Nú er svo komið að ef fólki langar að stunda hreyfingu og styrkja sig þá getur það sótt um styrk til stéttafélagsins síns og fengið að einhverju eða öllu leiti greitt niður kort í líkamsræktarstöðvum.
Þetta er svosem hið besta mál og frábært að fólk eigi þennan kost. En því miður eru þessir styrkir bara bundnir við "fullgildar" líkamsræktarstöðvar og eitthvað minna um að fólk geti fengið niðurgreiðslu á annarri hreyfingu.
I því árferði sem nú er myndi ég vilja sjá stéttafélögin bjóðast til að greiða fyrir nagladekk á reiðhjól svo fólk geti sparað pening í eldsneyti, fengið næga hreyfingu og fengið þann innri frið sem fylgir því að hjóla.
Núna þegar snjór og hálka er komin úti þá er mikilvægt að vera með nagladekk á hjólinu og þá sérstaklega að framan, það gæti dugað að vera með grófmynstruð dekk af aftan sem eru ekki með of miklu lofti í. Kostnaður við að fá sér nagladekk er líklega um 15.000 kr að framan og aftan ef keypt eru ný dekk en eitthvað minni ef einhver hefur fyrir því að óska eftir notuðum dekkjum.
Þetta er startkostnaður sem sumir sem sett hafa sig í samband við mig í gegnum bloggið mitt setja fyrir sig. En þessu fólki langar að hjóla, er byrjað að hjóla en á meðan öll lán og kostnaður við heimilið hækka væri þá ekki ráð fyrir stéttafélögin að bjóða þessu fólki að nota líkamsræktarstyrkinn til dekkjakaupa.
Það væri kannski ekki úr vegi að fólk væri bara nógu duglegt að hafa samband við félögin sín og athuga hvort hægt sé að gera eitthvað í þessu.
Smá viðbót:
Fékk póst frá einum sem var að lesa pistilinn minn sem benti á að Penninn hefði boðið uppá líkamsræktarstyrki fyrir starfsmenn sína og þá hefði meðal annars verið hægt að nota til að kaupa sér hjól, hjólabúnað eða hvað sem tengist almennri líkamsrækt. Penninn fær hrós fyrir það, vonandi að fleiri fyrirtæki séu að bjóða svona.
Samgöngur | 27.10.2008 | 13:19 (breytt kl. 14:16) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ef það eru 8000 kaloríur í einu kílói af fitu og þá þarf maður einungis að hjóla 200 km á 20-25 km meðalhraða til þess að losa sig við 1 heilt kíló af hreinni fitu.
90 kílóa manneskja sem hjólar 10 km til og 10 km frá vinnu daglega í hverri viku hjólar þar með 100 km á viku og því brennir hún 4000 kaloríum á þeim tíma sem er hálft kíló af hreinni fitu. Ef viðkomandi borðar nokkuð eðlilega og heldur jafnvægi í mataræði og eðlilegri grunnbrennslu sem getur verið frá 1500- 3000 hitaeininga á dag, fer eftir þyngd, aldri og formi. Þá er maður að missa 2 kíló á mánuði bara við það eitt að hjóla í vinnuna og til baka. (hér er hægt að mæla brennslu miðað við þyngd og meðalhraða)
þetta er ekki minni brennsla heldur en hægt er að fá með því að fara í líkamsræktarstöð á bílnum og púla útí eitt og borga 6000 kr á mánuði fyrir það eitt að fá að koma þar inn og stunda æfingar.
Svo má náttúrulega ekki horfa framhjá því að þessi aðili sem hjólar þessa 100 km á viku til og frá vinnu sparar sér allavega 1800 kr á viku í bensíni og eflaust mun meira eftir að kólnaði og því sparnaðurinn 6400 í bensíni og brennslan 2 kíló af fitu... Er hægt að fara fram á meira.
Núna er bara að drífa sig af stað og prófa að hjóla smá.
Íþróttir | 25.10.2008 | 21:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Nú er svo komið að fólki á útivistarstígum hefur fækkað með kólnandi veðri. Það hefur sína kosti því fyrir okkur hjólreiðafólk þá getur maður hjólað í minni umferð á þessum stígum og því farið hraðar yfir. Þetta er samt ekki allt sólskin og sleikipinnar því svo virðist sem hundaeigendur séu ekki sérlega varir um sig og skapa hjólreiðamönnum hættu með framferði sínu.
Nú er ég ekki að segja að þetta sé viljandi eða kæruleysi hjá þeim heldur bara fattleysi. Það er að þeir standa á öðrum hluta stígsins og hundurinn utan við stíginn hinu megin og þessi útrennanlegu hundabönd strend í milli. Þetta getur skapað hættu fyrir alla 3 sem að koma, hjólreiðamanninn, þann sem heldur í hundinn og svo hundinn sjálfann.
Því langar mig að beina þeim tilmælum til hundaeigenda að passa sig á þessu, þeas að vera með hundaböndin strengd þvert yfir hjólastígana.
Með fyrirfram þökk.
Svo ef einhver veit hver er ábyrgur í svona tilfelli væri gaman að fá athugasemd um það. Ef ég myndi t.d. hjóla á band og hundurinn slasast eða eigandinn væri ég þá ábyrgur eða ef að ég slasa mig er þá hundaeigandinn ábyrgur ?
Samgöngur | 24.10.2008 | 18:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Núna eru allir að skipta yfir á vetrardekkin á bílunum sínum, foreldrar farnir að keyra börnin sín til skóla sem aldrei fyrr enda finnst mörgum stórhættulegt að senda börnin sín út í umferðina þegar það kemur hálka úti og enn aðrir vilja bara ekki að greyjunum verði kalt.
Það er nú því miður þannig að allir þessir pössunarsömu foreldrar sem vilja að ekkert komi fyrir börnin sín eru samt hópurinn sem sem er að valda allri hættunni. Kannski ekki fyrir sín börn en skapa stórhættu fyrir börn annarra. Sérstaklega þeir sem eru á sumardekkjum að keyra börnin sín í hálkunni.
Fyrr í vikunni kom fyrsta hálkan og stráknum mínum var tilkynnt að það mætti ekki lengur koma á hjóli í skólann. það er svosem skiljanlegt viðhorf en ég fór samt að velta fyrir mér hvort að börn sem eru með ljós á hjólunum sínum og þessvegna nagladekk falli jafnt undir þessa reglu og önnur. Miðað við þessa jafnræðisreglu sem allt gengur útá í skólum nútil dags kæmi mér ekki á óvart ef svo væri en ég á eftir að athga það betur.
Ég hef nefnilega hug á því að láta strákinn hjóla í vetur og vera bara samferða honum fyrst um sinn og hafa hann vel búinn. Hann er orðin 7 ára og alveg orðin fær að hjóla á nagladekkjum og nýta sér kosti reiðhjólsins til hins ýtrasta og nýtur hverrar mínútu á reiðhjóli.
Það er samt eitt sem veldur mér áhyggjum við að leyfa honum að hjóla til og frá skóla. Það er ekki hálkan eða myrkið því nagladekk og ljós leysa það. Það eina sem ég get ekki leyst eru þessir foreldrar sem eru að keyra börnin sín í skóla á kostnað öryggis annarra barna.
Stjórnmál og samfélag | 22.10.2008 | 20:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það var gaman að lesa að verslunin Waitrose í 22.000 manna bænum Kenilworth í Englandi vildi leggja sitt af mörkum til að bæta umhverfið og hvetja fólk til hreyfingar.
Waitrose verslunin fór og keypti allnokkra tengivagna fyrir reiðhjól og lánar viðskiptavinum sínum sem koma á reiðhjólum í verslunina gegn framvísun kortanúmers. Vel hefur verið tekið í þetta og fólk strax farið að gera pantanir á kerrunum eða nýta sér að mæta á svæðið og grípa eina með heim. Eini gallinn við þetta er að þurfa að skila kerrunni aftur en í bensín sparnaði og útfrá heilsulegum sjónarmiðum held ég að sá tími sem fer í það verði seint tekin til taps.
Stjórnmál og samfélag | 21.10.2008 | 14:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það er mér mikið ánægjuefni að bílum fari fækkandi á götum borgarinnar. Því fylgja margir kostir eins og minnkandi útblástur, minna svifryk, minna slit á vegum, minna af gúmmíögnum útí andrúmsloftið og minna af allri þessarii mengum sem fylgir bílum.
Svo er það náttúrulega að fólk er farið að hreyfa sig meira með því að auka við sig hjólreiðar, strætó og fleiri kosti sem eru í boði.
Svo lækkar náttúrulega slysatíðni með þessarri fækkun og þar með dauðsföllum í umferðinni vonandi.
Minni þörf er orðin fyrir fjölgun akgreina, byggingu mislægra gatnamóta og viðhalds á vegum.
Endalusir kostir.
En leiðinlegt er að ekki sé hægt að mæla nákvæmnlega aukningu í annarri umferð svosem hjólreiðum. Einu forsendur sem ég hef fyrir aukinni hjólaumferð miðað við árstíma er það sem ég sé og hvað mig minnir að hafi verið í fyrra. Svo er náttúrulega hægt að sjá fleiri hjól fyrir utan skólana og fyrirtækin.
Það væri kannski ekki úr vegi að settir yrðu hjólateljarar á 3 vinsælustu stíga borgarinnar.
Svo er bara að halda áfram að hjóla og ef þú ert ekki byrjaður eða byrjuð þá er bara að prófa svona svosem eina ferð og fatta hvað það er gaman að hjóla í rigningunni
Samgöngur | 16.10.2008 | 15:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég er einn af þessum sem var alltaf á leið í ræktina. Hafði alveg áhuga á því að fara og lyfta lóðum og styrkja mig aðeins. Ég hafði reyndar gert það reglulega í gegnum tíðina að fara og kaupa mér kort í ræktina, jafnvel binda mig í heilt ár og fá því á kostakjörum árskortið og svo mætt bara fyrsta mánuðinn því ég uppgvöta alltaf hvað mér leiðist að hreyfa mig innanhúss.
Ok ég er ekki alveg að segja satt með innanhúss því það er alltaf gaman að komast í góðann bolta, hvort sem er körfu eða fót í góðra manna hóp. En að vera inni í svita- og eða svitalygtareyða lygt að gera æfingar á sveittum tækjum og handföngum finnst mér aldrei jafn geðslegt og ég sé það fyrir mér áður en ég mæti.
Það er ein af ástæðunum fyrir því að ég fór að hjóla, reyndar ætlaði ég upphaflega að byrja að hlaupa úti en það hentaði mér ekki þar sem bæði var ég of þungur og svo var ég með einhverjar hrufur undir vinstri hnéskelinni sem ollu mér alltaf óþægindum.
En ég hljóp samt í nokkra daga. Í upphafi var ég algjörlega þreklaus og þurfti að hlaupa og ganga til skiptis og svo jókst alltaf hversu meiru ég gat hlaupið en sökum hnésins á mér þurfti ég að hætta og gerði ekkert í smá tíma á eftir.
En eftir að hafa ekkert hreyft mig í nokkrar vikur og hafa þyngst lítillega ákvað ég að nú væri komin draumalausnin fyrir mig. Ég hefði jú alltaf haft gaman að því að hjóla en aldrei virkilega litið á hjólreiðar sem íþrótt eða eitthvað sem maður gæti brennt hitaeiningum og komið sér í form við, hjólreiðar höfðu jú alltaf hentað vel til að skreppa útí búð eða sem fjölskyldusport þar sem allir hjóluðu á hraða minnsta fjölskyldumeðlimarins.
Ég fór útí búð og keypti mér ódýrt og sæmilegt reiðhjól, kostaði 25.000 kall ef ég man rétt á haustútsölu og fór af stað. Fyrst hjólaði ég bara lítinn hring og tók alltaf tímann á mér. Síðan fór ég heim og náði í bílinn til að mæla hversu langt ég hjólaði (þar fóru umhverfissjónarmiðin fyrir lítið). En ég hélt áfram og hjólaði alltaf meira og meira og á endanum fór ég að prófa að fara í vinnuna á hjólinu og svo var alltíeinu fyrsti veturinn minn kominn í höfn. Ég hafði ekki hugmynd um að hægt væri að kaupa einhverja dýra og flotta hjólagalla og notaðist bara við þau föt og þá skó sem ég átti og fór ekki einu sinni og fékk mér nagladekk (þó það hefði verið ráðlegra).
Svona fór ég í gegnum fyrsta veturinn minn og allt sem ég hjólaði með var Ipod, hjálmur og ódýrt ljós að framan og aftan og svo sá fatnaður sem ég átti fyrir.
Síðan þarna hefur sú hugmynd að ég þurfi að fá mér kort í líkamsræktarstöð ekki endst lengi í hausnum á mér og ég ekki látið af því verða enda ánægjan við að hjóla úti svo margfalt betri en að vera innanhúss og svo er ég náttúrulega búinn að léttast um alveg ótrúlegan fjölda kílóa og hnéð á mér orðið gott, enda styrkja hjólreiðar liðamót og sinar.
Ætli ég sé ekki búin að spara mér hunduði þúsunda í ónotuðum líkamsræktarkortum með því að hjóla frekar. Kannski hentar þetta ekki öllum en þetta hentaði bæði mér og veskinu mínu.
Íþróttir | 13.10.2008 | 20:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í dag 13. október er haldinn evrópskur umferðaröryggisdagur, sem tileinkaður er umferðaröryggi í borgum. Umferðarstofa hefur ákveðið að helga daginn öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda.
Svona hefst frétt á vef umferðarstofu sem sjá má hlekk í neðar í færslunni.
EN þetta er merkilegur dagur í dag og jafnvel enn merkilegri með tilliti til þess að ákveðin vakning er búin að vera í hjólreiðum í sumar og svo aftur í haust.
Margt skemmtilegt er að gerast í tenglum við þennan dag eins og formleg opnun hjólavísa við Suðurgötu og á Einarsnesi.
Síðan eru nemendur að úskrifast í 2. stigi af hjólafærni í dag líka.
En hjólafærni er verkefni sem sett var af stað í vor þar sem kennari frá Englandi var fengin til að koma og mennta kennara til hjólafærni á Íslandi. Það heppnaðist vel og góður hópur úskrifaðist í Bikeability sem á Íslensku var fært sem Hjólafærni.
Núna eru fyrstu nemar íslensku kennaranna að útskrifast frá Álftamýrarskóla og vel hefur tekist til og eru þeir komnir með 2. stig.
Mig langar að óska Landssamtökum Hjólreiðamanna innilega til hamingju með þennan áfanga og auðvitað þeim kennurum og nemendum sem eiga glaðan dag í dag.
Hægt er að fræðast meira um hjólafærni á heimasíðu Íslenska Fjallahjólaklúbbsins
Og svo er náttúrulega að muna að reyna að nota annað en einkabílinn í dag og fara stuttu ferðirnar á hjóli eða gangandi. Það er alltaf gott að byrja á þeim og bæta svo í.
Hér má sjá frétt um daginn á umferðarstofu
Bloggar | 13.10.2008 | 00:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það kom skemmtilega á óvart að Viðskiptablaðið var fyrst fréttamiðlanna með fréttirnar um bætta aðstöðu hjólreiðamanna í Reykjavík, kannski fór þetta framhjá mér annarsstaðar en held ekki. Ætli ég fari ekki að lesa VB.is meira í kjölfarið. En innihald þessarar fréttar er vonandi upphafið af því sem koma skal og vil ég óska Reykjavík til hamingju með þetta skref í rétta átt.
Núna fækkar bara ástæðunum til að hjóla ekki og vonandi sé ég sem flesta á þessum slóðum í framtíðinni, og auðvitað á Reiðhjóli. En hér má sjá frétt vb um málið eða að lesa hana hér að neðan orðrétt. Frétt um þetta á reykjavik.is má svo sjá hér
Frétt VB.is:
Undanfarið hefur verið unnið að bættum samgöngum fyrir reiðhjólafólk í Reykjavík. Nú standa yfir reiðhjólamerkingar á Suðurgötu og á Einarsnesi.
Starfsmaður Umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar fór í hjólaferð á laugardaginn, kannaði hjólreiðastíga og -merkingar og ræddi við hjólreiðafólk. Eitt af grænu skrefunum í Reykjavík felst í því að bæta aðstæður fyrir þá sem vilja nota reiðhjólið sem samgöngutæki og standa því yfir merkingar á nokkrum götum í borginni. Nú er verið að mála hjólareinar vestan Suðurgötu, um Einarsnes og að hjólastígnum í Skerjafirði. Slíkar merkingar verða einnig settar á næstunni á Langholtsveg og Laugarásveg.
Tvöföldun Ægisíðustígins er langt komin en þar verða sérreinar fyrir hjólandi og gangandi til að greiða þeirra samgöngur.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkurborgar.
Samgöngur | 12.10.2008 | 20:51 (breytt kl. 20:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Með fréttum af minnkandi umferð og að nóg væri orðið af bílastæðum í 101 Reykjavík þá er greinilegt að fólk er farið að halda aftur af sér í akstri.
Núna er hægt að "græða" 800 þúsund kall á því að kaupa sér RangeRover og svo sá ég 300 þúsund kall með einum BMW. Það er greinilegt að eitthvað blæðir í þjóðfélaginu og fólk er farið að hugsa sér annað fyrirkomulag en 2 bíla á heimili og að það sé nauðsynlegt að eiga flottari bíl en nágranninn.
Í dag átti ég þátt í samræðum þar sem menn voru að bera sig saman eins og íslendingar gera oft og þá voru menn að tala um að þeir hefðu átt sparifé sitt á venjulegum reikningum og hefðu því ekki glatað öllu sínu og því væru þeir klárari en hinir sem voru með peningana sína á sjóðareikningum eða í hlutabréfum. Alltí einu voru þeir orðnir klárir og betri.
Sjálfur er ég svo heppin að ég hef aldrei haft vit á peningum og aldrei átt sparifé og þarf því ekki að blæða sparnaðinum mínum í þessari krísu sem hér er. Ég náði þó að eyða honum í sjálfan mig áður en ílla fór.
Ég eyddi honum aðallega í Hjólin mín. Ég á nokkur reiðhjól og þau eru þónokkurs virði og á helling af góðum aukabúnaði á hjólin mín s.s. góð ljós, góða hjólagalla og aðallega á ég góða heilsu eftir hjólreiðar. Sama hvernig kreppan fer þá á ég alltaf hjólin mín og hjólabúnaðinn minn áfram og mun halda áfram að bæta heilsu mína með hjólreiðum. Kannski þetta hafi bara verið góð fjárfesting eftir allt.
Ég hugsa að fleiri hefðu farið mína leið og komið sér upp góðum hjólabúnaði og hjólum í góðærinu ef aðstæður til Hjólreiða væru betri á Íslandi. Gaman hefði verið ef yfirbyggður stígur eftir gjörvöllum vesturlandsveg/Miklubraut/Hringbraut hefði verið gerður til að gera okkur kleyft að hjóla allt árið í sæmilegu veðri og ef eitthvað af bílastæðum hefðu verið nýtt fyrir yfirbyggðar hjólageymslur. Þetta hefði aðeins kostað svona eins og ein mislæg gatnamót eða svo jafnvel minna og þá væru aðstæður til hjólreiða boðlegar allt árið.
Núna þegar herðir að er erfitt fyrir fólk að velja sér aðrar samgönguleiðir sökum veðurfars og aðstæðuskorts. Þeas allir halda að það sé vonlaust að taka reiðhjólið út og fara að hjóla í stað þess að keyra en svo er sem betur fer ekki því vetrarhjólreiðar eru vel mögulegar og í raun frábær kostur og sérstaklega efmaður blandar strætó inní pakkann því það má jú fara heim með hjólið í strætó ef maður nennir ekki að hjóla.
En er ekki málið núna að Borg og Ríki taki sig til og komi upp almennilegum vetraraðstæðum fyrir ódýrasta, heilsusamlegasta og skemmtilegasta samgöngumáta sem völ er á. Ég meina að Norðmenn geta þetta og hvetja til, af hverju ekki Íslendingar.
Samgöngur | 10.10.2008 | 22:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Það er mér mikil ánægja að fólk sé farið að keyra minna til vinnu og nota reiðhjól, strætó eða samnýta bíla til að komast leiða sinna í meira mæli. Að sama skapi og það er sorglegt að það þurfi svona fjárhagslega krísu til þess að fólk sjái aðra möguleika.
Það er nú samt þannig að ég á þessu bloggi mínu og fleiri hafa haldið því fram að Ísland sé með bílahvetjandi stefnu sem þýðir að allt er gert til að auka vægi bílsins og gera hann að augljósum fyrsta kosti. Þetta er gert með nægum bílastæðum, fjölgun akgreina og vonlausu strætókerfi sem er það fyrsta sem sparað er í. Og það er ekki bara sparað í strætókostnaði þegar ílla árar heldur hefur strætó verið sveltur fjármagni í góðærinu á meðan nóg var til að milljörðum til að byggja og breikka götur fyrir bílaumferð.
Það er bara vonandi að ríkið / sveitafélög á höfuðborgarsvæðinu noti tækifærið og hjálpi fólki að geta komist leiðar sinnar með öðrum kosti en einkabílnum. Og þá meina ég öflugri og ókeypis strætó, bættri aðstöðu reiðhjólafólks með því að merkja hluta gatnakerfisins fyrir reiðhjól.
Það væri jafnvel ekki úr vegi að taka eitthvað af eldsneitinu sem til er í landinu og leggja til hliðar til að tryggja að strætó hafi aðgang næsta árið af olíu því ef fer sem hugsanlega stefnir að það verði krísa í innflutning á olíu þá er strætó, lögreglan, sjúkrabílar og slökkvilið það seinasta sem má verða olíulaust.
Dregur úr bílaumferð í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | 10.10.2008 | 13:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þetta er búið að vera viðhorf margra undanfarin ár. En hvernig má skýra það ?. Ekki hugmynd hvaðan þetta er komið því í öðrum löndum hjólar fólk sama hver efnahagur þeirra er en ég hef samt svo oft heyrt þetta eða fengið þetta í commentum að "sérvitringar og fátæklingar hjóla".
Er ekki hægt að leggja þetta á sama veg með allt pakkið sem skokkar daglega... Djísus hefur það ekki efni á líkamsræktarkortum og getur hlaupið á einhverjum brettum eins og almennilega efnað fólk. Svo ég noti orð "útrásarelítunnar í bankageiranum" er þá ekki að hlaupa úti "apaskokkleiðin" eins og að fljúga á almennu farrými "aparýmið"
En ég er hvorki fátækur né ríkur né nokkur sem ég hjóla með. Enda eru hjólreiðamenn og þeir sem nota hjólreiðar sem samgöngur eða sér til ánægju eða heilsubótar ekki einhver þjóðfélagshópur, efnahagshópur eða trúarhópur.
Þetta er bara fólk sem hugar ýmist að lengra lífi, betri heilsu, sparnaði, ánægju, hamingju, hugarhreinsun, fitubrennslu, félagsskap, fyrirmyndir fyrri börn, að bæta sig, vera umhvervisvænni, þurfa bara einn bíl, þurfa engan bíl, styrkja æðakerfi, styrkja hjartað, styrkja sinar, styrkja liðamót og bara nefndu það því hjólreiðar eru eitthvað gagnlegasta samgöngu, íþrótta, áhugamál og sparnaðarráð sem hægt er að finna.
Af hverju er fólk að setja hjólreiðamenn í einhverja hópa á Íslandi á meðan í öðrum löndum hjólar bara fólk af því það velur sér það og fær virðingu fyrir.
Er ekki málið að allir fari að hjóla og spara pening, bæta heilsu, og aðallega hafa gaman að.
Það byrja sem dæmi æfingar fyrir alla hjá Hjólreiðafélagi Reykjavíkur 23. okt næstkomandi fyrir alla. Ekki bara einhverjar íþróttahetjur, súpergranna eða fólk með gott þrek klukkan 18.15 og alllir geta mætt. Af hverju ekki að mæta og prófa og fá ráðleggingar um hjólreiðar og njóta góðs félagsskapar og eyða áhyggjum dagsins og mæta stoltur af sjálfum sér heim.
Íþróttir | 9.10.2008 | 21:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sá að Fjallahjólaklúbburinn er að auglýsa Vetrarundirbúningsnámskeið fimmtudaginn næstkomandi 9. okt.
Þetta er alveg kjörið fyrir þá sem vilja byrja að hjóla í vetur og koma vel upplýstir útí veturinn. Fjallahjólaklúbburinn hefur verið með þetta námskeið undanfarin ár og það fer enginn vonsvikinn af því enda Fjölnir sem sér um það algjör snillingur þegar kemur að vetrarhjólreiðum og hjólar sjálfur í gegnum 4 sveitafélög fram og til baka á vinnudögum allt árið.
En hér má sjá textann af vef fjallahjólaklúbbsins varðandi námskeiðið (www.ifhk.is) :
Vetrarundirbúningsnámskeið - Grunnur verður haldið 9. október á neðri hæð í viðgerðaraðstöðu. Á þessu námskeiði fer Fjölnir Björgvinsson yfir það helsta og algengasta sem ber að hafa í huga þegar hjól og knapi er búinn undir veturinn. Tekin verða fyrir helstu þættir eins og ljós, nagladekk, val á bremsum, gírhlífar, bretti, ryðvörn ofl fyrir hjólið. Eins talað um fatnað sem hentar knapa í mismunandi veðurfari yfir haust og vetrarmánuðina.
Skráning fer fram hjá Sesselju Traustadóttur í síma: 864 2776.
Námskeiðið er frítt félagsmönnum ÍFHK en aðrir greiða 1000.-
Samgöngur | 7.10.2008 | 20:29 (breytt kl. 20:31) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það eina sem þú þarft að eiga er sæmilegur útivistarfatnaður, þessvegna pollabuxur, helst vatnsþolnir kuldaskór og svo bakpoki. Bakpokinn er ef þú þarft að fara langt og gætir þurft að skipta um föt þegar þú ert kominn á staðinn s.s. fyrir aukaföt. Síðan er ágætt að vera með góða vettlinga því mest hætta er á að þér verði kalt á puttum og tásum en aðrir líkamshlutar sjá um að halda á sér hita með hreyfingunni sem fylgir.
Af hverju að byrja á Miðvikudag en ekki á morgun eða í dag er ekki heilagt en sniðugt er að fara og finna til gallann og taka reiðhjólið fram. Með því að byrja að hjóla þá ert þú að fá þér ókeypis sálfræðimeðferð í kreppunni því hjólreiðar hreinsa hugann og þó fólk sé eitt á ferð þá ná neikvæðar hugsanir ekki til manns því það er margt sem maður er að hugsa á hjólinu.
Þú hugsar um næstu beygju, hraðann sem þú ert á, ert að sjá fullt af nýjum hlutum á leiðinni, hugsa hversu langt þú ert búin að hjóla, hvað það er langt eftir og svo ertu stoltur eða stolt af þér fyrir að vera að huga að heilsunni, spara pening og lengja líf þitt.
Fyrir mörgum er fyrsti hjólatúrinn á veturna hálf óhugnaleg tilhugsun en það er engin ástæða til að hugsa það þannig því ánægja af vetrarhjólreiðum er ekki minni en af sumarhjólreiðum og því engin ástæða til að hjóla ekki.
Það verður engin hálka í þessarri viku og því ágætt að byrja og meta svo hvort það borgi sig að fara og kaupa Nagladekk undir hjólið.
Ef þig langar að byrja að hjóla og hefur einhverjar spurningar þá er ekkert sjálfsagðara en að svara spurningum ykkar ef þið sendið mér tölvupóst á vilberg.helgason@gmail.com
Samgöngur | 6.10.2008 | 14:08 (breytt kl. 14:10) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég fæ iðulega margar fyrirspurnir vegna bloggsins míns enda býð ég fólki að vanti því ráð eða eitthvað tengt hjólreiðum þá sé ég boðinn og búin.
En ég fékk alveg frábærannn póst í dag þar sem viðkomandi spurði mig hvernig hann gæti hjólað án þess að fá alltaf rasssæri því hann hreinlega hefði ekki efni á að keyra lengur. Hann ætti jeppa sem kostar hann hann 600 kall að keyra til og fá vinnu miða við verð á dísel í gær (um 185 kall). En það væri eflaust komið yfir 700kallinn í dag og yrði örugglega 1000 kall á næstu vikunni.
Ég svaraði honum að hægt væri að kaupa mýkri hnakk en líklega borgaði sig að skella sér í hjólreiðabúð og fá sér hjólreiðastuttbuxur með púða í klofinu. Ég hjólaði allavega alltaf í svoleiðis.
Þá svaraði hann svona snilldarlega. "núna þarf ég að velja milli þess að verkja í rassgatinu eða vera tekinn í það af peningamálastjórn landsins en það er frábært að hægt sé að fá eitthvað sem eyðir sársaukanum við hjólreiðar en ég er vonminni um að hægt sé að fá einhverja skyndilausn við hinu"
Og núna mæli ég með því að fólk fari og noti hjólaútsölur landsins (markid er t.d. að auglýsa 20 til 50% afslátt) til að kaupa sér góð reiðhjól fyrir veturinn til að eiga möguleikann á því að hjóla. Þó það sé ekki endilega langar vegalendir heldur bara í sjoppuna eða álíka. Þetta telur allt og ég efast ekki um að bensínið verði komið í hæstu hæðir innan nokkra daga og svo hækka bara hæstu hæðirnar eftir það.
Ég vil bara ýtreka það að ef fólki vanti ráðgjöf til að hefja hjólreiðar þá er sjálfsagt að senda mér póst á vilberg.helgason@gmail.com
Samgöngur | 1.10.2008 | 23:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sá á DV áðan að þeir voru að auglýsa eftir eiganda einhverrar motorcross skellinöðru. sjá hér
Í fyrrahaust var hjóli stolið sem kostaði þá 550 þúsund en miðað við gengi þá og er það klárlega yfir 800.000 kr virði í verslun í dag.
Eigandinn fór til lögreglu, auglýsti og bauð fundarlaun og hjólið skilaði sér aldrei. Ef 300.000 kr bíl væri stolið væri það forsíðufrétt á mbl og vísi um einhverja stund.
Ef lögreglan finnur óskráð mótorcrosshjól eða hest á víðavangi hvað gera þeir með hann.. Ég man ekki eftir uppboði á hestum eða mótorhjólum. Af hverju eru reiðhjól öðruvísi og ekkert gert til að hafa upp á eigendum þeirra ?. Væri ekki ráðlegt að tryggingarfélögin sem þurfa eflaust að borga tugi milljóna vegna reiðhjólaþjófnaða myndu gera eitthvað í því.
væri til dæmis ekki ráðlegt að setja upp síðu þar sem öll stolin hjól ásamt raðnúmeri væru birt og menn gætu komið með kvittanir eða einhverja sönnun fyrir kaupum á hjólunum og fengið þau aftur.
Það er því miður oft þannig að fólk kaupir sér hjól á 50.000 kall og kaupir svo ljós, skerma, bögglabera og töskur á hjólið og það er orðið 100.000 kr virði en tryggingar eru bara fyrir grunnvirðinu og menn tapa gífurlega.
Það er náttúrulega þannig að starfsmannasjóður lögreglunnar fær allar tekjur af uppboði stolinna hjóla sem er ekki heppilegt þó ég sé ekki að segja að lögreglan dragi lappirnar vegna þess. Ég myndi vilja sjá einhvern metnað í að finna eigendur stolinna hjóla og vildi sjá samvinnu lögreglu og tryggingarfélaga til þess.
En vonandi finnst eigandi þessa krossara sem fannst en gaman væri að sjá þegar dýrari hjól en þessi krossari finnast sambærilegar auglýsingar í fjölmiðlum landsins.
Stjórnmál og samfélag | 30.9.2008 | 23:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég hef hjólað þónokkuð í vesturbænum og á nokkuð auðvelt með það enda hjóla ég oftar á götunni en ekki. En þegar ég hjóla með 6 ára guttann minn þá horfir svolítið öðruvísi við og við veljum að halda okkur mest á gangstéttinni.
Af öllum hlutum bæjarins þá hefur mér þótt mest áberandi að bílum sé lagt á gangstéttum í vesturbænum, miðbænum og þingholtunum. Enda oft um þröngar götur og ílla skipulagðar að ræða. Það réttlætir samt ekki að bílstjórar velji að vera með bílinn sinn uppi á gangstétt.
Sumir eru þó tillitssamari en aðrir og leggja alveg uppá gangstéttinni og taka hana alla og trufla þar með ekki neinn sem þarf að nota götuna, þeas bíla og strætó. Ég heyrði það utan af mér einu sinni að það væri eiginlega "ókeypis" að leggja hvar sem er nema í strætóleiðum því þá loks mætti löggan og sektaði eða jafnvel léti draga bílinn í burtu, en þó bara ef för strætó væri að tefjast af þessum ástæðum.
En þessir bílanotendur sem eru tillitssamir við aðra bílanotendur og leggja uppi á gangstétt eru í raun stórhættulegir annarri umferð. Börn á leið til skóla þurfa að fara útá götu til að komast framhjá þeim, eldriborgarar á rafskutlum komast ekki beint yfir grasbala og kantsteina til að komast framhjá og það sama gildir um barnavagna, reiðhjól og í raun alla samgöngumáta sem tíðkast að nýti sér gangstéttir.
Ég kallaði eftir því á blogginu mínu í vor að lögreglan færi að sekta fyrir þetta athæfi og hringi oft í lögregluna þegar þetta fer í taugarnar á mér en það dróst ekkert úr þessu í sumar og þessir bílar sem voru á gangstéttunum voru þar oft næst þegar ég kom líka þó nokkrir dagar væru í milli.
Ég vona bara að þetta sé upphafið af því að farið verði að taka á þessu af einhverri festu og menn sektaðir miskunarlaust fyrir þessi brot.
Frábært framtak hjá löggunni og ég ætla að knúsa næsta lögregluþjón þegar ég sé hann.
40 bílar á gangstéttinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 30.9.2008 | 14:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Með þessu nýja og einstaklega vel útfærða korti af höfuðborginni þar sem finna má hjólaleiðir bæði eftir heðbundnu korti og loftmynd af svæðinu ættu allir að geta séð hvaða möguleika þeir hafa til að komast milli tveggja punkta s.s. borgarhluta, hverfa eða innan hverfis auk þess sem þeir sem vilja hjóla sér til heilsubótar geta fundið sér fínan hjólahring.
Það eiga jú næstm allir hjól og því er ekkert annað að gera en prófa að skella sér af stað og hjóla aðeins þó veðrið sé farið að kólna aðeins.
Það er alltaf hægt að klæða af sér rigninguna og rokið og svo eru hjólreiðar hreyfing þannig að maður hjólar sér til hita. Það sem fólk þarf helst að varast þegar það fer að stað í kulda er að eyru, puttar og tær eru það sem helst verða kuldanum að bráð á reiðhjóli og því hentugt að klæða sig eftir því.
En það er samt búið að vera frábært þegar maður er að hjóla að morgni eða síðdegis að sjá hversu mikill fjöldi er farin að hjóla dags daglega og lætur smá vætu og vind ekki trufla sig og kemur ánægt með sig heim á kvöldin við góða heilsu og getur hangið með góðá samvisku yfir sjónvarpinu um kvöldið.
Kortið á netinu má sjá hér
Nýtt kort fæst gefins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 24.9.2008 | 14:38 (breytt kl. 16:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Strætó BS er milli steins og sleggju í þessu máli því þetta væri allt slétt og fellt ef hið bláfætæka sveitafélag Garðabær gat ekki hugsað sér að taka þátt í þessu verkefni eins og í fyrra. Heldur þurftu þeir að skera sig úr og skemma þetta samstarfsverkefni.
Það er náttúrulega erfitt að bjóða námsmönnum allra sveitafélaga landsins frítt í strætó á meðan Garðabær getur ekki greitt það sem þeim ber til að þetta gangi allt upp.
Væri ekki málið bara að Strætó BS hættir að ganga í Garðabæ og þeir geti átt sitt eigið strætókerfi svo hægt sé að láta þetta mál ganga upp.
En svo er líka spurning af hverju við þurfum að hafa skoðun á þessu máli því miklu nær er að allir fái frítt í strætó og nemar verði bara einir af þeim í stað þess að vera einhver sérfríðindahópur.
Segja þvert nei við kostnaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | 21.9.2008 | 19:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Á morgun Laugardag býðst öllum á höfuðborgarsvæðinu að þjappa saman fjölskyldunni og taka fram reiðhjólin.
Það er ekki oft sem Höfuðborgarbúum býðst að hjóla saman úr öllum sveitafélögum höfuðborgarsvæðisins í hjólalestum sem allar sameinast hjá Nauthólsvík og enda svo við Ráðhúsið í Reykjavík þar sem margar skemmtilegar uppákomur verða í boði.
Að taka þátt í svona hjólalest með alla fjölskylduna er meiriháttar upplifun. Það er ekki bara að fjölskyldan sé saman úti að hjóla heldur er stemmingin frábær og umgjörðin í ár í kringum hjólalestirnar er sú lang glæsilegasta til þessa enda hafa hjólalestirnar aldrei verið fleiri.
Það er ekki ólíklegt að met verði slegið og allir geti tekið þátt í að mynda fjölmennustu hjólalest sem sést hefur á Íslandi.
Hjólalestirnar fara eftir stígakerfum höfuðborgarsvæðisins og hjólað er á raunhæfum hraða fyrir alla og þegar hraðinn er hóflegur er ekki mikið mál að hjóla aðeins lengra en maður er vanur og svo er hægt að taka strætó heim með hjólin eftir að fjölskyldan er búin að skemmta sér við að horfa á hjólakeppnir við tjörnina og sjá hjólasirkus inni í Ráðhúsinu og njóta léttra veitinga í boði samgönguviku.
Mig langar að hvetja alla til að mæta og taka þátt í þessum degi og jafnvel læra sitthvað um hvað samgöngur á reiðhjóli er einfaldur og öruggur kostur Höfuðborgarsvæðinu.
11:30 frá Hafnarborg í Hafnarfirði (sjá frétt á hafnarfjordur.is)
12:10 frá Sjálandsskóla í Garðabæ
12:50 frá Gerðasafni í Kópavogi (sjá frétt á kopavogur.is)
11:30 frá nýja Miðbæjartorginu í Mosfellsbæ (sjá frétt á mosfellsbaer.is)
12:00 frá Hallsteinshöfða í Grafarvogi
12:30 frá Minjasfni Orkuveitunnar í Elliðaárdal
13:00 frá Vesturbæjarlaug
13:45 Allir hjóla saman frá Nauthólsvík að Ráðhúsi Reykjavíkur
14:30 Hanna Birna ræsir Tjarnarsprettinn á Götuhjólum
15:00 Hjólasirkus Freestyle snillinga í Ráðhúsinu í Reykjavík
15:30 Verðlaunaafhending Tjarnarsprettsins
16:00 Reykjavíkur DownTownHill 2x frá Hallveigarstíg niðurfyrir MR
Stjórnmál og samfélag | 19.9.2008 | 11:47 (breytt kl. 11:49) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)