Midget Buhtrekka er fellihýsið fyrir þá sem vilja ferðast með smá klassa á reiðhjóli. Fyrir okkur sem höfum gert það er yfirleitt það versta þegar tjalda þarf á blauta jörð, þarna losnar maður alveg við það.
Gallinn við þetta er samt eflaust að það er hundleiðinlegt að hjóla með svona breiðan aftanívagn sem er ástæðan fyrir því hvað vagnarnir Bob-Yak hafa náð miklum vinsældum enda jafn breiðir og hjólið með manni.
En þetta er samt eitthvað sem er alveg vert að skoða og kostar rúmlega 300$ frá framleiðanda (sjá slóð að neðan).
Græjan sjálf er 25 kg og tekur allt að 180 lítra af farangri sem er nokkuð gott. Vagninn er þrælsterkur og færi leikandi yfir meðalgróft yfirborð og ætti þar með að opna á flestar af fjallaleiðum hjólatúristans eins og sprengisand og kjöl.
Vagninn er stillanlegur á fjölmargann hátt og hentar dekkjum frá 20 til 29 tommum sem ætti að vera sirka öll hjól.
Fulltjaldað er innanrýmið 230 cm á lengd 80 cm á breidd og um 1m. á hæð sem gerir þetta þægilegt 1 manns tjald og hálf vonlaust tveggjamanna :) En fyrir pör sem sofna í faðmlögum gæti það alveg gengið. En eins og áður kom fram er 180 lítra geymslupláss í vagninum þannig að ef 2 ferðast saman væri hægt að vera með aukatjald þar þó það hljómi hálf fáránlega.
Það verður spennandi að sjá hvort við fáum að sjá fyrsta svona vagninn á slóðum íslands næsta sumar, fann allavega ekki neinn umboðsaðila á Íslandi þegar ég athugaði.
Hér er slóðin á þetta hjá framleiðanda og svo myndband af þessu í aksjón.
http://store.kamprite.com/catalog/Midget-Bushtrekka-p-16143.html
Íþróttir | 6.4.2013 | 16:12 (breytt kl. 16:17) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ætli það sé raunhæfur kostur.
Öll ný reiðhjól sem seld eru væru skráð í þennan gagnagrunn af verslun sem selur hjólið. Kennitala kaupanda og raðnúmer.
Í þennan gagnagrunn gæti fólk einnig skráð hjól sem það á fyrir og þær hjólreiðaverslanir sem selt hafa með með því að skrá kennitölu kaupanda og raðnúmer myndu leggja til sín gögn.
Með þessu móti má ná nokkuð heilstæðum eignargrunni á reiðhjólum á Íslandi. (sem myndi batna á fáum árum)
Kostir eru klárlega að þetta auðveldar fólki að sanna eignahald sitt á reiðhjóli sé því stolið og lögreglan getur flétt upp á eiganda reiðhjóls finnist slíkt.
Stofnkostnaður og rekstur slíks grunns væri síðan kostaður af tryggingarfélögunum sem greiða ógrynni í bætur til fólks sem hjólum er stolið frá á hverju ári. Reiðhjólaþjófnaðir þykja ekki rannsóknarverðir hjá lögreglu og því enda reiðhjól yfirleitt á uppboði ef þeim er stolið eða fá að vera í eigu þjófsins í friði. Allavega eru fyrstu viðbrögð lögreglu ef maður skráir stolið reiðhjól að taka stutta skýrslu og segjast svo senda hana til tryggingarfélagsins.
Gallinn við þetta er að erfitt er að halda svona grunni réttum og því má alveg fara að skrá reiðhjól sem farartæki á einhvern "minni" hátt en vélknúin ökutæki og fólk myndi þurfa að skrá eigandaskipti á reiðhjóli í þar til gerðann gagnagrunn.
Hægt væri að veita almenningi aðgang að slíkum gagnagrunni í heimabanka á sama hátt og fólk fær lykilorð að skattinum eða ættfræðivefnum íslendingabók.
Svo má líka horfa til þess að þegar fólk er komið með aðgang að grunninum getur það skráð sig inn, séð yfirlit yfir reiðhjól skráð á viðkomandi og merkt reiðhjól stolið komi það til eða merkt reiðhjóli fargað sé því hent.
Samgöngur | 5.4.2013 | 18:18 (breytt kl. 18:19) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rakst á þessa grein á visir.is. Það sem vakti gleði hjá mér að þetta er í fyrsta skipti sem ég hef séð lögregluna auglýsa eftir stolnu reiðhjóli.
Þetta tel ég akkúrat vera þá þróun sem þurfti að eiga sér stað. Reiðhjól geta verið rándýr eins og þetta reiðhjól sem ég fann á heimasíðu arnarins www.orninn.is og kostar þar 1.290.000. Svo hafa þau oft annað verðgildi eins og aldur og fleira.
Alvöru hjólasölur skrá serial númer þeirra hjóla sem þeir selja á sölunótu með kennitölu kaupanda þannig að hægt er að rekja hjól til þeirra, hvort sem þau kosta 15.000 eða 1,5 milljónir. Því er full ástæða til að auglýst sé eftir hjólum af lögreglu og yrði kannski til þess að reiðhjólaþjófnaður hætti að flokkast sem "varla" glæpur.
Hingað til hafa reiðhjólaþjófnaðir ekki verið rannsakaðir, menn ekki dæmdir fyrir þjófnað á þeim og lögreglan vísað á tryggingarfélögin þegar hjól hverfur.
Samgöngur | 4.4.2013 | 19:43 (breytt kl. 19:48) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Núna þegar hjólasumarið fer að skella á fullt hjá okkur mörgum, ungum sem öldnum þá er ýmislegt sem hafa ber í huga.
Fyrst verður mér hugsað til barnanna sem fá hjólin sín oft ósmurð og ílla hert úr geymslunni eða bílskúrnum eftir veturinn. Í mörgum tilfellum eru hjólin of lítil eða foreldrar fara og kaupa ný og hafa þau of stór svo þau séu til lengri tíma. Allt að ofantöldu getur verið hættulegt.
Prófi fullorðinn að setjast á barnahjól og hjóla með þyngdarpunktinn of neðarlega ræður hann ílla við hjólið, sama lendir hann í ef hann ákveður að labba eftir kantstein eða setjast á hjól sem er of hátt fyrir hann, jafnvægið er ekki fullkmomið. Því ber að passa að börn séu á hjólum af hæfilegri stærð.
Þegar börn fara að hjóla fara þau ekki bara útá gangstétt á hjólunum sínum heldur fara þau á þeim yfir gangbrautir, yfir á T gatnamótum þar sem gróður skyggir á sýn ökumanna sem ekkert hugsa né vilja vita hvað er handan við næsta horn og svo koma upp atvik/aðstæður útum allt þar sem þau þurfa að geta brugðist við, t.d. með því að beygja frá, bremsa eða jafnvel kasta sér af hjólinu.
Þá skiptir miklu að eftirfarandi hlutir séu í lagi.
- Bremsur þurfa að vera fullkomnar.
- Stærð hjólsins þarf að henta barninu svo það valdi því
- Keðja þarf að vera smurð og strekkt svo hún sé ekki að detta af (keðjulaust hjól með fótabremsum er bremsulaust hjól)
- Dekk þurfa að vera með munstri svo þau hafi grip á blautu og grófu yfirborði
- Endurskinsmerki eru ekki bara uppá punt á hjólum því í ljósaskiptunum sem bæði verða í vor og haust geta þau gert gæfumuninn um tillitssemi ökumanna (sem eru versti óvinur barns á reiðhjóli)
- Lás þarf að vera á hjólinu og kenna þarf barninu hvernig læsa á hjólinu við hluti til að tryggja að því verði ekki stolið (það þýðir ekki að skamma barnið fyrir að passa ekki hjólið sitt ef því er ekki kennd ábyrgð umgengni um það).
Foreldrar geta keypt olíur til að smyrja keðjur, það þarf yfirleitt 1 sexkant eða skrúfjárn til að herða bremsur og allt þetta er hægt að gera ódýrt. Svo er ekki verra að fara á hjólreiðaverkstæði og láta yfirfara hjólið fyrir sumarið.
Svo er hægt að sannreyna hjólagetu barnanna sinna og útvega þeim þjálfun hjá Hjólafærni á Íslandi http://hjolafaerni.is/index.php?option=com_content&view=article&id=75&Itemid=77
Að senda barn útí umferðina á hjóli er gott og hollt fyrir barnið, eykur sjálfstraust, úthald og athyglisgáfu og ég mæli með því fyrir öll börn. En við erum ekki látin skoða bílinn okkar árlega að ástæðulausu... skoðum hjól barnanna okkar líka.
Samgöngur | 3.4.2013 | 22:06 (breytt kl. 22:12) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er langt síðan þessi uppbygging á hjólum hætti að flokkast sem kvenna hjól. Heldur kallast þetta "step through frame" eða stíga í gegnum stell ef reyna má að íslenska það.
Þessi hönnun hefur tíðkast hjá bæði karlkyns og kvenkyns hjólreiðamönnum í þónokkuð mörg ár og sér maður nokkuð af karlmönnum á Íslandi notast við þessa hönnun...
Þó upphaflega hafi hún verið hugsuð fyrir konur í pilsi þá hentar hún ekki síður fyrir karlmenn í jakkafötum, þröngum gallabuxum og bara þeim klæðnaði sem ekki er sérlega teigjanlegur.
En varðandi að eldra fólk eigi frekar að notast við þessa ramma finnst mér hvernig maður fer á hjólið eða af einungis segja hálfa söguna því eflaust hefur ekki minni áhrif staða hjólreiðamannsins.
Eigi hann við síðra jafnvægi en á yngri árum (eða bara jafnvægisraskanir almennt) þarf að huga að því að hjólreiðamaðurinn geti rétt úr hnjánnum til að auka jafnvægi meðan hann hjólar, hann þarf að vera með höfuðið í eins lóðréttri stöðu og mögulegt er frá hryggsúlu til uppá jafnvægisskynfærin í innra eyranu sem skynja halla og fleira ruglist ekki auk þess sem sjónarhornið á að vera eins eðlilegt og þegar við löbbum. Fólk með jafnvægisvanda upplifir oft svima ef það lítur niður og svo aftur upp sem gerist frekar ef staða hjólreiðamannsins er þannig að hann halli sér fram.
Þessvegna henta hjól þar sem maður situr uppréttur á með hátt stýri þeim sem eiga við einhverjar jafnvægisraskanir mjög vel.
En auðvitað eiga allir að hjóla eins lengi og þeir treysta sér til.... Og svo eru náttúrulega til 3ja dekkja hjól sem henta öllum... með og án jafnvægisraskananna
Eldri karlmenn noti kvenreiðhjól | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 31.3.2013 | 21:24 (breytt kl. 21:40) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tíðir hjólaþjófnaðir á Suðurnesjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 30.3.2013 | 11:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það er búið að vera dásamlegt að fylgjast með Wowcyclothoninu á netinu, í fréttum og svo á facebook. Já líka í fréttum því þetta er fyrsti hjólreiðaviðburður íslandssögunnar sem fær aðra eins athygli.
Sýnir bara hversu mikilvægt það er að hafa PR sterka aðila á bakvið sig. Í gegnum tíðina hef ég fylgst með hjólreiðamótum á Íslandi, séð um skipulagningu þeirra eða tekið þátt í henni. Hef reynt að hafa samband við fjölmiðla og aldrei var áhugi, meira að segja fengið virtann PR gæja til að senda póst með fréttatilkynningum sem hafa ekki fengið birtast. Þetta var reyndar allt fyrir 2008 áður en hjólreiðavakningin var á Íslandi og hærra eldsneytisverði.
Núna er öldin önnur og Bláalónsþrautin fékk ágætis en þó alltof litla umfjöllun í ár þrátt fyrir að vera stærsti hjólaviðburður á Íslandi ef horft er til fjölda þáttakenda. Að hafa WowAir á bak við sig gerir greinilega muninn en samt tókst Wow að gera þetta svo hárrétt. Landsþekktir þáttakendur féngu ekki athyglina eins og Skúli Morgensen, Ármann Þorvalds eða Bjarki Diego heldur fengu hjólreiðarnar að njóta sín og bestu hjólreiðamenn landsins sem kláruðu þetta á svo skömmum tíma að biðja þurfti þá að hægja aðeins á sér á hellisheiðinni því markið var ekki alveg til. Enda 7 tímum fyrr en ætlað var að fyrstu liðin kæmu í mark.
Sigurliðið er lið vaskra hjólreiðamanna sem hafa verið á sigurpöllum hjólreiðakeppna undanfarinna ára og má þar helst nefna Hafstein Ægi Geirsson sem keppt hefur á Ólympíuleikunum fyrir Ísland í siglingum (sá eini að ég held) sem þvældist út í hjólreiðar til að viðhalda og æfa upp þol fyrir siglingarnar (taki sér aðrir íþróttamenn úr öðrum greinum sér það til fyrirmyndar)
Árni Már sem hefur einn af sterkustu hjólreiðamönnum Íslands undanfarin ár og er nýlega komin að utan úr stórri keppni þar sem hann sýndi að bestu hjólreiðamenn Íslands gefa snjólausari þjóðum ekkert eftir ef smá snjór og kuldi er ekki eitthvað til að skæla yfir.
Pálmar er þarna og elstur í hópnum en sýnir að hjólreiðar eru ekki bara fyrir tvítuga stráka og hefur verið á verðlaunapöllum vinstri hægri í hjólreiðum hér á landi undanfarin ár.
Og svo að lokum er það Kári sem æfir hjólreiðar í Danmörku og er búinn að vera að keppa útum allt á norðurlöndum undanfarin ár og er bæði ungur og ótrúlega sterkur hjólreiðamaður.
Að þessir strákar hafi skipt með sér 1332 km á rétt rúmlega 40 klst er náttúrulega ótrúlegt afrek og þegar ég heyrði viðtalið við þá þar sem stærsta vandamálið var að allir vildu þeir helst alltaf vera að hjóla og helst ekki tilbúnir að gefa hinum tækifæri sýnir hversu miklir íþróttamenn þetta eru og hvað hjólreiðar eru ótrúlega flott sport fyrir menn í toppformi.
Crossfit, bootcamp eða hvað sem við köllum það á ekki roð í þol þessarra hjólreiðamanna og langar mig að óska þeim til hamingju með þetta.
Svo fyrst ég taldi upp liðið þá má ekki gleyma bílstjórunum þeirra sem hafa gert alveg ótrúlegustu hluti fyrir hjólreiðaíþróttina. Albert þjálfari HFR sem var annar ökumannanna er búin að þjálfa HFR nánast eða alveg launalaust síðan ég kynntist sportinu og löngu fyrir það og án hans væri HFR eflaust ekki til.
Elvar sem var með honum í ökumannadjobbinu er búin að mynda og videomynda hjólreiða í fjölda ára og ásamt Albert og fleirum varðveita þessa sögu sem fréttamenn hafa ekki haft áhuga á en videoin hans á finna á youtube á slóðinni http://www.youtube.com/user/elvarorn76?feature=results_main
Að lokum langar mig að setja inn slóð á youtube video sem er alveg frábært og myndað frá bíl sigurvegaranna. Og svo flott myndasafn á heimasvæði ofangreins Alberts
http://www.youtube.com/watch?v=v98XZ9ntl5U&feature=youtu.be
https://notendur.hi.is/~aj/mynd/2012/cyclathon2012/
Takk Wow og þáttakendur fyrir frábæra keppni sem vert var að fylgjast með.
Hafa safnað yfir 3 milljónum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 22.6.2012 | 20:06 (breytt kl. 20:10) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sem sérstakur áhugamaður um hjólreiðar þá finnst mér frábært hvað hjólreiðar eru valdar sem áheitaferðir eða til stuðnings málefnum
Í sumar og næstunni veit ég um allavega 4 ferðir sem eru í gangi eða á næstu grösum þar sem hjólreiðar eru hornsteinn söfnunar eða notaðar til að vekja athygli á málefni.
Þetta er alveg frábært og gerir ekkert annað en að lyfta hjólreiðaíþróttinni og hjólreiðaáhugamálinu hærra upp og vekja meiri athygli á hjólreiðum.
Tók saman það sem ég veit af í augnablikinu.
Snorri Már Snorrason Parkison sjúklingur 6. júní
http://mbl.is/frettir/innlent/2012/06/06/hjolar_hringinn_um_landid/
Wow cyclothon hjólreiðamót í einni lotu til styrktar barnaheilla.
http://www.wowcyclothon.com/
Slökkviliðsmenn af höfuðborgarsvæðinu. Til að benda á nauðsyn reiðhjólahjálma fullorðina
http://www.visir.is/hjola-meira-en-200-kilometra-a-dag/article/2012120619075
Róbert hjólar hringinn til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna
http://www.facebook.com/#!/1332km
Nú er um að gera að hvetja þessa vösku hjólreiðamenn og konur áfram með því að styrkja málefnin.
Íþróttir | 20.6.2012 | 20:11 (breytt kl. 20:13) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Núna þegar stærsta ferðahelgi ársins er að koma er ekki alvitlaust að minna ökumenn á að vegirnir eru bæði fyrir bíla og reiðhjól og á þjóðveginum og öðrum ferðavegum er allt krökkt af ferðalöngum á reiðhjólum.
Þeir sem ferðast um landið á reiðhjóli þurfa að búa við ýmsar hættur eins og að vera úti í kanti þegar tveir bílar mætast við hliðin á þeim og getur það oft verið óþægileg lífsreynsla fyrir hjólreiðamann sem getur fipast og lent í slysi.
Sérstök hætta stafar af fólki með fellihýsi og hjólhýsi sem eru breiðari en bílinn sem ekið er því ökumenn átta sig oft ekki á breiddinni þegar þeir taka fram úr hjólreiðamanni. Einnig er hætta á því að ökumenn geri sér ekki grein fyrir lengd ökutækis og vagns og fari of snemma í námunda við hjólreiðamanninn sem heldur sig úti í kanti með aftanívagninn.
Það sem líka þarf að varast er hliðarvindur því stór ökutæki eins og flutningabílar, húsbílar og oft stærri jeppar taka hliðarvindinn af hjólreiðamanninum þegar þeir fara of nálægt fram úr honum og þá myndast augnablikslogn hjá hjólreiðamanninum sem getur lent í því að hendast ýmist útaf eða inná veginn þegar ökutækið er farið framhjá og vindurinn kemur í öllu sínu veldi aftur.
Ökumenn, sýnið því hjólreiðamönnum tillitssemi með því að mæta ekki bílum við hliðin á hjólreiðamanni, bíðið frekar fyrir aftan þar til pláss gefst til framúraksturs og munið að hjólreiðamaðurinn er jafn rétthár bílnum í umferðinni og hefur ekki aðra aðstöðu til sinna ferðalaga.
Samgöngur | 28.7.2011 | 18:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þá er frábær umfjöllun um hverja dagleið fyrir sig að henni lokinni hjá danska ríkissjónvarpinu.
Þættirnir heita Aftentour 2011 og eru um 25 mín og alveg þess virði að horfa á.
Reyndar er einblínt svolítið mikið á Danska hjólreiðamenn en það gerir þetta ekkert verra.
Slóðina á þættina má sjá hér:
http://www.dr.dk/nu/player/#/aftentour-2011/13326
Cavendish fljótastur í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 17.7.2011 | 19:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þegar ég byrjaði að blogga á sínum tíma(og þá einungis um hjólreiðar) ... sem ég hef nánast tekið mér árs frí frá þá var ekkert fjallað um hjólreiðar í fjölmiðlum nema að hvort hjólreiðamenn í umferðaslysum væru með hjálm eða ekki.
Tour de France fékk dræma umfjöllun, íslenskar hjólreiðakeppnir féngu enga umfjöllun nema þá Tjarnarhringurinn og þá var það bara ef ekki væri neitt að gerast annarsstaðar í íþróttaheiminum og ef eitthvað var fjallað um var það hversu frekir hjólreiðamenn væru ef þeir voguðu sér útá götu.
Í dag er allt breytt. Tour de France fær daglega umfjöllun í öllum miðlum, hjólreiðamót fá einhverja umfjöllun, þó fær Einar Bárða meiri umfjöllun en mótið sjálft ef hann tekur þátt en samt í rétta átt og svo er alltaf verið að tala um fjölgun hjólreiðamanna.
Gísli Marteinn kvartar yfir svikum besta flokksinns sem á sama hátt og L listinn á Akureyri lofaði hjólreiðastígum útum allt en svíkja báðir. ( BF ætlaði að bæta við 10 km á ári af stígum og L listinn á Akureyri ætlaði að gera stíg frá Krossanesborgum útí Kjarnaskóg og nú þegar búið er að malbika götuna útí Kjarnaskóg á Akureyri er ekki vottur af vísi af stíg útí kjarnaskóg)
2 Fréttir í vikunni voru um milljón krónu hjól sem seljast eins og heitar lummur. Undanfarið ár hefur farið ágætlega fyrir umfjöllun um fjallahjólabrunsstíga í Skálafelli og lyftuna sem hægt er að fara upp með og að sama skapi hefur hjólastígurinn í Kjarnaskógi fengið umfjöllun.
Allir frægir eru duglegir að auglýsa að þeir hjóla og Eiríkur sjálfur er með fyrirsögn þar sem hann skrapp í bónus á hjólinu sínu í dag og birtir mynd af hjólinu sínu með bónuspokana.
Þetta er frábær þróun því þegar ég byrjaði að blogga um hjólreiðar var bloggið nokkuð nýtt á nálinni.... allavega rétt að verða "inn" og ég man þegar í morgunútvarpinu á rás2 einn daginn var verið að útskýra þetta hugtak blogg og hvað allir gætu tekið þátt að þá sagði viðmælandinn "það er meira að segja einn bloggari sem bloggar einungis um hjólreiðar" og svo hlógu þau bæði eins og þetta væri svo útópískt.
En í dag er þetta svo á réttri leið. Það hafa komið hjólreiðablöð í miðjum stærstu dagblaða, hjólreiðar fá síður í útivistarblöðum og ferðaþjónustur keppast við að bjóða hjólreiðaferðir.
Núna ætlar Fjármálaráðherra hugsanlega að auka álögur á bensín og því enn meiri ástæða til að huga að öðrum orkugjöfum og þá liggur náttúrulega við að við virkjum okkar eigin orku til samgangna og heilbrigðs lífsstíls.
En til að það geti gengið þarf að bæta aðstæður til hjólreiða á landinu og jafnvel að styrkja enn betur til frábærra verkefna eins og hjólafærni www.hjolafaerni.is og hugsa til lengri tíma og fara að mennta krakka í hjólreiðum unga og virkja réttan hugsunarhátt
Það er langtímasjónarmið
Samgöngur | 16.7.2011 | 22:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðað við framkvæmd og frágang á þessum stíg þá var hann aldrei hugsaður til lengri tíma.
En hann var flott sviðsmynd í kynningarmyndbandi borgarinnar fyrir Green Capital verðlaunin...
Spurning hvort hann hafi verið gerður sem slíkur.
Myndbandið og stíginn má sjá í þessu myndbandi:
http://reykjavik.is/Portaldata/1/Resources/umhverfissvid/gr_na_borgin/RVK_Green_MASTER_v2.wmv
Reyndar má þessi stígur eiga það að hann fékk fram skemmtilegar skoðanir þeirra sem aldrei hjóla nema á sólríkum sumardögum þar sem sagt var að "það mun enginn nota hann því hann er ekki sólarmegin í hverfisgötunni" Og legg ég hér með til að engir stígar verði lengur lagðir á Íslandi fyrir hjólreiðafólk nema sólarmegin svo ég geti farið að hjóla allt árið í sól og blíðu.
Hjólastígurinn á Hverfisgötu hverfur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 29.9.2010 | 23:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Var að lesa bloggið hans Gísla Marteins áðan og rakst þar á ótrúlega skemmtilega hugmynd fyrir Reykjavíkinga og þá sem nota stígakerfið þar.
Hugmyndin fellst í því að útbúa rafrænt leiðakerfi fyrir hjólreiðamenn sem svipar til leiðarkerfis Strætó, þe. að maður geti skrifað hvaðan maður kemur og hvert maður ætlar að fara og vefsíða sýnir öruggustu og hentugustu leiðina.
Þetta er í fullkomið framhald af hjólreiðaáætlun sem samþykkt var í fyrravetur.
En nú er svo komið að umhverfisvæn og umhverfishvetjandi borgarstjórnarsamstarf Besta og Samfó ákvað að fresta þessu.
Vonandi að þetta sé ekki ein af sparnaðartillögum flokkanna að fresta þessu því allur hvati til hjólreiða er sparnaður við gatnaviðhald, umferðarslysakostnað, mengun og fleira.
Samgöngur | 12.8.2010 | 14:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég lofaði í pistli mínum í gær um frábæra aðstöðu fyrir hjólreiðamenn í skíðabrekkunum í Skálafelli að setja inn myndir þaðan þegar ég rækist á þær á netinu. En sem fyrr klikkar ElvarO ekki og fór með videovél þarna uppeftir og klippti saman skemmtileg myndband sem sýnir svæðið í fullum gangi með hjólreiðamönnum og liftum í gangi og öllu. Mæli með því að fólk kíkji á þetta og sjái að þetta er nánast fyrir alla að prófa.
Svo eru strákarnir á bak við verkefnið búnir að skella inn nokkrum myndum á Facebook síðuna sína þar sem sjá má nokkra ofurhuga að leika sér í flottum stökkvum og fleira.
http://www.facebook.com/home.php?#!/album.php?aid=19771&id=104465589604583&ref=mf
Íþróttir | 9.8.2010 | 23:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mér finnst alveg frábært að verið sé að auka við þjónustu við hjólreiðamenn á Íslandi með þessarri frábæru útfærslu á skálafelli.
Allt er þetta unnið með frumkvæði einstaklinga sem hafa áhuga á hjólreiðum og vonandi verður framhald á.
Undanfarin ár hefur samt aðstaða til hjólreiða verið að batna fyrir þá sem vilja fara útfyrir útivistarstíga borgarinnar. T.d. er að finna frábæra sérútbúna stíga fyrir hjólreiðamenn í Kjarnaskógi á Akureyri.
Einnig er frábær braut í Vífilstaðahlíðinni og svo er náttúrulega kjörið að skella sér niður úlfarsfellið eða fara í öskjuhlíðina.
En það sem skálafellsverkefnið færir hjólreiðamönnum er að geta farið með skíðalyftum upp og svo látið sig flakka niður í móti, sparar manni burðinn á hjólinu upp bröttustu brekkurnar og auðveldar manni að komast fleiri ferðir á dagsparti.
Mynd úr brautinni í Kjarnaskógi
Til að sjá myndir frá fjallahjólamóti sem haldið var í Kjarnaskógi 2008
http://www3.hi.is/~aj/mynd/2008/akfjalla08/
Set tilvísun í myndir frá brautinni í Skálafelli og leið og ég finn einhverjar á netinu.
Hjólreiðagarður opnaður í Skálafelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 9.8.2010 | 00:05 (breytt kl. 00:56) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudaginn næsta opnar tímamótaþjónusta fyrir hjólreiðamenn í Skálafelli. Það er ekki flóknara en svo að 3 snillingar tóku sig saman og fengu styrk og leyfi til að gera 3 km. langa hjólabraut niður Skálafellið og maður þarf ekki að hafa mikið fyrir því að skemmta sér þarna því um helgar verður opið í skíðalyfturnar svo maður tekur bara hjólið sitt með í lyftuna og lætur sig flakka niðureftir.
Nú er þetta ekki svo að þetta sé einhver ofurhugabraut því allir sem eiga fjallahjól eiga að geta farið og látið sig renna niðureftir og hver velur hvað fast hann heldur í bremsuna.
En þetta er fyrsta svokallaða Bike Parkið á Íslandi því einnig verður þarna aðstaða fyrir BMX og svokallað Dirt-Jump.
Ég vil endilega hvetja alla hjólreiðamenn til að fara annaðhvort á sunnudaginn og prófa eða fara næstu helgar eftir það því við vitum öll að góð ásókn eykur við stuðning við svona verkefni og ekki væri leiðinlegt að sjá svona svæði á helstu skíðasvæðum landsins á næstu sumrum.
Ég ætla að taka það persónulega að mér fyrir hönd hjólreiðaiðkenda á Íslandi að þakka þeim drengjum Ormi Arnarsyni, Magne Kvam og David Robertson fyrir þetta frábæra frumkvæði og óska þeim góðs gengis með þetta snilldarverkefni.
Það er greinilega á hreinu að ég þarf að grípa hjól með mér þegar ég fer til Reykjavíkur eftir rúmlega viku. (eins gott að það séu seldir dagspassar í þessa braut ;)
En fyrir þá sem vilja lesa meira um þetta verkefni er hægt að finna frekari upplýsingar á vefslóðinni http://www.hjolandi.net/index.php?p=news&a=54
og svo eru þeir náttúrulega á Facebook og eiga svo skilið eitt gott LIKE http://www.facebook.com/pages/Skalafell-Bike-Park/104465589604583?ref=ts&v=wall
Og að lokum kort af brautinni sem er 350 metra lækkun á 3km braut.
Íþróttir | 5.8.2010 | 17:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Enn bætist við þjónustu við hjólreiðamenn á Íslandi. Þegar ég byrjaði að skrifa um hjólreiðar fyrir 3 árum rúmlega þá var lítið um umfjöllun þar sem hjólreiðar áttu í hlut. Einnig var þjónustuframboð takmarkað og fáir sem litu á hjólreiðar sem eitthvað annað en frístundaiðju með börnunum sínum.
Nú hefur orðið stórkostlega breyting þar á og bæði á Akureyri og í Reykjavík er búin að vera virkileg hjólreiðavakning og maður fer ekki um götur og stíga án þess að hitta á nokkra hjólreiðamenn eða jafnvel heilann helling.
Góð þróun þar.
En síðan þá hefur einnig orðið mikil þróun í þjónustu við hjólreiðafólk, og þá sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu og fyrir ekki alllöngu opnaði hjólreiðaverkstæðið http://www.kriacycles.com/ og fara þar á ferð menn með mikla þekkingu og bjóða uppá nýja vídd í þjónustu við hjólreiðafólk.
Síðan var núna einn af þeim sem segja má að hafi verið í framvarðasveit íslenskra fjallahjólreiða að opna verkstæði í Kópavogi. Sá heitir Rúnar og var gjarnan nefndur Rúnar í Markinu en ætli maður verði ekki að fara að nefna hann hjólameistarann (bara spurningin hvort það eigi að láta nafnið hans fylgja ;)
En Rúnar þessi er líklega sá sem klifið hefur hvað flest fjöll með hjólið á bakinu af Íslendingum og látið sig flakka niður þau aftur og má lesa um svaðilfarir hans á www.mtb.is (sem er einmitt skammstöfun á mountain biking) Mæli eindregið með því að fara að kíkja á síðuna hjá honum. Og einnig ef ykkur vantar góða þjónustu frá manni sem hefur þekkinguna frá A - Ö þá er um að gera að kíkja á hann með hjólið sitt til hans að Nýbýlavegi 28 eða hafa samband við hann í 892-1411
Íþróttir | 13.7.2010 | 17:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er svo komið að Sjónvarið á Íslandi er farið að sýna frá hjólreiðaviðburðum og keppnum hérna á klakanum... Undanfarin ár hefur þetta verið nokkuð sniðgengin íþrótt þegar kemur að því að sýna eitthvað.
Það er nú samt þannig að það hjóla fleiri en spila golf, það hjóla fleiri en eiga hesta og það hjóla fleiri en eiga mótorhjól. Samt hefur þetta alltaf setið a hakanum og ekki verið sýnt. Það er líklega ein ástæða að það þarf ákveðna þekkingu og úrfærsluhæfileika til að sýna frá svona keppni, samt ekki svo ólíka en frá Rallý keppnum.
Við Íslendingar erum sem betur fer svo keppin að einkaframtakið er að skila þessu í sjónvarið og undanfarið hef ég verið að sjá í fréttum Ruv vel útfærðar og flottar fréttaskýringar frá mótum á Íslandi. Þetta eigum við allt einum manni að þakka sem hefur lagt sig í frammi við að útfæra margmiðlunarefni í þeim klassa að RUV er tilbúið að sýna það.
Sá heitir Elvar Örn og heldur úti myndasafni um bæði Rall og Hjólreiðar á YouTube sem enginn á að láta fram hjá sér fara. slóðin er http://www.youtube.com/user/elvarorn76 (hægt er að smella á hlekkinn.
Áhugaverðir hlekkir fyrir hjólreiðamenn eru samt þessir:
Samklippt efni sem birtist á RUV um hjólreiðamót sem allir hjólfærir menn geta tekið þátt í á vegum Hjólreiðafélags Reykjavíkur www.hfr.is Heiðmerkuráskorunin
Og svo fyrir þá sem þora... Jaðarsport þar sem hægt er að horfa á 2 ofurhuga skella sér niður úlfarsfellið í keppni um betri tíma... Þetta er náttúrulega ekki í rauntíma milli þeirra en þeir fara sömu leið og myndin er ræst á sama tíma á þeim báðum.... MUST SEE eins og maðurinn orðaði það.
Svo ef þið farið á síðuna hans Elvars á youtube sem ég vísa í að ofan er fullt af fleiri og eldri flottum hjólaviðburðum...
Meira svona Elvar...
Íþróttir | 10.7.2010 | 21:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Í fyrra sló Bláalónskeppnin í hjólreiðum sitt eigið met með því að 300 tóku þátt. Í dag er þvílík vakning því það eru komnir 296 og ennþá eftir bæði netskráningartíminn í dag og svo er hægt að skrá sig á keppnisstað. Þú sparar reyndar 1000 kall með því að skrá þig í dag á netinu á www.hfr.is
Hvet alla til að skrá sig og taka þátt í skemmtilegasta hjólaviðburði ársins.
Stel svo textanum af heimasíðu Bláalónskeppninnar og set hann sér:
Hópurinn hjólar saman undir lögreglufylgd suður að kirkjugarðinum þar sem tímataka hefst. Ræsing fyrir 40 km er við Djúpavatnsafleggjara á sama tíma.
Keppendur sem ekki setja númer framan á hjólin sín þannig að þau sjáist í endamarki geta búist við því að fá ekki tíma eða sæti í keppninni.
Skráning
Netskráning: Smella hér.
Keppnisgjald er 2500 kr. á mann í netskráningu.
Netskráning lýkur 11. júní. Eftir 11. júní verður einungis hægt að skrá sig á keppnisdag. Skráningargjald á keppnisdag er 3500 kr. á mann.
Bláa Lónið hf. býður öllum keppendum í lónið eftir keppnina (kr. 4600). Einnig er létt máltíð eftir keppnina innifalin í skráningagjaldi.
Flokkar
60 km karlar og konur: 16-18, 19-29, 30-39, 40-49, 50+
40 km karlar og konur: opinn flokkur.
Liðakeppni
Liðakeppnin er á 60 km leiðinni.
3-5 í liði, 3 bestu tímar gilda. Að a.m.k. 3 þurfa að klára keppni til að liðið fái tíma skráða.
Öll lið eru leyfileg, allur aldur og bæði kyn, fjölskyldur, fyrirtæki o.s.frv.
Firmakeppni
Liðakeppnin er á 60 km leiðinni.
3-5 í liði, 3 bestu tímar gilda. Að a.m.k. 3 þurfa að klára keppni til að liðið fái tíma skráða.
Hugmyndin er að fyrirtæki taki sig saman og keppi sem eitt lið.
Verðlaun
Verðlaun fyrir 1.-3. sæti í hverjum flokki á 60 km leið. Veitt eru 1.-3. verðlaun í opnum flokki karla og kvenna á 40 km leið.
Bláa Lónið kostar öll verðlaun.
Verðlaunaafhending verður kl 15:00 við markið á bílastæði Bláa lónsins
DrykkjastöðTvær drykkjarstöðvar, önnur við gatnamót Djúpavatns- og Ísólfskálavegar. Síðari er við endamark.
Súpa og léttmeti handa öllum keppendum í keppnistjaldi á bílastæði að lokinni keppni.
Flutningar:
Töskur keppenda frá Strandgötu í Bláa lónið: Flutningabíll frá Vífilfelli mun flytja töskur keppenda frá Strandgötu í endamarkið við Bláa lónið
Hjólin: Vífilfell býður keppendum frían flutning á hjólum frá Bláa lóninu til baka í strandgötu. Flutningarbílar leggja af stað eftir verðlaunaafhendingu.
Keppendur: Áætlunarrúta á vegum Þingvallaleiða kl: 14:00, 16:00 og
18:00 á kostnað keppenda. Kynnisferðir fara einnig frá Bláa lóninu kl. 14:15 15:15, 16:15 og 17:15. Ath. Breytingar sem kunna að verða á áætlun, eru ekki á ábyrgð mótshaldara.
Ýmislegt
Keppnin er opin öllum 15 ára og eldri.
Hjálmaskylda er og eru keppendur á eigin ábyrgð í keppninni.
Vegurinn er opinn almennri umferð, keppendur eru beðnir að hjóla eftir umferðareglum.
Drykkjarstöð við Ísólfskálaveg er opin til kl. 12:30. Tímataka við markið hættir kl. 14:45.
Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík sér um brautargæslu og endamark.
Bláa Lónið hf. býður öllum keppendum í lónið eftir keppnina.
Vífilfell býður keppendum upp á orkudrykki og flutning á hjólum til baka.
Húsasmiðjan kostar brautargæslu og veitingar í endamarki.
Íþróttir | 11.6.2010 | 15:59 (breytt kl. 16:02) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þá er ég búin að lesa yfir stefnuskrá þriggja flokka á Akureyri og taka það úr sem snýr að almenningssamgöngum/hjólreiðum. Þriðji flokkurinn er Sjálfstæðisflokkurinn en í stefnuskrá hans má finna nokkur atriði, þeir eiga samt svolítið erfitt með að greina milli göngustíga og útivistarstíga í stefnuskránni:
Draga úr hraðaakstri til að vernda gangandi og hjólandi vegfarendur.
Líst vel á þetta, enda engin ástæða til að hámarkshraði sé yfir 30 km í íbúðarhverfum. Reyndar hefði ég viljað sjá hvað þeim langar að gera á markvissari hátt. Persónulega vill ég sjá þrengingar á götum eins og Skarðshlíð og Skógarlundi sem eru báðar orðnar 30km götur en eru bæði breiðar og bjóða uppá hraðakstur. Góð leið til þrenginga er að merkja hluta götunnar fyrir hjólandi umferð eins og gert hefur verið í nokkrum götum í Reykjavík og komið vel út.
Ljúka við göngustíg og fegrun umhverfis við Glerá, frá brú til sjávar.
Svolítið misræmi að kalla þetta göngustíg og telja hann svo með sem hjólreiða- og göngustíg aðeins neðar í stefnuskránni. Það er reyndar málið með þennan stíg við Glerána að á köflum er allt of mikill halli á honum til að margir geti hjólað upp hann, en engu að síður einhver fallegast stígur bæjarins að fara um.
Að framkvæmdir við göngustíg meðfram Drottningarbraut hefjist strax á næsta ári.
Aftur er bara talað um göngustíg, hvoru megin vill t.d. sjálfstæðisflokkurinn hafa stíginn, vonandi sjávarmegin og af hverju er ekki hægt að setja markið aðeins hærra og fara með stíginn inn í kjarna eða alveg inn í Hrafnagil.
Vinna áfram að lagningu hjólreiða- og göngustíga innan bæjarlandsins en á
kjör tímabilinu bættust 10 kílómetrar við stígakerfið. Mikilvægt er að bæta tengingar
innan kerfisins þannig að úr verði ein heild frá Kjarnaskógi til Krossanesborga.
Þessi klassíska, vinna áfram að stígagerð...jájá. Í Reykjavík fyrir seinustu kosningar voru loforð um ákveðna stíga lagðir fram og að mörgu leiti staðið við þá. Í Tíð sjálfstæðisflokksins á Akureyri var gerð ágætis hjólreiðaáætlun í samstarfi við verkfræðistofuna Mannvit sem átti að gera Akureyri að hjólreiðabæ, af hverju er flokkurinn ekki að fylgja því eftir í stefnuskrá sinni. Man meira að segja eftir viðtali við Sigrúnu þáverandi bæjarstjóra um þessa áætlun. Hvar er hún í dag ?
Svo ég vísi í frétt um málið þá skrifaði ég bloggfærslu um þetta 2008 http://vilberg.blog.is/blog/vilberg/entry/552134/
Stjórnmál og samfélag | 25.5.2010 | 12:26 (breytt 31.5.2010 kl. 22:51) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)