Færsluflokkur: Íþróttir

Af hverju ekki hjólað í skólann vikan

hjolatoffariEkki vera leigubíll - leyfðu barninu að hjóla í skólann
Hjólandi börn eru sjálfstæð, full af sjálfstrausti og hraust. Aðeins 15 mínútur af hjólreiðum í skólann og heim myndi breyta miklu í heilsu barnsins þíns, venja barnið á heilsusamlegan lífsstíl sem gæti enst því ævina.


Eitt af hverjum þrem börnum langar að hjóla í skólann
Eitt af hverjum þrem börnum vill fá að hjóla í skólann.
Í Englandi 8.3 milljónir barna ferðast til skóla á hverjum degi. Rannsóknir hafa sýnt að aðeins lítið brot skólabarna fara á hjóli til skóla (undir 2%), þrátt fyrir að eitt af hverjum þrem börnum langi til þess.Flest börn fá ekki næga hreyfingu
Sérfræðingar setja að til að halda sér í formi þurfi börn í það minnsta eina klukkustund af líkamlegri áreynslu á hverjum degi, s.s. að ganga rösklega eða hjóla. En aðeins sex af hverjum tíu drengjum og fjórar af hverjum tíu stúlkum ná að uppfylla þessa hreyfiþörf.

Sjónvarp og tölvuleikir geta verið hluti af vandanum. Einnig er það að við erum búin að venja börnin okkar á að vera keyrð í skólann og á aðra staði sem eru vel innan þeirrar vegalengdar sem börnin gætu hjólað eða gengið á. Hjólreiðar eru ein besta hreyfing sem þú getur fengið. Læknar segja að fullorðnir sem hjóla reglulega hafi að jafnaði úthald á við fólk sér tíu árum yngra.

Hjólreiðar gera þig hraustari, auka athyglisgáfu og klárari
Heilsusamlegri lífstíll sem er haldið áfram inní unglingsárin myndi auka líkur þess að barnið muni lifa löngu og heilsusamlegu lífi. Kyrrseta og hreyfingarleysi er mun algengari ástæða hjartasjúkdóma en reykingar. Samt þætti okkur mun skelfilegra að sjá barn reykja.

Dagleg hreyfing hefur marga kosti sem koma strax í ljós. Hreyfingar styrkir beinabyggingu, vöðvastyrk, liðamót, bætir athyglisgáfu gegn hættum og eykur námsfærni.

Kennarar segja að börn sem gangi eða hjóli til skóla komi hressari og andlegar tilbúnari fyrir daginn en þau sem er keyrt til skóla, og nýleg bandarísk rannsókn sýnir jákvæða tengingu milli líkamlegrar áreynslu og árangurs í prófum.

2-boys

Hjólreiðar ala á sjálfstæði
Samkvæmt rannsókn sem gerð var að YouGov fyrir Cycling England, börn sem eru keyrð í skólann eyða að jafnaði 2 tímum og 35 mínútum á viku í bíl. Sem jafngildir um 8% af viðveru í skóla miðað við að börn sem ganga eða hjóla til skóla eyða einunigis 5% í bíl á viku.

Með því að leyfa barninu að koma sér sjálft til skóla ert þú að hjálpa þeim að verða sjálfstæðari og gefa því meira sjálfstraust, sem er mjög mikilvægt þegar barnið er að þroskast. Ferðin til skóla er fullkomið tækifæri fyrir barnið að læra að passa sig í umferðinni og aðra lífsleikni.

Fyrir mörg börn eru hjólreiðar einfaldlega skemmtilegri og félagslegri ferðamáti til skóla en með bíl og þau njóta til fullnustu þess frelsis sem það veitir þeim.

Hjólreiðar eru góðar fyrir umhverfið
Ef fleiri börn myndu hjóla til skóla væri það einnig gott fyrir umhverfið, bæði á fyrir umhverfi barnsins og allann heiminn.

Þér finnst kannski að einum færri bíl á morgnana muni ekki breyta öllu. En því fleira fólk sem ákveður að keyra ekki börnin þeim mun öruggari mun umhverfi skólans verða. Og auðverldara verður að hvetja aðra til að gera það sama.

Að auka öryggi barnsins í umferðinni
Við þekkjum kostina, hvað er þá að stoppa okkur í að leyfa börnunum okkar að hjóla ?. Öryggi er yfirleitt aðalástæða margra foreldra.

Sem betur fer þá eru alvarleg slys barna á reiðhjólum fátíð og nánast óþekkt – mun færri en slys gangandi barna og farþega í bíl. Færri en 20% allra slysa á börnum í umferðinni eru börn á leið til skóla.

Áhættan af ferðinni til og frá skóla er ekki réttlætanleg ástæða fyrir því að börnin fái ekki næga hreyfingu. Árið 2000 á Englandi létust 125 hjólreiðamenn í umferðinni og þar af voru færri en 20 af þeim börn. Á Sama ári létust 125.000 manns af kransæða og hjartasjúkdómum og þar var talið að 45.000 af þeim hefðu orsakast af hreyfingarleysi og kyrrsetu.

Farðu með barninu þínu yfir leiðina í skólann og bentu á leiðir og hættur og hvernig best er að breðast við aðstæðum sem geta komið upp og það mun koma þér á óvart hversu auðvelt það er að kenna barninu að vera í umferðinni.

Ótrúlegir fjármunir sem fara í að keyra börn í skóla
Samkvæmt rannsókn gerð af YouGov fyrir Cycling England, foreldrar 11-18 ára hefðu getað sparað 520 milljónir punda á ári ef barnið þeirra hefði hjólað til skóla í stað þess að vera keyrt.

Hvar geta börn nýtt hjólin sín.
Börn geta hjólað til skóla, vina, á íþróttaæfingar, til tónlistarkennara, í sund, til vina og svo sér til ánægju. Ekki taka það frá börnum að nota hjólin sín því ef barnið er með lás á hjólinu sínu þá er hjólið tryggt og þú færð það alltaf bætt ef því verður stolið.

 

 


Spennandi lokasprettur á 9. dagleið ítalíuhjólreiðanna

Benetti

Þessa dagana fer fram ítalíukeppnin í hjólreiðum Giro D'Italia sem er næst stærsta hjólamót ársins á eftir Tour de France.

Keppnin er búin að vera spennandi og skemmtileg og í dag fór fram 9. dagleið keppninar.

En ítalinn Daniele Benatti stóð í æsilegum lokasprett til að sigra níundu dagleið Ítalíukeppninar í hjólreiðum

Bennati vann með rétt hálfu framhjóli framar en Paolo Bettini.Ástralinn Robbie McEwen var svo þriðji yfir línuna.

Þetta var annar sigur Liquigas(Cannondale) keppandans í þeim 9 dagleiðum sem búnar eru en hann var einnig fyrstur á þriðju dagleið keppninar

Keppandinn Giovanni Visconti úr Quick Step liðunu er enn fyrstur í heildarkeppninni.

"Ég tók nokkrar áhættur en það mikilvægasta er að ég var fyrstur" sagði Bennati

"Ég var að fara að renna yfir línuna fagnandi þegar ég sá að Paolo var að komast uppað mér þannig að ég gaf allt í þetta og rétt hafði sigur"

"Mér þykir leitt að ég vann hann því ég veit að þessi dagleið var við heimabæðinn hans, en ég vildi vinna því þetta er eina dagsleiðin í Tuscany þar sem ég bý"

"Við fögnuðum hvor öðrum eftir lokasprettin, við erum óvinir á brautinni en við erum góðir vinir þegar við erum ekki öxl í öxl á hjólunum"

Bennati er líklegur að vinna á dagleiðum 12 til Capri á þriðjudag og svo dagleið 13 til Cittadella á föstudag áður en keppnin færist uppí fjöllin.

"Það eru ekki margar dagleiðir sem henta spretthjólurum í þessari Giro keppni og það eru í rauninni bara 2 dagleiðir á jafnsléttu í allri keppninni" sagði hann.

Það er svo vel þegið frí í keppninni á mánudag. 

Hún heldur svo áfram á þriðjudag með 39,4km tímatöku frá Pesaro til Urbino.

Hægt er að fylgjast með keppninni á Eurosport á daginn og hér má finna heimasíðu keppninnar á ensku.

lokameterinn á 9. dagleið

Það munaði ekki miklu í sigrinum hjá Bennati í dag

Giro d'Italia, níunda dagleið:
1. D Bennati (It/Liquigas) 5klst 30min 06sek
2. P Bettini (It/Quick-Step) =
3. R McEwen (Aus/Silence-Lotto) =
4. E Zabel (Ger/Milram) =
5. K Fernandez (Sp/Euskaltel) =
6. R Foerster (Ger/Gerolsteiner) =
7. M Cavendish (GB/High Road) =
8. T Dall'Antonia (It/CSF Group) =
9. J Dean (NZ/Slipstream) =
10. A Usov (Blr/AG2R) =

Heildarstaðan:
1. G Visconti (It) 42 klst 14 min 16 sek
2. M Russ (Ger) @ 9 secs
3. G Bosisio (It) @ 5:53
4. D Di Luca (It) @ 7:27
5. E Sella (It) @ 7:32
6. R Ricco (It) @ 7:33
7. F Rafael Cardenas (Col) @ 7:46
8. A Contador (Sp) @ 7:56
9. F Pellizotti (It) @ 8:11
10. V Nibali (It) @ 8:15


Hjólað í vinnuna - Bláalónsþrautin

Það er gaman að því hversu góð þáttakan er í Hjólað í vinnuna. Ótrúlegur fjöldi þáttakanda og allir að komast í betra form með hverjum deginum.

Bláalóns þrautin.
8. Júní næstkomandi heldur Hjólreiðafélag Reykjavíkur Bláalónsþrautina .
Bláalónsþrautin hefur stækkað ár frá ári og er orðin mikill hluti þeirra hjólreiðarstemmingar sem er að myndast á íslandi og í fyrra tóku 160 manns þátt í þrautinni.

Þáttakendur eru ræstir úr Hafnarfirði og hjóla í Bláa Lónið eftir malargötum og malbiki. Þegar í Bláa Lónið er komið er öllum keppendum boðið uppá heitt snarl og svo er Ókeypis í Bláa Lónið. Á leiðinni er drykkjarstöð þar sem þáttakendur geta stoppað og fengið sér smá orkugefandi drykk áður en haldið er áfram.

Það sem er skemmtilegast við þessa þraut er að þetta er fyrir flestum meiri keppni við sjálfan sig en aðra. Brautin er ekki mjög erfið og því ættu flestir að geta klárað og fá til þess þann tíma sem þeir þurfa. Þáttaka er líka frábær leið til þess að stimpla sig inní sumarið og til þess að nýta áunna krafta úr Hjólað í vinnuna. Svo er það þannig að ef eitthvað kemur uppá á leiðinni eins og bilað hjól eða að fólk þreytist þá er alltaf bíll á ferðinni til þess að taka uppí þá þáttakendur sem þess óska.

Hægt er að sjá kort af leiðinni hér 

Fyrirkomulag
Fyrirkomulag Bláalónsþrautarinnar er þannig að þáttakendum er skipt niður í flokka eftir kyni og aldrei og svo er opinn flokkur. Þáttakendur til þessa hafa verið á öllum aldri eða frá 9 ára um uppfyrir sextugt.

Þrautin skiptist einnig í 3 flokka.

Einstaklingar
Einstaklingsþrautin þar sem þáttakendur velja milli 40 og 60 km. vegalengdar
þáttökugjald er 2500 kr á einstakling ef skráð er á keppnisstað en 1500 ef skráð er á staðnum.

Liðakeppni.
Liðakeppni þar sem 4-5 geta tekið sig saman og hjólað á 60 km. leiðinni. Í þessum flokk er besti tími þriggja fremstu manna í liðinu tekin saman og það lið sem er með besta samanlagða tímann vinnur liðakeppnina. Þáttakendur í liðakeppninni eru einnig þáttakendur í einstaklingskeppninni.

Firmakeppni.
Firmakeppnin er nýtt fyrirkomulag þar sem fyrirtæki geta sent lið samsett úr 5 þáttakendum þar sem samanlagður tími 4 fyrstu manna úr lilðinu er lagður saman. Hvert fyrirtæki getur sent eins mörg lið og það vill til þáttöku. Öll lið fá viðurkenningarskjal fyrir þáttöku og svo fá þrjú efstu sætin verðlaunaplatta.
Liðsmenn í firmakeppni fá sjálfkrafa þátttökurétt í einstaklingskeppninni og eru einnig skráðir sem þáttakendur í henni.
Fyrirtæki borga 10.000 kr fyrir 5 manna lið og hægt er að fá sendan greiðsluseðin til fyrirtækis fyrir liðið.

Flutningur á hjólum til höfuðborgarsvæðiðsins eftir þrautina.
Til boða stendur að flytja reiðhjól með Flutningabíl til Reykjavíkur og er tekið sanngjarnt gjald fyrir það.

Ég mæli eindregið fyrir alla sem hafa áhuga á því að reyna aðeins meira en venjulega á sig að taka þátt því þetta er upplifun og svo mæta allir stoltir af sér í Bláa lónið og sofna værum svefni um kvöldið. Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu Hjólreiðafélags Reykjavíkur www.hfr.is


Hjólað í vinnuna - aðstæður hjólreiðamanna

Mikið er óskaplega gaman að fara út á hjólinu á morgnana eða milli 16 og 18 á daginn og það er vart þverfótað eða þverhjólað fyrir hjólreiðamönnum.

Það skemmtilega er að það er eins og allir séu að hjóla, konur í pilsum með krullur í hárinu og á háhæla skóm jafnt við sportlega klædda hjólreiðamenn af báðum kynjum. Þetta er næstum eins og maður sé komin til Danmerkur að sjá þennan fjölda sem var á stígunum í gær.

Öngþveiti á stígum 
Það er samt svolítið sérkennilegt að þegar fjöldinn er orðin svona mikill skapast ákveðið öngþveiti á stígunum og fólk er í hálfgerðum vandræðum að mætast og fara framúr. Ég sem fer nokkuð hratt yfir var óvenjulengi að komast að heiman og niður í bæ miðað við á venjulegum degi.

Draumaveröld hjólreiðamannsins
Ef við myndum hugsa okkur draumaveröld hjólreiðamannsins á íslandi þá væru stígar í hvora átt þar sem mest er hjólað og gangandi fólki haldið á göngustígum en hjólreiðamönnum á þar til gerðum hjólreiðastígum. Hægt væri að komast framúr án vandræða og líka væri hægt að mæta foreldrinu með 5 ára barnið sitt án þess að óttast að barnið sveigji fyrir mann.

Blöndun gangandi og hjólandi vegfarenda
Það er nefnilega þónokkur hætta á stígum eins og í fossvoginum og við nauthólsvík að maður veit ekki alveg hvar maður hefur umferðina á móti. Samt er mesti óvissuhlutinn við að hjóla þarna fólk með hunda í svona útdraganlegum böndum. Það hefur nefnilega komið fyrir mig oftar en einu sinni að þegar ég kem á hjólinu mínu þá hleypur hundurinn yfir stíginn og bandið er á milli gangandi vegfarandans og hundsins og ég með enga flóttaleið. Ég hef hingað til bjargast en það er verra þegar ég er að hjóla með 6 ára strákinn minn sem hefur ekki sömu forsjárhyggju né athyglisgáfu þegar kemur að því að takast á við svona. Kæmi mér ekki á óvart þó það yrði 2 - 3 hundum færra í borginni eftir að hjólað í vinnuna líkur.


Svo er það nefnilega eitt sem er vandamál hjólreiðamanna sem eru útum allar trissur, þeir hafa engan rétt á göngustígunum. Þrátt fyrir að stígum sé skipt í 2/3 gangandi og 1/3 hjólandi þá er þetta flokkað sem göngustígar og því hafa gangandi vegfarendur fullann rétt á þessum stígum og ber hjólreiðamönnum að taka fullt tillit til gangandi vegfarenda. Að sama skapi erum við ekkert sérlega velkomin á götunum og því hægar sem við hjólum því óvelkomnari erum við þannig að uppi sitja allir þessir hjólreiðamenn með það að þeir eru forgangslausir á stígum en öruggari en hafa fullann rétt á við bíl á götum en ekkert öryggi.

Hjólið er ökutæki
John nokkur Franklin kom í tilefni af samgönguviku til íslands í september í fyrra og kenndi "öruggar" hjólreiðar sem byggja á því að hjólreiðamaðurinn á að taka sér stöðu bíls og hjóla í umferðinni sem slíkur. Hjóla á miðri akgreininni sem hann er á svo hann sé sýnilegur og hegða sér á allann hátt eins og bílstjóri ökutækis. Þetta hef ég stundað þónokkuð lengi og gengur ágætlega enda nokkuð vanur hjóli og held góðum hraða. Samt loðir það við að bílstjórar vilja ekki hafa mig þarna og fara óþægilega nálægt mér þegar þeir fara framúr eða hreinlega keyra í rassgatinu á mér og flauta.

Yfirvaldið stuðli að meira öryggi
Eðlilegt framhald af þessarri hjólreiðavakningu væri að borgaryfirvöld og ríkisstjórnin myndu setja peninga í að tryggja öryggi og aðstöðu hjólreiðamanna frekar en að bora öll þessi göng og styrkja vegsemd bílaumferðar. Hjólreiðamönnum sem hjóla allt árið fer fjölgandi og þar sem það stefnir í að bensínverð muni allt að tvöfaldast á næstu 2 árum og með hlýnandi jörð er alveg á hreinu að fólki á reiðhjólum í umferðinni mun fjölga á næstu árum og það mun gerast hratt og þá er mikilvægt að vera undirbúin fyrir þessa tilvonandi sprengju.

En mig langar að óska aðstandendum Hjólað í vinnuna til hamingju fyrir frábært framtak og fyrir að stuðla að aukinni hjólreiðamenningu á íslandi.


Fyrsta götuhjólakeppni ársins í hjólreiðum

Sigurvegarinn á góðri siglingu í þokunni Bláfjallakeppnin var haldin í gær í stilltu en köldu og blautu veðri. Árni Már var og sigraði með yfirburðum rúmum þremur mínútum á næsta mann sem var Gunnlaugur og í þriðja sæti var síðan Óskar.
Í kvenna flokki var keppnin jafnari þar sem Ásdís sigraði og Helga í öðrusæti.

Árni Már á góðri siglingu upp bláfjallaafleggarann

Karlaflokkur Úrslit    
                Nafn              Félag            Tími       M/hraði   vött    
1  Árni Már Jónsson       HFR            24:32     31,1        323    
2  Gunnlaugur Jónasson  Hjólamenn   27:37      27,6       267    
3  Óskar Örn Jónsson    HFR            28:46      26,5       301    

 Kvennaflokkur úrslit
 
                Nafn              Félag            Tími       M/hraði   vött    
1  Ásdís Kristjánsdóttir  Þrír               38:43    19,7         168    
2  Helga Árnadóttir        Þrír               39:21    19,4        206    

Til að skoða myndir frá keppninni skal smella hér


Leyfum börnunum okkar að nota hjólin sín

Núna er sá tími í hönd þar sem börn eru komin á reiðhjólin sín. Það er náttúrulega frábært að nánast öll börn á íslandi virðast eiga reiðhjól. En því miður nota ekki öll börn hjólin sín, það er nefnilega þannig að margir foreldrar hafa búið þannig um að börn hreinlega nenni/þora  ekki að nýta sér hjólreiðar sem leiktæki eða samgöngumáta.

  • Margir foreldrar eru búnir að hræða börnin sín á að hjólunum geti verið stolið og gera kröfur um að ekkert sé farið á hjólunum nema hægt sé að geyma hjólin í hjólageymslu þar sem farið er.
  • Margir foreldrar óttast umferð og letja börn sín frá því að hjóla á þeim forsendum að það sé hættulegt að vera á reiðhjóli á göngustíðum og við götur.
  • Og svo eru mörg börn á annaðhvort of litlum hjólum sem er óþægilegt að hjóla á eða að foreldrar hafi keypt of stórt hjól sem barnið passar ekki á og ræður ekki við.

Veldu góðann lás á hjólið
Málið er nefnilega það að það að ekki undir neinum kringumstæðum er réttlætanlegt að draga úr hjólaáhuga barna sinna, frekar skal fjárfesta í góðum lás og kenna barninu að það sé mikilvægt að læsa hjólinu sínu og helst við eitthvað ef það er í boði. Einnig er sniðugt að skipta út svokölluðum „quick release“ róm sem festa dekkin á hjólið og setja gamaldags rær í staðin þannig að ef hjólinu er einungis læst með öðru dekkinu við eitthvað þá sé ekki bara dekkið og lásinn eftir þegar komið er að hjólinu aftur.
Það er hægt að fá marga sniðuga lása í hjólabúðum í dag. Þá er hægt að fá með lykli eða talnarunu svo er hægt að fá lása sem eru auðvafðir utan um einhverja stöng á hjólinu á meðan verið er að hjóla og svo eru til lásar sem geymast í þar til gerðum standi á meðan hjólið er ekki læst. Endilega ekki kaupa gamla góða lásinn sem engin veit neitt hvað á að gera við á meðan verið er að hjóla.

Öryggi barna í umferðinni.
Frekar en að hræða barnið á umferð og letja það við hjólreiðar á foreldri að fara út með barninu og annaðhvort hjóla eða rölta með barninu um það svæði þar sem  sem það mun hjóla mest á. Í þ essarri ferð er hægt að útskýra hvernig á að bregðast við aðstæðum hverju sinni. Á einum klukkutíma er hægt að lenda í flestum mögulegum aðstæðum og útskýra hvernig bregðast skuli við þeim.
Einnig er mikilvægt að undirstrika mikilvægi þess að vera með hjálm og nota ekki húfu undir hjálminum, ef það er húfa undir hjálminum þá liggur hann ekki rétt og þar með skilar hann ekki því sem ætlað er til af honum ef barnið verður fyrir höggi. Frekar skal notast við buff eða eyrnaskjól.
 

Hjólið skal henta viðkomandi
Ekki letja barnið þitt með því að vera með „rangt“ hjól fyrir það. Barnahjól koma í nokkrum stærðum og auðvelt er að finna hjól sem endist vel með því að velja rétt hjól. Hentugast er að fara í hjólaverslanir og fá ráðgjöf varðandi val á hjóli, jafnvel þó niðurstaðan verði að kaupa hjól í stórmarkaði þá er um að gera að fara í hjólabúðirnar fyrst og skoða hvað er í boði og fá aðstoð við val. Aðalatriði er samt að passa að hækka sætið og stilla stýrið fyrir sumarið. Ef barnið hefur hækkað um 10 cm í vetur þá eru forsendur fyrir stillingum seinasta árs brosnar og hækka þarf sætið þannig að barnið passi á hjólið. Aðalatriðið er að fæturnar rekist ekki í framdekkið þegar barnið beygjir og að barnið nái fótunum niður þegar það stoppar. Mikilvægt er að smyrja keðjuna en mikilvægast af öllu er að bremsurnar virki vel bæði að framan og aftan. Þá er ekki bara átt við að hjólið stöðvist þegar bremsað er heldur einnig að það geti lagt af stað aftur og bremsurnar séu ekki fastar inni og geri erfiðara fyrir barnið að hjóla.

Að lokum vil ég benda á að hjólreiðar barna sporna við offitu og styrkja hjarta og æðakerfi barnsins auk þess að byggja upp þol. Allflest börn fá ánægju úr því að hjóla og það á að kenna þeim að hjólreiðar séu ábyrgðarhluti sem jafnist á við að hafa bílpróf og leyfa þeim að nýta sér hjólreiðar til samgangna hvort sem er til að fara í skólann , fara til vina eða til að skreppa útí búð.


Af hverju ætti ég að hjóla ?

Ég rakst á skemmtilega uppsetta rökfrærslu fyrir hjólreiðum á whycycle.co.uk og ákvað að snara henni yfir á íslensku. Þetta er ekki ein af þessum öfgafærslum heldur mjög raunhæf og skemmtileg úrfærsla.

En þetta eru ástæðurnar fyrir því að við sem getum ættum að hjóla meira.

Gott fyrir mig af vegna þess að:

  • Fólk sem stundar hjólreiðar, hvort sem er til vinnu eða sér til ánægju hafa þol á við 10 árum yngri manneskju samkvæmt bresku hjartsjúkdómastofnuninni.
  • Með því að hjóla 30 km á viku dregur þú úr hættu á hjartasjúkdómum til hálfs miðað við þá sem hjóla ekki eða stunda engar aðrar æfingar.
  • Ef einn þriðji af stuttum bílskreppum væru gerðar á reiðhjóli myndi hlutfall hjartasjúkdóma á íslandi lækka um 5 - 10%.
  • Þegar háannatíma umferðar er hjólreiðamaður um tvisvar sinnum fljótari að komast ferða sinna heldur bíll.

Fjárhagslega gott fyrir mig vegna þess að:

  • Á reiðhjóli borgar maður ekki vegskatta, tryggingar, þjónustuskoðanir og auðvitað ekkert fyrir bensín
  • Gott reiðhjól þarfnast einungis um 5000 kr viðhalds á ári, minna ef þú getur sjálfur lagt til smá vinnu.
  • Gott reiðhjól endist í fjöldan allra af árum jafnvel áratugum en hverju lengi endist bíll ?
  • Það er hægt að leggja reiðhjóli hvar sem er svo það eru hvorki stöðumælagjöld né sektir.

Gott fyrir umhverfi mitt vegna þess að:

  • Hægt er að leggja 20 reiðhjólum á sama plássi og gert er ráð fyrir einum bíl á.
  • Til þess að framleiða eitt hjól þarf einungis brot af auðlindum eins og stáli, áli og orku miðað við það sem þarf til að framleiða einn bíl.
  • Það er nákvæmnlega engin mengum af hjólreiðum og þau eru einstaklega hljóðlátur ferðamáti. Hvenær sástu seinast ryðgað útúrkeyrt reiðhjól í notkun ?.
  • Bílar valda fjölda dauðaslysa og alvarlegra meiðsla á ári en það gera reiðhjól ekki.

Tollar og skattur á reiðhjólum - hvati til bensínsparnaðar

Ég hef hjólað í nokkur ár og hef bæði haft ánægðu sem og heilsubót af.

Í vor hafa drengirnir mínir tveir stækkað um hjólastærð og þurftu báðir að fá ný hjól. Ég er á því að fólk eigi ekki að kaupa ódýrustu möguleg hjól handa börnunum sínum því ódýrari hjól eru yfirleitt þyngri, óáreiðanlegri og þarfnast meira viðhalds heldur en hjól keypt í viðurkenndum hjólreiðaverslunum og sett saman af fagmönnum á íslandi.

Það eina sem ég klikkaði á í ár er að ég fór ekki nógu snemma af stað því gengishækkunin tók virkilega í budduna þetta árið. Ég tók eftir því að hjól af sömu týpu og tegund voru að hækka um allt að 20% milli ára sem eflaust er auðskýrt með gengisbreytingu og að eftir því sem gengið er hærra greiðum við líka hærri toll. Kannki ekki í prósentum heldur í krónutölu þar sem grunnkostnaður sem tollur er reiknaður af heftur hækkað.

Allir eru að kvarta yfir hækkandi bensínverði og strax er komin mikil umræða um hvort lækka eigi gjöld af bensíni og olíu en það er kannski annað sem við ættum að skoða.

Í okkar svokallaða "græna" landi þá er engin hvati fyrir fólk að taka upp hjólreiðar sem ferðamáta  og fyrst núna virðist vera vitundarvakning hjá fólki að taka upp hjólreiðar sem samgöngumáta til að draga úr útgjöldum heimilis við rekstur bíls. Einnig er forsætisráðherra að hvetja okkur til að keyra minna og spara með því.

Af hverju tekur ríkisstjórnin sig ekki til og afnemur 10% toll af reiðhjólum og varahlutum og jafnvel lækkar virðisaukaskatt niður í 7% af þessum tækjum og gefur fólki þar með möguleika á að nálgast þennan samgöngu máta á raunhæfari hátt.

Það er nefnilega þannig að það er með hjól eins og bíla að ef þú kaupir hjól sem hentar þér eða barninu þínu af réttri stærð og útfærslu  þá bæði nýtur maður þess betur að hjóla og líður betur á hjólinu.

Því hvet ég stjórnvöld að hvetja til bensínsparnaðar með hvetjandi aðgerðum og afnema toll á reiðhjólum og lækka virðisaukaskatt.

Vilberg


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband