Fyrir hvert pund sem eytt væri í hjólreiðar kæmu 3 til baka í þjóðarbúið
Þetta er niðurstaða rannsóknarnefndar sem vann skýrslu fyrir skoska samgönguráðuneytið.
Þar sem skotar framleiða ekki bíla myndi þetta leiða til hagstæðari vöruskiptarjöfnuðar, auka heilsu og þar með draga úr sjúkrakostnaði ríkisins, viðhald vega yrði minna og þegar farið verður að rukka fyrir útblástur mun hann vera minni.
Þar með komst nefndin að því að fyrir hvert pund sem eytt væri í að gera hjólreiðar að samkeppnishæfum kosti kæmu 3 inn í staðinn.
En til þess að þetta yrði raunhæfur kostur þyrfti að tryggja góðar almenningssamgöngur bæði til styttri og lengri ferða. Og gera hjólastígakerfi sambærilegt við þar sem þau best gerast í evrópu.
Og leggjandi í þann kostnað þá komust þeir að því að það myndu koma 3 pund í kassann fyrir hvert greitt í þágu heilbrigðari og vistvænni samgangna..
Þetta er 5 ára verkefni sem verið er að vinna með í skýrslunni en hana má lesa hér
Samgöngur | 15.1.2009 | 02:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Aðalatriðið er að sitja á hjólinu og slappa af.... Ef maður er of stífur eða stendur þá eykur hættu á því að maður renni.
Vertu í aðeins hærri gír en þú værir ef þú værir að hjóla á auðu. Og ef þú ert að hjóla upp brekku þá endilega ekki rykkja í petalahringnum heldur hjóla af jöfnu átaki. Þá spólar maður ekki og þá rennur maður síður.
Alls ekki bremsa á meðan þú ert að beygja. Alltaf að bremsa þegar þú ert á beinum vegarhluta, þetta er auðvelt ef maður bara hugsar aðeins framm í tímann. Bremsa fyrir beygjuna .... ekki í henni er trikkið.
Fylgstu vel með umhverfinu, Allar breytur eins og hundar, gangandi vegfarendur og bílar geta komið manni á óvart... Ekki láta koma þér á óvart því fyrstu viðbrögð eru oft að snarbremsa og það vill maður ekki í hálku. Fylgjast vel með umhverfinu er trikkið.
Þegar farið er upp og niður af kantsteinum er best að koma beint á þá, ekki koma á ská því þá langar dekkjunum ekki endilega að fara þangað til sem þig langar. Að vera í beygju á leið upp kantstein er ávísun á gott fall.
Með því að fylgja þessum reglum er bæði hægt að hjóla með og án nagladekkja. Aðalmálið ef þú ert ekki með nagladekk er að vera með grófari dekk og minna loft en þú ert vanur svo þau komi við sem mest af jörðinni... Svipað og jeppamenn gera þegar þeyr keyra ofan á snjó.
Íþróttir | 13.1.2009 | 22:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Skoðandi auglýsingarnar á hjólreiðavefum landsins þá langar fólki sem er farið að hjóla af einhverru alvöru í alvöru reiðhjól.
Það er reyndar ekki markaður fyrir BYKO og einhvernskonar hjól heldur er fólk tilbúið að borga fyrir góð hjól á sanngjörnu verði...
Enda eins með bíla og hjól... þegar þú verður vanur hjólreiðum langar þig stundum í gott reiðhjól.
Gott reiðhjól er búið eftirfarandi
Réttri stellstærð. BYKO og aðrir hafa verið að selja svokölluð "medium" stæðar hjól sem eru fyrir fólk uppað 175 til 177 cm eða eitthvað svoleiðis á meðan í alvöru hjólabúðum færðu hjól sem henta stærð þinni.
En þar sem margir eiga vönduð hjól og ætla kannski ekki að nota þau þá mæli ég með að fólk sendi mér póst með tegund hjóls og mynd helst og ég auglýsi notuð vönduð hjól hérna. Hvort sem er fjallahjól, götuhjól/keppnishjól eða downhill hjól og svo auðvitað meiga BMX gæjarnir fylgja með.
Það sama gildir með nagladekk á hjól.... það er klárlega vöntun á þeim af öllum stærðum.
netföngin mín eru vilberg@tf.is og vilberg.helgason@gmail.com
Ekki hika við að senda mér póst um gott hjól til sölu eða hjólahlut og ég kem því á framfæri á réttu stöðunum.
Kveðja Hjóla Villi
Samgöngur | 13.1.2009 | 00:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég er grænn í gegn ... Samt er ég ekki vinsti grænn, mér finnst blár himinn fallegur og rauð sól rokkar alveg gjörsamlega... Að sama skapi finnst mér engin ástæða til framsóknar nema markmið séu skýr því ef maður ætlar bara að sækja fram þá gleymast þeir kallar í skákinni sem mestu skipta.
Með öðrum orðum þá hef ég aldrei verið við flokk bundinn né hef almennt ekki getað kosið það sem ég vill... reyndar almennt skilað auðu því það er engin umhverfivænn flokkur á Íslandi.
Á íslandi er bara til álversflokkar... þeas með eða á móti.
Ísland er mesta bíladýrkunarland heims og fyrir skömmu var verið að spá tugum þúsunda bíla um reykjanesbraut og því myndi tvíbreikkun eflaust ekki duga nema til 2026. Það hvarflaði aldrei að neinum að gera eitthvað annað.
Sama er með Miklubraut... það fjölga og fjölga akgreinum og þegar strætó fékk sína vildi steinunn valdís að fólk sem væri fleiri en eitt í bíl fengi að nota hana.
Um að gera að hygla fólki sem samnýtir bíla en á sama tíma er fólkið sem er eitt í bíl að græða... það fær jú meira pláss á hinum akgreinunum. Frekar skamsýn hugsun... en samt kannski verið að reyna sitt besta í grænni hugsun. Kannski nær græn hugsun stjórnmálamanna á Íslandi ekki lengra?
En það sem vantar uppá á Ísland er að stjórnmálamenn og borgarfulltrúar fari að hugsa út fyrir bílarammann...
Hvað gerist núna þegar flest heimili eru að fara úr 2 í 1 bíl og jafnvel úr 1 í engan. Stætó orðin ferðafærri og allt almenningssamgöngukerfið í molum. Jú það á að draga úr hreinsun á stígum og götum .
Hvernig væri að einhverjir stjórnmálamenn eða borgarfulltrúar vöknuðu upp og áttuðu sig á því að það eru fleiri kostir en bíllinn... strætó gæti virkað en hann þarf að vera virkur til að hann virki. En hjólreiðar eru ekki bara sívaxandi heldur stórvaxandi og hvað gerist þar... það er vandamál við að fá gjaldeyri til innflutnings á nagladekkjum eða allavega var....
Hjólreiðar er kreppufararkostur af bestu gerð..... hann hefur alla kostina... hann slítur ekki malbiki... hann þarf ekki milljarða mannvirki, hann er einstaklega lár í slysatíðni og hann dregur úr þörf á sjúkrastofnunum þar sem fólk hreyfir sig jú við að hjóla....
En á þessu bíladýrkandi Íslandi fattar það enginn.
Þannig að ef einhver flokkur er tilbúin í smá stefnumótun í hjólreiðum eða að gera hjólreiðaáætlun skal ég vinna að henni með hvaða sveitafélagi sem er.
Og ef það verða margar eftirspurnir eftir svona aðstoð þá er ég með nóg af fólki í kringum mig til að aðstoða.
Sættum okkur við það að bílar eru ekki lengur nauðsynlegur fyrsti kostur til almenningssamgangna.
Samgöngur | 9.1.2009 | 02:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Í sumar skrifaði ég færslu á bloggið mitt um hvort Akureyri væri hjólahöfuðborgin. Ég var að þvælast þar þá og er aftur núna. Í sumar sá ég fólk með börnin og einstaklinga útum allt á hjólum. Þeas að bara á þessum 3 km sem ég gat farið þaðan sem ég er niður á eyri mætti ég tugum manns á hjólum í öllum fjölskylduformum sem hægt er að finna.
Núna er kominn vetur og það er jú bæði kaldara, snjómeira og meiri hálka að jafnaði á Akureyri en í Reykjavík og í gærmorgun var glæra hérna og ég fór út snemma morguns og á þessarri sömu leið sem er svo ég endurtaki mig bara 3 km mætti ég 14 manns á hjóli ýmist á leið niður eða upp af brekkunni.
Svo er bara ekki þverfótandi fyrir hjólreiðafólki allann daginn hérna og það besta er að margir hjóla á götunni. Þeas kunna að nýta sér öryggið og réttindin sem fylgja því að halda sig á götunni og það lang besta er að bílar voru bara þolinmóðir og tóku fullt tillit til þeirra..
Ég vona svo sannarlega að Akureyrarbær ætli að halda í hjólreiðaáætlunina sína því það er greinilega þörf fyrir hana hérna norðan heiða miðað við það sem ég sé hérna.
Svo vil ég hrósa Akureyringum til hamingju með að setja ekki má hret og hálku fyrir sig. Enda bæði fín þjónusta við hjólreiðafólk hérna og náttúrulega toppfólk á ferð hérna segir gamall Akureyringur ;)
Íþróttir | 8.1.2009 | 02:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heyrði í útvarpinu á sunnudag að umhverfissvið þyrfti að draga saman um einhverjar hundruð milljónir.. Og það fyrsta sem þeim datt í hug var að fækka sumarstarfsfólki og draga úr hreinsun á samgöngukerfinu.
Ok ég hef tilfinnanlega minni áhyggjur af bílum sem þurfa að keyra á nokkrum laufblöðum og smá gömlu salti en af okkur hjólreiðamönnum sem sumir nema hverja misfellu í malbiki á sama hátt og bíll nemur kantstein.
Það eru jú ekki allir á fjallahjólum allann ársins hring og margir hverjir á hjólum yfir sumarið sem eru á örþunnum sléttum dekkjum á svokölluðum götu/keppnishjólum. Það er ekki hægt að hjóla á svoleiðis hjólum nema stígar og götur séu almennilega hirtar.
Munurinn á Íslandi og Evrópu er yfirleitt að malbik er slétt allsstaðar annarsstaðar en hérna á klakanum. Eflaust til að auka viðnám í hálku eða þessháttar en ef þetta er ekki sópað er ekki hægt að stunda keppnishjólreiðar á Íslandi.
Væri ekki nær að loka svona 3 sundlaugum, 2 frjálsíþróttavöllum og banna skokk í nauthólsvik. Það kæmi minna niður á hinum iþróttunum en vanhirða á stíga og gatnakerfi borgarinnar kemur niður á íþróttahjólreiðum.
Hjólreiðar sem íþrótt hefur verð vaxandi sport með hækkandi hita og lengra sumri undanfarin ár og nú er svo komið að fjöldi manns stundar keppnishjólreiðar, bæði í tengslum við þríþraut og svo sem grunnþjálfun fyrir aðrar íþróttir auk þess sem margir eru að æfa hjá Hjólreiðafélagi Reykjavíkur og Hjólamönnum.
Látum ekki ódýrt sport og grænann hagkvæman samgöngumáta líða fyrir kreppuna... Ætli hjólreiðar myndu ekki spara ríkinu 10x meiri kostnað en þeir geta nokkurn tíma lagt í til að bæta aðstæður hjólreiðamanna.
Íþróttir | 6.1.2009 | 23:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í dag er ár síðan ég lenti í slysi. Ég var að hjóla fyrir neðan Grafarvogskirkju eftir stígunum á um 35 km hraða í hífandi roki og rigningu. Ég var með svona 900 lumen af ljósum á hjólinu mínu og á leið á æfingu hjá Hjólreiðafélagi Reykjavíkur þegar ég lenti inn í snöru af rafmagnskapli sem kom útúr runna og var grafinn niður í báða enda og snarstoppaði hjólið mitt og henti mér á 35 km hraða framfyrir mig.
Í þessu slysi rofnuðu öll tengsl milli viðbeins, axlarbeins og herðarblaðs auk þess sem ég fékk sprungu í höfuðkúpuna þrátt fyrir að vera með hjálm. Sprungan kom í höfuðið á mér þar sem frauðið inní hjálminum kom við hausinn á mér. Ég get ekki ýmindað mér hvað hefði gerst fyrir mig hefði ég ekki verið með hjálm. Að sama skapi þakka ég alltaf fyrir að ég æfði Júdó í mörg ár og því þrautþjálfaður í að falla óvænt og náði því að vernda mig frá því að fá höggið á hálsinn.
Þrátt fyrir þetta hvarflar ekki að mér að hætta að hjóla enda fyrir löngu komnir mörg þúsund kílómetrar á hjóli. En þetta er eina skiptið sem ég hef dottið almennilega á hjóli. Enda aðstæðurnar óvæntar og íllfyrirsjáanlegar eða hreinlega ófyrirsjáanlegar.
En allavega vill ég þakka hjálminum mínum lífgjöfina mína í þessu slysi.
Bloggar | 3.1.2009 | 19:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Það er ekki hægt að lýsa þessum strákum betur en þetta... Þeir bruna á hellings hraða niður brekkur með óvæntar beygjur og með adrenalínið í botni.
Þetta eru strákarnir hjá Hjólreiðafélagi Reykjavíkur sem hittust í dag og kepptu í Downhill í Öskuhlíðinni og kepptu um hver væri fljótastur að komast sem hraðast niður brekkur í hlíðinni.
Einhverjir myndu eflaust kalla þetta geðveiki en þetta er að verða heitasta sportið í heiminum í dag á meðan unglingar og fullorðnir eru að leita sér að sma´spennu og svala spennufíkn sinni.
Á heimsvísu er mest aukning í þessu sporti af öllum hjólasportunum sem í boði eru.
Ef farið er inná heimasíðu Hjólreiðafélags Reykjavíkur er bæði hægt að lesa meira um þetta og sjá myndir frá keppninni sem eru einstaklega vel teknar og ekkert verið að sóa flassinu á þær.
En svona í lokin að þá mun Hjólreiðafélag Reykjavíkur vera með námskeið í svona hjólreiðum fyrir krakka og unglinga í sumar.... Um að gerast að fylgjast með á www.hfr.is
Íþróttir | 3.1.2009 | 02:36 (breytt kl. 11:26) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrir örfáum dögum var slys á sæbraut þar sem bíll keyrði á hjólreiðamann eða eins og ég vill orða það að MANNESKJA eða ökumaður ók á hjólreiðamann..... ég hef aldrei skilið hvernig bílar keyra á fólk frekar en byssur skjóta fólk.... Það er svona séríslenskt fyrirbyrði þar sem bílar stunda að keyra niður hjólreiðamenn en öll onnur vopn eða yfirburðir eru tengdir gerandanum.
En allavega þá er sagan þessi að það var drengur sem var í endurskinsvesti að hjóla yfir á grænum kalli þegar einhver óþreyjufullur bílstjóri sem var búin að hugsa aðeins of mikið umferðina á móti eflaust (hef ekki hugmynd um hans hugarásand er er að áætla) tekur sína vinstri beygju og keyrir á hjólreiðamann (reyndar dreng) sem var í fullum rétti.
Drengurinn slapp með skrámur á höfði og vökva undir hnéskél sem er nokkuð gott miðað við að hann var ekki með hjálm. En hann var á grænum kalli í gulu endurskinsvesti og samt tókst einhverjum að keyra á hann.
Hvenær á ég að fíla mig öruggann í umferðinni ef þetta dugar ekki... hjálmurinn er aukaatriði þarna því hjolreiðamaðurinn gat ekki verið meira áberandi ?.
Sjálfur vel ég að hjóla á götunni þar sem að ég nýt sömu réttinda og bílstrjórar þegar ég efast um öryggi mitt... og jafnvel vel ég á hjóla á miðri akgreininni til að tryggja öryggi mitt stundum, þá sérstaklega þegar ég er að fara inn á hringtorg.
En segir þetta ekki svolítið um hvað borg og ríki ættu að fara ð huga að öryggi hjólreiðamanna ef okkar öruggasti kostur er að vera á götunni innan um bílana og jafnvel tefja hraða þeirra ?.
Þetta er kannski hugleiðing til einhverra og ef einhver hefur áhuga á að fræðast meira mun ég eflaust skrifa meira um þetta eða það er hægt að senda mér póst. Ég vill ekki vera of grófur en göngustígar sem flokkaðir eru meðal marga sem "hjólreiðastígar" henta ekki til hjólasamgangna ef maður þarf að þvera 10 götur á leiðinni með gróðri og bindhornum allsstaðar.... Og samt var ekki nokkur skapaður hlutur blindur þar sem keyrt var á drenginn..... og reikniði svo...
Samgöngur | 3.1.2009 | 02:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Persónulega versla ég alltaf flugelda af flugbjörgunarsveitinni um áramótin. Fyrir því eru nokkrar góðar ástæður. Eflaust er sú stærsta að ég eða einhver sem ég þekki mun þurfa á þjónustu þeirra að halda.
Það hefur ekki ennþá þurft að bjarga hjólreiðanni af hálendinu svo ég viti til en með auknum hjólreiðum til fjallaferða yfir sumartímann er ekki lengur spurning um hvort heldur hvenær einhver fótbrotnar, ofkólnar eða eitthvað af þessum klassísku hlutum sem geta komið óvænt uppá í óbyggðum. Þá er eins gott að flugbjörgunarsveitir séu vel búnar og til taks...
Það er náttúrulega þannig að allt kostar peninga og aukinn rekstrarkostnaður sveitanna er fyrirsjáanlegur með fallandi gengi og hækkandi eldseytisverði. Þeir eru reyndar það heppnir að launakostnaður er lítill sem enginn sem sýnir hversu óeigingjarn starf þessi menn vinna og því nauðsynlegt að standa vel við bakið á þeim.
Þar sem einokun er því miður ekki lengur leyfileg í þessu samfélagi er það skylda okkar sem þegna og hjólreiðamanna að styrkja þá í þessarri mikilvægustu fjáröflun þeirra.
Ég ætla að versla við Flugbjörgunarsveitirnar og vonandi þú líka.
Stjórnmál og samfélag | 30.12.2008 | 21:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Það var ánægjulegt að meiðsl drengsins sem ekið var á séu óveruleg. Ég hefði samt viljað sjá hver tildrög slyssins voru.
En þetta er fyrsta slysið í vetur þar sem hjólreiðamaður á í hlut þrátt fyrir mikla fjölgun fólks sem hjólar til og frá vinnu eða skóla í vetur.
Nú er lag fyrir borgina að tryggja öryggi okkar hjólreiðamanna með því að gefa okkur aukið vægi í umferðinni. Einnig eru hjólavísar sem búið er að setja ágætis búbót fyrir okkur hjólreiðamenn en sjást ekki nógu vel þegar fennir á göturnar.
Með bættri aðstöðu fyrir hjólreiðamenn er verið auka veg hjólreiða í Reykjavík og þar með draga úr bílavandanum, draga úr rekstrarkostnaði heimilana og bæta heilsu borgarbúa. Þessvegna skora ég á borgina að hafa almenningssamgöngur í forgangi í gerð fjárhagsáætlunnar borgarinnar.
Ekið var á dreng á reiðhjóli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | 26.12.2008 | 23:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Ég verð að viðurkenna að þegar góðærið var og olíu og bensínverð hækkaði uppúr öllu fannst mér það pínu gott á bílavelferðarkerfið á íslandi sem alltaf hefur verið númer 1 . 2 og þrjú í samgönguáætlunum á íslandi.
En síðan kom kreppa og svo kom kreppa og svo enn meiri kreppa og ég hætti að sjá hag minn í því að sjálfsumglaðir íslendingar sem þurftu 2 bíla á mann á hverju heimili fengu loksins að finna fyrir því. Kannski og örugglega var ég pínu grunnhygginn vegna þess að ég og aðrir hjólreiðamenn höfum alltaf verið í aukahlutverki í öllum fjárútlátum sveitafélaga og ríksins.
En í dag er fólk farið að hugsa um hvernig best sé að hagræða og hvað sé best að gera til að draga úr útgjöldum heimilisins og jafnvel búið að draga hjólagarminn úr bílskúrnum og svo framvegis til þess að auka aðeins aukapeninginn á heimilinu. Með öðrum orðum að draumur minn varð að veruleika að fólk myndi fara að hjóla meira og átta sig á því að hjólreiðar eru hagkvæmur og raunsær kostur til samgangna á íslandi.
En í dag var mér samt öllum lokið þegar ísland og þá meina ég ísland með litlu í ákvað að hækka álögur á bensín og olíu til þess að auka aðeins fé í ríkiskassann. Þetta hefði eflaust verið í lagi að mínum hluta nema að þeir hafa ekkert gert til að bjóða fólki uppá aðra kosti.
Það er jú búið í Reykjavík að draga úr snjómokrsti í þeim hverfum sem verktakar sjá um á sama tíma og þau hverfi sem eru á umsjá borgarinnar eru í topp þjónustu. (eins gott að vita hvaða hverfi tilheryra hverjum hér eftir uppá búsetuplan) og svo er borgin að fækka strætóferðum ???????
.......
Hvaða kosti höfum við... jú að styrkja bensínstöðvar því ennþá er jú ódýrara að fara og gefa brabra bauð með einkabíl en með stætó. Það kostar eina fjölskyldu yfir 1000 kall að fara niður í bæ og gefa bra bra brauð og fara svo til baka á meðan það kostar nokkur hundrað kalla að keyra öflugan jeppa úr grafarbæ og til baka.
Er ekki málið að allir þessir stjórnarmenn landsins hvort sem það er borg eða bær taki sig saman og geri okkur kleift að ferðast með öðrum kostum en einkabíl ????
Til að það gangi þarf að tryggja aðgang að strætó á sanngjörnu verði, tryggja aðgang að nagladekkum á reiðhjól bæði fyrir börn og fullorðna með því að veita gjaldeyri í það og moka stíga almennilega í öllum hverfum borgarinnar.
Ástand hjólreiðamanna var slæmt fyrir kreppuna og ástand þeirra sem stunda almenningssamgöngur var líka nógu slæmt fyrir kreppuna en núna er ekkert gert til að hjálpa fólki að eiga ekki bíl.
Samgöngur | 12.12.2008 | 02:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það eru nokkrar heimasíður sem hægt er að nálgast um hjólreiðar á Íslensku.
1. Hjólreiðafélag Reykjavíkur er helsta keppnis og æfingarfélag í hjólreiðum á Íslandi. Þarna inni má finna spjall þar sem hægt er að senda inn fyrirspurnir og fræðast um æfingatíma og þau mót sem eru í gangi hverju sinni.. Hjólreiðafélag Reykjavíkur er einnig á Facebook og finnst með leitinni "Hjólreiðafélag Reykjavíkur" Endilega að skrá sig þar inn www.hfr.is
2. Íslenski Fjallahjólaklúbburinn. Þarna er fín heimasíða þar sem fréttir og upplýsingar um ferðir og fundi félagsins eru kynntir auk þess sem ágætis spjallsíða er í gangi. www.ifhk.is
3. Það er nýbúið að opna nýja spjallsíðu sem tekur á flestum þáttum hjólreiða, svosem BMX, fjallabrun og í raun allt sem hægt er að tengja við hjólreiðar. www.newbikesite.co.nr
4. Landssamtök Hjólreiðamanna er baráttufélag hjólreiðamanna á Íslandi og heldur úti fínni heimasíðu þar sem hægt er að fræðast um helstu baráttumál þeirra og ábendingar á hvernig önnur lönd eru að gera þetta. www.lhm.is
5. Hjólamenn. Hjólamenn eru keppnisfélag í sama anda og Hjólreiðafélag Reykjavíkur. Þeir handa úti heimasíðu og hægt er að komast á spjall hjá þeim og þeir skella inn skemmtilegum greinum við og við. www.hjolamenn.is
6. Voffarnir eru hópur stráka sem stunda fjallabrun og hafa unnið vel að uppbyggingu brautar í heiðmörk. Skemmtilegt spjallkerfi hjá þeim og hægt að horfa á nokkur skemmtileg video. www.voffi.org
Það verður náttúrulega að taka tillit til þess að það er vetur og því hjólreiðaumræða í lágmarki miðað við að sumri til en samt allt vefur sem eru í gangi allt árið og með reglulegri endurnýjun. Mæli með að áhugamenn um hjólreiðar taki rúntin um þessar síður.
Íþróttir | 10.12.2008 | 22:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það er maður í Reykjavík sem byrjaði að hjóla í haust. Þessi maður hafði alla tíð verið þéttur og þreyttur. Hann er vörubílsstjóri og situr allan daginn og keyrir. Hann sagði mér að hann hefði aldrei nennt í ræktina, aldrei getað spilað fótbolta með félögunum eða tekið almennilega þátt í dægradvölum barna sinna sökum þrekleysis.
Þessi maður fékk sér öl flest kvöld og borðaði alltaf með vinnufélögunum á kaffihúsum eða skyndibitastöðum. Hann sagðist vera komin með viðbjóð á lífi sínu og var alltaf að hefja nýtt líf með korti í ræktina, byrja að fara í sund á morgnana eða versla myoplex eða herbalife. Samt gerðist aldrei neitt... Hann átti jú orðið helling af íþróttafatnaði, líkamsræktarkortun og ónýttum sundkortum. Varðandi mataræðið átti hann heilan skáp af skyndilausnum.
Síðan kom gæfan yfir hann. Hann var tekinn fyrir of hraðann akstur og missti prófið í 30 daga. Þar sem konan hans vann hefðbundna vinnu frá 9 - 17 og oft lengur og börnin komin á unglingsaldur var hann með öllu atvinnu og verkefnalaus þessa 30 daga sem hann var próflaus.
Hann hélt fyrstu dagana áfram sínu gamla líferni að mestu, nema hann fór að stela hjóli stráksins síns til að hjóla niður á kaffistofu og hitta kallana í hádeginun. Á aðeins nokkrum dögum fann hann muninn hvað það varð auðveldara að hjóla þessa 5 km og svo fór að hann fór að velja sér hollari mat þar á kaffi stofunni þar sem hann týmdi ekki að skemma þennan árangur sem hann var farin að finna hjá sjálfum sér og eitt leiddi af öðru og á þessum 30 dögum breyttist hann úr lýsingunni hér að ofan yfir í lífsviljaðann og heilsuþenkjandi einstakling.
Þetta var í ágúst og síðan þá hefur hann lést um 25 kg og notar frístundir sínar til uppbyggilegra hluta eins og að fara út að hjóla eða stunda íþróttir með félögunum. Þessi maður hefur verið í reglulegu tölvupóstsambandi við mig síðan hann fékk áhuga á hjólreiðum og ég leiðbeint honum lítillega.
Hann segir að hann hafi öðlast lífsvilja sem hann hafi skort í mörg ár við það eitt að þurfa að hjóla og það sem honum finnst skrítnast er að áður hafði hann aldrei litið á hjólreiðar sem lífsstíl, samgöngumöguleika eða íþrótt.
Hann vildi endilega að ég birti sögu hans og geri ég það hér með.
Batnandi manni er best að lifa og vil ég óska honum til hamingju með þetta.
Íþróttir | 3.12.2008 | 19:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Það er margt sem hægt er að gefa í jólagjöf í ár, samt eitthvað færra en í fyrra því öll nýju "dótin" sem maður er að sjá auglýst á erlendum vefsíðum og sjónvarsstöðvum virðast ekki vera að skila sér til íslands á sama hátt og áður. Enda gjaldeyrir af skornum skammti og svo virðist ætla að verða áfram.
En það er eitt sem fólk gæti gefið sínu fólki sem er kannski ekki svo vitlaust að gefa og kostar ekki mikið. Það er að gefa ljósabúnað á reiðhjól. Mörgum langar að hjóla en setja fyrir sig ýmsa hluti eins og nagladekk, fatnað og að það á engin ljós.
Nagladekk hefur aðeins þurft örfáa daga á þessu ári í Reykjavík en nokkra á Akureyri, veit ekki um önnur sveitafélög. En bara það að yfir 80 - 90% daga af þessum vetri hefur verið hægt að hjóla án nagladekkja er næg ástæða til þess að láta ekki veturinn stöðva sig að hjóla og öðlast betri heilsu og spara smá pening.
Það sama má segja um fatnað því allur útivistarfatnaður er nógu góður til að hjóla í honum. Það þarf ekki aðsniðinn háglans spandex galla til að vera boðlegur á reiðhjóli. Heldur er fatnaður bara fatnaður og því engin ástæða til að láta það stoppa sig. Aðallega þarf að passa putta og tær því hjólreiðamanni verður helst kalt á þeim stöðum.
En með ljós og endurskin þá er það yfirleitt aðalvandamálið því ljósabúnaður er mjög mikilvægur á reiðhjólið og smá blikk að aftan og framan hefur margfallt meiri áhrif en endurskinsljós. Svona búnaður kostar ekki mikinn pening og eflaust hægt að sleppa með 2000 kr plús á bæði ljós ef verslað er í Tiger eða öðrum ódýrum verslunum. Svo er náttúrulega hægt að fara með þetta uppí mun meiri upphæðir ef maður hefur áhuga á.
En að gefa ljósabúnað á reiðhjól í jólagjöf gefur fólki möguleika á að hjóla allan ársins hring nánast með öryggið að leiðarljósi.
Gerum öll reiðhjól að jólahjólum þetta árið
Bloggar | 2.12.2008 | 20:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Æji ég er einn af þessum sem fékk fjölmiðlaviðbjóð af krepputali á sínum tíma. Þá bæði af því leiti að skrifa og lesa og þá eflaust aðallega af því að lesa.
En Frsem á því ég nennti seinast að blogga hef ég samt fengið tugi lesenda á dag á steindautt bloggið mitt sem þýðir eflaust að röflið mitt fer aldrei út fyrir hjólreiðar og almenningssamgöngur nær til einhverra. Ég nefnilega fattaði það þegar kreppan small á að ég hætti að lesa nokkurn skapaðan hlut annað en "kreppurfréttir" og fór að sleppa mínum daglegu blog rúntum.
En svo við snúum okkur að því sem skiptir máli. A: nagladekk undir reiðhjól hafa hækkað um næstum 100% frá því í fyrra. Og svo náttúrulega fæst ekki gjaldeyrir í landið til að flytja það inn af nagladekkjum sem þarf. Persónulega hef ég alltaf átt 2 sett aukalega af nagladekkum svona just in case eins og maður segjir en ég seldi þau um daginn á 16 þú parið bæði. En í dag kosta mun ódýrari týpur 21.000. Kannski ég hefði átt að selja á 30 þú miðað við normal verðbil milli þessarra dekkja en er ekki mikilvægara fyrir mig að koma einhverjum á götuna yfir veturinn en krækja mér í smá aur í þessarri tíð.
Ég ætla allavega að koma því til þeirra sem ekki hafa getað orðið sér útum nagladekk en ætla að hjól samt í vetur að vera með lint í dekkjunum og vera á grófmunstruðu. Það dugði mér í mörg ár áður en ég vissi að nagladekk væru til ;I). Svo er náttúrulega gömlu ráðin eins og að vefna grófu snæri utan um dekkin eða að hella lími og setja í sand... Þetta seinna er reyndar skammvinnt en virkar svona 3 ferðir.
Mottóið er allavega, allir út að hjóla því tryggingar, bensín, bifreiðagjöld og fleira eru ekki þess virði lengur
Bloggar | 29.11.2008 | 00:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Það er alveg á hreinu að veturinn er kominn og fólk er ekki alveg tilbúið að leggja heilsuna og fjárhagslegan ávinning til hliðar á þessum síðustu og verstu...
Staðan er allavega sú að ég þurfti í dag að fara og redda nagladekkjum á hjól stráksins minns sem var að skríða úr 24" í 26" hjól. Sem þýðir eiginlega barna/unglinga yfir í fullorðnishjól. Hann er nú samt bara 10 ára ennþá en ákvað að vera stór eftir aldri og er kominn yfir 150 cm
Ég hóf leit mína með nokkrum símtölum. Fyrst hafði ég samband við Markið þar sem dekkin eru öll uppseld og þeir eru að bíða eftir að fá gjaldeyri til að geta flutt inn nagladekk. Svo hafði ég samband við Örninn sem er að vonast til að geta verið komin með dekk í kringum helgi helst á föstudag. Svo fór ég í Hjólasprett í Hafnarfirði og þeir áttu örfá dekk eftir sem reddaði mér gjörsamlega en til að skilja engan eftir útundan þá reyndi ég að hringja í Hvell og GAP en engin svaraði, vonandi nóg að gera í nagladekkjasölu þar.
En aðalmálið er að í forgangi í innflutning eru jú lyf, matur og svo OLÍA ?????? það er erfitt fyrir hjólreiðasölurnar til að fá gjaldeyri til að flytja inn NAGLADEKKá reiðhjól þar sem þau falla ekki undir bíladýrkunarstefnu DO og sjálfstæðisflokksins eða reyndar allra flokka því allir eru jú "umhverfisflokkar" en umhverfisvitund snýst bara um virkjanir og álver á Íslandi. Það hvarlar ekki að neinum að með því að hjálpa til með gjaldeyri fyrir Nagladekkjum á reiðhjólum er verið að draga úr olíunoktun, sliti á götum og verið að draga úr kostnaði heilbrigðiskerfisins með því að fólk sé jú að hreyfa sig og bæta heilsu.
Toppurinn var náttúrulega að Davíð Oddsson hringdi í forstjóra N1 sem er jú löggildur XD maður til að tilkynna honum að hann fengi gjaldeyri. Af hverju hringdi hann ekki í Markið og Örninn til að tilkynna þeim að þeir gætu flutt inn Nagladekk á reiðhjól og bætt svo marga þætti samfélagsins með því.
Ég tel að það eigi að fella öll gjöld af reiðhjólum, nagladekkjum og öllu sem tilheyrir hjólreiðum því það er fáránlegt að það sé verið að toll og virðisaukaskattsrukka einhverja bestu umhverfis,- heilsu,- og fjölskyldubót sem hægt er að virkja á Íslandi
Stjórnmál og samfélag | 3.11.2008 | 20:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Frétt úr fréttablaðinu í gær undir fyrirsögninni : Loks gert ráð fyrir
hjólum á götunum
"Reykjavíkurborg hefur undanfarnar vikur sett hjólamerkingar á götur. Hjólasamgöngur ættu að verða raunhæfari kostur í kjölfarið. Á síðustu vikum hafa margir reykvískir vegfarendur rekið upp stór augu yfir hjólreiðamerkingum sem skotið hafa upp kollinum á tilteknum akreinum borgarinnar.
Merkingar þessar eru hugsaðar til þess að létta þeim lífið sem nýta sér hjólið sem samgöngumáta, en víst er að fjölgað hefur talsvert í þeim hópi upp á síðkastið. Hjólamerkingarnar gera þannig hjólreiðafólki ljóst hvar er best fyrir það að halda sig á götunni, en minna bílstjóra einnig á að vera vakandi fyrir hjólandi umferð.
Hjólamerkingarnar er að finna á Suðurgötu sunnan Hringbrautar og á Einarsnesi. Slíkar merkingar verða einnig settar á næstunni á Langholtsveg og á Laugarásveg. Einnig styttist í tvöföldun hjólaog
göngustígsins sem liggur meðfram Ægisíðu, en þar stendur til að gera sérreinar fyrir hjólafólk og gangandi vegfarendur til þess að greiða götu beggja hópa."
Frábært framtak hjá Landssamtökum hjólreiðamanna og Reykjavíkurborg þessir hjólavísar og einnig er skemmtilegt að þeir hafa fengið smávægilega umfjöllun. Hef heyrt frá nokkrum að þeir viti ekkert hvernig á að haga sér þegar kemur að hjólavísum og að ökukennarar séu reknir á gat þegar þeir fara með nemendur sína um þessar götur.
Í Kjölfar þessarra hjólavísa er mikilvægt að kynna þá vel og kynna vel hvernig ökumenn eiga að haga sér og hver réttur hjólreiðamannsins sé á hjólavísum og á götum almennt.
Með minnkandi auglýsingasölu í sjónvarpi er þá ekki málið að umferðarráð eða einhverjir geri SKETSA um hvernig ökumenn og hjólreiðafólk á að haga sér og hver réttur þeirra sé í kringum hjólavísana.
En til hamingju Reykjavík, þetta er mikil búbót og vonandi aðeins upphafið af því að maður fari að sjá þetta útum allt
sjá meira um þetta á www.lhm.is
Samgöngur | 31.10.2008 | 11:44 (breytt kl. 11:45) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Norðmenn eru að mörgu leiti á undan okkur Íslendingum. Sérstaklega þegar kemur að samgöngum og þá meina ég vistvænum samgöngum. Norðmenn ákváðu fyrir nokkru að þeir skyldu draga úr bílaumferð ólíkt Íslendingum sem hafa lagt allt kapp á að gera veg einkabílsins sem vænlegastann.
Þegar Norðmenn ákváðu að draga úr notkun Einkabílsins þurftu þeir að velja hvaða kostir væru bestir í þeim efnum og komust að því að best væri að fá fólk til að hjóla. Og á það við jafnt í suður sem og norður Noregi.
Til þess að fá fólk til að hjóla ákváðu þeir að setja í gang kraftmikla hjólreiðaáætlun sem hækka átti hlutfall þeirra sem veldu reiðhjól til styttri ferða úr 4% í 8%. Ein aðaláherslan var að setja hjólastíga meðfram stofnbrautum og þegar ný hverfi og götur væru byggðar skyldi hjólreiðastígur vera í forgangi og svo leið bílsins fundin út sem annar kostur. Á Íslandi er bílinn númer 1. 2. og 3. og svo kemur gangandi umferð og síðan hjólreiðamenn í restina og í raun varla til.
Hvatning til hjólreiða og betrumbætur samgangna hafa gengið svo vel að Norðmenn eiga orðið 2 af 11 hjólavænustu borgum heims.
Ég er ekki með þessum pistli að segja að ég sé fylgjandi ríkjasambandi við Noreg heldur bara að horfa í draumsýn hjólreiðamannsins ef að þessu kæmi. ÞEAS að það ætti náttúrulega að vera krafa Norðmanna að Íslendingar tækju upp hjólreiðaáætlunina kæmi til svona samands enda hafa Norðmenn reiknað það út að það spari ríkinu 500.000 kr á ári hver manneskja sem leggur bílnum og tekur hjólið upp í staðin.Samgöngur | 29.10.2008 | 12:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Frétt á visir.is
Reiðhjólaþjófur tapar í hæstarétti
Hæstiréttur Hollands hefur hafnað áfrýjun reiðhjólaþjófs sem stal ólæstu hjóli sem lögreglan í Deventer fylgdist með í kjölfar þjófnaðarhrinu við brautarstöð borgarinnar. Hinn seki var dæmdur í 22 daga fangelsi.
Þjófurinn vildi meina að lögreglan hafi beitt tálbeitu og leitt sig í gildru en hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að hið ólæsta hjól hafi ekki verið lagt út sem beita sérstaklega fyrir viðkomandi þjóf og því hafi hann ekki verið þvingaður til að gera neitt og ályktaði að hann hafi verið að leita sér að hjóli til að stela þegar hann datt niður á ólæsta hjólið sem lögreglan vaktaði.
Merkilegt að í Hollandi, Danmörku og öðrum hjólreiðaþjóðum eru reiðhjólaþjófnaðir taldir til glæpa. Á Íslandi er því miður ekki sama sagan í gangi. Ég reyndi að leita í dómasafni að dómi þar sem einhver hefði verið dæmdur fyrir þjófnað á reiðhjóli og fann engan. Fann reyndar einn en þá var viðkomandi tekinn fullur á hjólinu sem er brot á umferðarlögum, sá fékk 30 daga skilorð og 23.000 kr sekt og var með sakaskrá og fengelsisdóm á bakinu.
Hundruðum hjóla er stolið á Íslandi á hverju ári og mörg hver finnast aftur. Samt er engin fundinn sekur fyrir þessa glæpi. Hjól geta verið frá 5.000 - 500.000 kr virði sem stolið er og á sama tíma og búðarhnupl fátæklinga er litið alvarlegum augum og menn dæmdir vinstri hægri virðist sem reiðhjólaþjófnaður er ekki talinn rannsóknarvert, hvað þá dómavert athæfi.
Bloggar | 28.10.2008 | 19:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)