @ 7:32
6. R Ricco (It) @ 7:33
7. F Rafael Cardenas (Col) @ 7:46
8. A Contador (Sp) @ 7:56
9. F Pellizotti (It) @ 8:11
10. V Nibali (It) @ 8:15
Íþróttir | 18.5.2008 | 23:44 (breytt 19.5.2008 kl. 12:37) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er gaman að því hversu góð þáttakan er í Hjólað í vinnuna. Ótrúlegur fjöldi þáttakanda og allir að komast í betra form með hverjum deginum.
Bláalóns þrautin.
8. Júní næstkomandi heldur Hjólreiðafélag Reykjavíkur Bláalónsþrautina .
Bláalónsþrautin hefur stækkað ár frá ári og er orðin mikill hluti þeirra hjólreiðarstemmingar sem er að myndast á íslandi og í fyrra tóku 160 manns þátt í þrautinni.
Þáttakendur eru ræstir úr Hafnarfirði og hjóla í Bláa Lónið eftir malargötum og malbiki. Þegar í Bláa Lónið er komið er öllum keppendum boðið uppá heitt snarl og svo er Ókeypis í Bláa Lónið. Á leiðinni er drykkjarstöð þar sem þáttakendur geta stoppað og fengið sér smá orkugefandi drykk áður en haldið er áfram.
Það sem er skemmtilegast við þessa þraut er að þetta er fyrir flestum meiri keppni við sjálfan sig en aðra. Brautin er ekki mjög erfið og því ættu flestir að geta klárað og fá til þess þann tíma sem þeir þurfa. Þáttaka er líka frábær leið til þess að stimpla sig inní sumarið og til þess að nýta áunna krafta úr Hjólað í vinnuna. Svo er það þannig að ef eitthvað kemur uppá á leiðinni eins og bilað hjól eða að fólk þreytist þá er alltaf bíll á ferðinni til þess að taka uppí þá þáttakendur sem þess óska.
Hægt er að sjá kort af leiðinni hér
Fyrirkomulag
Fyrirkomulag Bláalónsþrautarinnar er þannig að þáttakendum er skipt niður í flokka eftir kyni og aldrei og svo er opinn flokkur. Þáttakendur til þessa hafa verið á öllum aldri eða frá 9 ára um uppfyrir sextugt.
Þrautin skiptist einnig í 3 flokka.
Einstaklingar
Einstaklingsþrautin þar sem þáttakendur velja milli 40 og 60 km. vegalengdar
þáttökugjald er 2500 kr á einstakling ef skráð er á keppnisstað en 1500 ef skráð er á staðnum.
Liðakeppni.
Liðakeppni þar sem 4-5 geta tekið sig saman og hjólað á 60 km. leiðinni. Í þessum flokk er besti tími þriggja fremstu manna í liðinu tekin saman og það lið sem er með besta samanlagða tímann vinnur liðakeppnina. Þáttakendur í liðakeppninni eru einnig þáttakendur í einstaklingskeppninni.
Firmakeppni.
Firmakeppnin er nýtt fyrirkomulag þar sem fyrirtæki geta sent lið samsett úr 5 þáttakendum þar sem samanlagður tími 4 fyrstu manna úr lilðinu er lagður saman. Hvert fyrirtæki getur sent eins mörg lið og það vill til þáttöku. Öll lið fá viðurkenningarskjal fyrir þáttöku og svo fá þrjú efstu sætin verðlaunaplatta.
Liðsmenn í firmakeppni fá sjálfkrafa þátttökurétt í einstaklingskeppninni og eru einnig skráðir sem þáttakendur í henni.
Fyrirtæki borga 10.000 kr fyrir 5 manna lið og hægt er að fá sendan greiðsluseðin til fyrirtækis fyrir liðið.
Flutningur á hjólum til höfuðborgarsvæðiðsins eftir þrautina.
Til boða stendur að flytja reiðhjól með Flutningabíl til Reykjavíkur og er tekið sanngjarnt gjald fyrir það.
Ég mæli eindregið fyrir alla sem hafa áhuga á því að reyna aðeins meira en venjulega á sig að taka þátt því þetta er upplifun og svo mæta allir stoltir af sér í Bláa lónið og sofna værum svefni um kvöldið. Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu Hjólreiðafélags Reykjavíkur www.hfr.is
Íþróttir | 13.5.2008 | 11:24 (breytt kl. 14:08) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það var ekki leiðinlegt að horfa á Top Gear í dag.
Þar var sett upp skemmtileg keppni í þvert í gegnum London. Keppt var um hver væri fljótastur frá kew brúnni að London City Airport
Fjórir mismunandi samgöngumátar voru notaðir Almenningssamgöngur (strætó, neðanjarðarlestir og sporvagnar) svo var farið eftir Thames ánni á gríðarlega öflugum bát sem reyndar þurfti að fylgja umferðarreglum og hraðatakmörkunum árinnar.
En fyrir mér þá hafði ég mestan áhuga á keppninni milli bíls sem var eðaljeppi og svo reiðhjóls sem var léttur og meðfærilegur blendingur götuhjóls og keppnishjóls. Keppandi hjólsins var bara einn af kynnum þáttarins (Hammond) og svo virtist sem hann hafði þurft að hjóla einhvernstaðar milli 50 og 60 km til að komast milli brúarinnar og flugvallarins.
Keppt var að mánudagsmorgni þegar allir voru á leið í vinnuna og umferðin var með mesta móti og komu úrslitin ekkert sérstaklega á óvart fyrir mig sem vanann hjólreiðamann. Hammond var á reiðhjóli í umferðinni og þurfti að lúta lögmálum hennar eins og að stoppa á ljósum en að sama skapi gat hann læðst milli bíla og strætisvagna auk þess sem þónokkuð virtist af hjólreiðabrautum meðfram veginum og að hann gat notað stætisvagnaakgreinarnar.
Þegar hann var á beinum og hröðum götum virtist sem hann væri að hjóla á um 30 km hraða og komst því ágætlega yfir, 30 km hraði er t.d. ekki mikið fyrir þaulvanann reiðhjólamann við góðar aðstæður og því hægt að segja að venjulegur hjólreiðamaður hafi verið þarna á ferð enda á fisléttur og vel rennandi hjóli.
En allavega endaði þetta þannig að Reiðhjólið kom fyrst í mark nokkrum mínútum á undan bátnum sem varð í öðru sæti. Svo einhverri stundu seinna kom sá sem ferðaðist með almenningssamgöngum og svo 15 mínútum eftir að almenningssamgöngur komu í mark kom bíllinn loksins. Það kom ekki fram í þættinum en ég myndi skjóta á að munurinn milli reiðhjóls og bíls hafi verið á bilinu 20 - 25 mínútur
Þetta er bara gott dæmi um það sem er að koma betur og betur í ljós með muninn milli bíls og reiðhjóls. Ef aðstæður á Íslandi væru betri og við hefðum eins til eins og hálfs metra breiðan stíg fyrir okkur meðfram stofnbrautum væri ekki spurning að reiðhjólamaður væri fljótari úr Grafarholti niður að Háskóla Íslands sem dæmi. Þessi akgrein fyrir reiðhjól væri þá báðu megin og hjólreiðamaðurinn myndi vera að hjóla í sömu átt og bílarnir. Til þess að hægt sé að ferðst hratt yfir er mikilvægast að hjólreiðar séu ekki blandaðar gangandi vegfarendum og að hjólreiðamenn þurfi ekki að vera að mætast á einbreiðum stígum þar sem umferð er leyfð í báðar áttir.
þannig að slagorð dagsins er Hjólreiðastígar fyrir hjólandi og göngustígar fyrir gangandi.
Bloggar | 10.5.2008 | 20:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mikið er óskaplega gaman að fara út á hjólinu á morgnana eða milli 16 og 18 á daginn og það er vart þverfótað eða þverhjólað fyrir hjólreiðamönnum.
Það skemmtilega er að það er eins og allir séu að hjóla, konur í pilsum með krullur í hárinu og á háhæla skóm jafnt við sportlega klædda hjólreiðamenn af báðum kynjum. Þetta er næstum eins og maður sé komin til Danmerkur að sjá þennan fjölda sem var á stígunum í gær.
Öngþveiti á stígum
Það er samt svolítið sérkennilegt að þegar fjöldinn er orðin svona mikill skapast ákveðið öngþveiti á stígunum og fólk er í hálfgerðum vandræðum að mætast og fara framúr. Ég sem fer nokkuð hratt yfir var óvenjulengi að komast að heiman og niður í bæ miðað við á venjulegum degi.
Draumaveröld hjólreiðamannsins
Ef við myndum hugsa okkur draumaveröld hjólreiðamannsins á íslandi þá væru stígar í hvora átt þar sem mest er hjólað og gangandi fólki haldið á göngustígum en hjólreiðamönnum á þar til gerðum hjólreiðastígum. Hægt væri að komast framúr án vandræða og líka væri hægt að mæta foreldrinu með 5 ára barnið sitt án þess að óttast að barnið sveigji fyrir mann.
Blöndun gangandi og hjólandi vegfarenda
Það er nefnilega þónokkur hætta á stígum eins og í fossvoginum og við nauthólsvík að maður veit ekki alveg hvar maður hefur umferðina á móti. Samt er mesti óvissuhlutinn við að hjóla þarna fólk með hunda í svona útdraganlegum böndum. Það hefur nefnilega komið fyrir mig oftar en einu sinni að þegar ég kem á hjólinu mínu þá hleypur hundurinn yfir stíginn og bandið er á milli gangandi vegfarandans og hundsins og ég með enga flóttaleið. Ég hef hingað til bjargast en það er verra þegar ég er að hjóla með 6 ára strákinn minn sem hefur ekki sömu forsjárhyggju né athyglisgáfu þegar kemur að því að takast á við svona. Kæmi mér ekki á óvart þó það yrði 2 - 3 hundum færra í borginni eftir að hjólað í vinnuna líkur.
Svo er það nefnilega eitt sem er vandamál hjólreiðamanna sem eru útum allar trissur, þeir hafa engan rétt á göngustígunum. Þrátt fyrir að stígum sé skipt í 2/3 gangandi og 1/3 hjólandi þá er þetta flokkað sem göngustígar og því hafa gangandi vegfarendur fullann rétt á þessum stígum og ber hjólreiðamönnum að taka fullt tillit til gangandi vegfarenda. Að sama skapi erum við ekkert sérlega velkomin á götunum og því hægar sem við hjólum því óvelkomnari erum við þannig að uppi sitja allir þessir hjólreiðamenn með það að þeir eru forgangslausir á stígum en öruggari en hafa fullann rétt á við bíl á götum en ekkert öryggi.
Hjólið er ökutæki
John nokkur Franklin kom í tilefni af samgönguviku til íslands í september í fyrra og kenndi "öruggar" hjólreiðar sem byggja á því að hjólreiðamaðurinn á að taka sér stöðu bíls og hjóla í umferðinni sem slíkur. Hjóla á miðri akgreininni sem hann er á svo hann sé sýnilegur og hegða sér á allann hátt eins og bílstjóri ökutækis. Þetta hef ég stundað þónokkuð lengi og gengur ágætlega enda nokkuð vanur hjóli og held góðum hraða. Samt loðir það við að bílstjórar vilja ekki hafa mig þarna og fara óþægilega nálægt mér þegar þeir fara framúr eða hreinlega keyra í rassgatinu á mér og flauta.
Yfirvaldið stuðli að meira öryggi
Eðlilegt framhald af þessarri hjólreiðavakningu væri að borgaryfirvöld og ríkisstjórnin myndu setja peninga í að tryggja öryggi og aðstöðu hjólreiðamanna frekar en að bora öll þessi göng og styrkja vegsemd bílaumferðar. Hjólreiðamönnum sem hjóla allt árið fer fjölgandi og þar sem það stefnir í að bensínverð muni allt að tvöfaldast á næstu 2 árum og með hlýnandi jörð er alveg á hreinu að fólki á reiðhjólum í umferðinni mun fjölga á næstu árum og það mun gerast hratt og þá er mikilvægt að vera undirbúin fyrir þessa tilvonandi sprengju.
En mig langar að óska aðstandendum Hjólað í vinnuna til hamingju fyrir frábært framtak og fyrir að stuðla að aukinni hjólreiðamenningu á íslandi.
Íþróttir | 9.5.2008 | 14:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bláfjallakeppnin var haldin í gær í stilltu en köldu og blautu veðri. Árni Már var og sigraði með yfirburðum rúmum þremur mínútum á næsta mann sem var Gunnlaugur og í þriðja sæti var síðan Óskar.
Í kvenna flokki var keppnin jafnari þar sem Ásdís sigraði og Helga í öðrusæti.
Árni Már á góðri siglingu upp bláfjallaafleggarann
Karlaflokkur Úrslit
Nafn Félag Tími M/hraði vött
1 Árni Már Jónsson HFR 24:32 31,1 323
2 Gunnlaugur Jónasson Hjólamenn 27:37 27,6 267
3 Óskar Örn Jónsson HFR 28:46 26,5 301
Kvennaflokkur úrslit
Nafn Félag Tími M/hraði vött
1 Ásdís Kristjánsdóttir Þrír 38:43 19,7 168
2 Helga Árnadóttir Þrír 39:21 19,4 206
Til að skoða myndir frá keppninni skal smella hér
Íþróttir | 8.5.2008 | 15:03 (breytt kl. 15:06) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Núna er sá tími í hönd þar sem börn eru komin á reiðhjólin sín. Það er náttúrulega frábært að nánast öll börn á íslandi virðast eiga reiðhjól. En því miður nota ekki öll börn hjólin sín, það er nefnilega þannig að margir foreldrar hafa búið þannig um að börn hreinlega nenni/þora ekki að nýta sér hjólreiðar sem leiktæki eða samgöngumáta.
- Margir foreldrar eru búnir að hræða börnin sín á að hjólunum geti verið stolið og gera kröfur um að ekkert sé farið á hjólunum nema hægt sé að geyma hjólin í hjólageymslu þar sem farið er.
- Margir foreldrar óttast umferð og letja börn sín frá því að hjóla á þeim forsendum að það sé hættulegt að vera á reiðhjóli á göngustíðum og við götur.
- Og svo eru mörg börn á annaðhvort of litlum hjólum sem er óþægilegt að hjóla á eða að foreldrar hafi keypt of stórt hjól sem barnið passar ekki á og ræður ekki við.
Veldu góðann lás á hjólið
Málið er nefnilega það að það að ekki undir neinum kringumstæðum er réttlætanlegt að draga úr hjólaáhuga barna sinna, frekar skal fjárfesta í góðum lás og kenna barninu að það sé mikilvægt að læsa hjólinu sínu og helst við eitthvað ef það er í boði. Einnig er sniðugt að skipta út svokölluðum quick release róm sem festa dekkin á hjólið og setja gamaldags rær í staðin þannig að ef hjólinu er einungis læst með öðru dekkinu við eitthvað þá sé ekki bara dekkið og lásinn eftir þegar komið er að hjólinu aftur.
Það er hægt að fá marga sniðuga lása í hjólabúðum í dag. Þá er hægt að fá með lykli eða talnarunu svo er hægt að fá lása sem eru auðvafðir utan um einhverja stöng á hjólinu á meðan verið er að hjóla og svo eru til lásar sem geymast í þar til gerðum standi á meðan hjólið er ekki læst. Endilega ekki kaupa gamla góða lásinn sem engin veit neitt hvað á að gera við á meðan verið er að hjóla.
Öryggi barna í umferðinni.
Frekar en að hræða barnið á umferð og letja það við hjólreiðar á foreldri að fara út með barninu og annaðhvort hjóla eða rölta með barninu um það svæði þar sem sem það mun hjóla mest á. Í þ essarri ferð er hægt að útskýra hvernig á að bregðast við aðstæðum hverju sinni. Á einum klukkutíma er hægt að lenda í flestum mögulegum aðstæðum og útskýra hvernig bregðast skuli við þeim.
Einnig er mikilvægt að undirstrika mikilvægi þess að vera með hjálm og nota ekki húfu undir hjálminum, ef það er húfa undir hjálminum þá liggur hann ekki rétt og þar með skilar hann ekki því sem ætlað er til af honum ef barnið verður fyrir höggi. Frekar skal notast við buff eða eyrnaskjól.
Hjólið skal henta viðkomandi
Ekki letja barnið þitt með því að vera með rangt hjól fyrir það. Barnahjól koma í nokkrum stærðum og auðvelt er að finna hjól sem endist vel með því að velja rétt hjól. Hentugast er að fara í hjólaverslanir og fá ráðgjöf varðandi val á hjóli, jafnvel þó niðurstaðan verði að kaupa hjól í stórmarkaði þá er um að gera að fara í hjólabúðirnar fyrst og skoða hvað er í boði og fá aðstoð við val. Aðalatriði er samt að passa að hækka sætið og stilla stýrið fyrir sumarið. Ef barnið hefur hækkað um 10 cm í vetur þá eru forsendur fyrir stillingum seinasta árs brosnar og hækka þarf sætið þannig að barnið passi á hjólið. Aðalatriðið er að fæturnar rekist ekki í framdekkið þegar barnið beygjir og að barnið nái fótunum niður þegar það stoppar. Mikilvægt er að smyrja keðjuna en mikilvægast af öllu er að bremsurnar virki vel bæði að framan og aftan. Þá er ekki bara átt við að hjólið stöðvist þegar bremsað er heldur einnig að það geti lagt af stað aftur og bremsurnar séu ekki fastar inni og geri erfiðara fyrir barnið að hjóla.
Að lokum vil ég benda á að hjólreiðar barna sporna við offitu og styrkja hjarta og æðakerfi barnsins auk þess að byggja upp þol. Allflest börn fá ánægju úr því að hjóla og það á að kenna þeim að hjólreiðar séu ábyrgðarhluti sem jafnist á við að hafa bílpróf og leyfa þeim að nýta sér hjólreiðar til samgangna hvort sem er til að fara í skólann , fara til vina eða til að skreppa útí búð.
Íþróttir | 8.5.2008 | 10:49 (breytt kl. 10:49) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég rakst á skemmtilega uppsetta rökfrærslu fyrir hjólreiðum á whycycle.co.uk og ákvað að snara henni yfir á íslensku. Þetta er ekki ein af þessum öfgafærslum heldur mjög raunhæf og skemmtileg úrfærsla.
En þetta eru ástæðurnar fyrir því að við sem getum ættum að hjóla meira.
Gott fyrir mig af vegna þess að:
- Fólk sem stundar hjólreiðar, hvort sem er til vinnu eða sér til ánægju hafa þol á við 10 árum yngri manneskju samkvæmt bresku hjartsjúkdómastofnuninni.
- Með því að hjóla 30 km á viku dregur þú úr hættu á hjartasjúkdómum til hálfs miðað við þá sem hjóla ekki eða stunda engar aðrar æfingar.
- Ef einn þriðji af stuttum bílskreppum væru gerðar á reiðhjóli myndi hlutfall hjartasjúkdóma á íslandi lækka um 5 - 10%.
- Þegar háannatíma umferðar er hjólreiðamaður um tvisvar sinnum fljótari að komast ferða sinna heldur bíll.
Fjárhagslega gott fyrir mig vegna þess að:
- Á reiðhjóli borgar maður ekki vegskatta, tryggingar, þjónustuskoðanir og auðvitað ekkert fyrir bensín
- Gott reiðhjól þarfnast einungis um 5000 kr viðhalds á ári, minna ef þú getur sjálfur lagt til smá vinnu.
- Gott reiðhjól endist í fjöldan allra af árum jafnvel áratugum en hverju lengi endist bíll ?
- Það er hægt að leggja reiðhjóli hvar sem er svo það eru hvorki stöðumælagjöld né sektir.
Gott fyrir umhverfi mitt vegna þess að:
- Hægt er að leggja 20 reiðhjólum á sama plássi og gert er ráð fyrir einum bíl á.
- Til þess að framleiða eitt hjól þarf einungis brot af auðlindum eins og stáli, áli og orku miðað við það sem þarf til að framleiða einn bíl.
- Það er nákvæmnlega engin mengum af hjólreiðum og þau eru einstaklega hljóðlátur ferðamáti. Hvenær sástu seinast ryðgað útúrkeyrt reiðhjól í notkun ?.
- Bílar valda fjölda dauðaslysa og alvarlegra meiðsla á ári en það gera reiðhjól ekki.
Íþróttir | 7.5.2008 | 14:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)