Færsluflokkur: Bloggar

Þegar bílafyrirtækin hanna fjallahjól

Núna þegar það er ekkert vit í að kaupa sér sportbíl á Íslandi þá er hægt að fá sér fjallahjól frá framleiðendum sport og eðalbíla. Ég prófaði að leita að hjólum frá Amerísku framleiðendunum en fann engin fjallahjól og japanir eru duglegri við keppnis og götuhjól.

audi
Audi

mercedes
Mercedes Benz

porsche1
Porche

ferrari
Ferrari

Svo er náttúrulega ekki hægt að sleppa F1 útgáfunni af Ferrari

1


Ár frá slysinu mínu

Í dag er ár síðan ég lenti í slysi. Ég var að hjóla fyrir neðan Grafarvogskirkju eftir stígunum á um 35 km hraða í hífandi roki og rigningu. Ég var með svona 900 lumen af ljósum á hjólinu mínu og á leið á æfingu hjá Hjólreiðafélagi Reykjavíkur þegar ég lenti inn í snöru af rafmagnskapli sem kom útúr runna og var grafinn niður í báða enda og snarstoppaði hjólið mitt og henti mér á 35 km hraða framfyrir mig.

Í þessu slysi rofnuðu öll tengsl milli viðbeins, axlarbeins og herðarblaðs auk þess sem ég fékk sprungu í höfuðkúpuna þrátt fyrir að vera með hjálm. Sprungan kom í höfuðið á mér þar sem frauðið inní hjálminum kom við hausinn á mér. Ég get ekki ýmindað mér hvað hefði gerst fyrir mig hefði ég ekki verið með hjálm. Að sama skapi þakka ég alltaf fyrir að ég æfði Júdó í mörg ár og því þrautþjálfaður í að falla óvænt og náði því að vernda mig frá því að fá höggið á hálsinn.

Þrátt fyrir þetta hvarflar ekki að mér að hætta að hjóla enda fyrir löngu komnir mörg þúsund kílómetrar á hjóli. En þetta er eina skiptið sem ég hef dottið almennilega á hjóli. Enda aðstæðurnar óvæntar og íllfyrirsjáanlegar eða hreinlega ófyrirsjáanlegar.

En allavega vill  ég þakka hjálminum mínum lífgjöfina mína í þessu slysi.


Hagnýt og lýsandi jólagjöf

Það er margt sem hægt er að gefa í jólagjöf í ár, samt eitthvað færra en í fyrra því öll nýju "dótin" sem maður er að sjá auglýst á erlendum vefsíðum og sjónvarsstöðvum virðast ekki vera að skila sér til íslands á sama hátt og áður. Enda gjaldeyrir af skornum skammti og svo virðist ætla að verða áfram.

En það er eitt sem fólk gæti gefið sínu fólki sem er kannski ekki svo vitlaust að gefa og kostar ekki mikið. Það er að gefa ljósabúnað á reiðhjól. Mörgum langar að hjóla en setja fyrir sig ýmsa hluti eins og nagladekk, fatnað og að það á engin ljós.

Nagladekk hefur aðeins þurft örfáa daga á þessu ári í Reykjavík en nokkra á Akureyri, veit ekki um önnur sveitafélög. En bara það að yfir 80 - 90% daga af þessum vetri hefur verið hægt að hjóla án nagladekkja er næg ástæða til þess að láta ekki veturinn stöðva sig að hjóla og öðlast betri heilsu og spara smá pening.

Það sama má segja um fatnað því allur útivistarfatnaður er nógu góður til að hjóla í honum. Það þarf ekki aðsniðinn háglans spandex galla til að vera boðlegur á reiðhjóli. Heldur er fatnaður bara fatnaður og því engin ástæða til að láta það stoppa sig. Aðallega þarf að passa putta og tær því hjólreiðamanni verður helst kalt á þeim stöðum.

En með ljós og endurskin þá er það yfirleitt aðalvandamálið því ljósabúnaður er mjög mikilvægur á reiðhjólið og smá blikk að aftan og framan hefur margfallt meiri áhrif en endurskinsljós. Svona búnaður kostar ekki mikinn pening og eflaust hægt að sleppa með 2000 kr plús á bæði ljós ef verslað er í Tiger eða öðrum ódýrum verslunum. Svo er náttúrulega hægt að fara með þetta uppí mun meiri upphæðir ef maður hefur áhuga á.

En að gefa ljósabúnað á reiðhjól í jólagjöf gefur fólki möguleika á að hjóla allan ársins hring nánast með öryggið að leiðarljósi.

Gerum öll reiðhjól að jólahjólum þetta árið


Biðst afsökunar á leti

Æji ég er einn af þessum sem fékk fjölmiðlaviðbjóð af krepputali á sínum tíma. Þá bæði af því leiti að skrifa og lesa og þá eflaust aðallega af því að lesa.

En Frsem á því ég nennti seinast að blogga hef ég samt fengið tugi lesenda á dag á steindautt bloggið mitt sem þýðir eflaust að röflið mitt fer aldrei út fyrir hjólreiðar og almenningssamgöngur nær til einhverra. Ég nefnilega fattaði það þegar kreppan small á að ég hætti að lesa nokkurn skapaðan hlut annað en "kreppurfréttir" og fór að sleppa mínum daglegu blog rúntum.

En svo við snúum okkur að því sem skiptir máli. A: nagladekk undir reiðhjól hafa hækkað um næstum 100% frá því í fyrra. Og svo náttúrulega fæst ekki gjaldeyrir í landið til að flytja það inn af nagladekkjum sem þarf. Persónulega hef ég alltaf átt 2 sett aukalega af nagladekkum svona just in case eins og maður segjir en ég seldi þau um daginn á 16 þú parið bæði. En í dag kosta mun ódýrari týpur 21.000. Kannski ég hefði átt að selja á 30 þú miðað við normal verðbil milli þessarra dekkja en er ekki mikilvægara fyrir mig að koma einhverjum á götuna yfir veturinn en krækja mér í smá aur í þessarri tíð.

Ég ætla allavega að koma því til þeirra sem ekki hafa getað orðið sér útum nagladekk en ætla að hjól samt í vetur að vera með lint í dekkjunum og vera á grófmunstruðu. Það dugði mér í mörg ár áður en ég vissi að nagladekk væru til ;I). Svo er náttúrulega gömlu ráðin eins og að vefna grófu snæri utan um dekkin eða að hella lími og setja í sand... Þetta seinna er reyndar skammvinnt en virkar svona 3 ferðir.

Mottóið er allavega, allir út að hjóla því tryggingar, bensín, bifreiðagjöld og fleira eru ekki þess virði lengur


Reiðhjólaþjófur tapar í hæstarétti

Frétt á visir.is

Reiðhjólaþjófur tapar í hæstarétti

Hæstiréttur Hollands hefur hafnað áfrýjun reiðhjólaþjófs sem stal ólæstu hjóli sem lögreglan í Deventer fylgdist með í kjölfar þjófnaðarhrinu við brautarstöð borgarinnar. Hinn seki var dæmdur í 22 daga fangelsi.

Þjófurinn vildi meina að lögreglan hafi beitt tálbeitu og leitt sig í gildru en hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að hið ólæsta hjól hafi ekki verið lagt út sem beita sérstaklega fyrir viðkomandi þjóf og því hafi hann ekki verið þvingaður til að gera neitt og ályktaði að hann hafi verið að leita sér að hjóli til að stela þegar hann datt niður á ólæsta hjólið sem lögreglan vaktaði.

Merkilegt að í Hollandi, Danmörku og öðrum hjólreiðaþjóðum eru reiðhjólaþjófnaðir taldir til glæpa. Á Íslandi er því miður ekki sama sagan í gangi. Ég reyndi að leita í dómasafni að dómi þar sem einhver hefði verið dæmdur fyrir þjófnað á reiðhjóli og fann engan. Fann reyndar einn en þá var viðkomandi tekinn fullur á hjólinu sem er brot á umferðarlögum, sá fékk 30 daga skilorð og 23.000 kr sekt og var með sakaskrá og fengelsisdóm á bakinu.

Hundruðum hjóla er stolið á Íslandi á hverju ári og mörg hver finnast aftur. Samt er engin fundinn sekur fyrir þessa glæpi. Hjól geta verið frá 5.000 - 500.000 kr virði sem stolið er og á sama tíma og búðarhnupl fátæklinga er litið alvarlegum augum og menn dæmdir vinstri hægri virðist sem reiðhjólaþjófnaður er ekki talinn rannsóknarvert, hvað þá dómavert athæfi.


Í dag er Evrópski umferðaröryggisdagurinn og hann er tileinkaður mér og mínum

Í dag 13. október er haldinn evrópskur umferðaröryggisdagur, sem tileinkaður er umferðaröryggi í borgum. Umferðarstofa hefur ákveðið að helga daginn öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda.

Svona hefst frétt á vef umferðarstofu sem sjá má hlekk í neðar í færslunni.

EN þetta er merkilegur dagur í dag og jafnvel enn merkilegri með tilliti til þess að ákveðin vakning er búin að vera í hjólreiðum  í sumar og svo aftur í haust.

Margt skemmtilegt er að gerast í tenglum við þennan dag eins og formleg opnun hjólavísa við Suðurgötu og á Einarsnesi.

Síðan eru nemendur að úskrifast í 2. stigi af hjólafærni í dag líka.

En hjólafærni er verkefni sem sett var af stað í vor þar sem kennari frá Englandi var fengin til að koma og mennta kennara til hjólafærni á Íslandi. Það heppnaðist vel og góður hópur úskrifaðist í Bikeability sem á Íslensku var fært sem Hjólafærni.

Núna eru fyrstu nemar íslensku kennaranna að útskrifast frá Álftamýrarskóla og vel hefur tekist til og eru þeir komnir með 2. stig.

Mig langar að óska Landssamtökum Hjólreiðamanna innilega til hamingju með þennan áfanga og auðvitað þeim kennurum og nemendum sem eiga glaðan dag í dag.

Hægt er að fræðast meira um hjólafærni á heimasíðu Íslenska Fjallahjólaklúbbsins

Og svo er náttúrulega að muna að reyna að nota annað en einkabílinn í dag og fara stuttu ferðirnar á hjóli eða gangandi. Það er alltaf gott að byrja á þeim og bæta svo í.

Hér má sjá frétt um daginn á umferðarstofu


Samtök um bíllausan lífsstíl í kvöld

Þann 20. maí síðastliðinn voru stofnuð samtök á netinu. Nánar tiltekið á Facebook sem er orðin vinsælasta afdrep netverja nútildags.
Þessi samtök eru fyrir fólk með sameiginlegan áhuga á því að gera bíllausan lífsstíl að vænlegri kost en nú er.

Samtökin stækkuðu hratt og á aðeins tveimur og hálfum mánuði náði skráður fjöldi 1000 manns sem er ótrúlega gott.

Að mínu mati er þarna komin mjög þarfur hópur af fólki til að berjast fyrir málefnum sem margir halda að séu einungis fyrir örfáa sérvitringa sem hafa ekki efni á bíl en svo er ekki. Fjöldi skráninga sýnir hversu stór hópur fólks getur hugsað sér að tileinka sér þennan lífsstíl og ekki skal gleyma því að skráningarnar eru einungis komnar á Facebook vefnum og hlutfall fólks á Facebook er ekki mjög hátt á Íslandi, nema í ákveðnum aldurshópum.

En aðalmálið er að í kvöld, miðvikudaginn 20. ágúst er undirbúningsfundur um formlega stofnun samtakana á efrihæðinni á Kaffi Sólon. Fundurinn hefst klukkan 20:30 og er fyrir alla þá sem vilja leggja hönd á plóginn við stofnun formlegra samtaka.

Að sjálfsögðu ættu allir að mæta sem hafa áhuga á þessu málefni og hafa eitthvað til málanna að leggja.

Hér fylgir svo textinn sem finna má á forsíðu samtakanna á Facebook.com:

"

 
Samtök um bíllausan lífsstíl er hópur fólks sem hefur að sameiginlegu áhugamáli að vinna að því að gera bíllausan lífsstíl á höfuðborgarsvæðinu að vænlegri kosti en nú er

Tilgangurinn er margþættur, allt frá því að hafa jákvæð áhrif á nærumhverfið og draga úr útblástursmengun og yfir það að skapa líflegra og mannvænna borgarumhverfi.

Í hópnum er fólk sem bæði lifir bíllausum lífsstíl og þeir sem gjarnan vildu gera það, ef aðstæður til þess væru betri.

Hópurinn er þverpólitískur, og leggur því meiri áherslu á að berjast fyrir réttindum þeirra er kjósa sér bíllausan lífsstíl fremur en sértækum og hugsanlega umdeilanlegum lausnum.

Hópurinn mun því berjast fyrir eftirfarandi atriðum:

að borin sé virðing fyrir almannarými á borð við gangstéttir og torg, og að sektir fyrir ólöglega lögðum faratækjum séu sambærilegar á við það sem gerist í nágrannaborgum og að sektað sé allan tíma sólarhringsins,

að gætt þess verði að stofnæðar trufli sem minnst nærliggjandi byggð,

að draga úr niðurgreiðslum til handa bílandi á formi gjaldfrjálsra bílastæða við stofnanir, verslanir og fyrirtæki, óbeinnar gjaldtöku af umferðarmannvirkjum og hverju því sem dregur úr samkeppnishæfni annarra valkosta við einkabílinn,

að hvetja til þess að lagðir séu göngustígar og hjólabrautir með sambærilegum metnaði og götur fyrir bíla,

að umferðaræðar verði skipulagðar sem breiðstræti ekki síður en hraðbrautir þar sem við á,

að almenningssamgöngur fái sérakreinar á stofnæðum þar sem hætta er á biðraðamyndun og töfum,

að lögð verði enn meiri áhersla á skjólmyndun með trjágróðri en nú er.

Hópurinn mun einnig kynna kosti þess að lifa bíllausum lífsstíl fyrir þá sem ekki gera það í dag, hvaða áhrif það hefur á líf þess og nærumhverfi og hvetja fólk til að breyta um lífsstíl eftir fremsta megni."


Reiðhjólið á gleðigöngu samkynhneigðra

Einn af mínum uppáhaldsdögum ársins er að fara á gleðigönguna. Þetta er litskrúðug og virkilega skemmtileg framkvæmd þessi hátíð. Engu haldið aftur og allir sem taka þátt fá að njóta sín. Hvort sem um er að ræða sýnendur eða þáttekendur. Í fyrra voru einhverjar stelpur á mótorhjólum í leðurgöllum sem fylgdu í göngunni.

Er ekki málið í ár að auka veg hjólreiða og einhverjir samkynhneigðir hjólreiðamenn skella sér á reiðhjólum í gönguna í vel samkynhneigðum hjólreiðagöllum. Allavega hef ég fengið comment að hjólreiðagallarnir mínir séu hommalegir þar sem þeir eru litríkir og aðsniðnir frá þeim sem þurfa að hafa skoðanir á þeim.

En er ekki málið að það verði smá Gay Ride í Gay Pride í ár.

Er svo að sjálfsvögðu ekki málið fyrir alla sem ætla að koma og horfa að mæta á reiðhjólum og spara aðeins mengun, bílaumferð og bílastæði í miðborginni.


Fullur á mánudegi... gvöð minn góður

Vantar alveg í fréttina hvort maðurinn var með hjálm eða ekki miðað við almennan fréttaflutning um hjólreiðamenn á Íslandi

En það er ekki sniðugt að hjóla fullur það er svona jafn gáfulegt og að keyra fullur. Ég prófaði þetta sem unglingur og það var ekki hjólað sérlega beint og valdið var frekar lítið á farartækinu ef ég man rétt.

Annars eru höfuðmeiðsl hjólreiðamanna í Svíþjóð af stórum hluta sökum ölvunar við hjólreiðar. Spurning hvort enhver svoleiðis dæmi séu hér á klakanum.

Láttu ekki vín breyta þér í hjólasvín!!!

Svo smá video af einum fullum á hjóli


mbl.is Fullur á hjóli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tökum börnin með að hjóla í sólinni

Í dag er veðrið frábært. 13 gráður í hádeginu og glampandi sól. Hið fullkomna hjólreiðaveður.

Í Reykjavík er kjörið að skella sér á hjólinu á einhvern af stígum borgarinnar.

Kjörið er að hjóla í sund t.d. og alltaf gaman að skella sér á hjóli í Árbæjarsundlaug  Þó það séu smá brekkur upp Elliðárdalinn þá er þetta alveg einstaklega falleg leið og þreytan er fljót að gleymast enda hægt að stoppa oft á leiðinni.

Síðan er alltaf hægt að hjóla í Nauthólsvík sem er með ágætis hjólastöndum til að læsa hjólin sín við og jafnvel taka með sér smá nesti og hjóla á Miklatún og slappa af í sólinni.

Og svo er Austurvöllur orðin "heitur reitur" þannig að ef maður vill hanga á netinu þá tekur maður bara fartölvuna með í bakpoka og skellir sér.

Hjólreiðar eru nefnilega hið fullkomna fjölskyldusport og börn njóta þess til fullnustu að fá að fara út að hjóla með foreldrum sínum og allflestir eiga jú hjól. Svo er þetta kjörið tækifæri til að kenna börnunum sínum hvernig á að haga sér í ört vaxand umferð á stígum borgarinnar og líka bara að koma ánægður heim eftir smá holla líkamsrækt.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband