Hjólreiðar í kosningum á Akureyri - Framsókn

Eftir að hafa rúllað yfir hvar hjólreiðar má finna í stefnuskrá Bæjarlistans á Akureyri ákvað ég að renna yfir Framsókn.

Fann það sem tengst gæti hjólreiðum í stefnuskrá Framsóknarflokksins á Akureyri og setti athugasemdir mínar við það. http://www.framsokn.is/Kosningar_2010/Akureyri 

Undir Skipulagsmál má finna eftirfarandi

Vinna að frágangi strandlengjunnar frá miðbæ að flugvelli.
Ekki sérlega kjarnyrt stefna en vitanlega þarf að ráðast í þetta en ætlar Framsóknarflokkurinn að hafa útivistarstíg inní frágangi strandlengjunnar alla leið eða tengja hann við stígakerfið sem hefst hjá skautahöllinni ? Get ekki sagt að ég sé miklu nær eftir þennan lestur.

Vinna að heildarskipulagi útivistarsvæða í Eyjafirði í samvinnu við nágrannasveitarfélögin.
Þarna erum við að tala, að fá gott heildarskipulag og samvinnu. En engu að síður er ekkert talað um tengingu milli þeirra eða hvað átt er við þannig að ég myndi vilja heyra betur um þetta.

Undir samgöngumál má svo finna eftirfarandi:

Vinna áfram markvisst að uppbyggingu göngu- og hjólreiðastíga á Akureyri.
Það vantar eitthvað í þetta. þetta er of flatt fyrir mig. Mér finnst leiðinlegt að ekki sé hægt að setja eitthvað meira en bara að halda eigi áfram að gera eitthvað sem er ekki til fyrirmyndar nú þegar.

Svo í lokin undir flokknum Náttúruverndarmál má finna:

Gera stígakerfi útvistarsvæða hluta af göngu- og hjólreiðakerfi bæjarins og stuðla með því að umhverfisvænni ferðamáta. Bæta aðgengi að Glerárdal sem fólkvangi. 
Kominn tími til, það eru góð útivistarsvæði á Akureyri og í nágrenni sem þarf að tryggja að fólk geti hjólað með börnin sín á án þess að þurfa að vera með þau í rykmekki eða í hraðri umferð.

Leggja aukna áherslu á merkingar á örnefnum og göngu- hjóla- og reiðleiðum um bæjarlandið.
Þetta finnst mér standa uppúr hjá Framsókn, að fara að merka inn örnefni og gera leiðirnar meira aðlaðandi með því. Spurning hvort ekki hefði átt að fylgja með að gera kort af göngu og hjólaleiðum bæjarins í leiðinni. Það er nefnilega alveg fáránlegt að ekki sé hægt að nálgast, hvorki á vef bæjarins eða í prentuðu formi stígakort af Akureyri

 


Hjólreiðar í kosningum á Akureyri - Bæjarlistinn

 Í fyrstu úttekt minni á hversu viljugir flokkarnir á Akureyri eru til að bæta aðstöðu fyrir hjólreiðamenn á Akureyri tók ég mig til og las stefnuskrá Bæjarlistans -XA á Akureyri. Það var nú ekki mikið á því að græða en það voru þó sérstaklega 2 atriði sem stungu mig lítillega.

En undir hlutanum Umhverfismál á heimasíðu þeirra (www.baejarlistinn.is) má finna eftirfarandi texta og svo set ég glósurnar mínar inn í bláu.

Bæjarlistinn leggur ríka áherslu á lagningu göngu- og reiðhjólahjólastíga
Bæjarlistinn verður að átta sig á því að gangandi og hjólandi umferð á enga sérstaka samleið sérstaklega ef notast á við reiðhjól sem samgöngutæki. Reyndar er gatan alltaf til staðar fyrir þá sem vilja fara hraðar.

og að lagðir verði stígar fyrir línuskauta
Fatta ekki alveg hvað er verið að fara þarna. Er einhver sérstakur línuskautamaður í Bæjarlistanum sem vill fá sér stíg fyrir línuskautafólk en sameiginlegan stíg fyrir gangandi og hjólandi.

 og fleiri brautir fyrir gönguskíðafólk.
Hvar eiga þessar brautir fyrir gönguskóðafólk að liggja ? ekki er hægt að samnýta göngustíga, línuskautastíga, hjólastíga á veturna með gönguskíðabrautum. (Set þetta með þar sem gönguskíðabraut kom undir umhverfishluta stefnuskráarinnar og var settur í lið með öðrum möguleikum til samgangna)

Þannig stuðlum við að aukinni hreyfingu, minni bílanotkun og minni mengun. Jafnframt er komið til móts við ferðalanga sem sækjast eftir útivist og hreyfingu.
Göfug marmið en engu að síður engin markmið. Það er hægt að setja inn markviss verkefni í tengslum við bílaumferð en bara að skella stígum hér og þar fyrir aðra samgöngumáta.

Síðan í undir Skipulagsmál má finna eftirfarandi

Gönguleið sú sem á að liggja meðfram strandlengjunni inn að flugvelli og finnst nú einungis í gömlum skinnhandritum verði kláruð á kjörtímabilinu.
Þetta er verkefni sem tími er kominn á. Reyndar hefur þetta aðallega staðið á vegagerðinni sem á í raun veginn inn að flugvellinum og því er um samstarfsverkefni bæjarins og vegagerðarinnar að ræða í þessu tilfelli.
En af hverju er samt ekki hægt að setja markmiðið hærra og útbúa tildæmis stíg alla leið uppí kjarna eftir þessarri leið og útbúa þar með góðann hring fyrir fólk að þvælast á nokkuð öruggri leið og svo fyrst við erum byrjuð í samstarfsverkefnum þá á náttúrulega að fara með þennan stíg alveg inn í Hrafnagil og stækka þjónustusvæði beggja sveitafélaganna með þessarri tengingu og búa þar til áhugaverðan kost jafnt fyrir Eyfirðinga sem ferðamenn.

 


Hvað vilt þú að frambjóðendur geri fyrir hjólreiðar

Endilega sendið inn ef þið hafið skoðun hvað frambjóðendur eiga að leggja fram í kostningarbaráttu sinni varðandi hjólreiðar..... Það vantar herfilega hjá öllum nema Gísla Martein og Dorfa einhverja hjólreiðastefnu en hvað viljum við að frambjóðendur vilji gera fyrir okkur í Reykjavík ?

Endilega sendið inn comment... Það er jú hjólað í vinnuna og allir eru að pirra sig yfir einhverju eins og götuljósum, skort á samgönguæðum, samlífi með gangandi fólki, samlífi með bílum og svo framvegis... .endilega koma með eitthvað....


Reiðhjólaþjófur gripinn !!! og hvað svo

Undanfarna pistla hef ég aðeins komið inn á reiðhjólaþjófnað, farið yfir hvernig passa skuli uppá hjólin sín og að lítið sé viðhafst þegar reiðhjóli sé stolið.

Þessvegna fannst mér gaman að sjá í morgun frétt á RUV.is um að kona hefði verið tekin með 2 reiðhjól sem hún hafði stolið.

Þetta eru ekki fyrstu reiðhjólaþjófnaðir sumarsins. Það virðist vera í tísku að ræna Cannondale hjólum og ég hef rekist á allavega 2 greinar þar sem Cannondale Bad Boy hjólum, sem eflaust eru verðmetin á vel í kringum hálfa milljón hvort á Íslandi ef flutt inn í dag og keypt ný.

Það sem stakk mig aðeins í greininni á RUV var samt að það klárlega vantaði að taka fram hvar manneskjan var tekin með hjólin og hvernig hjól þetta væru.

Ef þetta hefði verið snjósleði eða mótorkrossari hefði tegund verið gefin upp og óskað eftir eigandanum. Jafnvel þó þetta væri einskis virði snjósleði eða mótorkrossari.

Núna er það fjölmiðla að opinbera umræðuna um reiðhjólaþjófnaði og krefja lögregluna um meiri upplýsingar því þetta er að kosta samfélagið og tryggingarfélögin tugi milljóna á ári.

 


Hjólhesturinn á netinu

Hjólhestur fjallahjólaklúbbsins er kominn á fullum lit og stórglæsilegt á netið.

Las þetta áðan og þetta er flottasta eintak af þessu eðalblaði sem ég hef séð og mæli eindregið með því að allir hjólaáhugamenn lesi það, það er gert með því að smella  HÉR

Efnistök blaðsins eru fjölbreitt og skemmtileg, umfjöllun um ferðalönd innanlands sem utan á reiðhjólum og fullt af efni um aðstöðu til hjólreiða á Íslandi. Skyldilesning!!!

hjolhesturinn


Að setja sér markmið í sumar

Það er frekar stutt síðan ég tók þá ákvöðun að ég þyrfti að koma mér í almennilegt form aftur í sumar, búin að vera í hjólabanni síðan ég fór í uppskurð fyrir um ári síðan á öxl og hef bara rétt mátt dútla mér á hjóli.

Til þess að þetta myndi ganga setti ég mér það markmið að ég ætla að hjóla frá Akureyri til Reykjavíkur yfir kjöl um miðjan júní. Í þeim tilgangi þarf ég að koma mér í form og stunda æfingar þangað til. Og ég er byrjaður og það er frábært.

Markmiðin þurfa ekki endilega að vera svona stór en maður þarf að eiga markmið.

Þessvegna fannst mér frábært að lesa pistilinn hennar Karenar Axels þríþrautamanneskju um markmið sem hún birti í gær og langar að benda ykkur á hann því hann er algjör  skyldulesning.

Pistilinn hennar má sjá á forsíðu mbl.is neðarlega eða með því að fylgja þessari slóð http://www.mbl.is/mm/folk/serefni/pistlar/karen/entry.html?entry_id=1048783

Gleðilegt hjólreiðasumar 


Enginn dæmdur fyrir hjólreiðaþjófnað á þessarri öld

Ég hafði samband við vin minn sem er lögfræðingur eftir pælingar mínar um hjólreiðaþjófnaði, þ.e. að hugsanlega séu 5%  hegningabrota hjólreiðaþjófnaður.

Hann sendi mér til baka nokkra lista úr dómasöfnum og fleiru og niðurstaðan var sú að 41 dómur á þessari öld inniheldur orðið Reiðhjól, og ef það kom fyrir var það ekki þjófnaður á því heldur var hjólið notað ýmist sem "getaway car" eða sem samgöngutæki þjófsins og svo hafði einhver óheppinn hjólað fullur og fékk að líða fyrir það.

Í þeim dóm kom fram að hann hafði stolið hjólinu en var dæmdur fyrir að hjóla fullur... Algjör snilld

Þannig að til hvers að kaupa hjól í dag... Maður tekur bara það næsta og viðkomandi fær það úr tryggingum og allir sáttir.

Ég vill sjá tryggingafélögin vera með átak um þetta í sumar og leiðbeinandi örþættir um þetta í sjónvarpinu.


Meira um fjallabrun og nú á MBL.is

Frábært að sjá hvað hjólreiðar eru að fá mikla umfjöllun í fjölmiðlum þessa dagana.

Nokkrar blaðsíður í Fréttablaðinu um daginn svo er reglulega í mogganum.

Vil samt hvetja sjónvarpsstöðvarnar til að mæta á næsta fjallabrunsmót þar sem það er lang sjónvarpsvænasta hjólasportið. Svo er náttúrulega fyrir æsta fjölmiðla hægt að sjá keppnisskrá hjólreiða í sumar í þessu pdf skjali

http://hjolanefnd.isi.is/Forsida_files/hjola2010.pdf


mbl.is Fjallabrun í Öskjuhlíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjólreiðaþjófnaður 5% glæpa á Íslandi ?

bikelock2Ég var að rýna í tölur um fjölda hjólreiðaþjófnaða á Íslandi og sá þar að þeir voru 787 á árinu 2009. Á sama tíma voru hegningarbrot 15.296. Það þýðir að 5,14% allra hegningarbrota á Íslandi eru hjólreiðaþjófnaðir.

Þetta fær litla umfjöllun, það er lítil fræðsla og engar aðvaranir neinstaðar.

Af hverju eru tryggingarfélögin ekki að keppast við að fræða fólk um hvernig bera skuli sig að við að ganga frá hjólinu.

Af hverju er ekki verið að setja upp hjólreiðastanda við skóla og í fjölbýlishúsum sem hægt er að læsa hjólunum við ?. Hvernig er útfærsla í skólum og almennum stofnunum, er hægt að læsa hjólinu sínu við fastann stand á þeim stöðum.

Sjálfur nota ég ljósastaura, garðbekki og hvað sem ég finn sem er boltað niður. Passa að hafa dekkin á hjólinu mínu vel hert með alvöru róm og skil ekki ljós og hraðamæla og þessháttar eftir á því.

Ég á dýr og flott hjól en hef ekki ennþá lent í því að það sé stolið frá mér hjóli á undanförnum árum vegna þessa frágangs.

Persónulega er ég með hnakktösku undir sætinu og í henni er ég með nokkuð volduga og langa keðju auk sterklegs hengiláss. Þegar ég fer svo í sund þá þræði ég keðjuna í gegnum alla helstu hluta hjólsins og jafnvel í gegnum hjól guttanna minna ef þeir eru með og svo vef ég henni utan um eitthvað sem er niðurskrúfað.

Endilega gangið vel frá lásamálum við börnin ykkar því það er ekkert sorglegra fyrir barn en nýja hjólinu sé stolið.


Séð með augum jaðarsportarans

Á Laugardaginn fór fram mót í fjallabruni og á heimasíðu HFR má finna hlekk í þetta frábæra myndband sem tekið var upp þar, Það er tekið með myndavél sem búið er að festa á hjálminn hjá keppandanum og sýnir af hverju adrenalínfíklar eiga heima í þessu sporti.

Mæli eindregið með þessu og líka að lesa meira um mótið á heimasíðu HFR www.hfr.is

Myndbandið er innan við 2 mín og vel þess virði að horfa á


Gleymdust hjólreiðamenn eða er bara bannað að Hjóla þarna!!!

Það er alveg merkilegt hvar við hjólreiðamenn erum í fæðukeðjunni. Okkur fjölgar ár frá ári, eigum fín landssamtök og féngum hellings umfjöllun í Fréttablaðinu í vikunni.

Samt virðist ekki vera hægt að muna eftir hjólreiðamönnum hjá vegagerðinni.

Eða þá að það sé bannað að hjóla því eins og fram kemur í fréttinni er tekið skýrt fram "einungis fyrir gangadi og ríðandi" 

 En hjólað í vinnuna er á næsta leiti, um að gera að skella sér í smá æfingarhjólreiðar áður og koma sér í nett form til að ná sem flestum dögum.... Klára ekki allt púðrið strax og gefast svo upp.

 

 


mbl.is Brú fyrir gangandi og ríðandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hetjusaga - Blindur í fjallabruni

Það er áhugaverð kvikmyndahátið að fara að eiga sér stað í Reykjavík á vegum Íslenska Alpafélagsins.

Það sem gerir hana sérstaka er að þetta er fjallamyndahátíð og verða þar sýndar myndir sem snúa að útivist á fjöllum.

Það var samt ein mynd sem vakti áhuga minn meira en aðrar. Sú heitir Look to the ground og fjallar Bobby McMullin sem er blindur fjallabrunari "downhill" á reiðhjóli.

Bobby er alveg blindur á öðru auganu og einungis með smá sjón á hinu auganu sem hann lýsir sem svo að ef maður myndi prófa að rúlla upp dagblaði og horfa í gegnum gatið þá hefur maður sjónarhornið hans. Og til að bæta ofan á það þarf að setja eitthvað fyrir endann svo það verði móðukennt þetta litla sem maður sér.

En þessi snillingur lætur þetta ekki stöðva sig og notar önnur skynfæri til þess að hjóla niður snarbratta stíga og láta sig flakka fram af stökkpöllum.

Hægt er að sjá hvernig hann fer að og  fræðast meira um Bobby McMullin sem er klárlega ein af hetjum hjólreiðanna hér http://www.rideblindracing.com/

og svo sjá úr myndinni Look to the ground hér http://www.radical-films.com/riders/bobby-mcmullen

Og svo er hægt að fræðast um fjallamyndahátíðina sem fer fram 26. og 27. apríl hér  http://www.isalp.is/frettir/2-frettir/1074-banff-banff-banff.html


Sumardagurinn fyrsti: Hjólaferð fyrir alla til Nesjavalla

Þessi tilkynning er á heimasíðu Hjólreiðafélags Reykjavíkur:

Sumardagurinn fyrsti er á næsta fimmtudag 22. apríl, Hjólreiðafélag Reykjavíkur ætlar að hafa veglega æfingu af því tilefni og leggja saman sam-hjól og vera með Samhjól á sumardaginn fyrsta, hjóla í Nesbúð á Nesjavöllum.  Komdu með !

Hjólað verður Mosfellsheiðina og Grafninginn og endað í Nesbúðinni.  Þeir sem vilja meira geta hjólað í bæinn tilbaka sömu leið, ég geri ráð fyrir því að Nesjavallaleiðin verði fær. Þau sem eru búinn að fá nóg láta sækja sig í Nesbúð. Svo er náttúrulega hægt að hjóla með upp á Mosfellsheiði og snúa þar við ef ekki er tími fyrir langan túr.

Við leggjum af stað frá Nauthólsvík kl 9:30, komum við í Húsasmiðjunni í Grafarholti, gerum ráð fyrir því að vera þar kl 10. Hópurinn hjólar rólega í einum hóp að Gljúfrasteini en þá verður skipt upp í hópa eftir hraða, allir eiga að finna hóp við sitt hæfi.

Í tilefni sumarkomu vil ég bjóða hjólafélagið Bjart, Hjólamenn, Hjólakonur, Þríþrautargarpa, HMS,  IFHK og allt hjólreiðafólk yfirleitt með okkur í þennan túr í tilefni sumarkomu.  Það væri glæsileg byrjun á sumri ef stór hópur hjólreiðafólks legði á heiðina.

 


Láttu ekki stela hjólinu þínu eða hluta af því

Það er ekki bara hjólum stolið á Íslandi.Dekkjum/gjörðum er stolið, sætum er stolið og ýmsum aukabúnaði af þeim.Í dag fylgir yfirleitt með hjólum svokallað Quick Release á bæði sæti og dekkjum.

En eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er róin öðru megin með handfangi sem hægt er að losa auðveldlega með handafli. Margir læsa hjólunum sínum við hluti með því að festa dekk, eða sætispípuna við. En ef hjólið er með svona þægindum eins og Quick Release (snögg losun) er auðvelt að stela hálfu hjólinu án þess að þurfa að klippa eða saga á einhvern lás og skilja bara gjörðina eftir.

Besta leiðin er að setja alvöru ró í staðinn.

Einnig vil ég minna á að best er að vera með lás sem nær í gegnum stellið og í eitthvað fast. 

quickrelease.jpg 

Quick Release fyrir dekk/gjarðir  

seat_post_clamp_with_qr_34_9.jpg
Quick Release fyrir sætisstöngina

mbl.is Reiðhjólaþjófnuðum fjölgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Voru 110 mín á reiðhjólum að gosinu

0410_1237_14_1

Það eru fleiri og fleiri sem fara á reiðhjólum að gosinu. Enn ein fréttin af hjólagörpum sem eru búnir að skella sér er að finna á heimasíðu Hjólreiðafélags Reykjavíkur. En í þetta skipti voru það 2 af bestu keppnismönnum okkar Íslendinga, þeir Pétur Þór og Hafsteinn Ægir sem skelltu sér og að sjálfsögðu þurftu þeir að taka þetta með trompi.

Þeir fóru frá Skógum og voru einungis 1 klst og 50 mín á leiðinni að gosinu sem er öll upp í móti. Það gerir yfir 10 km meðalhraða þrátt fyrir að þeir hafi þurft að stoppa til að ýmist bæta í eða úr klæðnaði vegna hækkunar.

En verðlaunin fengu þeir með því að fá að fara þetta í frábæru veðri og svo var náttúrulega brekka niður í móti alla leiðina til baka sem tók einungis 25 mínútur.

Það væri nú gaman að fá einhver comment hérna ef fleiri hafa farið eða þið vitið af fleirum sem hafa hjólað þetta.

Myndir úr ferð drengjanna má sjá hér:

http://notendur.hi.is/aj/mynd/2010/eyjafjallaj_1april/

Og svo undraverðar myndir teknar af Alberti Hjólaþjálfara HFR af norðurljósunum og gosinu hér:

http://notendur.hi.is/~aj/mynd/2010/auroras_eruption/


Jafn vitlaust og að keyra í ræktina

gym-stairsÞað eru alltaf skemmtileg þessi sjónarmið um hjálma og notkun þeirra. Sérstaklega þar sem þetta skiptist aðeins í 2  hluta.... Annarsvegar þeir sem vilja að allir noti hjálma og hafa engar áhyggjur af því að hjólreiðamönnum fækki hugsanlega fyrir vikið. Svo eru það hinir sem trúa því að fólk hætti almennt að hjóla ef það þurfi að nota hjálm.

En í seinni hluta greinarinnar um Cameron kom fram að hann hjólaði í vinnuna og embættisbíll á eftir með jakkafötin og töskuna og allt varð vitlaust.

Maður spyr sig í einfeldni sinni.... er það nokkuð vitlausara heldur að fólk keyri í ræktina ?


mbl.is Cameron enn í hjólavandræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fóru á reiðhjólum upp að gosinu

Með hjólin í hæstu hæðumÞað fara ekki allir gangandi eða á einhverjum vélknúnum tækjum upp að gosinu. Rakst á þrælskemmtilega frétt á heimasíðu Hjólreiðafélags Reykjavíkur www.hfr.is sem segir frá nokkrum galvöskum snillingum sem skelltu sér á þriðjudaginn frá Þórsmörk og upp á fimmvörðuháls.

Það er verið að tala um að fólk þurfi að vera í góðu formi og vel búið til að fara þarna uppeftir.... Hvað þarf maður þá að vera til að fara þetta á reiðhjólum og þurfa að bera þau hálfa leiðina.

 Myndirnar sem ferðalangarnir tóku  tala sínu máli

http://hivenet.is/runart/eldgos/ 

http://picasaweb.google.com/sigurthor.einar/Orsmork30Mars#5454752378981817010

 Svo er það að stela þessarri hugmynd frá Havaí búum með framtíðarferðamennsku á Íslandi

http://bikevolcano.com/


Agalega var ég stoltur af Akureyringum í gær

Ég vaknaði, fór og rölti í vinnu, það hafði snjóað, það var ekki búið að skafa götur enda kannski ekki þörf á nema einhver ætti sportbíl en ég sá allavega 3 göngustígaruðningstæki á leiðinni frá brekkunni niður á eyri.

Þetta þarf að vera í forgangi alltaf.. Hvernig eigum við annars að geta lagt bílnum og gert eitthvað annað en hann?

En þegar mikill snjór kemur snýst allt um að koma bílum milli staða og þá er skafið uppá gangstíga og bílar ganga alveg fyrir.

Núna eru að koma kosningar á Akureyri sem og annarsstaðar eftir 100 daga eða svo.

Er ekki málið fyrir einhvern frambjóðanda að taka þetta upp og nota sem stefnumál.

 

 


Hvort er hjálmur eða heilsan mikilvægari

Hjálmaskylda á fullorðið fólk

Hverjir eru viklarnir á þessu ? fullorðið fólk þarf jú að nota öryggisbelti í bílum og þarf að hlýða því þar af hverju eiga hjólreiðamenn ekki að vera alltaf með hjálm ?

Þetta eru rök sem maður heyrir stundum.

Ástæða þess að ég ákvað að bogga um þetta í kvöld er að ég las blogg á http://hjoladu.wordpress.com/hjolablogg/ sem er smá hugleiðing um þessa hjálmanotkun.

Sjálfur hef ég ákveðna skoðun á þessu en viðrum smá rök með og á móti áður

Byrjum á á móti

Vel til höfð persóna sem starfar í fronti fyrirtækis og þarf að koma vel fyrir setur rúllur í hárið eða gelar sig vel fyrir daginn og þarf svo að koma sér til vinnu. Þá er hjólið góður kostur flesta daga ársins nema maður þurfi að vera með hjálm yfir allri fyrirhöfninni og skemma gelið eða rúlluvinnuna alla.

Er þetta góður kostur að fórna því að þetta fólk hjóli til vinnu með hjálmaskyldu ?

Tökum svo smá með:

Manneskja lendir í því að detta eða það sé keyrt á hana og höfuðið fer í götuna og þá gerir hjálmurinn sjálfkrafa gagn og allir ganga sáttir frá . Allavega höfuðið í lagi .... Það réttlætir klárlega að manneskjan var með hjálm... Sjálfur hef ég lent í slysi þar sem ég höfuðkúpubrotnaði með hjálm á hausnum (þið hefðuð átt að sjá hjálminn ;)

Síðan eru það hin rökin að fullorðnir þurfi að vera fyrirmyndir með því að vera með hjálm því annars noti börn hann ekki eða unglingar.

En þá eru það mótrökin sem eru ef fólk hjólar ekki af því þarf að vera með hjálm þá er það varla að sýna börnum sínum þá fyrirmynd að þau eigi að hjóla sinna ferða er það ?

 

Ps. Helling um hjálmamálið stóra má finna á heimasíðu www.lhm.is

Reyndar með að fullorðnir þurfi að vera fyrirmyndir barna á hjóli meira en annarsstaðar hef ég ekki alveg skilið... Af hverju fara ekki foreldrar að sofa klukkan 8 til að vera góðar fyrirmyndir eða borða bara nammi og gos á laugardögum  ? þetta er svipað finnst mér.

Svo eru það hin rökin sem eru nokk skemmtileg.... sem eru hvar draga eigi mörkin.....

A Línuskautum eru örugglega meiri líkur á höfuðmeiðslum en á reiðhjóli.... Sama gildir með gangandi í hálku og náttúrulega ökumenn í bílum sem lenda í hliðarárekstri þar sem höfuðið skellur í hliðarglugganum. Hvar er hjálmaskyldan þar ?

En án þess að ég hafi þetta lengra vill ég bara segja að ég er algjörlega á móti hjálmaskyldu þó hjálmurnn hafi bjargað mér enda vel ég mér að nota hjálm eftir því hvernig hjólreiðar ég er að stunda hverju sinni.

Maður þarf varla hjálm til að hjóla elliðárdalinn með famelíunni og borða nesti á leiðinni  ?

Segið mér samt hvað finnst ykkur... Er heilsan eða öryggið mikilvægara... Svona baunateljaraspurning.

 

Eftir góða fyrstu athugasemd við bloggið mitt í dag... spyr ég sem ekki veit... Er hjálmaskylda á fullorðnum hestamönnum og ef ekki hvar er sú umræða hjá viðeigandi ráðuneytum ?


Er eitthvað betra en að skella sér á hjólið eftir erfiða viku

Ég er búin að vera duglegur þessa viku. 12 - 16 tímar pr dag af vinnu og vinnan mín er ekki líkamlega erfið heldur bara andlega og streytuvaldandi. En að skreppa í hálkuleysinu á Akureyri einn góðann hring á hjóli er það besta sem ég veit og ég er kominn heim sem glæný persóna.

Tók strákinn minn með og við áttum ánægjulegustu stund vikunnar hjá mér í róglegheitunum í myrkinu vel upplýstir og sýnilegir þvældumst við um göturnar og gangstéttar og fórum svo heim og borðuðum kjúkling.

Er eitthvað betra í lífinu.

Ég er allavega búinn að gera upp vikuna


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband